Morgunblaðið - 21.02.2019, Side 14
14 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2019
www.volkswagen.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · hekla.is · umboðsmenn um land allt:
Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ
FJÖLHÆFASTA FJÖLSKYLDA LANDSINS?
Glæsilegur og vel útbúinn pallbíll með
3.0 lítra, 258 hestafla, V6 dísilvél,
580 Nm togi, sjálfvirkum vélarhitara,
bakkmyndavél, fjarlægðarskynjara að
framan og aftan, regn- og birtuskynjara,
Xenon/led aðalljósum og 18” álfelgum.
Volkswagen Amarok
verð frá 8.290.000 kr.
Hannaður með þarfir iðnaðar-
manna að leiðarljósi og með
átta þrepa sjálfskiptingu fyrir
allar útgáfur. Fjöldi útfærslna
á hleðslurými, farþegarými og
aðstoðarkerfi.
Volkswagen Crafter
verð frá 6.270.000 kr.
Einn vinsælasti atvinnubíll
á Íslandi undanfarin ár.
Áreiðanlegur, öruggur og
fæst í tveimur lengdum,
fjórhjóladrifinn og í fjölda
útfærslna.
Volkswagen Caddy
verð frá2.720.000 kr.
Transporter hefur fylgt
kynslóðum af fólki sem hefur
þurft á traustum og áreiðan-
legum vinnuþjarki. Fullkomin
stöðugleikastýring, spólvörn
og sjö þrepa sjálfskipting.
Volkswagen Transporter
verð frá 4.390.000 kr.
S
jálfsagt hafa allir lent í því
að fá niðurgang sem oft
fylgja uppköst. Þetta er
óskemmtileg vanlíðan
sem tekur á allan líkam-
ann. Yfirleitt er þetta kallað að fá
magapest og oftast er þetta merki
um veirusýkingu í þarmi, en fleira
kemur til greina. Matareitrun er
vert að hafa í huga en einnig getur
þetta verið bakteríusýking. Ýmsir
sjaldgæfari kvillar geta valdið niður-
gangi og uppköstum en fæstir velta
þeim möguleika fyrir sér þegar veik-
indin byrja.
Rétt næring og nóg að drekka
Vökvi og sölt tapast úr líkamanum
við niðurgang og uppköst, ekki síst
ef hiti fylgir veikindunum. Lítil börn
og eldri borgarar eru í sérstakri
áhættu fyrir vökvatapi. Einkenni
vökvataps geta verið til dæmis
minnkuð þvaglát, munnþurrkur,
þreyta, slappleiki og pirringur. Rétt
vökvainntaka og næring er yfirleitt
lykillinn að bata. Vatn, sykur og salt
í réttri blöndu er mikilvægt. Drekka
skal oft og lítið í einu. Forðast skal
gosdrykki og sæta safa svo eitthvað
sé nefnt. Ef niðurgangur er mikill
getur verið skynsamlegt að leita fag-
legra ráða. Þau fást allan sólarhring-
inn í síma 1700 eða 1770 hjá hjúkr-
unarfræðingi Læknavaktarinnar og
á heilsugæslustöðvum á dagtíma.
Hvað viðvíkur börnum með mik-
inn niðurgang og uppköst geta þau
misst of mikinn vökva og líkaminn
þornað upp. Því er mikilvægt að gefa
börnum rétta næringu og sérstak-
lega nóg að drekka. Best er að gefa
sérstaka sykursaltvatnsblöndu, til
dæmis Electrorice sem fæst í apó-
teki. Blandan er seld í duftformi og
leyst upp í vatni heima. Best er að
hafa vatnið við stofuhita og ekki þarf
að sjóða það. Til eru líka sykursalt-
freyðitöflurnar Resorb fyrir börn
eldri en þriggja ára. Þær eru leystar
upp í vatni og fylgja leiðbeiningar
með. Einnig má gefa íþróttadrykk-
inn Gatorade í ¾ á móti vatni.
Börnin fái hollt fæði
Sykursaltvatnsblandan er gefin
eftir hver uppköst og niðurgang – og
einnig þess á milli. Eftir hver upp-
köst og niðurgang þurfa börn sem
eru léttari en 10 kg að fá 60-120 mL
en börn þyngri en 10 kg þurfa að fá
120-240 mL. Best er að barnið
drekki blönduna rólega, fái jafnvel
bara sopa og sopa í senn, sérstak-
lega ef barnið er með uppköst.
Auk sykursaltvatnsblöndu má
barnið fá sitt holla venjulega fæði.
Börn sem fá brjósta- eða þurrmjólk
eiga að halda því áfram. Skynsam-
legt getur verið í byrjun veikinda að
draga úr kúamjólk, skyri og sætum
mjólkurvörum, sérstaklega ef
barninu virðist verða illt af þeim.
