Morgunblaðið - 19.03.2019, Síða 2

Morgunblaðið - 19.03.2019, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2019 VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Setjum undir á staðnum Dráttarbeisli undir flestar tegundir bíla Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Farþegar Icelandair, sem voru á leið frá Ósló til Keflavíkur á sunnudags- kvöld, þurftu á heimleiðinni að fara í vél sem var á leið til Stokkhólms og þaðan til Íslands. Flugi FI325 frá Ósló til Keflavíkur 17. mars var breytt en fara átti með Boeing Max- þotu. Hefur félagið kyrrsett slíkar vélar sem kunnugt er. Samkvæmt farseðli sem gefinn var út 3. mars átti vélin í flugi FI325 að lenda í Keflavík klukkan 22.55 hinn 17. mars. Farþegar voru endur- bókaðir með flugi FI321 hinn 13. mars. Innritun í flugið á flugvell- inum í Ósló var boðuð kl. 21 en var frestað um 20 mínútur. Við tók rúm- lega 40 mínútna flug til Stokkhólms. Þar var beðið meðan flugfreyjur at- huguðu hvort farþegar gætu gert grein fyrir farangri. Síðan komu ný- ir farþegar um borð. Vélin lenti um 1.30 í Keflavík aðfaranótt mánudags. Röskunin verði sem minnst Ásdís Pétursdóttir, upplýsinga- fulltrúi Icelandair, sagði félagið gera allt sem í þess valdi stæði „til að raska flugi sem minnst í kjölfar kyrrsetningar Boeing 737 MAX- vélanna. Í ljósi þess var ákveðið að grípa til þessarar ráðstöfunar í stað þess að aflýsa fluginu frá Stokk- hólmi … Meira slíkt hringflug hefur ekki verið skipulagt enn sem komið er,“ sagði Ásdís. baldura@mbl.is Óslóarvélin þurfti að lenda í Stokkhólmi  Röskun lengdi heimferð með Icelandair Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Bryndís Hlöðversdóttir ríkissátta- semjari segir að starfsemi Ríkis- sáttasemjara breytist lítið við viðræ- ðuslit Starfsgreinasambandsins og SA en vissulega verði takturinn ann- ar. Bryndís segir að hún muni kalla samningsaðila til fundar að minnsta kosti á tveggja vikna fresti og þrátt fyrir viðræðuslit hafi samtöl og vinna sem átt hafi sér stað ekki ver- ið unnin fyrir gýg. „Ríkissáttasemjari getur komið inn hvenær sem er með miðlunar- tillögu. Á þessum tímapunkti væri ekki skynsamlegt að mínu mati að leggja fram miðlunartillögu þar sem hún er ekki líkleg til þess að leysa deiluna eins og staðan er núna. Miðlunartillaga er gjarnan notuð þegar eitthvað lítið ber á milli og höggva þarf á hnútinn, en slíkar vangaveltur eru ótímabærar nú,“ segir Bryndís og bætir við að ekki hafi verið ákveðið með næsta fund SA og SGS en hún geti hvenær sem er kallað deiluaðila saman. Það verði áfram skylda sáttasemjara og deilu- aðila að leita leiða til þess að ná samningum. Vinna sem fer ekki frá okkur „Við höfum unnið góða vinnu síð- ustu þrjár vikur og hún fer ekkert frá okkur. Ef rétt skilyrði myndast getum við tekið upp þráðinn að nýju. Það er erfitt að taka einn þátt út og segja að vegna hans hafi viðræður slitnað. Kjarasamningar eru marg- brotnir og verða að skoðast í heild. Ég held að við náum langflestum þáttum saman á komandi dögum og viku,“ segir Halldór Benjamín Þor- bergsson, framkvæmdastjóri SA. Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, segir vonbrigði að slitnað hafi upp úr samningaviðræðum. „Það lá ljóst fyrir á föstudaginn að ef nýtt tilboð kæmi ekki fram í dag myndum við slíta viðræðum,“ sagði Björn og bætti við að ágrein- ingur hefði verið um vinnutíma. „Verkefnið fer ekki frá okkur og við vonum að viðræður hefjist fljót- lega aftur því við verðum að halda áfram,“ segir Björn. Hann bendir á að það taki langan tíma að undirbúa verkfallsaðgerðir en SGS sé að setja sig í startholurnar. „Við erum að kalla saman aðgerð- arhóp til að fara yfir skipulag og þess háttar. Við förum svo yfir þau mál með samninganefndinni á mánudag,“ segir Björn sem vonast til þess að tilboð frá atvinnurek- endum verði komið millitíðinni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Slit Viðræður SGS og SA fóru í þrot í gær hjá