Morgunblaðið - 21.02.2019, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.02.2019, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2019 SAMSTARFSAÐILI Hringdu í 580 7000 eða farðu á heimavorn.is HVAR SEM ÞÚ ERT Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Bjór og sálmar verða á boðstólum í safnaðarheimili Langholtskirkju 1. mars næstkomandi þegar félagar í Kór Langholtskirkju bjóða til sálmasöngs og bjórdrykkju í safn- aðarheimili kirkjunnar. Tilefnið er að þá verða 30 ár síðan sala bjórs var leyfð hér á landi og til stendur að afla fjár fyrir kórinn. Magnús Ragnarsson kórstjóri segir viðburðinn vera að banda- rískri fyrirmynd og segir sóknar- börn og aðra starfsmenn kirkj- unnar hafa tekið jákvætt í hug- myndina. „Bjór og sálmar eru góð blanda,“ segir Magnús. 1. mars hefur gengið undir nafn- inu Bjórdagurinn síðan árið 1989, en að sögn Magnúsar var þessi dag- ur valinn af tilviljun. „Við höfðum verið að velta fyrir okkur dagsetn- ingu, þetta var sú eina sem hentaði öllum og salurinn var laus þetta kvöld. Það var ekki fyrr en eftir að við vorum búin að ákveða þennan dag að við áttuðum okkur á því að þetta væri hvorki meira né minna en Bjórdagurinn sjálfur,“ segir Magnús. Safna fyrir ferð á kórakeppni Á ferðum sínum um Bandaríkin hafa prestar Langholtskirkju kynnst því sem þar í landi er kallað „Beer and Hymns“ eða Bjór og sálmar þar sem fólk kemur saman, syngur sálma og er gefinn kostur á að drekka bjór, ef það hefur áhuga á því. Þegar rætt var um vænlegar fjáröflunarleiðir kórsins var stungið upp á þessu. „Reyndar erum við ekki fyrst til að gera þetta hér á landi,“ segir Magnús. „Ég veit til þess að þetta hefur verið gert hjá kórnum í Akra- neskirkju, þau hafa verið með sálma og bjór á veitingastað þar í bænum og því hefur verið vel tekið.“ Kórakeppnin, sem Kór Lang- holtskirkju hyggur á þátttöku í, verður í borginni Tours í Frakk- landi í lok maí. Þar verða kórar víða að úr heiminum og stendur kórinn nú í ströngu við æfingar, undirbún- ing og fjáröflun vegna ferðarinnar. Segir viðhorfin hafa breyst Spurður hvort einhver gagnrýni hafi komið fram og hvort ein- hverjum þyki áfengisneysla og sálmasöngur kynleg blanda segist Magnús ekki hafa orðið var við það viðhorf. „Hugsanlega hefðu einhverjir verið á móti þessu fyrir nokkrum árum . En viðhorf til áfengisneyslu hafa breyst mikið og eins áfengis- menningin. Áður fyrr var fólk gjarnan að hrynja í það þegar það drakk áfengi, en núna er fólk síður að drekka sig ofurölvi, heldur meira að smakka það. Ég á því alls ekki von á því að þetta verði fyllerí, heldur að þarna verði fyrst og fremst sungið af hjartans lyst. Til- gangurinn er fyrst og síðast að skemmta sér. Ég hef heyrt hjá koll- egum mínum, organistum í öðrum söfnuðum, að þeim líst vel á þessa hugmynd og hafa margir þeirra tal- að um að fjölmenna með kórana sína til okkar.“ Engir bjórsálmar Safnaðarheimilið hefur fengið gefið út tímabundið áfengisleyfi þetta kvöld og undirbúningur er nú í fullum gangi. Leikið verður undir sálmasönginn á orgel og píanó og Magnús segir að gestum sé frjálst að koma með eigin hljóðfæri kjósi þeir svo og leggur áherslu á að allir séu velkomnir, óháð því hvort þeir tilheyri Langholtssókn og að ekki sé krafist sérstakra sönghæfileika. Hann segir að enn sé verið að velja sálma til að syngja að kvöldi þess 1. mars en einnig verði gestir hvattir til að koma með uppástungur að sálmum. Aðspurður segist hann ekki þekkja til nokkurs sálms þar sem yrkisefnið er bjór. „En það er reyndar fjallað um vín í einhverjum sálmum,“ segir hann. „Kannski syngjum við þá.“ Bjór og sálmar eru góð blanda  Kór Langholtskirkju aflar fjár á nýstárlegan hátt  Sálmasöngur og bjórdrykkja á 30. Bjórdeginum  Kórstjóri segir hugmyndina hafa fengið góðar viðtökur og býst við að sungið verði af hjartans lyst Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Glaðbeitt Magnús Ragnarsson og Kór Langholtskirkju bjóða sálmasöng og bjór í safnaðarheimili kirkjunnar. Hrókurinn og Kalak, vinafélag Ís- lands og Grænlands, efna til skák- móts og kynningar á starfinu á Grænlandi 2019, í Pakkhúsi Hróks- ins, Geirsgötu 11, laugardaginn 23. febrúar nk. kl. 14. Þar verður slegið upp Kulusuk-skákmóti í tilefni af því að fyrsti leiðangur Hróksliða til Grænlands verður á næstu vikum. Samhliða skákmótinu munu liðs- menn Hróksins og Kalak segja frá þeim verkefnum sem fram undan eru. Um páskana verður 13. hátíðin haldin í Ittoqqortoormiit við Scor- esby-sund, afskekktasta bæ Græn- lands, og í byrjun júní er komið að árlegri Air Iceland Connect-hátíð í Nuuk. Síðar í sumar liggur leiðin m.a. til Tasiilaq, höfuðstaðar Austur- Grænlands, og Kullorsuaq á vestur- ströndinni. Í desember standa Hrókurinn og Kalak svo fyrir árlegri jólasveinaferð til Kulusuk. Stærsta verkefni Kalak á árinu er að vanda tveggja vikna Íslands- heimsókn 11 ára barna og fylgdar- liðs frá litlu þorpunum á Austur- Grænlandi. Kynna skákstarfið á Grænlandi í ár Tasiilaq Hrókurinn og Kalak eru með öflugt skákstarf á Grænlandi.  Kulusuk-skákmót í Pakkhúsinu Á vefsíðu samtakanna „Beer & Hymns“ eða bjór og sálmar segir að innan kristninnar sé sterk hefð fyrir því að blanda saman sálmasöng og kráarmenningu. Samtökin voru stofnuð árið 2006 á bresku Greenbelt-hátíðinni sem er kristileg tónlistar- og við- burðahátíð og síðan þá hefur þessi siður breiðst út víða um heim, einkum til Bandaríkjanna, að því er fram kemur á vefsíð- unni. Þar segir enn fremur að fjöl- margir söfnuðir víðs vegar um Bretland hafi verið með þetta fyrirkomulag á samkomum sínum og þannig hafi náðst tenging á milli kirkjunnar og almennings sem ella hefði ekki orðið. Bjór og sálmar njóta hylli um víða veröld Á RÆTUR SÍNAR AÐ REKJA TIL KRISTILEGRAR TÓNLISTAR- OG VIÐBURÐAHÁTÍÐAR Í BRETLANDI Beer & Hymns Fyrirbærið á rætur sínar að rekja til kristilegrar hátíðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.