Morgunblaðið - 21.02.2019, Page 4

Morgunblaðið - 21.02.2019, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2019 Veður víða um heim 20.2., kl. 18.00 Reykjavík 5 skýjað Hólar í Dýrafirði 5 skýjað Akureyri 3 léttskýjað Egilsstaðir 3 skýjað Vatnsskarðshólar 5 súld Nuuk -5 léttskýjað Þórshöfn 8 rigning Ósló 2 heiðskírt Kaupmannahöfn 6 skýjað Stokkhólmur 0 heiðskírt Helsinki -4 snjókoma Lúxemborg 9 léttskýjað Brussel 11 heiðskírt Dublin 12 skýjað Glasgow 11 rigning London 10 léttskýjað París 13 léttskýjað Amsterdam 9 léttskýjað Hamborg 9 léttskýjað Berlín 9 heiðskírt Vín 11 skýjað Moskva 2 snjókoma Algarve 16 léttskýjað Madríd 14 léttskýjað Barcelona 14 léttskýjað Mallorca 15 léttskýjað Róm 14 heiðskírt Aþena 15 léttskýjað Winnipeg -15 skýjað Montreal -12 alskýjað New York -1 snjókoma Chicago 0 snjókoma Orlando 26 alskýjað  21. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:04 18:20 ÍSAFJÖRÐUR 9:17 18:17 SIGLUFJÖRÐUR 8:59 17:59 DJÚPIVOGUR 8:35 17:47 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á föstudag Fremur hæg austlæg átt og skýjað með köflum fyrir hádegi. Vaxandi sunnanátt síðdegis, 13- 20 m/s og rigning undir kvöld, einkum S- og SA-til en N 10-15 NV-til á landinu og þurrt að kalla. Hiti 1-6 stig. 15-23 m/s í fyrramálið, hvassast suðvestan til. Heldur hægari sunnanátt og allvíða skúrir en áfram þurrviðri norðaustan til. Hiti víða 1 til 7 stig, mildast syðst. Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna Str. 38-58 Nýjar vörur streyma inn Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Draga mun til tíðinda á fundi ríkis- sáttasemjara í dag með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins annars vegar og verkalýðsfélaganna Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verka- lýðsfélags Grindavíkur hins vegar, en allt stefnir í að verkalýðsfélögin muni þar slíta viðræðunum og hefja undirbúning að verkföllum. Forysta Eflingar fékk umboð í gær til viðræðuslita, en Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður félagsins, segir að ekki sé öruggt að viðræðum verði slitið. „Ef Samtök atvinnulífsins koma fram með tilboð sem við met- um að sé þess virði að bera undir samninganefndina, gerum við það,“ sagði Sólveig en hún mat það svo að það væri þó fremur líklegt að viðræð- um yrði slitið. „Þetta er algjörlega rökrétt niðurstaða þeirrar stöðu sem viðræðurnar eru komnar í.“ SGS heldur áfram viðræðum Fulltrúar Starfsgreinasambands- ins funduðu í gær með fulltrúum SA, en viðræðum þeirra hefur ekki verið vísað til ríkissáttasemjara. Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, sagði eftir fundinn að hann hefði gengið vel. „Við fórum í gegnum okkar kröfugerð og helstu punktana sem hafa verið ræddir á undanförnum vikum,“ segir Björn, en ákveðið var að halda viðræðunum áfram kl. 15.30 í dag. „Meðan menn eru að ræða saman eru hlutirnir jákvæðir og við erum að tala saman,“ segir Björn. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins, tók í sama streng. „Við fórum í ákveðin mál sem við höfum verið að kasta á milli okkar undan- farna daga og vikur og atriði sem hvor aðili um sig þarf að taka afstöðu til,“ segir Halldór Benjamín og bætir við að allt sé uppi á borðum í viðræð- unum. Einungis „dropi í hafið“ Miðstjórn ASÍ sendi í gær frá sér ályktun þar sem lýst var yfir veruleg- um vonbrigðum með þau áform um breytingar á skattkerfinu sem fjár- málaráðherra kynnti í fyrradag. „Til- lögurnar mæta engan veginn kröfum verkalýðshreyfingarinnar um tekju- jöfnunar- og tekjuöflunarhlutverk skattkerfisins og geta að óbreyttu ekki orðið grundvöllur sátta í sam- félaginu,“ segir meðal annars í álykt- uninni. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að það hafi valdið sér vonbrigð- um að skattkerfinu sé ekki beitt sem jöfnunartæki í tillögum ríkisstjórn- arinnar. „Það er ekki sérstök áhersla á að lækka sérstaklega skatta á þá hópa sem þurfa mest á því að halda, heldur er þetta sama krónutölulækk- unin fyrir verkafólk og bankastjóra.