Morgunblaðið - 19.03.2019, Síða 27

Morgunblaðið - 19.03.2019, Síða 27
um árum. Spilaði sem senter í fót- bolta og á miðjunni í handboltanum. Taflfélag Reykjavíkur var á þess- um árum á Grensásveginum gegnt Breiðagerðinu og það var því nóg um að vera hjá mér á þessum árum en ég hafði lært mannganginn 6 ára gam- all. Það kom að því að ég þurfti að velja á milli þessara greina og ég ákvað að setja skákina í fyrsta sæti en þá var ég nýlega orðinn Norður- landameistari í skólaskák í flokki 11- 12 ára á móti sem fór fram í Asker í Noregi. Á þessum árum var ég oft á Siglu- firði yfir sumartímann hjá afa og ömmu. Ég á þrjú yngri systkini og mamma og pabbi höfðu þann háttinn á að keyra með okkur systkinin norð- ur eftir að skóla lauk á vorin og þar vorum við Sveinn bróðir minn skildir eftir og sóttir í lok sumars. Það voru góðir tímar og frábærar minningar sem ég á frá þessum árum. Ef maður var ekki á fótboltavellinum að æfa og keppa fyrir KS (Knattspyrnufélag Siglufjarðar ) þá var maður að veiða annaðhvort á bryggjunni eða í fjör- unni. Ég tók iðulega taflsettið með í þessar „sumarferðir“ og nokkrar skákbækur til að ég gæti haldið mér við og stúderað skák þegar tími gafst til. Ég varð stórmeistari í skák árið 1996 og hafði þá í allmörg árið verið atvinnumaður í skák og hafði á þess- um árum lifibrauð af því að ferðast um heiminn og tefla á skákmótum. Á þessum árum borguðu mótshaldarar yfirleitt hótel- og ferðakostnað ásamt þóknun fyrir að taka þátt í mótum og síðan var keppt um verð- launafé. Þetta var ekki stór útgerð en nóg til að geta haft atvinnu af því sem mér fannst skemmtilegast að gera. Á þessum árum sinnti ég líka skákkennslu og heimsótti bæði grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi.“ Þröstur hefur 11 sinnum teflt fyrir Íslands hönd á Ólympiuleikunum í skák og margoft orðið Íslandsmeist- ari í atskák og hraðskák auk þess sem hann varð Íslandsmeistari árið 2012 í skák með lengri umhugsunartíma. Þröstur hefur einnig margoft orðið Norðurlandameistari í skólaskák bæði í einstaklingskeppni og svo í liðakeppni með Hvassaleitisskóla, Verslunarskólanum og Mennta- skólanum við Hamrahlíð. Þröstur úskrifaðist sem löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali árið 2000 og hefur unnið við fast- eignasölu í fjölda ára hjá Mikluborg fasteignasölu. „Skákin er í seinni tíð orðin áhugamál eins og golfíþróttin sem ég byrjaði að stunda fyrir 10 ár- um síðan.“ Þess má geta að Þröstur keypti gamla gagnfræðaskólann á Siglufirði og hefur honum verið breytt í íbúðar- hús. „Faðir minn og bróðir höfðu veg og vanda af því verkefni, en ég ákvað að fara í þetta til minningar um ömmu og afa sem hvíla í kirkjugarð- inum á Siglufirði.“ Þröstur er búinn að selja allar fimmtán íbúðirnar að undanskildum tveimur sem eru í leigu til Hótels Depla í Fljótunum. Fjölskylda Eiginkona Þrastar er Ásdís María Thorarensen, f. 24. október 1973, grafískur hönnuður. Foreldrar henn- ar eru Ársæll Kjartansson, f. 6. októ- ber 1945, búsettur í Reykjavík og Kristín María Thorarensen, f. 22. október 1949, búsett í Garðabæ. Börn: 1) Anna Margrét Þrastar- dóttir, f. 1. janúar 1991, B.S. í sálfræði og sérkennslustjóri á leikskóla, maki: Daði Oddberg Einarsson, grafískur hönnuður. Móðir Önnu er Sigríður Ása Sigurðardótir, f. 15. desember 1970, tónlistarkennari, búsett í Reykjavík; 2) Þórhallur Axel Þrastar- son, f. 20. ágúst 2002, nemi, 3) Kristín María Þrastardóttir, f. 23. ágúst 2005, nemi. Systkini Þrastar eru Sveinn Þór- hallsson, f. 30.10. 