Morgunblaðið - 19.03.2019, Síða 15

Morgunblaðið - 19.03.2019, Síða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2019 HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar Mikið úrval af öryggisvörum Nú fástS s vinnuföt í á heimasíðu Hreyfils: hreyfill.is eða í App Store og Google Play SÆKTU APPIÐ Sæktu appið frítt á AppStore eða Google Play Hreyfils appið Pantaðu leigubíl á einfaldan og þægilegan hátt Þú pantar bíl1 3 og færð SMS skilaboðað bíllinn sé kominn. 2 fylgist með bílnum í appinu Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Langanesbyggð efnir í mars til fjög- urra samráðsfunda við íbúa og at- vinnulíf í sveitarfélaginu og eru þeir í samvinnu við Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og liður í stefnumótun sveitarfélagsins í atvinnumálum. Umfjöllunar- efni fundanna eru sjávarútvegs- og landbúnaðarmál, þjónusta og skap- andi greinar/ þekkingargreinar og eru íbúar byggðarlagsins hvattir til að mæta. Efni fyrstu tveggja fundanna var landbúnaður og sjávarútvegur og fundarstjóri var Reinhard Reynis- son, framkvæmdastjóri Atvinnu- þróunarfélags Þingeyinga. Ítarlega var farið yfir hverjir væru styrk- og veikleikar greinanna og einnig tæki- færi og ógnanir sem bregðast mætti við. Á fundi um landbúnaðarmál var komið inn á marga þætti sem snerta bændur, líf þeirra og afkomu, hvort sem um var að ræða ljósleiðaravæð- ingu í sveitum, út- og innflutning á kjöti, virkjanir, nauðsyn á 3ja fasa rafmagni eða allt þar á milli. Landbúnaður á svæðinu hefur marga styrkleika; landrými er nægt og hentar vel til sauðfjárræktar, einnig er svæðið laust við búfjár- sjúkdóma og telst hreint svæði. Hér er bændasamfélagið almennt ungt því yngri kynslóðin hefur tekið við af þeirri eldri á allflestum býlum en nýtur jafnframt góðs af þekkingu þeirra eldri, ásamt liðveislu þeirra á margan hátt. Tækifæri í útflutningi Ýmis tækifæri eru í landbúnaði og nefndu fundargestir meðal annars útflutning á lambakjöti. Fjallalamb, sem er að hluta í eigu bænda í byggðarlaginu, er eina afurðastöðin hér á landi sem uppfyllir skilyrði til útflutnings á lambakjöti til Kína þar sem hér á svæðinu hefur aldrei greinst riðuveiki. Afar mikilvægt er því að nýta útflutningstækifæri, hrein og ómenguð matvæli eru al- mennt eftirsótt vara. Meiri áherslu þarf að leggja á vöruþróun, betri markaðssetningu, framsetningu og fullvinnslu afurða sem þýðir aukið verðmæti. Neyslu- mynstur fólks hefur breyst og því er stöðug vöruþróun nauðsynleg og mikilvægt að afurðastöð bænda, Fjallalamb, lagi sig að því og fram- leiði eftirsótta vöru úr því úrvals- hráefni, sem kjöt af þessu hreina svæði er. Einnig lýstu bændur óánægju með það hve lágt afurða- verð þeir fá en verðlag til neytenda er aftur á móti hátt. Ýmsir bændur sjá sjálfir um sínar afurðir og selja „beint frá býli“ sem nokkuð hefur verið að ryðja sér til rúms en ekki vilja allir bændur ganga þar með í störf kjötiðnaðar- manna við frágang og vinnslu afurð- anna heldur einbeita sér að fram- leiðslunni og láta afurðastöðina um hitt. Það segir sig þá sjálft hve mikil- vægt það er að afurðastöðin mark- aðssetji söluvæna vöru sem er í takti við breytt neyslumynstur. Fundur- inn taldi að auki ýmis tækifæri liggja í því að þróa vörur úr aukaafurðum sauðfjárins. Ferðaþjónustan er tekjulind hjá ýmsum bændum og veitir þeim um leið tækifæri til að kynna framleiðsl- una, hvort sem er í formi matvæla eða frameiðsluvarnings úr ullinni. Töldu menn nýsköpun í greininni nauðsynlega ásamt leiðsögn og skynsamlegri stýringu í ferðaþjón- stunni. Virkjanir bar einnig á góma og at- hugandi að kanna möguleika á að virkja ár og læki á svæðinu. Landi haldið í gíslingu Fundarmenn töldu að samstaða landeigenda um nýtingu landsins væri afar mikilvæg. Töluvert er um það að landeigendur búi ekki á jörð- um sem þeir hafa eignast en ráða landinu engu að síður og geta t.d. heft umferð um svæðið en dæmi eru um það. Stór spurning er hvaða stefnu ríkisvaldið mun taka varðandi lög og reglur um áframhaldandi bú- setu á jörðum þar sem búskap hefur verið hætt. Skilningur á mikilvægi landbúnaðar á þessari eyju sem Ís- land er hlýtur að vera eitt af stóru málunum. Hér á svæðinu eru bændur fá- menn stétt en smölunarsvæði er mjög stórt og gerir strjálbýlið smöl- un erfiða. Ógnanir af ýmsu tagi Engin hrifning var meðal fundar- gesta á nýja búvörusamningnum og töldu bændur hann óhagstæðan og sama skoðun var á ákvörðun stjórn- valda varðandi innflutning á hráu kjöti og töldu bændur þessar að- gerðir ekki til þess fallnar að bæta hag landbúnaðarins. Ýmsar skoðanir og ábendingar fundargesta komu fram, m.a. nefnt að fyrirhugaðar framkvæmdir í Finnafirði væru ógn við allt lífríkið, einnig bent á að hér er einhæft land- búnaðarhérað þar sem eingöngu er sauðfjárbúskapur og bændur fáir en hugsa þarf um nýliðun til framtíðar. Samgöngukerfi þarf að bæta, m.a. afleggjara heim að bæjum og al- mennt viðhald vega. Héðan er fjar- lægð frá mörkuðum töluverð og skilningur og áhugi sveitarstjórnar á landbúnaðarmálum takmarkaður, að mati bænda á fundinum. Fundurinn var gagnlegur og næstu skref verða svo að vinna úr þeim upplýsingum sem þar komu fram og bregðast við þeim. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Langanesbyggð Fulltrúar bænda, sveitarstjórnar Langanesbyggðar og Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga. Samráð haft við fólk og fyrirtæki í Langanesbyggð  Ákveðnar skoðanir í landbúnaðar- málum viðraðar á samráðsfundum Langanesbyggð » Sveitarfélagið er á og við Langanes á norðausturhorni landsins. » Þórshöfn, Bakkafjörður og nærsveitir tilheyra sveitarfé- laginu. » Sveitarstjóri er Elías Pét- ursson. » Íbúar Langanesbyggðar um síðustu áramót voru um 480 talsins. Reinhard Reynisson Atvinna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.