Morgunblaðið - 21.02.2019, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 21.02.2019, Blaðsíða 54
54 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2019 ✝ Júlíus KristinnMagnússon fæddist 2. desem- ber 1946. Hann lést á Heilbrigðisstofn- un Norðurlands á Siglufirði 9. febr- úar 2019. Foreldrar hans voru Magnús Fr. Árnason, aðallög- fræðingur Bún- aðarbanka Íslands, f. 5.6. 1921, d. 9.6. 1992, og Sig- rún Júlíusdóttir húsmóðir, f. 29.2. 1924, d. 4.5. 2008. For- eldrar Magnúsar eru Árni 6.5. 1948, d. 8.1. 2001; Sigrún, bókasafnsfræðingur og gæða- stjóri, f. 9.11. 1950, býr á Akur- eyri; Elín myndlistarmaður, f. 9.2. 1956, býr í Austurríki. Júlíus var kvæntur Önnu Kristjönu Torfadóttur borgarbókaverði, f. 25.1. 1949, d. 30.11. 2012. Þau skildu. Dóttir þeirra er Vera, kvikmyndagerðarkona og þýð- andi, býr í Reykjavík. Júlíus varð stúdent frá MR 1967, lauk cand. juris-prófi frá Háskóla Íslands 1976 og fékk héraðsdómslögmannsréttindi árið 1979. Hann starfaði lengst af sem sýslumannsfulltrúi á Akureyri, í Hafnarfirði, á Eski- firði og á Suðurnesjum. Júlíus bjó síðustu æviár sín á Ólafs- firði. Útför hans fer fram frá Laugarneskirkju í dag, 21. febr- úar 2019, klukkan 15. Bergsson, kaup- maður og sím- stöðvarstjóri í Ólafsfirði, f. 9.10. 1893, d. 17.9. 1959, og Jóhanna Magnúsdóttir, hús- móðir frá Akureyri, f. 16.6. 1894, d. 18.6. 1965. For- eldrar Sigrúnar eru Júlíus Kr. Ólafsson yfirvélstjóri, f. 4.7. 1891, d. 30.5. 1983, og Elínborg Kristjánsdóttir húsmóðir, f. 30.9. 1887, d. 6.11. 1965. Systkini Júlíusar eru Jóhanna Kristín, f. Við Júlíus þekktumst í tvo ára- tugi, og á þeim tíma þáði ég margt þakkarvert frá honum. Hann hafði sterka frásagnargáfu og gat því sem næst sagt sögur af stöðum og fólki nær hvar sem við komum á Íslandi. Á þeim árum sem við Vera dóttir hans vorum gift fórum við oft um landið með Júlla á sumrin, nær alltaf með ár- bækur Ferðafélags Íslands í far- teskinu. Hann hafði sérstakt dá- læti á eldri útgáfum, líkt og þeim mætti treysta betur en þeim nýju. Kannski af því það voru fleiri sögur og minni landafræði í þeim gömlu sem maður þurfti að skera sjálfur útúr. Það fór ekki fram hjá neinum sem kynntist Júlíusi að tónlist skipti hann gríðarlegu máli. Hann var fróður um sín tónskáld og hljómsveitir, opinn fyrir nýj- ungum, og gat rætt tónlist af ástríðu. Eins þegar hann sagði sögur af sjálfum sér og samferða- fólki þá tók hann oft fram hvaða tónlist lék undir þar í bakgrunni. Sumir staðir á landinu voru Júlíusi sérlega kærir, en fáir jafn kærir og Ólafsfjarðará. Hann hafði veitt silung í hverjum hyl og streng frá því hann var strákur. Á fullorðinsárum umgekkst hann ána af smitandi ánægju. Honum er að þakka hver einasti sporður sem ég hef sjálfur dregið upp á árbakka, þó að mér hafi aldrei tekist að valda silungsstöng af jafn miklum þokka og hann. Það kom því tæplega á óvart að Júlli keypti sér hús í Ólafsfirði í göngufæri frá skíðabrekkunni, og fluttist þangað eftir að hann hætti að vinna í Keflavík. Vetur- inn var alltaf hans árstíð. Það átti vel við að Tröllaskaginn með fjöllum sínum og dölum laðaði hann norður undir heimskauts- baug síðustu árin. Ég minnist Júlíusar af þakklæti og hlýju, og sendi Veru og ættingjum hennar hlýjar samúðarkveðjur við fráfall hans. Gauti Sigþórsson. Okkur bekkjarbræðrunum er enn fast