Morgunblaðið - 21.02.2019, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 21.02.2019, Blaðsíða 46
46 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2019 GIMLI fasteignasala / Grensásvegi 13, 108 Rvk. / s 570 4800 / gimli@gimli.is www.gimli.is Við vitum hvað þín eign kostar Ef okkur yrði sagt að konur væru ekki að segja sínar skoðanir í fjölmiðlum yrðum við án efa mjög hissa. Það sama gildir ef okkur yrði sagt að konur byggju yfir mikilli sér- fræðiþekkingu sem þær væru ekki að deila með okkur. Flest okkar myndu velta því fyrir okkur hvað það væri eiginlega sem konur væru ekki að segja okkur frá. Værum við að missa af einhverju? Yrðum við fróðari ef við vissum hvað þær hefðu að segja? Gæti það komið samfélaginu, fyrirtækjum eða ein- stökum atvinnugreinum til góða ef við fengjum meiri og betri innsýn í hugarheim eða þekkingu kvenna? Fyrirsögnin og inngangur þess- arar greinar er reyndar bara aðferð til að koma ykkur, lesendur góðir, í gegnum ákveðna hugarleikfimi. Það sem mig langar í raun að benda ykk- ur á er að í gegnum fréttaumræðuna erum við ekki að heyra nema brot af því sem konur gætu deilt með okkur. Það skýrist einfaldlega af því að í fjölmiðlum eru enn mun fleiri karl- menn viðmælendur en konur. Ég nefni sem dæmi viðmælendur frétta- stofu RÚV árið 2018. Þar voru karl- menn 63% viðmælenda en konur 37% viðmælenda. Þó teljum við FKA-konurnar RÚV standa fremst að vígi í að jafna hlutfall kynja í við- mælendahópum, svona í samanburði við ýmsa aðra fjölmiðla. En betur má ef duga skal, enda er það mikill miss- ir fyrir okkar samfélag ef við reynum ekki að kalla fram upplýsingar, þekkingu, mannauð og skoðanaskipti kvenna og karla meira til jafns. Það hefur reyndar margt vatn runnið til sjávar frá því að FKA fór af stað með fjölmiðlaverkefnið sitt árið 2013 þar sem ákveðið var að fá konur, fjölmiðla, fyrirtæki og stjórn- málaflokka til að stuðla að því sam- eiginlega að auka ásýnd kvenna í fjölmiðlum. Þetta verkefni FKA hófst á því að forsvars- mönnum helstu fjöl- miðla var boðið á fjöl- mennan fund með FKA-konum, þar sem Creditinfo kynnti niðurstöður fjölmiðla- mælinga fyrir tímabilið 2009-2013. Sá fundur var haldinn 5. nóvem- ber 2013 á Hótel Loft- leiðum. Úrtakið sem mælt var voru 100.659 viðmælendur á tilteknu tímabili. Niðurstöð- urnar voru sláandi og sýndu að í um- ræðuþáttum voru karlmenn um tvö- falt fleiri en konur og í fréttatímum ljósvakamiðla voru karlmenn þrefalt fleiri en konur. Samt höfðu bæði for- sætisráðherra og fjármálaráðherra verið konur innan mælingartímabils en kynjaskipting ráðherra er eitt þeirra atriða sem okkur konunum er oft gefin sem skýring. Í umræðuþáttum er þetta hlutfall hins vegar víðast hvar betra og eitt af því sem FKA mun gera á fjöl- miðladegi FKA 2019, sem er í dag, 21. febrúar, er að draga fram þær tölur sem eru til og taka samtalið með dagskrárgerðarfólki og frétta- mönnum um hvernig hægt sé að bæta enn úr hlutunum, meðal annars með því að auka samræmdar mæl- ingar á milli miðla. Aðalmálið er að FKA fór af stað með verkefnið 2013 og síðan þá hafa flestir fjölmiðlar tekið vel við sér, okkur til mikillar ánægju. Áhugi flestra innan fjöl- miðla er til staðar þótt mælingar séu ekki til staðar hjá öllum. En það þýð- ir ekkert að gefast upp og þar þreyt- ist FKA ekki á því að benda á mikil- vægi gagnaöflunar. Þess vegna sendi FKA inn umsögn í samráðsgátt stjórnvalda um daginn, þar sem lagt er til að ef frumvarp um endur- greiðslur til fjölmiðla nær fram að ganga, verði eitt skilyrði þar sett fram, að fjölmiðlar skili þá upplýs- ingum til Fjölmiðlanefndar um hlut- fall kynja sem viðmælendur í frétt- um og umræðum. Ákvæði