Morgunblaðið - 21.02.2019, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 21.02.2019, Blaðsíða 57
MINNINGAR 57 Afmælisminning MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2019 ✝ Páll Sigur-geirsson var fæddur í Hlíð, Austur-Eyjafjöll- um, 10. desember 1930. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 15. febr- úar 2019. Páll var sonur hjónanna Sigur- línar Jónsdóttur, f. 8. maí 1889, d. 14. ágúst 1968, og Sigurgeirs Sig- urðssonar, f. 23. mars 1882, d. 12. ágúst 1934. Páll var yngstur níu systkina sem komust á legg en þau eru: Anna Margrét, f. 20. febrúar 1913, d. 19. maí 1999, Sigurjón, f. 9. júní 1914, d. 17. júlí 1984, Ólafur Sigurbergur, f. 3. mars 1916, d. 26. október 1983, Guð- laug, f. 1. mars 1918, d. 3. september 2010, Geir, f. 24. september 1922, d. 26. júlí 2006, Bóel, f. 6. september 1924, d. 31. mars 2008, Tryggvi, f. 31. maí 1927, d. 9. desember 2012, Lilja, f. 16. september 1929. Páll giftist 28. mars 1959 Þórhildi Margréti Guðmunds- dóttur, f. 3. nóvember 1937. Börn þeirra eru: Börn þeirra eru: A) Leó Páll Hrafnsson, f. 9. apríl 1985, maki Eva Hrund Heimisdóttir. B) Þórhildur Margrét Hrafns- dóttir, f. 15. nóvember 1990, gift Hauki Hermannssyni, dótt- ir þeirra er Aníta Rós, f. 3. júní 2018. C) Eygló Ýr Hrafnsdóttir, f. 5. október 1992, maki Baldur Bjarman Teitsson. Páll gekk í barnaskóla í sveitinni eins og tíðkaðist í þá daga og tók fullan þátt í bú- störfum á bernskuheimili sínu. Haustið 1947 fór hann á jeppa- námskeið í Reykjavík hjá Willys-umboðinu. Páll hóf síðar nám í bifvélavirkjun við Iðn- skólann í Reykjavík en lauk því við Iðnskólann á Selfossi og tók sveinspróf á Hvolsvelli 1956. Meistararéttindi í iðn sinni hlaut hann síðar. Hann fór snemma að heiman og vann hin ýmsu störf til að fjármagna nám sitt. Aðalstörf Páls voru ávallt tengd vélaviðgerðum hvers konar, oft með manna- forráð. Auk þess starfaði hann sem vörubílstjóri, vélstjóri, stýrimaður og kokkur til sjós. Páll og Þórhildur hófu bú- skap í Kópavogi en lengst af bjuggu þau á Stokkseyri, í tæp 49 ár. Útför Páls fer fram frá Graf- arvogskirkju í dag, 21. febrúar 2019, klukkan 13. 1) Guðjón Þór, f. 24. desember 1958, giftur Dolores Mary Foley. Synir þeirra eru Jón Páll Guðjónsson, f. 14. maí 1995, Ásgeir James Guðjónsson, f. 7. nóvember 1996, og Guðjón Þór Guðjónsson, f. 13. janúar 2000. 2) Sigurgeir, f. 31. júlí 1962, maki Sus Kirk Holbech. Af fyrra hjónabandi með Hólmfríði Hólm Þorkels- dóttur eru börnin A) Guðlaug Sigurgeirsdóttir Rosu, f. 5. febrúar 1985, gift Daniel Rosu, sonur þeirra er Isak Thor Rosu, f. 10. nóvember 2017. B) Helena Sigurgeirsdóttir Hólm, f. 28. desember 1986, maki Óskar Valdórsson, dóttir þeirra er Hanna Margrét, f. 29. septem- ber 2018. C) Drengur Sigur- geirsson sem heilsaði og kvaddi 18. október 1988. D) Margrét Sigurgeirsdóttir, f. 20. septem- ber 1990, gift Rasmus Hansen. E) Páll Sigurgeirsson, f. 19. apríl 1994. 