“ Drífa segir að hitt atriðið sem standi upp úr sé að tillögurnar eigi að koma til framkvæmda á næstu þrem- ur árum, sem þýði rúmlega 2.000 króna skattalækkun á ári. „Við erum að berjast við að reyna að semja þannig að fólk hafi í sig og á, og þetta er bara dropi í hafið þar,“ segir Drífa. Formannaráð BSRB sendi einnig frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að skattatillögurnar gengju ekki nægi- lega langt í átt að jöfnuði. Segir í yfir- lýsingunni að það valdi vonbrigðum hve lítil skattalækkunin eigi að vera og enn meiri vonbrigðum hversu seint hún eigi að koma til fram- kvæmda. Þá leggist BSRB gegn því að skattar verði lækkaðir fyrir há- tekjufólk og telur formannaráðið að nýta eigi það svigrúm sem stjórnvöld hafi til skattalækkana til þess að lækka álögur á þá tekjulægstu. Viðræðum mögulega slitið í dag Morgunblaðið/Hari Kjaramál Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambandsins mæta til fundarins í gær.  ASÍ og BSRB segja tillögur stjórn- valda í skattamálum ganga of skammt Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Háskólamenntuðum einstaklingum í aðildarfélögum BHM sem leita eftir þjónustu VIRK starfsendurhæf- ingarsjóðs hefur fjölgað stórlega á seinustu árum. Algengasta ástæða þess að BHM-fólk leitar til VIRK er geðræn vandamál en stoðkerfis- vandamál eru einnig algeng. Konur eru í miklum meirihluta einstaklinga sem eru í þjónustu hjá VIRK. Mikil fjölgun varð á nýjum þjón- ustuþegum VIRK milli áranna 2017 og 2018 og var hún öll vegna aukinnar eftirspurnar háskólamenntaðs fólks eftir þjónustu sjóðsins, að því er segir í umfjöllun BHM um þessar upplýsingar, sem fram komu í er- indi Vigdísar Jónsdóttur, fram- kvæmdastjóra VIRK, á upplýs- inga- og sam- ræðufundi BHM. Tölur um menntunarstig nýrra ein- staklinga hjá VIRK sýna að á sama tíma og nokkuð hefur fækkað í hópi þeirra sem eru með grunnskóla- menntun eða minni menntun frá árinu 2015 hefur fjöldi fólks með há- skólanám að baki vaxið stórum skref- um eða úr 317 árið 2015 í 568 í fyrra, sem er hér um bil orðinn jafn stór hópur og þeir sem lokið hafa grunn- skólanámi. Fyrir fjórum árum voru grunnskólamenntaðir hins vegar tvö- falt fleiri en fólk með háskólamennt- un í þessum hópi nýrra einstaklinga hjá VIRK. Vöxturinn í fyrra var allur í hópi háskólamenntaðs fólks Þórunn Sveinbjarnardóttir, for- maður BHM, segir við Morgunblaðið að þetta séu sláandi tölur sem lýsi mjög alvarlegri stöðu. Spurn eftir þjónustu VIRK fari vaxandi þvert á það sem margir héldu fyrir nokkrum árum. Vöxturinn á síðasta ári sé allur í hópi háskólamenntaðs fólks. „Innan VIRK var frekar við því bú- ist að þegar liði frá hruni færi spurn eftir starfsendurhæfingu minnkandi. Þróunin er þvert á það. Önnur mjög mikilvæg og óþægileg staðreynd í þessu sambandi er hið ójafna kynjahlutfall. 70% þeirra sem eru í þjónustu VIRK eru konur og mestur vöxtur meðal háskólamennt- aðra,“ segir Þórunn. Hún telur að leiða megi líkum að því að flestar þessara kvenna starfi hjá hinu opinbera, ríki og sveitar- félögum, í velferðar-, heilbrigðis- og menntakerfinu. „Það segir okkur, að mínu áliti, sögu af samfélagi þar sem álag á konur hefur aukist meira en álag á karla. Mín persónulega tilgáta er að háskólamenntaðar konur sem starfi hjá hinu opinbera séu nú að greiða dýru verði, þ.e. með heilsu sinni, langvarandi niðurskurð, álag og manneklu í almannaþjónustu. Ein- hvers staðar hlaut eitthvað að gefa sig. Þetta er mjög alvarleg staða og mikilvægt að líta ekki á hana sem vanda einstaklinganna sem í hlut eiga, heldur sem samfélagslegt úr- lausnarefni,“ segir Þórunn. Stórfjölgun háskólafólks hjá VIRK 20% 25% 26% 31% Nýir einstaklingar hjá VIRK 2015-2018 Hlutfall einstaklinga með háskólanám Heimild: VIRK 2015 2016 2017 2018 Þórunn Sveinbjarnardóttir  Konur greiða dýru verði með heilsu sinni niðurskurð, álag og manneklu, að mati formanns Bandalags háskólamanna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.