Morgunblaðið - 21.02.2019, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.02.2019, Blaðsíða 45
UMRÆÐAN 45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2019 HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is Hlustaðu á hjartað þitt Beltone Trust™ heyrnartækin gera þér kleift að heyra jafnvel minnstu smáatriði – sem stundum reynast þau mikilvægustu. Við hjá Heyrnarstöðinni leggjum allan okkar metnað í að veita góða þjónustu og bjóða upp á hágæða heyrnartæki. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu. Beltone Trust ™ lega sneitt hjá fyrri yfirlýsingum um tengingu við sögu Reykjavíkur og upphaf bæjarins, sem verður þó að teljast a.m.k. ein ástæðan fyrir dvöl ferðamanna í borginni. Það kemur sem sé hvergi fram í þessum viðtölum að verið er að brjóta lög með því að byggja í kirkju- garði, – að fluttir hafi verið tugir beinagrinda, les líkamsleifa, úr garð- inum til geymslu annars staðar og að gamall kirkjugarður, væntanlega elsti kirkjugarðurinn í Reykjavík, verði aðkoma að hótelanddyri. Það sem heldur ekki kemur fram er að borgarbúum er alls ekki öllum um- hugað um að kirkjugarðurinn verði hóteltorg, fjölmargir hafa mætt á mótmælafundi gegn þessum gjörn- ingi, lögbrotið hefur verið kært og margir hafa birt greinar með rök- stuðningi gegn þessari meðferð á kirkjugarðinum. Um afstöðu Reykja- víkurborgar, þ.e. borgarstjórnar verður minna sagt, þar hvílir eins og oft áður rykský yfir meiningunni þangað til séð verður hvernig vind- arnir blása. Og það sem að lokum kemur hvergi fram í þessum viðtölum er vilji til þess og frumkvæði að því að finna viðunandi lausn á þessu máli, rót- tæka lausn, sem komið getur í veg fyrir að lög verði brotin, að friðhelgi kirkjugarðsins verði rofin, sem miðar að því að sögu Reykjavíkur og Reyk- víkinga verði sýndur sómi ekki bara í byggingarhlutum heldur með varð- veislu sýnilegra og þekktra minja og mannvistarleifa svo koma megi í veg fyrir að ósátt verði um langa framtíð um þennan stað. Er það ekki væn- legra til markaðssetningar? Höfundur er arkitekt. stefan@argos.is Nýlega barst inn á mitt heimili með rusl- póstinum nýtt hverfis- skipulag fyrir Ártúns- holt, Árbæ og Selás, sem virðist vera áróð- ursplagg borgar- stjórnarmeirihlutans fyrir hugðarefni sínu um þéttingu byggðar og þar með að troða fleiri íbúum inn í þessi hverfi en þar er pláss fyrir og þau eru upphaflega hönnuð fyrir. Hér er um gróin hverfi að ræða, sem nú eru uppi áform um að út- andskota með nýframkvæmdum við 1.729 íbúðir ásamt tilheyrandi raski í borgarhverfunum. Bæta skal hæðum ofan á fjölbýlishús gegn því að í þau verði sett lyfta, einbýlishús á að gera að tvíbýlis- húsum og raðhús að fjölbýlis- húsum. Götur, sem nú þegar er ill- færar, á að gera ófærar en götur, sem eru í lagi á að gera illfærar en í því hefur núverandi borg- arstjórnarmeirihluti nokkra reynslu. Lítill gaumur er gefinn að því að aukinn íbúafjöldi komist leiðar sinnar. Hliðstæð áform eru í undirbúningi fyrir önnur hverfi borgarinnar. Það er góðra gjalda vert að gera borgarhverfi vænlegri til búsetu með lagfæringum en að kollvarpa eldra skipulagi kann að reynast svik við þá íbúa, sem hverfin byggja. Réttur misviturra borgar- yfirvalda til að breyta því skipu- lagi, sem var forsenda fyrir fjár- festingum íbúa í hverfinu, hlýtur að teljast vafasamur svo ekki sé meira sagt. Breytingar á bygg- ingum eru að jafnaði óhagkvæmari en að byggja upp frá grunni. Nauðsynlegt samþykki allra eig- enda kann og að valda vandamálum. Kvisti og bíslög á að leyfa á einbýlishúsum og rað- húsum sem raska heildaryfirbragði og grónu skipulagi en falla betur að fáránlegum hugmyndum meirihlut- ans. Er þá ekki langt í þaklyft- ingar, aukahús