um þessi upplýsingaskil er reyndar til staðar í fjölmiðlalögunum frá árinu 2011 en því hefur bara aldrei verið fylgt markvisst eftir. Sumir fjölmiðlar skila þessum upplýsingum þó inn til Fjölmiðlanefndar. Annað sem FKA hefur gert á síð- ustu árum er að hitta formenn allra stjórnmálaflokkanna og kynna þeim Fjölmiðlaverkefni FKA og hvetja þá til að nýta mannauð sinn sem mest og best í fjölmiðlum líka, þegar kem- ur að því að kalla til talsmenn í fjöl- miðla. Nokkuð er liðið síðan farið var í þessar heimsóknir og því hafa ein- hverjir stjórnmálaflokkar lagt upp laupana og aðrir komið til. Ég nýti því það tækifæri hér og nú að rifja upp þessi skilaboð: Endilega sendið oftar konur í fjölmiðlaviðtöl fyrir ykkar hönd, það er jákvætt fyrir ykkur! Í raun eru þetta sömu skila- boð og verið er að hvetja stærri fyr- irtæki til að gera líka. Í dag er það nefnilega svo að það telst sterkari leikur almennt ef talsmenn innan fyrirtækja eru fleiri en einn, ólíkt því sem áður var. Þá er það auðvitað já- kvæðari ásýnd fyrir öll stór fyrirtæki ef bæði konum og körlum er þar teflt fram. Loks minni ég á að síðustu árin hefur FKA alltaf hvatt fjölmiðla til að „snúa hlutföllunum á hvolf“ í einn dag, þ.e. þegar FKA heldur upp á sinn fjölmiðladag. Þetta þýðir að í dag hvetjum við til þess að konur verði fleiri viðmælendur en karl- menn, eitthvað sem hlýtur að teljast hættulaust í einn dag af 365 dögum. Eitt það skemmtilega við Fjölmiðla- dag FKA er einmitt að fylgjast með fjölmiðlum og sjá hverjir og hvernig fjölmiðlar eru að taka þátt. Af nægu er að taka, bæði umræðulega og kvenauðslega séð. Eftir Rakel Sveinsdóttur » Þá er það auðvitaðjákvæðari ásýnd fyrir öll stór fyrirtæki ef bæði konum og körlum er þar teflt fram. Rakel Sveinsdóttir Höfundur er formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA). Það sem konur segja ekki í fjölmiðlum Matvælaframleiðslu fylgir ábyrgð og nær hún allt frá bónda til afhendingar vöru til neytenda. Bændur, afurðastöðvar, versl- un, veitingahús og eftirlitsiðnaðurinn eru allt þátttakendur í því að tryggja heilnæmi vörunnar og að fram- leiðsluhættir séu eftir lögum og reglum. Því miður ber- ast reglulega fregnir af því að ein- hvers staðar í ferlinu sé pottur brotinn. Nýjasta dæmið eru fregn- ir af ólöglegri slátrun veikra kúa í Póllandi og dreifingu á því kjöti áfram til 13 Evrópulanda. Í því til- viki var velferð dýranna að engu höfð, litið fram hjá reglum um slátrun og að lokum vottað af óá- byrgum eftirlitsaðilum að kjötið væri öruggt, daginn eftir þennan óskapnað. Reynt var að afturkalla kjötið en því miður virðist hluti þess hafa ratað út á markað og til neytenda. Strangari reglur á Íslandi Á Íslandi gilda í mörgum til- fellum strangari reglur í mat- vælaframleiðslu en gengur og gerist ann- ars staðar. Þegar kemur t.d. að kam- pýlóbakter er betur fylgst með uppeldi kjúklinga á búunum sjálfum og harðari viðbrögð við uppkomu smits en reglur ESB gera ráð fyrir. Hér er allt kjöt fryst ef upp kemur smit í eldis- hópi, en frystingin drepur um 90% af bakteríunni. Vegna þessa hefur Ísland náð algerri sérstöðu, á meðan það er hreinlega ekki talið „efnahagslega gerlegt“ að fara þessa leið innan ESB, þrátt fyrir að kostnaðurinn fyrir heilbrigðis- kerfið og vegna vinnutaps sé met- inn á 2,4 milljarða evra á hverju ári. Viðskiptalegir hagsmunir eru metnir mikilvægari en lýðheilsa manna. Frystiskyldan eykur matvælaöryggi Sérstaða okkar liggur á fleiri stöðum og má þar nefna svokall- aða frystiskyldu. Hún gengur út á að allt hrátt kjöt sem flutt er til Íslands þarf að vera í frysti í 30 daga áður en það kemur til lands- ins. Ástæðan er tvenns konar; til að vernda