Morgunblaðið - 21.02.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.02.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2019 Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. 595 1000 Frá kr. 179.99524. apríl í 16 nætur BENIDORM 60+ Okkar vinsæla ferð eldri borgara Frá kr. 179.99510. maí í 14 nætur Gist á Hotel Melia Benidorm **** Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Morgunblaðið/Jim Smart Kjöt Verði frumvarpið að lögum er hægt að flytja inn ferskt kjöt. Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neyti hefur birt á Samráðsgátt stjórn- valda frumvarp til laga um breytingu á lögum um matvæli og lög um dýra- sjúkdóma. Er þar kveðið á um afnám núverandi leyfisveitingakerfis vegna innflutnings á ákveðnum landbúnað- arafurðum innan Evrópska efnahags- svæðisins (EES). Frumvarpið er við- bragð stjórnvalda við tveimur dómum Hæstaréttar Íslands og EFTA-dóm- stólsins um að núverandi leyfisveit- ingarkerfi við innflutning á kjöti og eggjum og krafan um frystingu kjöts brjóti í bága við EES-samninginn. Mega ekki bjóða hættunni heim Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að markmið aðgerðanna sé að íslensk stjórnvöld standi við þær alþjóðlegu skuldbindingar sem Ísland hafi undir- gengist á sama tíma og öryggi mat- væla og vernd búfjárstofna sé tryggð auk þess sem gripið sé til aðgerða til að bæta sam- keppnisstöðu inn- lendrar matvæla- framleiðslu. „Stjórnvöld hafa undanfarið ár unnið að um- fangsmikilli að- gerðaáætlun sem tekur til margra þátta og miðar að því að efla mat- vælaöryggi, tryggja vernd búfjár- stofna og bæta samkeppnisstöðu inn- lendrar matvælaframleiðslu. Verður gripið til þeirra aðgerða samhliða af- námi þess leyfisveitingakerfis sem nú gildir um innflutning á kjöti og eggj- um og dæmt hefur verið ólögmætt,“ segir í tilkynningunni. Núgildandi krafa um frystingu kjöts getur verið vörn gegn því að sjúkdómur eða sýktar afurðir berist hingað til lands, t.d. vegna 30 daga biðtíma. Segir ráðuneytið kunnugt um tilfelli hér á landi þar sem þessi frestur hefur haft þýðingu. Þá minnk- ar frysting magn kampýlóbakter í ali- fuglakjöti en hefur lítil áhrif á aðrar sjúkdómsvaldandi örverur eða sýkla- lyfjaónæmar bakteríur. Í frumvarpinu er því lagt til að sett verði lagaregla þess efnis að óheimilt verði að dreifa alifuglakjöti nema matvælafyrirtæki geti sýnt fram á að kjötið sé ekki sýkt kampýlóbakter. „Með þessu verður sama krafa gerð til innflutts alifuglakjöts og gerð hefur verið til innlendrar framleiðslu undanfarna tvo áratugi,“ segir í til- kynningu stjórnvalda. Öflugt eftirlit undirstaðan „Ég vil undirstrika það að við búum við þessa öfundsverðu stöðu að kam- pýlóbakter-sýkingar í fólki eru minnstar hér í allri Evrópu. Ástæðan fyrir þessu er mjög einföld. Við erum með mjög öflugt eftirlit með innlendri framleiðslu á alifuglakjöti. Í mínum huga kemur ekki til greina, við þær breytingar sem við stöndum frammi fyrir, að fórna þessari stöðu. Með því að gera einhverjar aðrar eða minni kröfu til innflutts alifuglakjöts,“ segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Ráðuneytið hefur verið í viðræðum við Evrópu- sambandið (ESB) um hvernig er best hægt að framkvæma þetta eftirlit en ítrekar þó að það muni ekki hagga skýrri stefnu stjórnvalda um að standa vörð um sterka stöðu Íslands. „Við höfum átt viðræður við Evrópu- sambandið, bæði á embættismanna- stigi og síðan hefur utanríkisráðherra rætt við utanríkismálafulltrúa sam- bandsins. Ísland stendur frammi fyrir því að það liggur fyrir EFTA-dómur sem við þurfum að hlíta og bregðast við. Fulltrúar ESB hafa lýst yfir já- kvæðum vilja til þess að ræða við okk- ur um þær ráðstafanir sem við ætlum að grípa til, m.a. varðandi kampýló- bakter. Nauðsynlegt að bregðast við Ísland hefur verið dæmt skaða- bótaskylt oftar en einu sinni vegna leyfisveitingakerfisins og því nauð- synlegt að bregðast við að sögn Krist- jáns. „Stjórnvöld verða bara að bregðast við með einhverjum hætti. Það liggja á okkur tveir dómar, ann- ars vegar frá EFTA-dómstólnum sem er bindandi fyrir EFTA-ríkin. Síðan liggur fyrir dómur Hæstaréttar Íslands sem komst að sambærilegri niðurstöðu og og EFTA-dómstóllinn og dæmdi ríkið skaðabótaskylt. Við getum ekki setið aðgerðarlaus frammi fyrir þessari stöðu mála.“ Afnema frystiskyldu á innfluttu kjöti  Stjórnvöld að virða EES-skuldbindingar  Viðbrögð við dómum Hæstaréttar og EFTA- dómstólsins  Sérákvæði um dreifingu á alifuglakjöti  Margþátta aðgerðaáætlun komið á til að efla matvælaöryggi Kristján Þór Júlíusson Artur Pawel Wisock var dæmdur í gær í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stórfellda líkams- árás á dyravörð á skemmtistaðnum Shooters í ágúst í fyrra, með þeim af- leiðingum að dyravörðurinn lamaðist fyrir neðan háls. Samverkamaður Arturs, Dawid Kornacki, hlaut sex mánaða dóm fyrir aðild sína að árás- inni. Tvímenningarnir höfðu áður játað að hafa ráðist á annan dyravörð, sem hlaut ekki lífshættulega áverka, en Artur neitaði að hann hefði gerst sek- ur um stórfellda líkamsárás á dyra- vörðinn sem lamaðist. Dagmar Ösp Vésteinsdóttir, að- stoðarsaksóknari hjá héraðssaksókn- ara, sagði í samtali við mbl.is í gær að dómurinn hefði verið í samræmi við það sem ákæruvaldið lagði upp með í málinu. Dyravörðunum tveimur voru jafn- framt dæmdar skaðabætur fyrir árásina, og fær sá sem lamaðist sex milljónir króna í miskabætur en hinn 600 þúsund krónur. Saksóknari óskaði eftir því við aðal- meðferð málsins að Artur yrði dæmd- ur í nokkurra ára fangelsi, án þess að nefna árafjölda. Hann hyggst hins vegar áfrýja málinu til Landsréttar. Fimm ára fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás  Dyraverðinum dæmdar sex milljónir króna í miskabætur Morgunblaðið/Eggert Shooters Sakborningar í Shooters-málinu við aðalmeðferð þess. Landsmenn eru flestir fyrir löngu orðnir vanir forvitnum ferðalöngum sem fanga vilja hvern krók og kima á filmu. Í miðbæ Reykjavíkur eru mörg myndefnin og er Sólfarið við Sæbraut eitt þeirra. Þessi fallegi álskúlptúr, sem komið var fyrir á sínum stað og afhjúpaður á afmæli Reykjavíkurborgar 1990, litaðist af vetrarsólinni í björtu veðri í gær. Morgunblaðið/Árni Sæberg Útsýnið við Sæbraut heillar margan ferðalanginn Ferðamannastaðirnir fjölsóttir í miðbæ Reykjavíkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.