1971, smiður, bú- settur í Reykjavík; Anna Steinunn Þórhallsdóttir, f. 21. maí 1974, dag- foreldri, búsett í Reykjavík, og Hrund Þórhallsdóttir, f. 5. febrúar 1976, læknir, búsett í Reykjavík. Foreldrar Þrastar eru hjónin Þór- hallur Sveinsson, f. 13. júní 1944, húsasmíðameistari og Eygló Stefáns- dóttir, f. 3. apríl 1945, hjúkrunarfræð- ingur. Þau eru búsett í Reykjavík. Þröstur Þórhallsson Svanborg Egilsdóttir húsfreyja í Reykjahjáleigu Egill Jónsson bóndi í Reykjaháleigu í Ölfusi Steinunn Egilsdóttir húsfreyja í Reykjavík Eygló Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur í Rvík, stjúpfaðir hennar var Þórhallur Guðmundsson Stefán Jónsson bifreiðarstjóri á Selfossi Steinunn Stefánsdóttir húsfreyja á Þönglaskála Jón Jónsson bóndi á Þönglaskála á Höfðaströnd Óskar Rúnar Harðarson framkvæmdastjóri Mikluborgar Eygló Þóra Harðardóttir fv. félagsmálaráðherra Svanborg Eygló Óskarsdóttir framkvæmdastjóri Guðrún Egilsdóttir húsfreyja í Reykjavík Kristjana Arnarsdóttir íþróttafréttamaður hjá RÚV ristjana Þórhallsdóttir húsfreyja á Húsavík KArnar Björnssoníþróttafréttamaður á Stöð 2 Helga Friðbjarnardóttir húsfreyja á Litlubrekku Björn Þórhallur Ástvaldsson bóndi á Litlubrekku á Höfðaströnd Úr frændgarði Þrastar Þórhallssonar Sveinn Þorkell Jóhannesson sjómaður á Siglufirði Sæunn Steinsdóttir húsfreyja í Glæsibæ og á Siglufirði Jóhannes Jóhannesson bóndi í Glæsibæ í Skagafirði, síðar trésmiður á Siglufirði Þórhallur Sveinsson húsasmíðameistari í Rvík Anna Guðrún Þórhallsdóttir húsfreyja á Siglufirði ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2019 JEVI NTYRALEGAR FERMINGARGJAFIR! SCARP� MIKIO URVALAF SKOM i OLLUM STJEROUM Kringlan 7 I Laugavegur 11 I Reykjavtl<urvegur 64 I S: 510 9505 I fjallakofinn.is IJ@ Pétur fæddist í Reykjavík 19.mars 1926. Foreldrar hansvoru hjónin Guðjón Jónsson, f. 1885 í Búrfellskoti í Grímsnesi, d. 1958. kaupmaður á Hverfisgötu 50 í Reykjavík og Sigríður Pétursdóttir, f. 1887 í Austurkoti á Seltjarnarnesi, d. 1972, húsfreyja. Um fermingu fór Pétur í siglingar og tók loftskeytapróf 1943. Hann var síðan í siglingum til 1950. Að loknum siglingunum hóf hann nám í Verzl- unarskóla Íslands og lauk verslunar- prófi þaðan. Pétur hóf síðan verslunar- og fast- eignarekstur í Reykjavík og rak nokkur fyrirtæki ásamt konu sinni. Eiginkona Péturs var Bára Sigur- jónsdóttir, f. 20.2. 1922 í Hafnarfirði, d. 8.6. 2006. Foreldrar hennar voru Sigurjón Einarsson, skipstjóri í Hafnarfirði, og Rannveig Vigfús- dóttir húsfreyja. Synir Péturs og Báru eru Sigurjón, f. 1950, og Guð- jón Þór, f. 1955. Pétur tók mikinn þátt í stjórn- málum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og lét sig sjávarútvegsmál miklu skipta og skrifaði um þau fjölda greina. Sérstaklega ritaði hann mikið um landhelgismál og var fylgismaður vestrænnar samvinnu og áhugamað- ur um alþjóðamál. Hann sótti flesta fundir Verslunarráðs Íslands og ráð- stefnur þess. Þegar Landsnefnd Al- þjóðaverslunarráðsins var stofnuð gerðist Pétur stofnfélagi. Pétur var víðförull, kynntist lönd- um og þjóðum og stóð þar betur að vígi en margur annar vegna mála- kunnáttu sinnar, en hann talaði að minnsta kosti sjö