Morgunblaðið - 21.02.2019, Page 55

Morgunblaðið - 21.02.2019, Page 55
MINNINGAR 55 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2019 ✝ Jóhanna Hólm-fríður Guð- mundsdóttir fædd- ist 25. febrúar 1930 á Akureyri. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Skjólgarði, Höfn í Hornafirði, 8. mars 2018. Jóhanna Hólm- fríður var dóttir hjónanna Guð- mundar Jóhannessonar, f. 20. jan. 1906 í Reykjavík, d. 26. Samfeðra systkin: Helgi Sæv- ar Guðmundsson, f. 16. okt. 1928, d. 23. feb. 2011. Sam- mæðra systkin: Pálína Sigríður, f. 9. mars 1935, Þorbjörg Erla, f. 6. sept. 1937, d. 24. des. 1944, Guðmundur Valur, f. 8. sept 1938, stúlka f. 8. sept. 1938, d. 7. nóv. 1938, Jóna Kolbrún. f. 6. júní 1944, d. 14. feb. 2002. Eiginmaður Jóhönnu var Ár- mann Dan Árnason, f. 21. feb. 1927 í Neskaupstað, d. 3. okt. 2014 á Höfn í Hornafirði. Börn þeirra hjóna eru Maren Sigurlaug, f. 24. maí 1949, Guð- mundur Helgi, f. 9. apríl 1950, Árni Dan, f. 5. júní 1953, Einar, f. 11. ágúst 1964, og Kristín Gyða, f. 27. júní 1969. Útför Jóhönnu fór fram 17. mars 2018. apríl 1933, þegar mb. Friðþjófur frækni fórst í Norðfirði, og Helgu Guðnýjar Hallgrímsdóttur, f. 12. maí 1905 að Katastöðum í Núpasveit, N-Þing., d. 10. júní 1979 á Raufarhöfn. Alsystkini henn- ar: Guðlaug Jó- hannesdóttir, f. 25. apríl 1933, d. 9. nóv. 2006. Flestallir í Neskaupstað þekktu hana undir nafninu Fríða Manna Dan enda ekki óalgengt að fólk væri kennt við maka, for- eldra eða hús. Amma mín var frá Raufarhöfn en um 15 ára aldur- inn fór hún suður til Reykjavíkur til frænku sinnar og vann um tíma í Kexverksmiðjunni Frón. Seinna lá leið hennar austur í Neskaupstað þar sem hún var í vist hjá læknishjónunum. Þau afi tóku svo saman og bjuggu sér heimili. Afi var sjómaður og amma var löngum ein með þrjú elstu börnin og oft var hart í ári en þegar fram liðu stundir þá auðnaðist þeim að kaupa stærra húsnæði enda fjölgaði börnunum um tvö og mig. Ég og amma áttum alltaf gott samband. Ég man hvað það var nú gott að geta skriðið undir pils- ið hennar þegar ég þurfti á skjóli að halda. Þegar hún var að steikja klein- ur og við lágum í dallinum og tróðum í okkur svo hún hafði varla undan að steikja. Ekkert var betra en nýsteiktar ömmu- kleinur og ísköld mjólk. Amma mín kenndi mér að vanda til verka og það þýddi ekkert að malda í móinn. Amma kenndi mér að prjóna og sauma ásamt móður minni og alveg fram á síðasta dag var amma með eitthvað á prjónunum. Henni féll aldrei verk úr hendi. Handavinna var helsta áhugamál hennar, einnig hafði hún gaman af því að syngja. Hún var í Sam- kór Neskaupstaðar um tíma. Einhverju sinni hafði ég keypt slátur en því miður var svo mikið að gera í vinnunni hjá mér að ég hafði engan tíma til að gera slátur, þá hringdi ég í ömmu, Unni Marteins, Boggu Marteins og mömmu og spurði hvort þær gætu bjargað mér. Allar mættu þær með nálar og garn og tóku til óspilltra málanna svo ég gæti far- ið í vinnuna. Verst þótti mér eiginlega að þurfa að fara því það var svo gaman að hlusta á þær rifja upp gamla tíma þegar þær voru að hitta stráka eða fara á böll. Árið 2003 fluttu amma og afi til Hornafjarðar. Þau voru bæði hætt að vinna og ekkert af þeirra börnum eftir í Neskaupstað. Amma var ánægð með flutning- inn enda hafði hún talað um það í nokkur ár að sig langaði til þess að flytja til Hafnar. Þegar