Morgunblaðið - 19.03.2019, Síða 1

Morgunblaðið - 19.03.2019, Síða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 9. M A R S 2 0 1 9 Stofnað 1913  66. tölublað  107. árgangur  HVAÐ BRENNUR Á UNGU FÓLKI MEÐ KRABBAMEIN? ÆTLA AÐ SLÁ Í GEGN HÆFILEGUR SKAMMTUR AF FÚTTI THE POST PERFORMANCE BLUES BAND 30 BÍLARHULDA HJÁ KRAFTI 12 „Að íhuguðu máli leyfi ég mér að efast um að af- greiðsla MDE [Mannréttinda- dómstóls Evrópu] sé réttarfarslegt gustukaverk, held- ur tel ég að niður- staðan sé ný teg- und óskapnaðar, sem aðildarþjóðir hljóti að sameinast gegn í þeim tilgangi að verja fullveldi sitt.“ Þetta segir Arnar Þór Jónsson héraðsdómari í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag, þar sem hann gagnrýnir harðlega nýgenginn dóm MDE um skipan landsréttardómara. Arnar Þór segir meirihluta MDE hafa sýnt stjórnskipulegri vald- temprun hér á landi lítilsvirðingu. Niðurstaðan hafi sett íslenskt rétt- arkerfi í algjört uppnám og að öllu óbreyttu muni eftirskjálftarnir vara lengi. ,,Enn alvarlegri tel ég þó þá staðreynd að hér hefur erlendur dómstóll tekið fram fyrir hendurnar á lögmætum handhöfum íslensks ríkisvalds,“ segir m.a. í greininni. Úrlausn MDE megi jafna til þess að dómstóllinn ýti til hliðar stjórnskip- unarhefðum sem hafa verið öldum saman í mótun. Með því megi segja ,,að MDE taki sér æðsta (og ótempr- að) vald yfir lögum, stjórnmálum og lagaframkvæmd á Íslandi“. »19 Arnar Þór Jónsson Dómur MDE ný tegund óskapnaðar  Yfir eitt hundrað íbúar í Hjalla- hverfi í Kópavogi hafa ritað undir mótmæli vegna fyrirhugaðra breyt- inga á deiliskipulagi við Dalveg, en þar á að rísa stór skrifstofubygging með 300 bílastæðum á mótum Breiðsholtsbrautar og Nýbýlaveg- ar. Óttast íbúarnir að umferð um Dalveg aukist mjög í kjölfarið, en hún er nú þegar þung á álags- tímum. Dalvegur er aðalumferðar- leið íbúanna til og frá heimilum sín- um. Fulltrúar mótmælenda eiga fund með bæjarstjóra á morgun og stefnt er að íbúafundi. »10 Áhyggjur af aukinni umferð um Dalveg Náttúruminjasafn Íslands hefur óskað eftir því að fá að láni til langs tíma beinagrind af Íslandssléttbak frá Dýrafræðisafni Danmerkur. Danir eiga tvær slíkar beinagrindur af fullorðnum dýrum sem voru veidd hér við land 1891 og 1904. Ekki er til eintak á Íslandi af teg- undinni og aðeins örfá söfn erlendis eiga heila beinagrind Íslandsslétt- baks. Hilmar J. Malmquist, for- stöðumaður Náttúruminjasafnsins, segir að ýmsir möguleikar séu fyrir hendi varðandi sýningarstað fáist já- kvætt svar frá Dönum. Nýlega var lokið nákvæmri þrívíddarskönnun á beinagrind annars Íslandssléttbaks- ins í Kaupmannahöfn fyrir Náttúru- minjasafnið. Hilmar segir að skönn- unin hafi þegar vakið athygli og önnur söfn hafi leitað upplýsinga um verkefnið hjá Náttúruminjasafni og danska fyrirtækinu Rigsters. Íslandssléttbakur er talinn vera í útrýmingarhættu og á heimasíðu NMSÍ segir að heildarstofninn sé talinn vera 400-500 dýr. Margt bendi til að beinagrindurnar af dýrunum sem varðveittar eru í Kaupmanna- höfn séu meðal þeirra allra síðustu af dýrum þessarar tegundar en þau voru veidd í Atlantshafi. »11 Vilja Íslandssléttbak að láni frá Dönum Tölvumynd/Rigsters Þrívídd Mikil nákvæmni er í skönnuninni á Íslandssléttbaknum.  