í minni þegar leiðir lágu fyrst saman í MR forðum daga. Þetta var sundurleitur hópur, eins og reyndar allir hópar, og var hver maður með sínu mark- inu brenndur. Það sem líklega hefur í fyrstu þótt einkenna Júl- íus Magnússon var að hann var stilltur og kurteis, tranaði sér aldrei fram. Frekari kynni okkar af honum leiddu svo í ljós aðra góða eðliskosti hans og við kynnt- umst áhugamálum hans. Þannig var hann hreinn og ærlegur í öll- um samskiptum við okkur skóla- bræðurna og án alls vafa hafa aðrir mátt reyna hann að því sama. Þótt hann væri ljúfur og kurteis í dagfari var hann engin geðlurða því að undir stillingunni bjuggu heitt skap og vel mótaðar skoðanir. Júlíus hafði mikla og fínstillta kímnigáfu, frekar í þurrari kantinum. Var fyndni hans aldrei gróf eða klúr og hæfði hvaða mannsöfnuði sem var. Smekkmaður var hann á músík, bæði klassík og jazz, og einnig var hann lestrarhestur á skáldrit. Margir okkar urðu þeirrar ánægju aðnjótandi að koma á heimili hans og kynnast foreldr- um hans og systrum, menningar- heimili þar sem tónlist var í há- vegum höfð. Júlíus var flinkur skíðamaður, keppti í svigi og kenndi sumum skólabræðrunum á skíði af natni, nærfærni og skemmtan. Hefur hann líklega haft kennarahæfileika á því sviði. Við söknum sárt góðs vinar og félaga og þökkum fyrir að hafa mátt njóta samferðar með honum. Fyrir hönd bekkjarbræðra úr MR, Pétur Guðgeirsson Júlíus varð cand. juris frá laga- deild Háskóla Íslands 28. febrúar 1976 með góðum vitnisburði. Í framhaldi af því starfaði hann sem fulltrúi bæjarfógetans á Akureyri og Dalvík um nokkurra ára skeið. Hann gegndi síðar fulltrúastöðum sem kröfðust lagaþekkingar við önnur embætti þar sem hann var m.a. yfir- lögfræðingur eða settur bæjar- fógeti og sýslumaður um skeið. Á tímabili rak hann einnig lög- mannsstofu. Embættisstörf hans og önnur störf á sviði lögfræði voru einkar farsæl en Júlíus var þekktur fyrir að leggja sig mjög fram í þeim málum sem hann annaðist. Júlíus var einn af fyrstu nem- endum mínum. Samskipti við hann strax á þeim árum voru tíð. Með okkur myndaðist fljótlega afar sterkt vináttusamband sem átti eftir að endast meðan hann lifði. Sameiginlegt áhugamál okk- ar var einkum útivist og veiðar. Við fórum saman í margar ferðir á hverju ári með félögum okkar. Þessar ferðir voru okkur ávallt ofarlega í huga og mikill tími fór ávallt í undirbúning, skipulagn- ingu og framkvæmd. Júlíus var einstakur maður, skemmtilegur og trygglyndur. Hann var afar vel lesinn, minn- ugur með afbrigðum og lá aldrei á pólitískum eða lögfræðilegum skoðunum sínum. Slíkar skoðanir setti hans oftlega fram með gamansömum rökstuðningi og fullyrðingum. Þetta gaf oft tilefni til að takast hart á. Júlíus var þó ávallt reiðubúinn til að endur- skoða fyrri fullyrðingar ef í ljós kom að þær hefðu ekki við full rök að styðjast. Júlíus var nánast alls staðar vel heima. Það gilti um bókmenntir, skíðasögu, skák- sögu, sögu pólfara, hljómlist, lög- fræði, tungumál og svo fram- vegis. Hann ræddi þó aldrei um þetta sérstaklega. Það bara valt út úr honum án áreynslu. Ég minnist tveggja samfelldra nátta á öræfum. Við lágum fjögur inni í þriggja manna tjaldi í kol- vitleysu veðri. Svo vont var veðr- ið að ekki var unnt að fara út úr tjaldinu til að ganga erinda sinna nema að verða holdvotur og kald- ur. Það þótti