Morgunblaðið - 21.02.2019, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 21.02.2019, Qupperneq 34
34 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2019 ✆ 585 8800 Við leggjum kapp á að veita vandaða og trausta þjónustu í fasteignaviðskiptum og leitumst við að ná hámarksárangri fyrir viðskiptavini okkar Kringlunni 4-6 | 103 Reykjavík | híbýli.is Falleg 2-3ja herb. risíbúð74.9 m2 46.900.000,- Fjólugata 19 – 101 Reykjavík Glæsilegt útsýni í mjög fallegu steinhúsi við Fjólugötu í Þingholtunum. Gólfflötur er stærri þar sem hluti eignarinnar er undir súð. Atvinnuhúsnæði til leigu, 292,6 m2 Laust strax Suðurgata 10 – 101 Reykjavík Húsnæðið er á tveimur hæðum í bakhúsi við Suðurgötu. Nánari upplýsingar veitir Ólafur Már löggiltur fasteignasali í síma 865-8515 Fjölbýli, 3-4ra herb., 133,3 m2 64.900.000,- Sléttuvegur 15, 103 Reykjavík Laus strax. Afar falleg og björt íbúð á 1. hæð í vönduðu og eftirsóttu fjölbýlishúsi fyrir 55 ára og eldri. Yfirbyggð og upphituð verönd 11.5m2 Ingibjörg Þórðardóttir löggiltur fasteignasali Þórður S. Ólafsson löggiltur fasteignasali Ólafur Már Ólafsson löggiltur fasteignasali Hæð, 5 herb., 161.9 m2 32.500.000,- Felsmúli 2 – 108 Reykjavík Falleg og björt 2ja herbergja íbúð á þriðju hæð í góðu fjölbýlishúsi við Fellsmúla Opið hús fimtudag 21. feb. 16:45 til 17:15 VIÐTAL Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það er alltaf gaman að fá viður- kenningu og við erum mjög ánægðir með að menn kunni að meta okkar framlag til þessa verkefnis,“ segir Jónas Karl Þorvaldsson, sprengju- sérfræðingur hjá Landhelgisgæsl- unni. Jónas og samstarfsmaður hans hjá séraðgerða- og sprengju- eyðingarsviði Landhelgisgæslunnar, Sverrir Harðarson, fengu í gær við- urkenningu og heiðursmerki Atl- antshafsbandalagsins fyrir þátttöku í mannúðarverkefni bandalagsins í Írak í fyrra. Arnór Sigurjónsson, skrifstofu- stjóri varnarmálaskrifstofu utan- ríkisráðuneytisins, afhenti þeim viðurkenninguna sem undirrituð var af Jens Stoltenberg, framkvæmda- stjóra Atlantshafsbandalagsins. Miðla áralangri þekkingu Jónas Karl og Sverrir voru við störf í Írak frá því í apríl í fyrra og fram í júní. Þar sinntu þeir þjálfun þarlendra sprengjusérfræðinga. Áralöng þekking og reynsla úr störfum fyrir Landhelgisgæsluna kom sér vel til að auka færni Íraka við sprengjueyðingu en ekki síður að skila af sér fróðleik sem gerir þeim kleift að sinna slíkum verkum sjálfir. „Verkefnið gengur í raun út á það að gera írösku þjóðina sjálfbæra, að hún geti sjálf brugðist við þeim að- stæðum sem upp koma,“ segir Jónas í samtali við Morgunblaðið. Hættur fyrir óbreytta borgara Stór hópur á vegum Atlantshafs- bandalagsins var þarna á þessum tíma og fengu Írakar fjölbreytta kennslu, til að mynda í notkun á stórtækum vinnuvélum auk sprengjueyðingar. „Það voru kannski 30-40 manns sem komu að sprengjueyðingunni en við vorum átta kennarar og þar af tveir Íslend- ingar. Við vorum í raun að kenna kennurum, að búa þannig um hnút- ana að þeir gætu menntað sína menn sjálfir. Írakar lögðu sjálfir áherslu á að fá þessa menntun til að takast á við sprengjuvandamál. Hryðjuverkasprengjur voru stórt vandamál hjá þeim út af ISIS. Það var margt fólk sem féll af þessum sökum og þetta var liður í að stuðla að öryggi óbreyttra borgara. Í flest- um tilvikum eru það óbreyttir borg- arar, konur og börn, sem verða verst fyrir barðinu á slíkum sprengjum,“ segir hann. Koma reynslunni ríkari heim Jónas fór til starfa í Írak sem sprengjusérfræðingur árið 2003 og þekkir því vel til þar. Hann segir að vel hafi gengið að miðla þekkingu ís- lensku sérfræðinganna. „Nemend- urnir voru ofboðslega áhugasamir. Þeir voru virkilega jákvæðir og þakklátir fyrir að fá þessa kennslu. Það er gaman að kenna mönnum sem eru svona jákvæðir og að vita að þeir þurfa virkilega á þessu að halda.“ Sprengjusérfræðingar Land- helgisgæslunnar búa að mikilli þekkingu og reynslu sem er eftir- sótt. Þeir hafa hlotið umtalsverða þjálfun til að sinna sprengjueyðingu við krefjandi aðstæður, sem er ekki á hvers manns færi. „Það er því stórt framlag að við getum boðið þetta í svona mannúðarstarf. Þarna er sannarlega þörf á þessari þekk- ingu. En um leið er mikilvægt fyrir okkur að komast í svona verkefni erlendis. Við komum heim með reynslu á móti sem nýtist í okkar störfum og við getum miðlað hér heima.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Viðurkenning Jónas Karl Þorvaldsson og Sverrir Harðarson fengu í gær viðurkenningu og heiðursmerki NATO. AFP Kennsla í Írak „Nemendurnir voru ofboðslega áhugasamir,“ segir Jónas. Írak „Það er því stórt framlag að við getum boðið þetta í svona mannúðarstarf.“ Félagar Jónas og Sverrir á vettvangi í Írak á síðasta ári. Heiðraðir fyrir mannúðarstörf í Írak  Tveir sprengjusérfræðingar hjá Landhelgisgæslunni fengu viðurkenningu og heiðursmerki Atlantshafsbandalagsins  Sáu um þjálfun sprengjusérfræðinga í Írak  Mikilvægt mannúðarstarf
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.