afi féll frá fór amma í dagvistun og hún sagði oft að hún sæi eftir því að hafa ekki verið búin að fara þangað miklu fyrr því þetta var hennar líf og yndi og hlakkaði hún til á hverjum degi að fara í vinnuna eins og hún sagði. Þarna naut hún sín við að hekla, prjóna og láta í sér heyra. Ég gæti endalaust skrifað um ömmu mína og ég sakna hennar sárt. Ég kveð hana með miklum söknuði með setningunni sem hún sagði ósjaldan við mig og ég leit á sem öfugmæli, því hún átti nú ekki auðvelt með að segja „ég elska þig“, í staðinn sagði hún oft- ast „þú ert nú meiri helvítis hálf- vitinn“ og svo hló hún dillandi og ég svaraði alltaf „ég elska þig líka, amma mín“. Guð veri með þér hvar sem sál þín er, elsku amma mín. Ég hlakka til þegar við hittumst aftur. Hvíl í friði. Þín elskulega nafna, Jóhanna Guðný Einarsdóttir Höfn í Hornafirði. Jóhanna Hólmfríð- ur Guðmundsdóttir Afi var sjómaður og ég minnist afa sitjandi á veggnum fyrir ofan Vina- minni að berja til harðfisk og gefa okkur bita. Við krakkarnir vorum sólgin í harðfiskinn og stundum áttum við það til að laumast í kjallarann og ná okkur í knippi. Eitt skipti man ég eftir að við stóðum í röð við eldhúsborðið með útrétta hönd til þess að fá bita af hákarlabeitunni og fórum svo aftur í röðina. Afi stuggaði við okkur og sagði „svona hvað á ég ekkert að fá“. Einnig var gaman að koma í kjallarann eftir að afi var búinn að vera á skyttiríi og finna sviða- lyktina. Í kjallaranum var stund- um þröng á þingi því margir vildu koma og fá aflafréttir og vita hvað hann hefði skotið marga svartfugla og hvort hann gæti séð af nokkrum í soðið hér og þar. Þar urðu margir sárir puttar við að reyta allan fuglafjöldann. Afi hafði nokkrar kindur og þótti mér afskaplega gaman að fara með honum í fjárhúsin og gefa eða brynna þeim. Þegar afi var um 40 ára gamall fór hann í aðgerð. Það þurfti að fjarlægja annað lungað og þá var hann með svo stóran skurð að ég fann til með honum og fór daglega til þess að dröslast með heypokann úr hlöðunni og upp í fjárhús. Eitt skipti var hann að moka út úr fjárhúsinu og kom þá niður á Ármann Dan Árnason ✝ Ármann DanÁrnason fædd- ist 21. febrúar 1927. Hann lést 3. október 2014. Útför Ármanns fór fram 11. októ- ber 2014, í kyrrþey. rottubæli. Hann ætlaði að drepa rottuungana sem lágu þarna bleikir, feldlausir og blindir, ég mátti ekki til þess hugsa og bað hann að gefa mér þá. Hann sagði mér að sækja krukku með loki sem ég gerði og hann setti ungana þar ofan í og skrúfaði fast fyrir og sagði að ég mætti alls ekki opna krukkuna en ég skyldi fara niður í kjallara til ömmu þar sem hún var að gera slátur og sýna henni ungana. Ég gerði það og amma hljóðaði og reif af mér krukkuna og drekkti ungunum. Afi fór á rúntinn eldsnemma á morgnana út að vita til þess að taka veðrið og athuga hvort það væri sjófært. Þetta gerði hann stundum mörgum sinnum á dag og það var nú ekki bíltúr með afa nema fara sveitarúnt, niður á bryggju og svo út að vita. Eftir- minnilegasti bíltúr sem ég fór í með þeim ömmu og afa var þegar þau voru að segja mér af kynnum þeirra og gleðin og kátínan í bíln- um leyndi sér ekki. Oft fórum við þrjú saman á ísrúnt. Þegar afi kom í heimsókn stoppaði hann stutt. Hann fékk sér molasopa, stóð upp og þakk- aði fyrir sig, sagði svo „ertu að koma kelling?