því ekki mjög árennilegt. Við þessar aðstæður sagði Júlíus endalausar sögur af pólförum fyrri tíma og hrakning- um þeirra. Um það leyti sem Júl- íus lauk sínum skemmtilegu sög- um um sigra og ósigra pólfara á norður- og suðurpólnum slotaði veðrinu. Við héldum því ferð okkar áfram glöð í bragði án þess að taka mikið eftir óveðrinu. Ég kveð góðan vin um langa lífsleið. Dóttur hans, Veru, og ættingjum færi ég samúðar- kveðjur. Stefán Már Stefánsson. Júlíus Kristinn Magnússon ✝ Halldór Sverr-ir Arason fæddist 10. september 1938 í Reykjavík. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 11. febrúar 2019. Foreldrar hans voru Ari Guðjóns- son f. 7.4. 1914, d. 16.8. 1996, og Sal- vör Veturliða- dóttir, f. 24.9. 1914, d. 15.1. 2008. Systkini Halldórs eru: Sigrún, f. 1937, d. 2006, og Helgi, f. 1943. Þann 31.12. 1960 kvæntist Halldór Ingibjörgu Magn- úsdóttur, f. 27.8. 1938, d. 12.2. 2018. Foreldrar hennar voru Magnús Guðberg Elíasson og Emelía Jósefína Þórðardóttir. Börn Halldórs og Ingibjarg- ar eru: 1) Ragnheiður, f. 10.11. 1960. Dætur hennar eru Sara Friðrik, f. 1995, Thomas Ari, f. 1997, og Liselotte Emilie, f. 1998. 3) Ari, f. 1.6. 1963, eigin- maður hans er Björn Alexand- ersson, f. 1962. 4) Hilmar Óð- inn, f. 20.7. 1966, d. 16.1. 1967. 5) Jóhann Reynir, f. 16.11. 1968, eiginkona hans er Hilda Julnes, f. 1968. Börn þeirra eru Arnar Ingi, f. 1992, og Anna Rún, f. 1996. 6) Kristinn Þórð- ur, f. 25.11. 1971, eiginkona hans er Katrín Elly Björns- dóttir, f. 1979. Börn þeirra eru Halldór Björn, f. 2002, Hringur Birgir, f. 2004, Ágústa Elly, f. 2011, og Magnús Helgi Ottó, f. 2013. 7) Helga, f. 28.5. 1975, eiginmaður hennar er Brjánn Birgisson, f. 1974. Börn þeirra eru Björt, f. 2004, Úlfur, f. 2006, og Jóhanna Ingibjörg, f. 2010. Halldór ólst upp í Reykjavík til átta ára aldurs en fluttist þá með fjölskyldu sinni til Akra- ness. Halldór og Ingibjörg bjuggu lengst af í Hólabergi 50 en síðustu tvö árin bjó Halldór á Hrafnistu í Reykjavík. Útför Halldórs fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 21. febr- úar 2019, klukkan 15. Sturludóttir, f. 1983, eiginmaður hennar var Andri Fannar Guð- mundsson, f. 11.5. 1981, d. 6.1. 2015, sambýlismaður Söru er Hlynur Kristjánsson, f. 1981, dætur henn- ar eru Birna Sif Andradóttir, f. 2008, og Kristrún Elma Andradóttir, f. 2012. Est- er Sturludóttir, f. 1985, sam- býlismaður hennar er Stefán Þór Hafsteinsson, dætur þeirra eru Elsa Ragnheiður, f. 2008, og Sara Guðrún, f. 2015. Elma Sturludóttir, f. 1991, sambýlis- maður hennar er Daníel Þór Þorsteinsson, og Sunna Sturlu- dóttir, f. 1994, sambýlismaður hennar er Sævar Þór Vignis- son. 2) Magnús Emil, f. 9.3. 1962. Börn hans eru Arnþór „Jæja, hvað ertu að lesa pabbi?“ Oft fyrsta spurning sem ég spurði pabba þegar ég kom eða hringdi í hann og svarið, jú ef hann var ekki að lesa nor- ræna sakamálasögu þá gat hann sökkt sér í fræðibækur um norska trébáta eða bækur um sjúkdóma og sóttarfar á miðöld- um. Eitthvað nógu skrítið og sértækt. Pabbi var mikill bóka- unnandi og var alltaf með bóka- stafla alls staðar í kringum sig og gleraugun efst á bunkanum. Oftast nær voru útrunnir lottó- miðar notaðir sem bókamerki – það mátti ekki henda neinu. Pabbi var einstaklega þolin- móður, hann kvartaði aldrei þó tónlistin væri hækkuð í botn á unglingsárunum, það