3) Anna Dóra, f. 7. júlí 1964, gift Hrafni Sveinbjarnarsyni. Palli afi var barnavinur mesti. Hann átti tíu barnabörn, sem eru þó ekki nein börn lengur, og þrjú langafabörn. Öll eigum við sameiginlegar minningar um Andrésblaðalestur, tefla, að heyra blístrið úr blakandi eyr- unum hans og reynslu af enda- lausri þolinmæði. Við systurnar, Þórhildur og Eygló Ýr, ákváðum að skrifa nokkur orð um hann afa okkar. Þegar við komum í heimsókn til hans afa þá heyrðist oft í hon- um „Ha-ha“ eða „Já já, þú segir það“ þótt enginn hefði sagt neitt. Svo sagði hann sögur af alls kon- ar fólki úr sveitinni og öðru snið- ugu sem hann vissi um. Já, og svo fór hann með vísur og ljóð. Maður vissi alltaf þegar ljóð var í vændum. Maður fann það í loft- inu. Hann hallaði sér aftur, spennti greipar, horfði út í busk- ann og fór með vísur. Oft fylgdi svo saga með. Börnin í þorpinu komu oft til hans til að fá hitt og þetta lagað. Þegar við barnabörnin vorum á unglingsaldri komum við einmitt oft með bílana okkar til hans þegar þurfti að laga þá. Þegar maður kom í hlaðið í Móhúsum virtist hann alltaf vera eitthvað að brasa og bralla inni í bílskúr eða niðri í kjallara og ef hann var ekki þar þá var hann inni við eldhúsborð að leysa krossgátur eða sudoku. Hann var ljúfur maður sem horfði á teiknimyndir jafnt sem íþróttir. En hann hélt aldrei með neinum, allir voru jafnir. Honum þótti mjög vænt um öll dýr og var vanur að gefa fuglunum úti í garði og gefa hundum undir borði þegar enginn sá til. Hann vildi líka alltaf fá að klappa kis- um. Hann elskaði að fara í kríu- varp sem hentaði okkur krökk- unum vel því þá var hægt að labba þétt upp við afa og þá var engin hætta á að kríurnar gogg- uðu í okkur því hann var svo há- vaxinn. Jafnlyndur, rólegur og ástrík- ur, það var hann afi okkar. Hans verður sárt saknað. Þórhildur Margrét og Eygló Ýr. Hann Palli föðurbróðir minn er látinn og veröldin er snauðari á eftir. En þó að hann hafi kvatt þessa tilvist, lifir hann með okk- ur um ókomin ár. Æðruleysi og innri ró einkenndi hann og já- kvæð afstaða til lífsins. Hann gat alltaf séð spaugilegu hliðar til- verunnar og hann hafði alltaf frá einhverju skemmtilegu að segja. Á unglingsárunum bjó ég um tíma hjá fjölskyldunni, þar sem mér bauðst sumarvinna á Stokkseyri. Mér var vel tekið og leið eins og heima hjá mér. Ég hef alltaf hugsað með mikilli hlýju til þessa tíma og verð þeim hjónum ævinlega þakklát. Og þó að maður eigi eftir að sakna samverustundanna og notalegr- ar nærveru, munum við orna okkur við hlýjar minningar. Ég votta Þórhildi og fjölskyldunni allri samúð mína og kveð Palla með þessum orðum: Söknuðurinn er sár Og dagurinn grár En við höfum svo margs að minnast Við vitum það vel, að hans hjartaþel Auðgaði alla að kynnast Þóranna. Fallinn er frá ástkær frændi okkar. Við minnumst hans með mikilli hlýju. Voru þeir pabbi mjög samrýmdir og yngstir bræðra í stórum systkinahópi. Samgangur fjölskyldna okkar var mikill og alltaf tilhlökkunar- efni að hittast. Það var fjársjóð að sækja í smiðju Palla, hvort sem um var að ræða vélar og tæki eða málefni dagsins og ávallt miðlaði hann af þekkingu sinni af yfirvegun og hógværð. Allt fram streymir endalaust, ár og dagar líða. Nú er komið hrímkalt haust, horfin sumars blíða. (Kristján Jónsson fjallaskáld) Við kveðjum Palla með þakk- læti í huga og sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til Þórhildar, barnanna og fjöl- skyldna þeirra. Jón Ásgeir, Sigurgeir, Þóranna og Líney. Það fylgdi því mikil ró í hvert sinn sem ég settist niður með Palla frænda