Ýmsir sýningarstaðir koma til greina  Þrívíddarskönnun vekur athygli  Veitingastað- urinn Þrír frakk- ar hefur verið af- ar vel sóttur und- anfarnar vikur. Í tilefni af 30 ára afmæli staðarins hinn 1. mars ákvað Stefán Úlf- arsson, mat- reiðslumaður og eigandi staðar- ins, að bjóða upp af 30% afslátt. Að hans sögn hefur gestum fjölgað um 30% á staðnum. „Við megum ekki missa túristana og landinn á að geta haft það það gott að hann geti farið út að borða 1-2svar í mánuði,“ segir Stefán við Morgunblaðið. »16 Þrír frakkar fjölguðu gestum um þriðjung Stefán Úlfarsson Þrír eru látnir og fimm slasaðir eftir skotárás í sporvagni í Utrecht í Hollandi í gær. Forsætis- ráðherra Hollands segir að ekki sé hægt að úti- loka að um hryðjuverk sé að ræða. Lögreglan handtók síðdegis 37 ára gamlan mann sem talinn er hafa skotið á fólk í sporvagninum. »17 AFP Mannskæð skotárás í hollensku borginni Utrecht Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is SGS og SA slitu kjaraviðræðum hjá Ríkissáttasemjara í gær. Björn Snæ- björnsson, formaður SGS, segir vinnutímamál orsök slitanna en Hall- dór Benjamín Þorbergson, formaður SA, segir kjarasamninga margbrotna og erfitt að taka einstaka hluti út úr. Aðalsteinn Baldursson, formaður stéttarfélagsins Framsýnar á Húsa- vík, segir viðræðuslitin í gær engu breyta varðandi fyrirætlun félagsins um að draga samningsumboð sitt til baka frá SGS. „Við verðum með fund í dag kl. 17 með stjórn, trúnaðarráði og trúnaðar- mönnum á vinnustöðum, alls 60 manns, til þess að fara yfir stöðuna og kalla fram vilja fólks. Fyrir fundinum liggur tillaga um að draga samnings- umboðið frá SGS. Ástæðan er einföld, við höfum lagst eindregið á móti hug- myndum SA um breytingar á neyslu- hléum starfsmanna, lengingu dag- vinnutímabils og lækkun á yfirvinnuálagi. Við höfum ekki náð að fá aðra með okkur í þessa vegferð inn- an SGS. Við teljum okkur því ekki eiga samleið með þeim að klára þessa samninga. Við viljum ekki sjá þessa kjaraskerðingu fyrir okkar fólk,“ seg- ir Aðalsteinn og bendir á að hug- myndir um breytingar á vinnutíma hafi meðal annars gert það að verkum að Efling, Verkalýðsfélag Akraness og Verkalýðs- og sjómannafélag Grindavíkur héldu sínu samningsum- boði. Vinnutíminn eldfimur  Slitnaði upp úr viðræðum SGS og SA  Framsýn hyggst fá samningsumboðið til baka og hefur lagst eindregið gegn hugmyndum SA um breytingar á vinnutíma Slíta sig frá? » Ef Framsýn samþykkir í dag að draga samningsumboð sitt til baka verður það fjórða fé- lagið sem slítur sig frá SGS. » Framsýn hefur að sögn Aðalsteins Baldurssonar verið boðin velkomin í bandalag VR og SGS-félaga sem eru með eigið samningsumboð. MVonast eftir viðræðum fljótt » 2

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.