“ Kaffisopi, að leggja kapal og hlusta á útvarpið var fastur siður hjá afa. Ég elskaði afa minn alltaf svo mikið, hann var mér og dóttur minni virkilega góður og ég sakna hans sárt Hvíl í friði, elsku afi minn. Jóhanna Guðný Einarsdóttir. ✝ RagnheiðurJónína Valdi- marsdóttir fæddist í Keflavík 3. nóvember 1925. Hún lést á Hrafn- istu, Nesvöllum, 12. febrúar 2019. Foreldrar henn- ar voru hjónin Guð- mundína Guð- mundsdóttir, f. 2. mars 1898, d. 20. nóvember 1977, og Valdimar Einarsson, f. 28. febrúar 1904, d. 15. febrúar 1985. Valdimar og Guðmundína eignuðust tvö börn, Ragnheiði og Guðmund Hólm, f. 2. nóvem- ber 1928, d. 17. mars 2001, eftir- lifandi maki Valgerður Þor- geirsdóttir, f. 20. janúar 1931. f. 16. janúar 1968, Þorgeir Ragnar, f. 16. júní 1970, Sús- anna, f. 4. nóvember 1973, og Ásdís Ósk, f. 3 .apríl 1984. 2) Valdimar Þorgeirsson, f. 28. ágúst 1954, maki Margrét Sigr. Karlsdóttir, f. 8. febrúar 1956. Þeirra börn: Gylfi Þór, f. 9. október 1975, Ragnheiður, f. 30. mars 1983, og Bjarki Þór, f. 24. júlí 1993. 3) Þorgeir, f. 24. júní 1957, sambýliskona Hulda Krist- ín Jóhannesdóttir, f. 18. júlí 1957, dóttir hans er Sóley Mítra, f. 2. október 1996. Ömmubörnin og langömmu- börnin eru orðin 26 talsins. Ragnheiður bjó alla tíð í Keflavík, lengst af á Norðurtúni 4 sem þau hjónin byggðu sér. Hún vann við ýmis störf, en lengst af vann hún við Miðtúns- leikvöllinn. Síðustu æviárin dvaldi hún á Hrafnistu á Nes- völlum í Keflavík. Hún verður jarðsungin í dag, 21. febrúar 2019, frá Kefla- víkurkirkju og hefst athöfnin klukkan 13. Árið 1947 giftist Ragnheiður Þor- geiri Þorgeirssyni, f. 6. janúar 1925, d. 22. mars 1970. Þor- geir var sonur Helgu Jónínu Þor- steinsdóttur hús- freyju frá Lamba- stöðum í Garði, f. 21. nóvember 1891, d. 9. desember 1957, og Þorgeirs Magnússonar útvegsbónda frá Lambastöðum í Garði, f. 17. nóvember 1875, d. 9. september 1956. Ragnheiður og Þorgeir eignuðust þrjá syni: 1) Val Grét- ar, f. 14. nóvember 1946, d. 24. desember 2001, eftirlifandi maki Ólöf Karlsdóttir, f. 13. júlí 1948. Þeirra börn: Karl Halldór, Elsku amma. Þá er komið að þinni stoppi- stöð í ferðalagi okkar í gegnum árin. Mikið var ég heppinn að fá að eiga þig sem einkaömmu öll þessi ár. Þú kenndir mér að taka lífinu ekki of alvarlega og gera mikið úr litlu hlutunum. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn og passaði maður sig á að koma ekki saddur því allt- af varstu búin að draga 3-5 kökur á borðið ásamt brauði með kæfu. Þó hlóst alltaf að misgóðum bröndurunum mín- um og minntir mig reglulega á „Þú hefur nú aðeins bætt á þig held ég bara“. Það er ekkert orð sem á betur við þig en „amma“ því þú ert allt sem góð amma býr yfir; góð, hlý, frábær gestgjafi, klár í höndunum, ein- læg, hreinskilin og síðast en ekki síst einstök. Nú ertu kom- in á betri stað, eflaust með eina Capri long í rauðum undir vör að spjalla við vinkonur og afa með tvo prjóna í höndunum og súkkulaðiköku í ofninum. Ég hlakka til að sjá þig á ný þegar að minni stoppistöð kemur. En þangað til næst, hafðu það sem allra best. Bjarki Þór Valdimarsson. Elsku amma mín, ég er þakklát fyrir öll árin sem ég fékk að eiga með þér. Heimilið þitt var alltaf opið og eyddi ég miklum tíma þar með þér og fór oft með þér í vinnuna á róló þar sem ég ákvað líklega að verða það sama og þú þegar ég yrði stór. Við áttum margar góðar stundir saman, við