Morgunblaðið - 19.03.2019, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2019
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is
Bakteríuvörn
Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum.
Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri
bakteríu- og sveppavörn.
Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone.
Blettaþolið Sýruþolið
Högg- og
rispuþolið
Kvarts steinn
í eldhúsið
silestone.com
„Við getum verið ósammála og rök-
rætt málin án þess að grípa til óvið-
eigandi ummæla,“ sagði Katrín Jak-
obsdóttir forsætisráðherra á fundi á
Grand hóteli í gærmorgun.
Yfirskrift fundarins var „Stjórn-
málin og #MeeToo“. Katrín sagði
það liðna tíð að hægt væri að horfa í
gegnum fingur sér varðandi mál sem
tengja má við #MeeToo og það
þyrfti að taka á slíkum óþægilegum
málum.
Hún sagði að flokkarnir á þingi
væru mismunandi og að þeir færu
mismunandi leiðir að sameiginlegu
markmiði; að útrýma kynferðislegu
ofbeldi af vinnustaðnum. „Ég held að
ekkert okkar hér inni viti nákvæm-
lega hver besta leiðin er,“ sagði
Katrín.
Forsætisráðherra sagði að líf
stjórnmálafólks gæti verið nokkuð
sérstakt þar sem samkeppnin getur
verið gríðarleg. Það þýddi að færri
kæmust að en vildu. „Samkeppni
getur leitt til valdabaráttu,“ sagði
Katrín og bætti við að slíkt gæti auk-
ið líkur á ofbeldi og einelti.
„Við þurfum að bregðast við
#MeToo-frásögnum úr þessari jafn-
réttisparadís,“ sagði Katrín. Að
hennar mati höfðu sögur kvenna af
erlendum uppruna mest áhrif, ekki
bara vegna þess að sögurnar voru
sláandi heldur einnig vegna þess að
oft var um að ræða einangraðar kon-
ur í ókunnugu landi. „Við vitum þó að
ekki hafa allar sögur hljómað,“ sagði
Katrín og nefndi fatlaðar konur í því
samhengi.
Niðurstöðurnar áhyggjuefni
„Þarna er um að ræða líflátshót-
anir og hótanir um nauðganir og bar-
smíðar,“ sagði Martin Chungong,
framkvæmdastjóri Alþjóðaþing-
mannasambandsins IPU, um niður-
stöður nýrrar rannsóknar, þar sem
kynjamismunun og kynbundið of-
beldi og áreitni gegn konum í þjóð-
þingum í Evrópu var könnuð.
Fram kom í máli Chungong að
85% evrópskra þingmanna hafa orð-
ið fyrir kynbundnu ofbeldi í starfi.
46,9% þingkvenna sem tóku þátt í
rannsókninni höfðu fengið hótanir
um líflát eða nauðganir, 58% hafa
orðið fyrir barðinu á rógsherferðum
á samfélagsmiðlum vegna kynferðis
síns og 67,9% hafa heyrt höfð um sig
kynferðislega niðrandi ummæli.
Hann sagði að reynt væri af mikl-
um krafti að auka þátttöku kvenna í
stjórnmálalífi en svona ofbeldi og
áreitni fældi konur frá stjórnmála-
þátttöku.
Gerendur neita að taka ábyrgð
Að loknu erindi Chungong komu
fulltrúar allra flokka í pallborðs-
umræður. Þar sögðu þeir frá aðgerð-
um sinna flokka í tengslum við
#MeToo og svöruðu spurningum úr
sal. Þegar langt var liðið á fundinn
var rætt um Klaustursmálið svokall-
aða.
„Mér líður svolítið eins og þetta sé
bleiki fíllinn hérna inni,“ sagði Fríða
Rós Valdimarsdóttir, formaður
Kvenréttindafélags Íslands. Hún
sagði málið snerta ótrúlega marga
flokka og allt í einu væri Alþingi sem
vinnustaður ekki til fyrirmyndar.
„Það er óviðunandi að vera alltaf í
kringum þinn geranda,“ sagði Fríða.
Eins og kunnugt er ræddu þingmenn
Miðflokksins á afar óviðeigandi hátt
um samstarfskonur sínar á
Klausturbar 20. nóvember.
„Það er alls ekki viðunandi hvern-
ig tekið hefur verið á þessu máli,
langt frá því. Það skýrist að hluta til
af viðbrögðum okkar sjálfra, hvernig
allir þingmenn hafa tekið á þessu,“
sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir,
þingmaður Pírata. „Gerendurnir í
þessu máli bera gríðarlega mikla
ábyrgð og þeir neita að taka hana,“
sagði Þórhildur Sunna og hélt áfram:
„Þeir reyna að benda á alla aðra
þingmenn, alla aðra karla á þingi, og
segja að svona tali allir karlarnir um
konurnar þegar þær heyra ekki til.
Þetta sé alvanalegt, ekkert merki-
legt og talað sé um konurnar eins og
einhverja hluti. Þeir segja að það sé
eitthvað sem konur á Alþingi þurfi að
sætta sig við,“ sagði Þórhildur
Sunna.
Lilja Alfreðsdóttir menntamála-
ráðherra og ein þeirra sem greindu
frá því að hafa orðið fyrir ofbeldi af
hálfu þingmannanna á Klausturbar,
sagði viðbrögð þjóðarinnar við því
sem átti sér stað þar hafa verið af-
skaplega skýr.
„Við líðum ekki svona hegðun og
ofbeldi,“ sagði Lilja. johann@mbl.is
Klaustursmálið
„bleiki fíllinn“ á fundi
Þurfum að bregðast við #MeToo í jafnréttisparadísinni
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fundur Fjölmennt var á fundinum á Grand hóteli, karlar og konur mættu.
