Morgunblaðið - 21.02.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.02.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2019 Veður víða um heim 20.2., kl. 18.00 Reykjavík 5 skýjað Hólar í Dýrafirði 5 skýjað Akureyri 3 léttskýjað Egilsstaðir 3 skýjað Vatnsskarðshólar 5 súld Nuuk -5 léttskýjað Þórshöfn 8 rigning Ósló 2 heiðskírt Kaupmannahöfn 6 skýjað Stokkhólmur 0 heiðskírt Helsinki -4 snjókoma Lúxemborg 9 léttskýjað Brussel 11 heiðskírt Dublin 12 skýjað Glasgow 11 rigning London 10 léttskýjað París 13 léttskýjað Amsterdam 9 léttskýjað Hamborg 9 léttskýjað Berlín 9 heiðskírt Vín 11 skýjað Moskva 2 snjókoma Algarve 16 léttskýjað Madríd 14 léttskýjað Barcelona 14 léttskýjað Mallorca 15 léttskýjað Róm 14 heiðskírt Aþena 15 léttskýjað Winnipeg -15 skýjað Montreal -12 alskýjað New York -1 snjókoma Chicago 0 snjókoma Orlando 26 alskýjað  21. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:04 18:20 ÍSAFJÖRÐUR 9:17 18:17 SIGLUFJÖRÐUR 8:59 17:59 DJÚPIVOGUR 8:35 17:47 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á föstudag Fremur hæg austlæg átt og skýjað með köflum fyrir hádegi. Vaxandi sunnanátt síðdegis, 13- 20 m/s og rigning undir kvöld, einkum S- og SA-til en N 10-15 NV-til á landinu og þurrt að kalla. Hiti 1-6 stig. 15-23 m/s í fyrramálið, hvassast suðvestan til. Heldur hægari sunnanátt og allvíða skúrir en áfram þurrviðri norðaustan til. Hiti víða 1 til 7 stig, mildast syðst. Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna Str. 38-58 Nýjar vörur streyma inn Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Draga mun til tíðinda á fundi ríkis- sáttasemjara í dag með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins annars vegar og verkalýðsfélaganna Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verka- lýðsfélags Grindavíkur hins vegar, en allt stefnir í að verkalýðsfélögin muni þar slíta viðræðunum og hefja undirbúning að verkföllum. Forysta Eflingar fékk umboð í gær til viðræðuslita, en Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður félagsins, segir að ekki sé öruggt að viðræðum verði slitið. „Ef Samtök atvinnulífsins koma fram með tilboð sem við met- um að sé þess virði að bera undir samninganefndina, gerum við það,“ sagði Sólveig en hún mat það svo að það væri þó fremur líklegt að viðræð- um yrði slitið. „Þetta er algjörlega rökrétt niðurstaða þeirrar stöðu sem viðræðurnar eru komnar í.“ SGS heldur áfram viðræðum Fulltrúar Starfsgreinasambands- ins funduðu í gær með fulltrúum SA, en viðræðum þeirra hefur ekki verið vísað til ríkissáttasemjara. Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, sagði eftir fundinn að hann hefði gengið vel. „Við fórum í gegnum okkar kröfugerð og helstu punktana sem hafa verið ræddir á undanförnum vikum,“ segir Björn, en ákveðið var að halda viðræðunum áfram kl. 15.30 í dag. „Meðan menn eru að ræða saman eru hlutirnir jákvæðir og við erum að tala saman,“ segir Björn. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins, tók í sama streng. „Við fórum í ákveðin mál sem við höfum verið að kasta á milli okkar undan- farna daga og vikur og atriði sem hvor aðili um sig þarf að taka afstöðu til,“ segir Halldór Benjamín og bætir við að allt sé uppi á borðum í viðræð- unum. Einungis „dropi í hafið“ Miðstjórn ASÍ sendi í gær frá sér ályktun þar sem lýst var yfir veruleg- um vonbrigðum með þau áform um breytingar á skattkerfinu sem fjár- málaráðherra kynnti í fyrradag. „Til- lögurnar mæta engan veginn kröfum verkalýðshreyfingarinnar um tekju- jöfnunar- og tekjuöflunarhlutverk skattkerfisins og geta að óbreyttu ekki orðið grundvöllur sátta í sam- félaginu,“ segir meðal annars í álykt- uninni. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að það hafi valdið sér vonbrigð- um að skattkerfinu sé ekki beitt sem jöfnunartæki í tillögum ríkisstjórn- arinnar. „Það er ekki sérstök áhersla á að lækka sérstaklega skatta á þá hópa sem þurfa mest á því að halda, heldur er þetta sama krónutölulækk- unin fyrir verkafólk og bankastjóra.