spiluðum mikið og þú kenndir mér að leggja kapal, við föndruðum ýmislegt og skemmtilegast fannst mér að sulla í eldhús- vaskinum og þú leyfðir mér að nota allt sem ég fann í skáp- unum. Þú áttir alltaf til heima- bakaðar kökur og ég dáðist að þér að baka langt fram eftir aldri. Núna hittir þú loks afa á ný eftir öll þessi ár og vinkon- urnar og ég veit að þið munuð dansa og skemmta ykkur vel. Við sjáumst seinna, elsku amma mín, þín litla Ragnheiður Valdimarsdóttir. Elsku besta amma Ragna. Þú varst ekki bara amma mín heldur fjölda annarra sem þú tókst að þér í starfi sem starfs- maður á róló, eins og það var kallað í gamla daga. Ég á svo margar góðar minningar með þér. Mér leið alltaf svo vel heima hjá þér. Þú varst svo ró- leg og yfirveguð. Það var alltaf til eitthvað gott að borða og skáparnir voru fullir af heima- bökuðum kræsingum. Þú gerðir alltaf eggjaköku handa mér sem var full af hveiti og var aldrei minni en 5 sm á hæð. Svo kryddaðir þú hana með aromati og oregano alveg eins og ég vildi hafa hana. Mest þótti mér samt vænt um það hvað þú varst dugleg að lesa fyrir mig og ég mun aldrei gleyma hversu brosandi þú varst og sýndir mér mikinn áhuga. Ég elskaði að koma til þín. Nú ertu komin á annan stað þar sem þú hittir afa. Ég mun halda áfram að koma í heim- sókn til þín í huganum eða í kirkjugarðinn. Hvíldu í friði og ró, elsku, besta amma mín. Ég sakna þín. Gylfi Þór Valdimarsson. Ragnheiður Jónína Valdimarsdóttir Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, STEINUNN HELGA SIGURÐARDÓTTIR, lést á Dalbæ, Dalvík, 11. febrúar. Hún verður jarðsungin frá Dalvíkurkirkju föstudaginn 22. febrúar klukkan 13.30. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð Dalbæjar. Elín Rósa Ragnarsdóttir Guðrún Siglaugsdóttir og fjölskyldur Við þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, ÞÓRU C. ÓSKARSDÓTTUR bókasafnsfræðings, Sæbraut 8, Seltjarnarnesi. Einnig viljum við færa starfsfólki deilda A2 og B4 á Landspítalanum Fossvogi þakkir fyrir einstaka alúð og umhyggju í garð hennar og aðstandenda. Ari Ólafsson Magnús Arason Áslaug Jónsdóttir Ragnheiður Aradóttir Kári Steinar Karlsson Óskar Ólafur Arason Ingibjörg S. Sigurðardóttir og barnabörn Elskuleg móðir, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, MARGRÉT EINARSDÓTTIR, Sléttuvegi 19, áður til heimilis í Holtagerði 64, Kópavogi, lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi, fimmtudaginn 14. febrúar. Útförin fer fram frá Garðakirkju þriðjudaginn 26. febrúar klukkan 13. Einar Oddsson Eva Østerby Sigríður Oddsdóttir Erna Oddsdóttir Sigrún Oddsdóttir Vilmundur Gíslason Geir Oddsson Ragna Björg Guðbrandsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BERGUR RÚNAR MAGNÚSSON bílstjóri, lést þriðjudaginn 12. febrúar. Útförin fer fram frá Lágafellskirkju föstudaginn 22. febrúar klukkan 14. Jóhann Trausti Bergsson Erla Björk Skagfjörð Bergsd. Hjalti Skaale Glúmsson barnabörn og barnabarnabörn Elsku eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÞORSTEINN B. HJALTASON, lést föstudaginn 8. febrúar á Landspítalanum, Fossvogi. Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju föstudaginn 22. febrúar klukkan 15. Jónína Katrín H. Arndal Hjalti Þorsteinsson Sigrún Hjálmarsdóttir Þórunn Þorsteinsdóttir Helgi Arndal og barnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.