tungumál reip- rennandi. Um Ísland ferðaðist hann vítt og breitt, um fjöll og firnindi, sumar sem vetur. Hann var skíða- maður ágætur og náttúruskoðandi. Hann var mikill fagurkeri, hann unni öllum fögrum hlutum og var mjög vel að sér í listasögu. Hann var hrókur alls fagnaðar hvar sem hann fór, var mikill ræðumaður og smakk- aði aldrei áfengi. Pétur varð bráðkvaddur í skíða- göngu á Eyjafjallajökli 23. júlí 1983. Merkir Íslendingar Pétur Guðjónsson 90 ára Ástráður Ólafsson Björg Kristjánsdóttir Guðbrandur Kjartan Þórðarson Ólafur Tryggvason Svava Þórdís Baldvinsdóttir 80 ára Elín Guðmunda Guðmundsdóttir Erla Dýrfjörð Ingibjörg Sigurþórsdóttir Stefán Ingi Benediktsson 75 ára Anna Sigurlaug Þorvaldsd. Helga R. Einarsdóttir María Kristjánsdóttir Nataliia Bakulina Pétur Davíðsson Sigurbjörg Kristjánsdóttir 70 ára Alda Jónsdóttir Hafdís Ágústsdóttir Jóna Sigurlína Pálmadóttir Jónbjörn Pálsson Karl Sigþór Jónsson Ólafur Davíðsson Guðmundsson Ósk Svavarsdóttir Sigurbjörn Helgason 60 ára Ásrún Jörgensdóttir Doris Charlotte Maag Haraldur Guðmundsson Hjálmur Pétursson Jón Leví Grétarsson Kristjana V. Jónatansdóttir Sigríður Jóna Jóhannesd. Sigrún Þorsteinsdóttir Wieslawa Józefa Tusinska 50 ára Elísabet Mary Þrastardóttir Emil Ýmir Vos Gestur Hjörvar Magnússon Guðrún Helga Engilbertsd. Hugrún Sigurjónsdóttir Jensína Kristín Böðvarsd. Stefanía Rós Gísladóttir Svanhildur E. Benjamínsd. Valdimar Fjörnir Heiðarss. Þórey Sigríður Erlingsdóttir Þröstur Þórhallsson 40 ára Atli Örn Gunnarsson Ársól Margrét Ólafíudóttir Bergþór Smárason Dögg Mósesdóttir Elísabet Stefánsdóttir Ernir Kárason Hjörtur Líndal Hauksson Jarþrúður Karlsdóttir Jose Yandy Machado Cajide Marco Mencarini Margrét Edda Ragnarsd. Ólöf Ósk Magnúsdóttir Ragnheiður L. Erlingsdóttir Selma Dögg Valgarðsdóttir Tomasz Baranowski Ute Stenkewitz Örvar Þór Sigurðsson 30 ára Diljá Catherine Þiðriksd. Fjóla María Jónsdóttir Guðni Reynir Þorbjörnsson Haukur Þór Harðarson Heiða Ösp Árnadóttir Ívar Orri Ómarsson Jiaqian Chen Kristinn Erlingur Árnason Krzysztof Pawel Lukasik Margeir Þór Margeirsson Michal Tomásek Rayma Titia Amélia Rajá Sigurbjörg Inga Björnsd. Wojciech Roman Lisze Yaowen Wang 40 ára Dögg er frá Grundarfirði en býr í Reykjavík. Hún er kvik- myndaleikstjóri og rekur Freyja Filmwork. Maki: Daniel Steven Schreiber, f. 1975, kvik- myndagerðarmaður. Dóttir: Ylfa, f. 2012. Foreldrar: Móses Geir- mundsson, f. 1942, fv. verkstjóri hjá G.Run, og Dóra Haraldsdóttir, f. 1943, fv. pósthússtjóri, búsett í Grundarfirði. Dögg Mósesdóttir 40 ára Ólöf er frá Hrygg 2 í Flóa og er bóndi þar. Maki: Steindór Guðmunds- son, f. 1975, fasteignasali á Lögmönnum Suðurlandi og iðnrekstrarfr. Börn: Margrét Helga, f. 1996, Guðmunda Bríet, f. 2004, Kári Þór, f. 2007, og Magnús Ögri, f. 2009. Foreldrar: Magnús Sig- urðsson, f. 1948, d. 2017, og Aðalheiður Björg Birgis- dóttir, f. 1955. Hún er bús. á Selfossi. Ólöf Ósk Magnúsdóttir 30 ára Sigurbjörg er Akureyringur og er tann- smiður hjá Tannverki Hauks. Systkini: Rögnvaldur, f. 1981, Ólafur Birgir, f. 1991, og Björn Helgi, f. 2001. Foreldrar: Björn Rögn- valdsson, f. 1956, tann- læknir á Akureyri, og Fanney Auður Baldurs- dóttir, f. 1956, fram- kvæmdastjóri hjá BR tannlæknum. Þau eru bú- sett á Akureyri. Sigurbjörg Inga Björnsdóttir Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.