á lóðum eða jafnvel bakhús til að koma enn fleira fólki fyrir og þóknast þar með hug- myndum meirihlutans um hvernig fólk skuli haga heimilum sínum. Og sem fyrr eiga aldraðir, blindir, haltir og lamaðir að hjóla eða fara í strætó. Allur þessi óskapnaður og allt þetta forræðisflan meirihlutans er síðan sett í myndrænan skrautbún- ing með miklum fagurgala og sagt að þetta taki mið af óskum íbúa. Fátt virðist fjær sanni. Skipulagsmistök meirihlutans eru raunar æpandi um gervallt höfuðborgarlandið og eru nú orðin til umtalsverðrar bölvunar fyrir íbúa þess. Er því full ástæða til að tortryggja þau áform, sem hér eru uppi. Ekki verður vandræðalaust komist um höfuðborgina á álags- tímum enda engar marktækar úr- bætur gerðar á umferðarmálum í áratug. Þétting byggðar virðist misráðin og skapa fleiri vandamál en hún leysir. Íbúðir í kvosinni óseljanlegar á því verði, sem í boði er. Borgarlínan illa hugsuð og sennilega glapræði. Flugvallarbrölt meirihlutans er til stórskaða fyrir alþjóð enda flugvöllurinn á þeim stað, sem hann er, eini raunhæfi kosturinn fyrir höfuðborgina til að hafa flugvöll. Hagkvæmir kosti fyrir lagningu Sundabrautar úr myndinni vegna þéttingar byggð- ar, fjármálasukk og óráðsía er í yfirstjórn borgarinnar, skuldasöfn- un fordæmalaus, braggamálið keyrir út yfir allan þjófabálk með sínum rándýru puntstráum frá Danaveldi. Síðasta skipulagsafrek meirihlutans eru áform um ofvaxin puntstrá í pálmalíki umlukin gler- hjúp, tákngervingur þess að meiri- hlutinn ber enga virðingu fyrir ráðdeild og skynsemi og lærir lítt af fyrri afglöpum.Yfir öllu þessu rugli trónir borgarstjórinn með stuðningi meirihlutans fastur í eðjupytti með aur upp fyrir axlir, ábyrgur fyrir fjármálamisferli og skjalaundanskotum þannig að alla heilvita menn setur hljóða. En hin- ir virðast ráða ferðinni í skipulags- málum höfuðborgarinnar. Það ætti að vera augljóst hverj- um hugsandi manni, að skipulag borgarhverfa er bezt gert áður en þau eru byggð. Að endurskipu- leggja hverfi eftir að þau eru byggð hlýtur að vera á endi- mörkum fáránleikans. Með skírskotun til ofangreinds hlýtur að vera kominn tími á nú- verandi borgarstjórnarmeirihluta samfylkingarflokkanna. Kórónan á afglaparöðinni eru óraunhæf áform hans um þéttingu byggðar í grón- um hverfum borgarinnar. Bezta leiðin til að koma í veg fyrir fleiri skipulagsmistök er að fella úr sessi hinn þegar fallna borgarstjóra og að binda enda á núverandi meiri- hlutasamstarf. Því miður er langt í næstu kosningar en vegna hins ótrúlega fjölda flokka virðist Sam- fylkingunni takast að halda velli með því að fjölga flokksbrotahækj- um eftir því sem fylgið dalar. Nú er endurtekin mistök í skipulagsmálum bætast við fjár- málaóreiðu og dæmalausa skatt- píningu í höfuðborginni fyrirverður greinarhöfundur, sem er inn- fæddur Reykvíkingur, af for- eldrum sem báðir voru innfæddir, sig fyrir að búa í þessari borg ótt- ans, þar sem virðingin fyrir rétti og tilveru einstaklingsins er fótum troðin af meirihlutavaldinu í borgarstjórn Reykjavíkur. Horfnar eru þær taugar, sem hann löngum bar til fæðingarstaðarins. Flest bendir til að búsetan væri betur komin annars staðar, þar sem stjórn sveitarfélagsins væri betur hagað. Samkvæmt mælingum virð- ist það vera víðast hvar. Áróðursplagg borgarstjórnar- meirihlutans um nýtt hverfaskipu- lag fyrir Ártúnsholt, Árbæ og Sel- ás fer því á sinn stað með ruslpóstinum. Eftir Sverri Ólafsson » Það ætti að vera aug- ljóst hverjum hugs- andi manni, að skipulag borgarhverfa er bezt gert áður en þau eru byggð. Sverrir Ólafsson Höfundur er viðskiptafræðingur. sverrirolafs@simnet.is Reykjavík, borg skipulagsslysa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.