Morgunblaðið - 21.02.2019, Side 36
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Berglind Svavarsdóttir, formaður
Lögmannafélags Íslands, LMFÍ,
segir mögulega tilefni til að skoða
refsiheimildir varðandi umboðssvik.
Fjallað verði um umboðssvik á Laga-
deginum 29. mars næstkomandi.
„Ljóst er að skiptar skoðanir eru á
meðal lögmanna um beitingu réttar-
heimildanna í tilvitnuðum umboðs-
svikamálum og vel kann að vera að
tilefni sé fyrir löggjafarvaldið að
skoða hvort þörf sé á að breyta
ákvæðum almennra hegningarlaga.
Þetta hefur þó ekki verið skoðað sér-
staklega innan LMFÍ og félagið
hefur ekki tekið afstöðu til þess
hvort breytinga sé þörf eða ekki.
Hins vegar verður umfjöllun um
umboðssvik í málstofu á Lagadegin-
um hinn 29. mars nk. en þar verður
m.a. fjallað um réttaröryggi og
fyrirsjáanleika refsiheimilda vegna
umboðs og ábyrgðar stjórnarmanna
og hvaða úrbóta kann að vera þörf í
íslenskri löggjöf þar að lútandi.“
Umdeild dómsmál
Málstofan um umboðssvik er aug-
lýst á vefsíðu Lagadagsins. Segir þar
að „dómar í svokölluðum hrunmálum
hafa varpað ákveðnu en umdeildu
ljósi á sönnunarbyrði vegna umboðs
og ábyrgðar stjórnarmanna og
stjórnenda, s.s. vegna umboðssvika“.
Síðastliðinn þriðjudag fjallaði
Morgunblaðið um skrif Jóns Stein-
ars Gunnlaugssonar, fv. hæstarétt-
ardómara, um umboðssvik. Birtust
þau skrif í hátíðarriti Orators, félags
laganema við Háskóla Íslands.
Umfjöllunin varðar XXVI. kafla
hegningarlaga um auðgunarbrot,
þar með talið umboðssvik. Í upphafi
kaflans (243. gr.) sé kveðið á um að
aðeins skuli refsa fyrir brotin ef þau
hafa verið framin í auðgunarskyni.
Telur Jón Steinar að Hæstiréttur
Íslands hafi við sakfellingar vegna
umboðssvika síðustu misseri í flest-
um tilvikum „hreinlega vikið til
hliðar 243. gr. almennra hegningar-
laga og í þess stað byggt dóma sína á
því að veruleg áhætta á fjártjóni
banka hafi falist í meintu broti“.
Hefur hann áður gagnrýnt um-
rædda dóma Hæstaréttar.
Meðal annars fjallar hann um þá í
bók sinni Með lognið í fangið: Um af-
glöp Hæstaréttar eftir hrun sem
kom út í nóvember 2017. Skrifar
hann þar að Hæstiréttur hafi í þess-
um dómum „komist að þeirri um-
deilanlegu niðurstöðu að nægilegt
væri til sakfellingar fyrir umboðss-
vik að verknaður hafi valdið veru-
legri hættu á fjártjóni“ (bls. 116).
„Í dómum réttarins á undanförn-
um misserum virðist fyrri viðmiðun
um „verulega“ áhættu vera útfærð
enn frekar með því að tala um að
„augljós“ fjártjónsáhætta hjá bank-
anum dugi til að skilyrðinu teljist
fullnægt. Er þá komið enn fjær laga-
skilyrðinu um ásetning en fólst í
fyrri dómum,“ skrifar Jón Steinar.
Tekur undir gagnrýnina
Hörður Felix Harðarson hæsta-
réttarlögmaður hefur á síðustu árum
verið verjandi í málum þar sem
meint umboðssvik komu við sögu.
„Ég hef kynnt mér þessi skrif
Jóns Steinars og get tekið undir
gagnrýni hans á dómaframkvæmd í
þessum umboðssvikamálum, þá
einkum svokölluðum hrunmálum en
þar þekki ég ágætlega til. Eins og
Jón Steinar bendir réttilega á þá
verður því aðeins refsað fyrir brot
gegn 249. gr. almennra hegningar-
laga að brotið hafi verið framið í
auðgunarskyni. Til að refsað verði
fyrir umboðssvik þarf ásetningur
hins brotlega þannig bæði að standa
til þess að misnota aðstöðu sína og til
auðgunar. Sýna þarf fram á að ásetn-
ingur hins brotlega hafi staðið til
þess að rjúfa trúnað gagnvart um-
bjóðandanum þannig að gengið sé
gegn hagsmunum umbjóðandans og
þá til hagsbóta fyrir hinn brotlega
eða þriðja mann,“ segir Hörður.
Tap er daglegt brauð í bönkum
„Það er auðvitað mjög mikilvægt
að gerðar séu strangar kröfur við
þetta mat. Ef horft er til starfsemi
fjármálafyrirtækja þá gefur t.d.
augaleið að þar eru á degi hverjum
teknar ákvarðanir sem hafa í för með
sér áhættu og tap af lánveitingum
eða viðskiptum er daglegt brauð.
Ákvarðanir í starfsemi fjármála-
fyrirtækja eru eðli málsins sam-
kvæmt misgóðar, eins og öll mann-
anna verk, og fjölmörg dæmi um
slæmar ákvarðanir sem á endanum
geta leitt til tjóns, þ.e. afskrifta. Í
skaðabótarétti hefur verið horft til
þess að veita beri starfsmönnum og
stjórnendum fyrirtækja umtalsvert
svigrúm þegar metið er hvort þeir
kunni að vera bótaskyldir vegna
ákvarðana í starfi. Enda er afar fátítt
í framkvæmd að fyrirtæki krefji
starfsmenn um bætur.
