Morgunblaðið - 19.03.2019, Page 19

Morgunblaðið - 19.03.2019, Page 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2019 Fagurt fley Þau sjást ekki oft á haffletinum við Íslandsstrendur stöndugu seglskipin, en þannig var það um daginn þegar horft var frá Seltjarnarnesinu, þá blasti þessi fagra sjón við. Eggert Ég set eftirfarandi línur á blað sem innlegg í umræðu um nýgeng- inn dóm Mannréttinda- dómstóls Evrópu (MDE) um skipan Landsréttardómara. Mikill pólitískur hiti hefur orðið í kringum málið, en þessum hita hefur þó ekki fylgt samsvarandi birta. Með eftirfarandi línum vil ég því freista þess að beina kastljósinu að und- irliggjandi meginreglum fremur en hinu atviksbundna. Í stuttu máli vil ég vara við því að við látum nið- urstöðu meirihluta MDE og umræð- ur um einstakar persónur byrgja okkur sýn gagnvart samhengi hlut- anna og þeim hagsmunum sem í húfi eru. Stjórnskipun Íslands og annarra vestrænna lýðræðisþjóða stefnir að því að halda uppi friði og lögum. Stjórnarskrá okkar gerir ráð fyrir að þetta sé gert með því að þrír þættir ríkisvalds tempri hver annan og að stjórnvöld svari til ábyrgðar gagn- vart þjóð sinni. Með úrlausn sinni hefur meirihluti MDE sýnt stjórn- skipulegri valdtemprun hér á landi lítilsvirðingu með því að gefa ekkert fyrir þá staðreynd að bæði Alþingi og Hæstiréttur Íslands, sem og raunar forseti lýðveldisins að undangenginni lögfræðilegri úttekt, höfðu áður fjallað um málið og að þessar megin- stoðir lýðveldisins höfðu ekki látið til- greinda annmarka leiða til þeirrar niðurstöðu sem meirihluti MDE kemst að, þ.e. að ástæða sé til að draga í efa að málsaðilar njóti rétt- látrar málsmeðferðar fyrir óháðum og óhlutdrægum dómurum. Að íhug- uðu máli leyfi ég mér að efast um að afgreiðsla MDE sé réttarfarslegt gustukaverk, heldur tel ég að niður- staðan sé ný tegund óskapnaðar, sem aðildarþjóðir hljóti að sameinast gegn í þeim tilgangi að verja fullveldi sitt. Um samhengið Á sama tíma og MDE birtir dóm sinn um hinn íslenska Landsrétt undirbýr MDE að leggja dóm á mál frá öðrum Evrópu- löndum þar sem vegið mun hafa verið grímu- laust að sjálfstæði dóm- stóla með pólitískum hreinsunum. Við áfrýj- un málsins hljóta íslensk stjórnvöld að leggja þunga áherslu á að dómur- inn geri skilsmun á aðstæðum í hverju landi fyrir sig og grafi ekki undan réttarframkvæmd í einu ríki í nafni þróunar sem á sér stað annars staðar í Evrópu. Meðan Ísland má kallast fullvalda ríki ber ráðamönn- um að vera mjög á varðbergi gagn- vart því að erlendir dómstólar og / eða yfirþjóðlegar stofnanir seilist til valda í málum sem Íslendingar eiga forræði á. Í því samhengi ber ráða- mönnum að gjalda varhug við að Ís- land verði vafið inn í alþjóðlegar póli- tískar fléttur, sem eru séríslenskum aðstæðum óviðkomandi. Að þessu sögðu tel ég mér einnig skylt að benda á að það kann að reyn- ast Pyrrhosarsigur að þrengja mjög að skipunarvaldi dómsmálaráðherra, því vandséð er að ákvarðanir um val á dómaraefnum séu örugglega betur komnar í höndum sérfræðinga- nefnda. Margreynt er að „harðstjórn umsjónarmannanna“ (e. adminis- trative despotism) er engu betri en annars konar harðstjórn. Vel kann að vera að dómurum sem horfa til Íslands frá Strassborg kunni að þykja Landsréttarmálið líta illa út og að það lykti af pólitískri spillingu. Hér skal ekki lítið úr því gert að fyrr- verandi dómsmálaráðherra hefur legið undir hvössu ámæli fyrir verk- lag sitt. Að því sögðu má undirstrika að í tilvikum sem þessum kristallast mikilvægi nálægðarreglunnar, þ.e. að allar ákvarðanir skuli teknar sem næst vettvangi. Hæstiréttur Íslands stóð að þessu leyti betur að vígi en MDE þegar Hæstiréttur, sem æðsti dómstóll þjóðarinnar, lagði sinn dóm á málið. Hver einasti dómari Hæsta- réttar var nefnilega fyllilega meðvit- aður um þá staðreynd að enginn þeirra fjögurra dómara sem málið snýst um getur talist „pólitískur“ og enginn þeirra er „handgenginn“ ráð- herra. Hver sem talar þannig um þessa fjóra dómara brýtur gegn sannleikanum. Mér vitanlega hefur enginn þessara fjórmenninga nokkru sinni komið fram opinberlega og lýst persónulegri afstöðu sem kalla mætti pólitíska skoðun. Þetta segi ég þessu ágæta fólki hvorki til hróss né lasts. Ég nefni þetta aðeins til að undir- strika að þessir fjórir dómarar eru vammlaust fólk, sem alla tíð hefur sinnt dómstörfum sínum af heil- indum og af samviskusemi. Umræða um