Morgunblaðið - 21.02.2019, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 21.02.2019, Blaðsíða 62
62 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2019 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Dansarinn Unnur Elísabet Gunn- arsdóttir hélt vel heppnaða listahá- tíð í Mengi í nóvember árið 2017 sem bar heitið Ég býð mig fram. Á henni runnu saman myndlist, dans, tónlist og texti og flutti Unnur 13 þriggja mínútna löng örverk eftir jafnmarga listamenn úr ólíkum áttum. Nú endurtekur hún leikinn með nýjum listamönnum og nýjum verkum á listahátíðinni eða sýning- unni Ég býð mig fram/ Seríu 2 sem frumsýnd verður í kvöld í Tjarnar- bíói. Að þessu sinni eru höfundarnir 14 og örverkin jafnmörg, um eða rétt yfir þrjár mínútur hvert og líkt og áður er aðeins einn flytjandi, þ.e. Unnur sem er jafnframt list- rænn stjórnandi og leikstjóri sýn- ingarinnar eða hátíðarinnar. Höf- undarnir 14 eru Almar Steinn Atlason, Álfrún Helga Örnólfs- dóttir, Frank Fannar Petersen, Friðgeir Einarsson, Gréta Kristín Ómarsdóttir, Helgi Björnsson, Ilm- ur Stefánsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Kitty von Sometime, Kristinn Arnar Sigurðsson, Steinar Júlíusson, Ólafur Darri Ólafsson, Ólöf Kristín Helgadóttir og Urður Hákonardóttir. Ekkert er gefið upp um verk hvers og eins enda hluti af gleðinni að láta koma sér á óvart, að sögn Unnar. Fyrirlestur um sand „Þetta er miklu stærra en síðast, stærri sýningarstaður og þetta er meiri listahátíð af því það verður myndlistarsýning og gjörningur frammi í anddyri þegar fólk mætir, Ég býð mig fram-drykkurinn á barnum og stemning,“ segir Unnur, sem tekur sér örstutt hlé frá æfingu í Tjarnarbíói til að ræða við blaðamann. „Og Almar, Almar í kassanum, verður með svakalegan gjörning frammi sem ég held að fólk eigi eftir að tala um,“ bætir Unnur við og brosir. Blaðamaður spyr hvort það verði krassandi gjörningur og segist hún geta lofað því en Almar vakti mikla athygli fyrir fjórum árum þegar hann hafð- ist allsnakinn við í kassa í Listahá- skóla Íslands í heila viku. Unnur segir seinustu hátíð, árið 2017, hafa gengið rosalega vel og því hafi hún ákveðið að halda aðra. Og verkin eru mjög skemmtileg og ólík hvert öðru, að hennar sögn. „Ég er hangandi í loftinu í fim- leikahringjum í einu þeirra og fer með fyrirlestur um sand,“ segir Unnur og hlær. „Svo eru þetta leik- verk og eitt verkið veit ég reyndar ekkert hvað verður af því ég fæ bara bréf sem ég þarf að opna á sviðinu og framkvæma það sem í því stendur. Ég skelf dálítið á bein- unum yfir því að vita ekkert hvað mun gerast.“ Helgi og Ingvar með dansverk Helgi Björnsson, leikari og tón- listarmaður, samdi dansverk fyrir Unni og einnig leikarinn Ingvar E. Sigurðsson. Blaðamanni leikur for- vitni á því hvernig listamenn úr öðrum listgreinum en dansi fari að því að semja dans fyrir dansara og segir Unnur að þeir þurfi að eiga í samstarfi við hana. „Við hittumst og mætumst sem ólíkir listamenn,“ útskýrir hún, „maður þarf svolítið að vera í stúdíóinu og finna hvað maður er að gera.