mátti vera drasl í herberginu mínu því hann leit á það sem mitt athvarf. Allar vinkonur mínar og vinir voru alltaf velkomin og þeim boðið upp á kaffi og svo var bara hangið í eldhúsinu eða stofunni og spjallað. Þetta var nákvæmlega stemn- ingin á æskuheimili mínu, allt svo afslappað en samt engin óregla eða neitt vesen. Pabbi og mamma eyddu ekki orkunni í eitthvað sem skiptir – þegar upp er staðið – engu máli. Pabbi vann alla tíð mjög mik- ið enda var það hans kappsmál að halda húsnæði og eiga alltaf nóg af mat fyrir fjölskylduna, hann varð því mjög glaður dag- inn sem hann hætti að vinna og fór á eftirlaun. Þá fórum við ásamt mömmu í ferð til Dan- merkur. Ég hef sjaldan séð hann jafn hamingjusaman og þá, við fengum okkur koníak í flugvélinni því hann var svo flughræddur, nutum þess að drekka öl og borða smurbrauð í Kaupmannahöfn. Kíktum á Hviids Vinstue og í tóbaksbúðir. Hann naut eftirlaunaáranna vel og dekraði við barnabörnin. Fór í veiðiferðir, málaði, las og rölti um hverfið því hann hafði mjög gaman af að spjalla við alls konar fólk – sérstaklega ef fólk var nógu skrítið og jafnvel utangarðs. Fyrir akkúrat ári lést mamma og eftir það missti pabbi einhvern veginn taktinn. Hann og mamma voru mjög samrýnd alla tíð og svo góðir vinir. Pabbi lifði í akkúrat ár eftir fráfall mömmu, hann lést mánudaginn 11. febrúar í faðmi fjölskyldunnar og saman hlust- uðum við á sellósvítur Bachs allt þar til hann tók síðasta andar- dráttinn. Eitt af því síðasta sem hann sagði við mig var að hann myndi vel eftir því að ég hefði boðið honum heim að hlusta á Bach, ég bauð upp á sérrí og hann átti tóbak… hin fullkomna stund. Helga Halldórsdóttir. Halldór Sverrir Arason Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Guðmundur Baldvinsson, umsjón útfara Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Vesturhlíð 9, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, REBEKKA STÍGSDÓTTIR frá Horni, andaðist á hjúkrunarheimilinu Eyri, Ísafirði, föstudaginn 15. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 23. febrúar klukkan 14. Frímann A. Sturluson Auður Harðardóttir Jónína Sturludóttir Helgi Jónsson Stígur H. Sturluson Ásgerður Ingvadóttir Guðjón E. Sturluson Hrefna Rósinbergsdóttir Friðgerður Ebba Sturludóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn Okkar elskulegi LÚÐVÍK DAVÍÐSSON, áður til heimilis að Melagötu 5, Neskaupstað, lést 14. febrúar. Útför hans fer fram frá Norðfjarðarkirkju laugardaginn 23. febrúar klukkan 14. Anna Björnsdóttir Björn Lúðvíksson Sólveig Baldursdóttir Finnur Lúðvíksson Guðlaug Ólafsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN JÓNSDÓTTIR, áður til heimilis á Sléttuvegi 13, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Eir mánudaginn 19. febrúar. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 5. mars klukkan 13. Jóna Helgadóttir Eysteinn Helgason Kristín Rútsdóttir Matthildur Helgadóttir Tómas Óli Jónsson Guðleif Helgadóttir Haraldur Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, STEFANÍA RÓSA SIGURJÓNSDÓTTIR, Hjallalundi 22, Akureyri, lést á hjúkrunarheimilinu Hlíð föstudaginn 15. febrúar. Útförin fer fram í kyrrþey að hennar eigin ósk. Heimir Ingimarsson Sigríður Benjamínsdóttir Sigþór, Lára Ósk, Hafþór Ingi og fjölskyldur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.