Ríkissáttasemjara, en allir telja þeir þó að góð vinna hafi verið unnin. SGS og SA slitu viðræðum í gær  SGS segir að steytt hafi á vinnutíma  SA vill taka upp þráðinn að nýju ef réttar aðstæður mynd- ast  Aðgerðarhópur SGS fundar  Alls ekki réttur tími fyrir miðlunartillögu að mati sáttasemjara Björgunar- sveitir á Vest- fjörðum voru kallaðar út á sjöunda tím- anum í gær- kvöldi. Tveir einstaklingar sem voru saman í bíl urðu inn- lyksa á Hrafnseyrarheiði vegna snjóflóðs og óskuðu eftir aðstoð björgunarsveitar. Þetta kom fram í fréttatilkynningu frá Lands- björg um kvöldmatarleytið í gær- kvöldi Þegar Morgunblaðið fór í prentun var björgunarsveitarfólk á leiðinni á svæðið en nákvæm staðsetning var þá ekki þekkt. Í tilkynningu frá Landsbjörg kom fram að varasamt væri að fara Hrafnseyrarheiði vegna snjó- flóða. ge@mbl.is Innlyksa í snjóflóði á Hrafnseyrarheiði Eftir að Starfsgreinasambandið sleit viðræðum við SA í gær bætast samtökin í hóp VR, Efl- ingar, Verklýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur. Efling hefur þegar boðað og hafið verkfallsaðgerðir. VR hef- ur að óbreyttu verkfalls- aðgerðir 22. mars og fyrir- huguð ótímabundin vinnu- stöðvun Verkalýðsfélags Akraness hefst 12. apríl. Sáttafundir eru boðaðir í vik- unni í deilum milli SA og Landssambands íslenskra verslunarmanna, samflot iðn- aðarmanna og Mjólkurfræð- ingafélags Íslands. Sáttafundur í deilu SA og samflots VR, Efl- ingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur er áformaður í vikunni. Sáttafundir halda áfram KJARADEILUR Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Búið er að ljúka samningi milli Íslands og Bret- lands sem tryggir óbreytt fyrirkomulag tolla og viðskipta, fari svo að Bretar yfirgefi Evr- ópusambandið án samnings. Þetta staðfestir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Samningurinn mun tryggja áframhaldandi útflutning um 55.000 tonna af sjávarafurðum til Bretlands að minnsta kosti á sömu tollkjör- um og gilda í dag, að því er fram kemur í til- kynningu utanríkisráðuneytisins í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum norsku fréttaveit- unnar NTB, lauk samningaviðræðum formlega síðastliðinn föstudag og nær bráðabirgða- samningurinn til vöruskipta milli Bretlands og tveggja EES-ríkja, Íslands og Noregs. Samn- ingurinn gerir ráð fyrir að ákvæði EES-samn- ingsins sem snúa að viðskiptum milli ríkjanna verði óbreytt. Þannig verður engin breyting á gildandi tollum, né heldur tollalausum við- skiptum iðnaðarvara. Þá verða kvótar fyrir tollfrjáls viðskipti með landbúnaðar- og sjáv- arútvegsafurðir einnig óbreyttir. Samningur- inn nær þó ekki til þjónustuviðskipta. Gengið snurðulaust fyrir sig Guðlaugur segir að íslensk stjórnvöld hafi gert samninginn í samstarfi við norsk yfirvöld. Hann verði kynntur á næstu dögum og einnig að formlega verði gengið frá honum „fljótlega.“ „Þetta í rauninni þýðir að varðandi allt sem að okkur snýr, milli okkar og Breta – sama hvernig að útgöngu er staðið – þá er búið að ganga frá því,“ segir ráðherrann. „Við höfum verið mjög ánægð með viðbrögð Breta og það sem snýr að samningum sem þá varðar. Við eigum ekki von á öðru en að í fram- haldinu sé hægt að ná góðum samningi, því þessi er til bráðabirgða,“ segir hann. Guðlaugur Þór segist vera ánægður með að hafa náð að tryggja óbreytta umgjörð viðskipta milli ríkjanna. „Þetta hefur bara gengið snurðulaust,“ segir hann. Ekkert öruggt með frestun Þrátt fyrir að breska þingið hafi hafnað í at- kvæðagreiðslu að Bretland gangi úr ESB án samnings og samþykkt að óska eftir frestun út- göngunnar er ekki öruggt að ESB verði við slíkri beiðni. Tryggja óbreytt viðskipti landanna  Samningur til bráðabirgða liggur fyrir milli Íslands og Noregs við Bretland um fyrirkomulag tolla og viðskipta við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu  Utanríkisráðherra fagnar samkomulaginu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.