í eldhúsinu í Mó- húsum. Kaffibollinn, oft með dreitil af mjólk útí, sat á plastdúknum milli þess sem Palli lyfti honum að vörum sér. Stórir fingurnir spenntu gjarnan greipar í kringum boll- ann, og Palli hallaði sér fram á borðið, boginn í baki, hæglátur, íhugull og brosandi. Hann átti það til að renna fingrunum yfir plastdúkinn, ým- ist í hringi, línur eða önnur form sem útskýrðu eða undirstrikuðu frásögn hans. Þær voru margar frásagnirn- ar við eldhúsborðið og spönnuðu tíma og rúm, vélar, uppfinning- ar, hugmyndir, mistök og afrek mannkyns, minningar, mann- eskjur og auðvitað spaugilegt lit- róf tilverunnar. Það kom alltaf blik í augun á Palla og einstakt bros á vör, þegar hann sagði frá gamansöm- um uppákomum, furðulegheitum eða eigin prakkarastrikum, enda virtist hann á einstakan hátt geta tengst öllum tímaskeiðum eigin lífs á augabragði. Á níræðisaldri gat hann aftur orðið átta ára Palli í Hlíð, litli bróðir níu eldri systkina, óalandi sökum orku að eigin sögn, at- hyglin framar öllu við vélar hvers kyns sem smullu við hjarta hans og huga, þrátt fyrir að vera óganghæfar. Síðar á lífsleiðinni varð Palli bifvélavirki með einstakt lag á að halda vélum gangfærum, eða hreinlega koma þeim aftur til lífs. Sömuleiðis varð hann á svip- stundu ungur maður í frásögn af göngu sinni, ásamt bróður sínum og öðrum vini, upp á Eyjafjalla- jökul, snemma á sumarmorgni, að lokinni næturskemmtun. Blikið í augunum tvöfaldaðist þegar hann sagði að það hefði virst afbragðshugmynd á þeirri stundu, klæddir íþróttaskóm og léttum fatnaði. Frásagnir Palla buðu manni alltaf með í för og gátu verið eins og senur úr leikriti eða kvikmynd. Stundum var sviðsmyndinni lýst ítarlega, stundum per- sónum, og stundum voru sen- urnar hægar og langdregnar, en ávallt gæddi hann hverja frá- sögn frumlegum neista. Þolinmæði frásagnarinnar var sú sama og einkenndi vélavið- gerðir, samtöl og nálgun Palla á lífið, að mér fannst. Fyrir fáeinum dögum hugsaði ég um lífið hans Palla eins og það væri kvikmynd, með hann sem aðalleikara og leikstjóra, leikmyndahönnuð og höfund eig- in tilveru. Í hugann komu hæglátar og fallegar senur sem ég hef sjálfur séð í heimsóknum mínum í gegn- um árin. Palli úti í bílskúr í Móhúsum að gera við bílvél sem við heyr- um í hægagangi milli háværra inngjafa, smurolía á stórgerðum höndum. Við tekur lágvær hljóð- mynd þegar hann fer úr vinnu- gallanum niðrí kjallara og þvær sér um hendurnar, gengur upp tröppurnar, sest við eldhúsborð- ið með kaffibolla og spjallar við Þórhildi konu sína. Næst sjáum við Palla úti í gróðurhúsi sitjandi á plaststól á milli rósanna. Tón- list Svavars Knúts hljómar. Um- hverfið er Stokkseyri, segjum árið 2005, á mildu björtu sum- arkvöldi. Og við öll sem fengum að kynnast Palla, hvert á sinn hátt, hvert á okkar eigin stað og stund, vorum öll svo heppin að fá að vera með og eiga hlutverk í 88 ára löngu meistaraverki Páls Sigurgeirssonar, sem nú er á enda. Þín verður sárt saknað, elsku Palli. Svavar Jónatansson. Á lífsleiðinni kynnist maður fólki, sumt er eftirminnilegt og annað gufar upp úr tilveru manns og tekur ekki pláss í far- angrinum. Enn annað fólk verð- ur svo einhvern veginn hluti af manni og hverfur aldrei úr til- verunni, þrátt