heilbrigði búfjárstofna og lýðheilsu manna. Frystiskyldan snýr ekki að því að koma í veg fyrir að ákveðin matvæli séu flutt til landsins, hún snýst um að með- höndlun þessara matvæla sé með þeim hætti að fyllsta öryggis sé gætt. Einhverjir hugsa eflaust að áhættan sé lítil, farfuglar og ferðamenn séu jafn hættulegir og ófrosið kjöt og því skipti þetta engu máli, sé óþarft. Þá er ágætt að staldra við og skoða þekkt dæmi hérlendis og erlendis. Sjúkdómastaða íslenskra búfjár- stofna er óvenjuleg miðað við það sem þekkist erlendis frá. Stofn- arnir okkar hafa meira og minna verið einangraðir frá landnámi og eru fyrir vikið mun viðkvæmari en ella fyrir óþekktum smitum. Á Ís- landi eru þrjú þekkt tilfelli af smitsjúkdómum sem borist hafa til landsins með dýraafurðum: Miltisbrandur, klassísk svínapest og blöðruþot, síðasta dæmið frá 1953. Frá útlöndum heyrum við af mörgum tilfellum, það nýjasta er afríska svínapestin sem hefur herjað á Asíu og er nú að breiðast vestur eftir Evrópu en hún er bráðdrepandi fyrir svínin. Upp- hafssmitin eru rakin til þess að svínum voru gefnir matarafgangar af veitingastöðum. Varnir Íslands gagnvart þessum skæða sjúkdómi eru bæði lega landsins og kröfur við innflutning á kjöti en líkleg- asta mögulega smitleiðin í íslensk svín væri ef flutt væri inn smitað kjöt sem kæmist í snertingu við svín. Að hafa vaðið fyrir neðan sig Bæði í tilfelli afrísku svína- pestarinnar – sem gæti haft óafturkræf áhrif á svínastofn landsins bærist hún hingað – og pólska kjötsins – sem hefur verið úrskurðað hættulegt fólki – er frystiskyldan að veita okkur ómet- anlega vörn sem felst í þeim tíma- ramma sem kjötið þarf að vera í frysti áður en það kemur hingað. Ef afríska svínapestin kemur upp á búi tekur það nokkra daga að uppgötvast og því er hægt að inn- kalla kjötið áður en það kemur til Íslands. Í pólska kjötmálinu hefði slíkt hið sama verið hægt að gera hefði eitthvað af því verið selt til íslenskra birgja. Sömu sögu er ekki hægt að segja í Finnlandi þar sem ekki liggur fyrir hvort kjötið hafi farið á markað og í Svíþjóð er talið að allt að hundrað kíló af kjötinu hafi verið borðuð þar í landi. Gæði umfram lægsta verð Um daginn var matvælastefna fyrir Ísland á dagskrá ríkis- stjórnarfundar og var haft eftir forsætisráðherra að hún von- aðist til að í lok árs yrði komin sýn á málið sem teygir sig yfir alla geira samfélagsins. Þessu skrefi ber að fagna og þá sér- staklega því að fá fleiri að borð- inu, þar með talið heilbrigðis- ráðherra. Það er mín einlæga skoðun að lýðheilsa eigi að vera leiðarstefið í matvælastefnu Ís- lands. Hér á landi er stundaður heilnæmur landbúnaður þar sem tíðni búfjársjúkdóma er einungis sýnishorn af því sem þekkist víða annars staðar. Sérstaða okkar í fátíðni matarsýkinga er til fyrirmyndar og ég hef enn ekki minnst einu orði á yfir- burðastöðu Íslands varðandi lága tíðni sýklalyfjaónæmra baktería. Sýklalyfjanotkun er með lægsta móti á Íslandi og við búum við þann lúxus að ganga að hreinu vatni gefnu. Stefna stjórnvalda – og þar af leiðandi okkar sem þjóðar – á auðvitað að vera sú að halda þeirri stöðu, leggja áherslu á gæði umfram lægsta mögulega verð. Því þegar á stóru myndina er horft er það hagkvæmara, heilsusamlegra og einfaldlega skynsamlegra en nokkuð annað. Eftir Margréti Gísladóttur » Lýðheilsa á að vera leiðarstefið í mat- vælastefnu Íslands. Hér á landi er stundaður heilnæmur landbúnaður og fátíðni matarsýkinga er til fyrirmyndar. Margrét Gísladóttir Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda. Lýðheilsa leiðarstef matvælastefnu Íslands Allt um sjávarútveg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.