“ – Finnst þér dansverkin, til dæmis, dæmigerð fyrir persónuna sem er að semja þau eða koma þau á óvart? „Þetta er búið að koma mér mjög mikið á óvart og er eiginlega allt öðruvísi en ég bjóst við. Maður veit náttúrlega aldrei neitt, ég bara býð mig fram, algjörlega auðmjúk og segi: ég ætla að framkvæma það sem þú vilt. Í rauninni veit maður aldrei í upphafi ferlisins hvað er að fara að gerast sem er mjög spenn- andi en líka svolítið hættulegt og skelfilegt,“ segir Unnur og hlær við. Leiðist að vera ein í stúdíói Örverkin þurfa ekki að vera dansverk, eins og fram hefur komið og segir Unnur höfunda hafa mikið listrænt frelsi. „Þetta er opið, ég framkvæmi verkið þitt, sem þig hefur kannski dreymt um að setja á svið lengi og ef einhverjar hug- myndir kvikna þá bara framkvæmi ég það,“ útskýrir hún. Fyrir vikið séu verkin af öllu tagi og meira að segja myndlistarsýningar. „Svo er ég með eitt verk líka en ég var ekki með neitt verk síðast,“ segir Unnur og að verkið hennar gerist á Bessa- stöðum. – Hvers vegna ákvaðstu að gera þetta upphaflega? Varstu í leit að einhverju? „Ég fékk bara þessa hugmynd og maður veit náttúrlega aldrei hvern- ig hugmyndir koma til manns,“ svarar Unnur. „Ég var með sóló- verk í huga og var búin að melta það lengi en svo er ég bara svo fé- lagslynd og finnst svo rosalega leiðinlegt að vera ein í stúdíói að ég hugsaði með mér að mig langaði að setja upp sólóverk en líka að vinna Spennandi, hættulegt og skelfi  Dansarinn Unnur Elísabet Gunnars- dóttir heldur listahátíðina Ég býð mig fram öðru sinni og nú í Tjarnarbíói  14 listamenn sömdu örverk fyrir hana og meðal verka eru „svakalegur“ gjörningur og myndlistarverk Bókamarkaðurinn á sér áratuga sögu og eiga margir sem komnir eru af léttasta skeiði ljúfar minningar frá sjöunda og áttunda áratugnum þegar hann var haldinn í Listamannaskál- anum svonefnda við Alþingishúsið. Skálinn var rifinn fyrir mörgum ár- um þegar Kjarvalsstaðir voru byggð- ir og undanfarin ár hefur árlegur bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda verið haldinn undir stúku KSÍ við Laugardalsvöll. Á slaginu 10 í fyrramálið verður mark- aðurinn opnaður og eftirleiðis á sama tíma alla daga og opinn til kl. 21 fram til 10. mars. „Þá pökkum við saman upp á nýtt og förum til Akureyrar þar sem bókamarkaðurinn heldur áfram á Glerártorgi út marsmánuð. Því næst liggur leiðin til Egilsstaða, en þar hefur bókamarkaðurinn ekki verið haldinn í nokkur ár og bókaunn- endur bæjarins því mjög spenntir fyrir endurkomu hans,“ segir Bryn- dís Loftsdóttir hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda og bætir við að sam- fara sölunni verði sífellt endurnýjun á bókamarkaðnum. „Sumpart vegna þess að einhverjir útgefendur ranka seint við sér,“ segir hún. Bryndís hefur staðið vaktina á bókamarkaðnum í mörg undanfarin ár og þekkir því lestrarsmekk land- ans allvel. „Hlutdeild barnabóka er um 45% bæði í sölu og eintökum, sem bendir ótvírætt til að foreldrar séu duglegir að lesa fyrir börnin sín og/ eða halda að þeim bókum. Undan- farin ár hefur eftirspurnin eftir glæpasögum í kiljum aukist jafnt og þétt og í fyrra kom okkur svolítið á óvart hversu mikill áhugi var á ævi- sögum. Einnig finnum við fyrir auk- inni eftirspurn eftir alls konar úti- vistarbókum; gönguleiðabókum og Næstum kílómetri af bókum  Bókamarkaður Félags íslenskra bóka- útgefenda verður opnaður á morgun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.