fyrir að maður hitti það ekki svo árum og ára- tugum skipti. Einn slíkur höfð- ingi er borinn til grafar í dag, Páll Sigurgeirsson frá Hlíð undir Eyjafjöllum. Sem barn man ég vel eftir Palla eins og við kölluðum hann og skipti hann verulegu máli í lífi okkar barnanna og fólksins í næstu húsum. Hann var öðling- ur og kom fram við okkur af hugulsemi og var jafnframt með húmorinn á lofti. Við áttum heima í Kópavogi, þetta er á sjö- unda áratugnum og Palli, Þór- hildur og börn áttu heima við hliðina í gömlum sumarbústað og ætluðu að byggja á lóðinni. Palli var þá að vinna á verkstæð- inu hjá Vélasjóði. Við krakkarnir lékum þá alls staðar á Kársnes- inu og hvílíkt frelsi, fjörurnar, öskuhaugarnir, bryggjan, kirkjuholtið, Vélasjóður, Vita- mál, Ora, eitt endalaust ævintýr. Þá bar svo við að við rákumst inn í Vélasjóð einhverjir guttar. Ekki vorum við reknir frá með harðri hendi, heldur okkur sýnd dýrðin og síðan nefnt við okkur að mikið væri að gera og því ekki tök á að taka mikið á móti gestum. Við virtum þetta auðvit- að vandræðalaust og vorum hamingjusamir með heimsókn- ina. Okkur var sérlega eftirminni- legt er Páll kom á GMC-trukkn- um með sementsfarm. Vorum við auðvitað spenntir fyrir þessu guttarnir og vildum komast upp á bílinn. Var auðsótt mál að henda okkur þangað. Fór hann svo að bera sementið inn í geymslu og tók auðvitað tvo poka í ferð heldur léttilega. Vildu nú guttar komast með og já Palli tók þá tvo poka og einn gutta sitjandi á. Margs er að minnast frá þess- um árum í Melgerði en þetta lát- ið duga, en Páll var stór hluti af minningunum úr bernskunni. Frá Stokkseyri heyrði ég sög- ur af snilld Páls sem rennismiðs og vélvirkja. Eina nefni ég hér eftir kornungum aðstoðarmanni hans á Kaupfélagsverkstæðinu. 30 tonna bátur kom inn með brotna vél, það var knastás eða eitthvað álíka. Ekkert til í um- boðinu og dýrt að láta bátinn bíða. Páll gerði sér þá lítið fyrir og fór í rennibekkinn og suðuna, smíðaði það sem vantaði upp úr aflagðri annarri vél, þetta er rétta stálið sagði Páll og vélin gekk endalaust. Það var víst ekki einsdæmi. Ég var svo heppinn að eiga erindi á Stokkseyri fyrir rúmum áratug varðandi vinnu og hafði rúman tíma. Ég leit þá við hjá Páli og Þórhildi í kaffi og sand- köku og höfðum við þá ekki sést í áratugi. Það var fagnaðarfund- ur og alveg eins og allt hefði gerst í gær. Það sem manni er eftirminni- legt er íhugull, minnisgóður snillingur í ótrúlegu jafnvægi á hverju sem gekk, hávaxinn, myndarlegur, sterkur. Kæra Þórhildur, Guðjón, Sigurgeir og Anna Dóra og ykkar fólk, inni- legar samúðarkveðjur vegna missis ykkar. Valdimar Harðarson. Páll Sigurgeirsson Marinó frændi, föðurbróðir minn, var fæddur 21. febr- úar 1908. Hann lést 12. nóvember 1991. Það eru því 111 ár síðan hann fæddist. Mér fannst merki- legt að uppgötva ný- lega að frændi dó sama dag og mamma mín, Guðrún Dagný Kristjánsdóttir, en hún féll frá 12. nóvember 2015, þá níræð. Á Álftröðinni, í húsinu sem pabbi minn, Ágúst Pétursson, teiknaði og byggði á árunum 1951-52, var skemmtilegt sam- býli þegar ég var ung. Þau pabbi og mamma voru frumbyggjar í Kópavogi og fyrst var ætlunin að byggja hús á einni hæð fyrir fjöl- skylduna sem fór ört stækkandi. Það varð hins vegar úr að