“ Drífa segir að hitt atriðið sem standi upp úr sé að tillögurnar eigi að koma til framkvæmda á næstu þrem- ur árum, sem þýði rúmlega 2.000 króna skattalækkun á ári. „Við erum að berjast við að reyna að semja þannig að fólk hafi í sig og á, og þetta er bara dropi í hafið þar,“ segir Drífa. Formannaráð BSRB sendi einnig frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að skattatillögurnar gengju ekki nægi- lega langt í átt að jöfnuði. Segir í yfir- lýsingunni að það valdi vonbrigðum hve lítil skattalækkunin eigi að vera og enn meiri vonbrigðum hversu seint hún eigi að koma til fram- kvæmda. Þá leggist BSRB gegn því að skattar verði lækkaðir fyrir há- tekjufólk og telur formannaráðið að nýta eigi það svigrúm sem stjórnvöld hafi til skattalækkana til þess að lækka álögur á þá tekjulægstu. Viðræðum mögulega slitið í dag Morgunblaðið/Hari Kjaramál Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambandsins mæta til fundarins í gær.  ASÍ og BSRB segja tillögur stjórn- valda í skattamálum ganga of skammt Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Háskólamenntuðum einstaklingum í aðildarfélögum BHM sem leita eftir þjónustu VIRK starfsendurhæf- ingarsjóðs hefur fjölgað stórlega á seinustu árum. Algengasta ástæða þess að BHM-fólk leitar til VIRK er geðræn vandamál en stoðkerfis- vandamál eru einnig algeng. Konur eru í miklum meirihluta einstaklinga sem eru í þjónustu hjá VIRK. Mikil fjölgun varð á nýjum þjón- ustuþegum VIRK milli áranna 2017 og 2018 og var hún öll vegna aukinnar eftirspurnar háskólamenntaðs fólks eftir þjónustu sjóðsins, að því er segir í umfjöllun BHM um þessar upplýsingar, sem fram komu í er- indi Vigdísar Jónsdóttur, fram- kvæmdastjóra VIRK, á upplýs- inga- og sam- ræðufundi BHM. Tölur um menntunarstig nýrra ein- staklinga hjá VIRK sýna að á sama tíma og nokkuð hefur fækkað í hópi þeirra sem eru með grunnskóla- menntun eða minni menntun frá árinu 2015 hefur fjöldi fólks með há- skólanám að baki vaxið stórum skref- um eða úr 317 árið 2015 í 568 í fyrra, sem er hér um bil orðinn jafn stór hópur og þeir sem lokið hafa grunn- skólanámi. Fyrir fjórum árum voru grunnskólamenntaðir hins vegar tvö- falt fleiri en fólk með háskólamennt- un í þessum hópi nýrra einstaklinga hjá VIRK. Vöxturinn í fyrra var allur í hópi háskólamenntaðs fólks Þórunn Sveinbjarnardóttir, for- maður BHM, segir við Morgunblaðið að þetta séu sláandi tölur sem lýsi mjög alvarlegri stöðu. Spurn eftir þjónustu VIRK fari vaxandi þvert á það sem margir héldu fyrir nokkrum árum. Vöxturinn á síðasta ári sé allur í hópi háskólamenntaðs fólks. „Innan VIRK var frekar við því bú- ist að þegar liði frá hruni færi spurn eftir starfsendurhæfingu minnkandi. Þróunin er þvert á það. Önnur mjög mikilvæg og óþægileg staðreynd í þessu sambandi er hið ójafna kynjahlutfall. 70% þeirra sem eru í þjónustu VIRK eru konur og mestur vöxtur meðal háskólamennt- aðra,“ segir Þórunn. Hún telur að leiða megi líkum að því að flestar þessara kvenna starfi hjá hinu opinbera, ríki og sveitar- félögum, í velferðar-, heilbrigðis- og menntakerfinu. „Það segir okkur, að mínu áliti, sögu af samfélagi þar sem álag á konur hefur aukist meira en álag á karla. Mín persónulega tilgáta er að háskólamenntaðar konur sem starfi hjá hinu opinbera séu nú að greiða dýru verði, þ.e. með heilsu sinni, langvarandi niðurskurð, álag og manneklu í almannaþjónustu. Ein- hvers staðar hlaut eitthvað að gefa sig. Þetta er mjög alvarleg staða og mikilvægt að líta ekki á hana sem vanda einstaklinganna sem í hlut eiga, heldur sem samfélagslegt úr- lausnarefni,“ segir Þórunn. Stórfjölgun háskólafólks hjá VIRK 20% 25% 26% 31% Nýir einstaklingar hjá VIRK 2015-2018 Hlutfall einstaklinga með háskólanám Heimild: VIRK 2015 2016 2017 2018 Þórunn Sveinbjarnardóttir  Konur greiða dýru verði með heilsu sinni niðurskurð, álag og manneklu, að mati formanns Bandalags háskólamanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.