Soð og sykursaltvatn
Engin lyfjameðferð er við venju-
legum niðurgangi hjá börnum. Ef
þessar ráðleggingar eru ekki að
gagnast og barnið er áfram veikt,
drekkur og nærist lítið er mikilvægt
að hafa samband við lækni eða
hjúkrunarfræðing og láta meta
ástand barnsins. Eins ef barnið fer
að fá fleiri einkenni eins og háan hita
eða blóð í hægðum.
Að mörgu leyti gilda sömu heilsu-
ráð fyrir fullorðna hvað varðar
niðurgang og uppköst. Mikilvægt er
að drekka vel af vökva, til dæmis
vatn, vatnsblandað Gatorade, létt-
sykrað te, tærar bollasúpur eða kjöt-
kraftssoð. Sykursaltvatn og freyði-
töflur geta einnig virkað vel.
Ef vel gengur má svo bæta við
LGG+, hreinni jógúrt, AB-mjólk,
ristuðu brauði, saltkexi, banönum og
eplum án hýðis. Síðan pastaréttum,
soðnu grænmeti, kartöflum og hrís-
grjónum, soðnum/bökuðum fiski og
kjöti. Byrja þannig rólega á létt-
meltanlegum mat, borða oft og lítið í
einu, en meðan uppköst vara er best
að vera á fljótandi fæði. Gos, ávaxta-
safa, kaffi, orkudrykki, hrátt græn-
meti, trefjaríkar vörur eða sterkan
eða brasaðan mat ber að forðast uns
veikindi eru að baki. Ef fólk er á
hægðalosandi lyfjum er rétt að
hætta á þeim þar til það er orðið full-
frískt aftur.
Hreinlæti mikilvægt
Í veikindum eins og að framan er
lýst er mikilvægt að passa vel upp á
handþvott og hreinlæti. Lyf við
niðurgangi, til dæmis Imodium, skal
ekki taka nema hann sé langvarandi
og þá í samráði við lækni.
Magapest tekur á allan líkamann
Veikindi Allir í fjölskyldunni með pest. Við þessar aðstæður er vatn, sykur og salt í réttri blöndu mikilvægt.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Læknir Ef magapest og niðurgangur verða mjög skæð getur verið skynsam-
legt að leita faglegra ráða, segir Þórður G. Ólafsson.
Heilsuráð
Þórður G. Ólafsson heimilislæknir
í Efra-Breiðholti og yfirlæknir
á Læknavaktinni.
Ljósmynd/Thinkstock.com
Næstkomandi
sunnudag, 24.
febrúar kl. 14,
verða Lilja Árna-
dóttir og Nathalie
Jaqueminet með
leiðsögn um sýn-
inguna Kirkjur Ís-
lands. Skrúði og
áhöld. Straumar
og stefnur sem er í
Bogasal í Þjóðminjasafni Íslands. Á
sýningunni er úrval gripa sem fengnir
voru að láni úr íslenskum kirkjum víða
um land. Valdir voru gripir sem varpa
ljósi á listsöguleg tengsl íslenskra
kirkjugripa við strauma og stefnur í
nágrannalöndunum. Leiðsögumenn
sunnudagsins munu eftir föngum
greina frá liststílum gripanna og sagð-
ar verða sögur valinna gripa sem eiga
sér athyglisverðan feril.
Þjóðminjasafnið á sunnudag
Kirkjuleiðsögn
Lilja Árnadóttir
Gengið verður á Keili, fjallið sem er
táknmynd Reykjanessins, í skemmti-
legri ferð á vegum Ferðafélags unga
fólksins nú á laugardaginn. Ferðin
hefst kl. 10 við skrifstofu Ferðafélags
Íslands í Mörkinni 6 og þar sameinast
fólk í bíla.
Gengið er í gegnum fallegt hraun
að fjallinu og ætti það þramm að vera
á flestra færi. Svo er farið á fjallið
sem rís 379 metra yfir sjó og er af því
mikið og fallegt útsýni. Hlýr fatnaður
og góður skóbúnaður nauðsynlegur.
Ferðafélag unga fólksins
Gengið á Keili
Keilir Bessastaðir í forgrunni.
Önnur Tómasarmessan í Breiðholts-
kirkju í Reykjavík á þessu ári verður
sunnudagskvöldið 24. febrúar kl. 20.
Umfjöllunarefni messunnar verður:
Blessun brauðs og víns. Sr. Bryndís
Malla Elídóttir prédikar og Gospelkór
Smárakirkju leiðir tónlistina ásamt
Matthíasi V. Baldurssyni og Páli
Magnússyni.
Tómasarmessur sem haldnar hafa
verið frá 1997, einkennast af fjöl-
breytilegum söng og tónlist. Áhersla
er lögð á fyrirbænaþjónustu og á
þátttöku leikmanna.
Breiðholtskirkja
Tómasarmessa