Ráðstefnan Strandbúnaður sem
fjallar um fiskeldi, skeldýrarækt og
þörungarækt verður haldin á Grand
Hótel dagana 21. til 22. mars. „Þetta
er þriðja ráðstefnan og áherslur hafa
ekki breyst mikið. Enn er verið að
fara yfir allt eldi á Íslandi,“ segir Þor-
leifur Eiríksson, dýrafræðingur og
framkvæmdastjóri rannsóknafyrir-
tækisins Rorum ehf., sem er formað-
ur stjórnar Strandeldis.
„Það gengur vel í fiskeldinu núna.
Þetta er þriðja eða fjórða bylgja fisk-
eldis hér á landi og nú er í fyrsta
skipti komin fram veruleg andstaða.
Umræðan um svokallaða erfðameng-
un er hörð og erfið,“ segir Þorleifur.
Um það verður fjallað eins og margar
hliðar fiskeldis í sjó og á landi á ráð-
stefnunni. Hann getur þess í þessu
sambandi að búið hafi verið að gera
burðarþolsmat á þeim svæðum þar
sem sjókvíaeldi er á annað borð leyft
en það sé nú helmingað með áhættu-
mati.
Skel og þörungar með
Ýmsar hliðar fiskeldisins eru
ræddar í fyrirlestrum og málstofum.
Þorleifur segir að margt sé vel gert.
Nefnir hann að vel sé fylgst með
mengun frá kvíunum. Það sé innan
viðurkenndra marka frá degi til dags
og hverfi síðan þegar kvíarnar eru
teknar upp.
Skelrækt hefur ekki náð sér á strik
hér á landi. Ekki hefur tekist að reka
kræklingarækt með hagnaði. Þorleif-
ur telur að ákveðin tækifæri séu í
þessari grein og reynt sé að auka
þekkingu og áhuga með því að vera
með sérstaka umfjöllun á ráðstefn-
unni.
Einnig er þörungarækt tekin sér-
staklega fyrir. Þar er mikið að gerast.
Aukning í smáþörungarækt, einkum í
tengslum við heitavatnsauðlindina á
Suðurnesjum, og verið að vinna að
ræktun stórþörungs. Þá er verið að
huga að nýtingu þangs og þörunga í
fjörum víða um land. helgi@mbl.is
Rætt um allar
hliðar fiskeldis
Ráðstefna undir nafni Strandbúnaðar
Ráð Strandbúnaður er ráðstefna
um fiskeldi og tengdar greinar.
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Enn hefur ekkert verið ákveðið um
hvernig Hegningarhúsinu við Skóla-
vörðustíg verður ráðstafað, en síð-
asti fanginn gekk þaðan út fyrir
tæpum þremur árum.Síðan þá hefur
húsið staðið autt, ýmsar hugmyndir
hafa komið fram um framtíðar-
notkun þess en áður en til þess kem-
ur að fá húsinu nýtt hlutverk, þarf að
ráðast í talsverðar framkvæmdir á
ytra byrði þess. Ekki hefur fengist
fé til þess, að sögn Snævars Guð-
mundssonar, framkvæmdastjóra
Ríkiskaupa, sem eiga húsið.
„Það þarf að gera við fúgur í
hleðslu hússins, gera við glugga og
líklega þarf að taka allt þakið í gegn.
Samkvæmt um ársgamalli kostn-
aðaráætlun myndi þetta kosta um
300 milljónir. Allar forsendur liggja
fyrir, en fjármagn hefur ekki fengist
ennþá,“ segir Snævar. Húsið er úr
hlöðnum steini og til viðgerðarinnar
þarf sérfræðinga í slíkum húsum.
Vel er fylgst með húsinu
Í skýrslu, sem starfshópur sem
skipaður var af innanríkisráðuneyt-
inu til að ákvarða framtíð hússins,
skilaði fyrir um þremur árum, komu
fram ýmsar hugmyndir um notkun á
húsinu; að þar yrði safn, verslun eða
veitingastarfsemi. Í þessum hópi
voru m.a. fulltrúar ríkis og borgar,
Fangelsismálastofnunar og Minja-
stofnunar og segir Snævar að niður-
staða skýrslunnar hafi ekki verið
bindandi á neinn hátt. „Þessum til-
lögum fylgdu hvorki peningar né
ákvörðunarvald,“ segir hann.
Talsvert hefur verið um fyrir-
spurnir vegna hússins, bæði frá inn-
lendum og erlendum aðilum, sem
hafa áhuga á að nýta það með ein-
hverjum hætti, aðallega til menning-
ar- eða afþreyingarstarfsemi. Þá
hafa erlendar arkitektastofur, sem
sérhæfa sig í að innrétta gamlar
byggingar upp á nýtt, haft samband
við Ríkiskaup og boðist til að taka
verkið að sér.
Snævar segir að engin tímamörk
hafi verið sett um hvenær húsið ætti
að vera komið í einhverja notkun.
Það liggi ekki undir skemmdum því
vel sé fylgst með ástandi þess.
Morgunblaðið/RAX
Hegningarhúsið Margir sýna húsinu áhuga en áður en hægt verður að ráð-
stafa því þarf að ráðast í miklar viðgerðir. Fé til þeirra hefur ekki fengist.
Hegningarhúsið
stendur enn autt
Hegningarhúsið
» Húsið var tekið í notkun 26.
janúar 1875.
» Hegningarhúsið gekk einnig
m.a. undir nöfnunum Nían,
Hegnó og Steinninn.
» Húsið er friðlýst að utan og
sömuleiðis stigahúsið. Salur á
efri hæðinni sem áður var
dómsalur er skilgreindur sem
varðveisluverður.