Landsréttarmálið er komin út á algjörar villigötur ef hún fer að snú- ast um að gera þetta sómafólk á nokkurn hátt tortryggilegt. Þótt Hæstiréttur hafi talið að ágallar hafi verið á meðferð málsins tók hann ekki það óheillaskref sem meirihluti MDE kaus að stíga, enda hefur það löngum verið viðurkennd meginregla íslensks réttar að ólögmæti leiði ekki sjálfkrafa til ógildis. Samantekt Út frá síðastnefndu atriði tel ég okkur komin nálægt kjarna málsins. Allir sem til þekkja mega vita að málsaðilar sem dæmdir voru af ein- hverjum þeirra fjögurra Landsrétt- ardómara sem hér um ræðir höfðu ekki efnislega ástæðu til að efast um hæfni dómaranna og óhlutdrægni þeirra. Þegar meirihluti MDE kemst að þeirri niðurstöðu að skipun dóms- ins hafi brotið gegn mannréttindum dómþola tel ég blasa við að MDE er sjálfur kominn út í einhvers konar pólitík, sem ekki er endilega betri en sú pólitík sem iðkuð er af fólki sem þó hefur haft fyrir að bjóða sig fram í lýðræðislegum kosningum og hlotið lýðræðislegt umboð til að taka ákvarðanir sem varða mikla hags- muni réttarríkisins Íslands. Minna ber á að dómurum er ætlað að veita öðrum valdþáttum aðhald en ekki að stýra för. Á þessum grunni er ég sammála þeirri ályktun minnihluta MDE að niðurstaða meirihlutans gangi of langt og sé„umfram tilefni“. Eins og fram kemur í dómi Hæsta- réttar Íslands um málið og nýgengn- um dómi MDE hefðu dómsmála- ráðherra og Alþingi mátt standa betur að meðferð málsins, en eins og minnihlutinn orðar það, þá eiga slík „siglingafræðileg mistök“ flug- mannsins (dómsmálaráðherra/ Alþingis) ekki að verða til þess að „flugvélin“ (íslenskt réttarkerfi) sé „skotin niður“. Lokaorð Niðurstaða MDE hefur sett ís- lenskt réttarkerfi í algjört uppnám og að öllu óbreyttu munu eftirskjálft- arnir vara lengi. Í millitíðinni krefjast dæmdir menn þess að afplánun þeirra verði frestað. Enn alvarlegri tel ég þó þá staðreynd að hér hefur erlendur dómstóll tekið fram fyrir hendurnar á lögmætum handhöfum íslensks ríkisvalds. Þeir síðarnefndu svara til ábyrgðar gagnvart íslensk- um almenningi, en MDE ekki. Vilji menn láta þetta yfir sig ganga er eins gott að þeir séu meðvitaðir um fórn- arkostnaðinn. Ef íslenska ríkið mót- mælir ekki niðurstöðunni væri búið að leggja línu sem er á skjön við ákvæði stjórnarskrár um æðstu handhöfn ríkisvalds. Afleiðingar þess má nú þegar sjá í því uppnámi laga og friðar sem niðurstaða MDE hefur valdið. Hér er því um grundvallarmál að ræða fyrir lýðveldið Ísland, sem kallar á sérstaka athygli og snör við- brögð. Úrlausn MDE má jafna til þess að dómstóllinn ýti til hliðar stjórnskipunarhefðum sem hafa ver- ið öldum saman í mótun. Með því má segja að MDE taki sér æðsta (og ótemprað) vald yfir lögum, stjórn- málum og lagaframkvæmd á Íslandi. Í því samhengi geta menn velt fyrir sér hvort MDE hefði komist að sömu niðurstöðu ef stærra ríki en Ísland hefði átt í hlut. Fái þessi niðurstaða að standa er verið að skera á böndin milli íslensks almennings og þeirra stofnana sem fara með æðsta ákvörð- unarvald í málefnum þjóðarinnar. Dómur MDE endurspeglar vafalaust færni dómaranna í lögtækni, en get- ur verið að þarna hafi menn farið að hugsa of mikið um hið tæknilega á kostnað yfirsýnar, heildarsamhengis og þess sem kenna mætti við efnisleg mannréttindabrot? Ef svo er, þá hef- ur MDE misst sjónar á boltanum sem dómnum er ætlað að vakta. Mið- að við opinberar málatölur um mál sem bíða meðferðar hjá MDE færi þá kannski betur á að dómstóllinn beindi kröftum sínum aftur að því að fást við mannréttindi, fremur en að framkvæma það sem Alexis de Tocqueville (1805-1859) lýsti sem nýrri tegund harðstjórnar, þ.e. „að smætta hverja þjóð niður í að vera ekki meira en hjörð ofurvarkárra og vinnusamra dýra, sem ríkisstjórnin gætir“. Það er illa fyrir lýðveldinu komið ef stjórnmálamenn og æðstu embættismenn lýðveldisins eiga að kasta frá sér hlutverki sínu gagnvart stjórnarskrá, stjórnskipunar- og lagahefðum í því skyni að ofurselja sig ólýðræðislegu valdi. Slíka vald- beitingu á að kalla sínu rétta nafni, jafnvel þótt hún skrýðist búningi mannréttinda. Eftir Arnar Þór Jónsson »Niðurstaða meiri- hluta Mannréttinda- dómstóls Evrópu er ný tegund óskapnaðar sem aðildarþjóðir hljóta að sameinast gegn til varn- ar fullveldi sínu. Arnar Þór Jónsson Höfundur er héraðsdómari. Umfram tilefni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.