Sigríð- ur amma mín og frændi fluttu í Kópavoginn og þá var einfaldlega teiknuð önnur hæð ofan á húsið. Frændi er mér mjög minnis- stæður en hann ver eiginlega eins og afi minn. Það var 13 ára ald- ursmunur á þeim bræðrum, frændi var elstur og pabbi var yngstur þeirra systkina frá Höfn- um. Frændi var mjög tónelskur, gjafmildur, gestrisinn og með af- brigðum barngóður. Ótrúlega oft skreið maður upp stigann í innlit til hans. Hann hýsti gjarnan ungt fólk úr fjölskyldunni sem var að hefja sambúð og naut þess þá að kynnast ungviðinu með sinni ró- legu návist og hlýju. Hann leyfði mér að gramsa í frímerkjasafn- inu hjá sér og ég kom mér upp flottu safni með tímanum. Hann var um langt skeið í mat hjá mömmu. Man hvað ég var orðin vön spurningunni um saltið. Frændi saltaði nefnilega matinn áður en hann smakkaði hann og það átti sér sínar skýringar. Þannig var að þegar þau syst- kinin voru að alast upp á Höfnum við Finnafjörð virðist grunn- Marinó Pétursson vatnið sem notað var til drykkjar og matargerðar hafa verið í saltara lagi. Því fannst þeim bræðrum maturinn oft mjög bragðdauf- ur, því þeir höfðu saltari bragðlauka en gengur og gerist. Marinó Péturs- son var líka heild- verslun sem flutti aðallega inn og verslaði með byggingar- og útgerðarvöru. Margir úr fjölskyldunni stigu sín fyrstu skref á vinnumarkaðnum í fyrirtækinu hjá frænda og fóru með gott veganesti út í lífið eftir þá reynslu. Hann flutti svo í heimahagana, til Bakkafjarðar, stundaði sjóróðra og varði ævi- kvöldinu þar. Frændi spilaði mikið á píanó. Oft á kvöldin þegar maður var kominn í háttinn, heyrði maður óminn af Für Elise og aðrar perl- ur að ofan. Þegar ég byrjaði í tón- listarnámi áttaði ég mig á að Beethoven hafði verið í miklu uppáhaldi hjá frænda, hans tón- list hljómaði oft að ofan. Hann var ánægður með að ég var í tónlist- arnámi og gladdist þegar ég byrj- aði í söngnámi. Þegar ég svo ákvað að fara í ævintýraferð til Ítalíu að læra ítölsku kom hann færandi hendi með umtalsverða upphæð til að tryggja að ég gæti gert þennan draum að veruleika. Frændi ánafnaði allar eigur sínar sérstökum sjóði eftir sinn dag sem hýstur er undir verndar- væng Íslensku óperunnar. Það kom okkur öllum skemmtilega á óvart og var hjartanleg staðfest- ing á því hvað var hans líf og yndi. Þegar ég rifja upp tengslin sem ég átti við frænda, finn ég að ég sakna hans. Ég vona að hann og pabbi séu einhvers staðar úti á sjó á veiðum, þöglir en flautandi lagstúf á meðan þeir bíða eftir að hann bíti á. Ágústa Sigrún Ágústsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, JÚLÍUSAR SIGURÐSSONAR, fyrrverandi skipstjóra. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki blóðlækningadeildar 11-G fyrir góða umönnun. Ásta S. Magnúsdóttir Guðrún Júlíusdóttir Finnur Sigurðarson Geir Sigurðsson Magnús Már Júlíusson Hildur Sigurbjörnsdóttir Ólöf Helga Júlíusdóttir Bergmundur Elli Sigurðsson Hafrún Dóra Júlíusdóttir Þórður Sverrisson og öll afabörnin Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGU DÓRU GÚSTAFSDÓTTUR. Einar Ósvald Lövdahl Sigurlaug Ingibjörg Lövdahl Jóhanna Sólveig Lövdahl Ragnhildur Hjördís Lövdahl Birgir Ármannsson barnabörn og barnabarnabörn Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.