Við mat á því hvort ákvarðanir
starfsmanna kunna að hafa verið
refsiverðar ber vitanlega að gera
enn ríkari kröfur. Við það mat
verður að horfa til þess hvort starfs-
maðurinn hafi komið fram af
óheiðarleika gagnvart vinnuveitand-
anum, þá þannig að ásetningur hans
hafi beinlínis staðið til þess að fara á
svig við viðurkenndar reglur og
valda vinnuveitandanum tjóni, sjálf-
um sér eða öðrum til hagsbóta,“
segir Hörður Felix og bendir á að
stjórnendur banka hafi tekið slíkar
ákvarðanir við erfiðar aðstæður.
Gert í þágu vinnuveitandans
„Skoðun mín er sú að síðustu ár
megi sjá fjölmörg dæmi þess að
ákvarðanir sem teknar voru í starf-
semi fjármálafyrirtækja, þar sem
ekki verður betur séð en að starfs-
menn hafi gert það sem þeir töldu
þjóna hagsmunum vinnuveitandans
best hverju sinni og oft við mjög
krefjandi kringumstæður, hafi verið
taldar til umboðssvika. Ásetningur-
inn að baki umræddum ákvörðunum
skilur á milli þess hvort um lögmæt-
ar ákvarðanir var að ræða, þótt þær
kunni að hafa leitt til tjóns eða fjár-
tjónshættu, eða refsiverðar. Um leið
og slakað er á þessum ásetningsskil-
yrðum skapast sú hætta að skils-
munur á milli eðlilegra ákvarðana,
bótaskyldra eða refsiverðra, verði að
engu. Það er að mínu viti mjög
óæskileg og hættuleg staða.
Það er eftirtektarvert að þróunin í
nágrannalöndum okkar virðist ekki
hafa verið sú sama og hér á landi,
þótt ákvæði um umboðssvik séu
sambærileg. Af álitum sem ég hef
aflað frá dönskum lögspekingum um
þetta efni sýnist mér að það liggi
ekki síst í því að ríkari kröfur séu
gerðar þar í landi til sönnunar á
auðgunarásetningi en reyndin hefur
verið hér á landi,“ segir Hörður
Felix en ítrekað skal að hann hefur á
síðustu árum verið verjandi sak-
borninga í slíkum málum.
Sannarlega gagnrýniverðar
Annar hæstaréttarlögmaður, sem
ræddi við blaðið í trausti nafn-
leyndar, kvaðst um margt taka undir
gagnrýni Jóns Steinars á dóma
Hæstaréttar í umboðssvikamálum.
„Ég get tekið undir það með Jóni
Steinari að þessar dómsniðurstöður
eru svo sannarlega gagnrýniverðar
fyrir þær sakir sem hann nefnir. Ég
get nánast alveg tekið undir lagaleg
rök sem hann færir fram á þessar
lögskýringar sem notaðar eru til að
komast að þessum niðurstöðum.“
Embættið tjáir sig ekki
Ólafur Þór Hauksson héraðssak-
sóknari sagði embættið ekki mundu
tjá sig um gagnrýni Jóns Steinars.
Fulltrúi embættisins, Björn Þor-
valdsson saksóknari, verður með er-
indi um umboðssvik á Lagadeginum.
Þess má geta að leitað var til fleiri
lögmanna og óskað álits þeirra á
sjónarmiðum Jóns Steinars varðandi
umboðssvik. Þeir ýmist afþökkuðu
viðtal, báru fyrir sig annir eða
svöruðu ekki skilaboðum.
Ólík sýn á umboðssvikamálin
Formaður Lögmannafélags Íslands segir að mögulega þurfi að breyta ákvæðum hegningarlaga
Deilt sé um beitingu réttarheimilda í umboðssvikamálum Lögmaður segir óvissu skapa hættu
Morgunblaðið/Golli
Hæstiréttur Íslands Eftir efnahagshrunið urðu mál er varða fjármálafyrirtæki fyrirferðarmikil í réttarkerfinu.
Berglind
Svavarsdóttir
Hörður Felix
Harðarson
36 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2019
Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is
Ekki bara jeppar
2013
- 2017
DRIFSKÖFT
LAGFÆRUM – SMÍÐUM
JAFNVÆGISSTILLUM
OG SELJUM NÝ
Hjöruliðir og íhlutir í flestar gerðir bifreiða
Reyndur hæstaréttarlögmaður bendir á að það sé sjálfstætt úrlausnar-
efni hvort í áhættuflutningi geti falist auðgun í skilningi laganna. Jón
Steinar bendi í grein sinni í hátíðarriti Orators einmitt á þennan þátt
málsins.
„Ef ég skil Jón Steinar rétt er það ekki tjón ef einhver kaupir hlutabréf
fyrir milljón og fær milljón lánað á móti. Það sem gerist samhliða er þessi
áhættuflutningur sem er matsatriði. Ef viðkomandi á kost á að kaupa
hlutabréf án þess að taka neina áhættu, og getur aðeins grætt á viðskipt-
unum, hlýtur gagnaðilinn að tapa. Seljandinn situr uppi með allt tjónið.
Áhættuflutningurinn getur í einhverjum skilningi valdið tapi. Þannig hef
ég skilið Hæstarétt í umræddum málum. Ef bréfin hækka í verði fær
seljandinn að vísu andvirðið eins og til stóð en hann fær ekki ábatann,“
segir lögmaðurinn. Álitaefnið sé hvort viðkomandi sé betur settur eftir
slíka ráðstöfun, þótt ekki sé um að ræða auðgun í þeim skilningi að hann
fái fjármunina beint til ráðstöfunar.
Áhættuflutningurinn álitaefni
SJÓNARMIÐ HÆSTARÉTTARLÖGMANNS