Morgunblaðið - 19.03.2019, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.03.2019, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2019 Við framleiðum lausnir Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is DVERGARNIR Þungar og öflugar undirstöður DVERGARNIR R HNERRIR DURGURJÖTUNN DRAUPNIR ÞJARKUR Þessir dvergar henta vel sem undirstöður þar sem þung og öflug festing er aðalatriði. Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þetta er ekki rétti dagurinn til að sitja heima. Láttu alla sjálfsvorkunn lönd og leið og gakktu í þau verk sem þér ber að leysa hverju sinni. 20. apríl - 20. maí  Naut Það hefur ekkert upp á sig að vera stöðugt að sífra um hluti sem ekkert fær breytt. Vinur sýnir sitt rétta andlit þegar hann er beðinn um aðstoð. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Kannski er ekkert sem þú getur gert til að breyta áliti einhvers á þér. Skapandi greinar eru það sem heillar þig, sinntu þeim betur en þú hefur gert hing- að til. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það getur reynt á þig að halda heimilisfriðinn. Láttu því ekkert komast upp á milli þín og vinar þíns og allra síst viðskiptamál. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Áhyggjur tengdar vinnu eiga rétt á sér í dag. Varastu að grípa til hvítrar lygi því hún er engu betri en önnur. Stígðu varlega til jarðar. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Láttu ekki útlit fólks og blíðan róm blekkja þig því að enn sannast hið forn- kveðna að oft er flagð undir fögru skinni. Ný verkefni bíða þín. 23. sept. - 22. okt.  Vog Óvænt uppákoma verður þess valdandi að gamlar minningar koma upp á yfirborðið. Gríptu tækifærið ef þú átt tök á því að bregða þér í stutt frí. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þótt það sé freistandi að flýja vandamálin græðirðu lítið á því sé til lengri tíma litið. Ekki kaupa köttinn í sekknum þegar þú skiptir um bíl. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Gamlir kærastar eða kær- ustur gætu skotið upp kollinum að nýju. Leitaðu leiða til að láta draum þinn um stærra húsnæði rætast. 22. des. - 19. janúar Steingeit Dagurinn í dag gæti orðið sér- staklega skemmtilegur í vinnunni. Stór hópur stuðningsmanna er besta leiðin til þess að tryggja að þú missir ekki móð- inn. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Hikaðu ekki við að standa á þínu og verja rétt þinn. Stundum er gott að láta sig fljóta með straumnum. 19. feb. - 20. mars Fiskar Viðræður skila miklum og hag- nýtum árangri í dag. Reyndu að umbera duttlunga og sérvisku annarra. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Helgi R. Einarsson orti fyrirhelgi og var yrkisefnið „Hún“: Hún var maður með mönnum, en sig missteig í dagsins önnum. Sumir komast í feitt, en fatta’ ekki neitt fyrr en skellur í tönnum. Og síðan sagði hann „Örsögu“ undir limrulagi: Skrítið að ráða og ríkja, við reynslubolta sér líkja, komast á koppinn, klifra’ upp á toppinn, hrasa og verða að víkja. Á miðvikudaginn birtist odd- hendukrans hér í vísnahorni og átti Björn Ingólfsson fyrsta blómið í kransinum: Burt er hríðin, betri tíð bætir kvíða og trega, sólin fríða björt og blíð brosir gríðarlega. Þetta gaf Ólafi Stefánssyni tilefni til að segja, að Björn kenni helst sólinni um, að hún hafi hlaupið í hina ágætu oddhendu sem hann segist hafa gert óforvarandis á dög- unum: Sólin hún glampaði’ á Grenivík, gerði í blóðið sitt, – heillarík. Svo gerði hún meira, galdraði fleira: gekk inn í ljóðið, sem hlaupatík. Friðrik Steingrímsson yrkir um bankastjóralaun: Á sultarlaunum sitja þær, síst um slíkt má þrátta, fengu áður fjórar tvær en fá nú þrjár komma átta. Helgi Ormsson skrifaði mér fyrir helgi og sagðist hafa hlustað á vísu margsungna í þeim þætti, er afhent voru tónlistarverðlaun fyrir þetta ár: Veröld fláa sýnir sig , sú mér spáir hörðu, flestöll stráin stinga mig, stór og smá á jörðu. Hann spyr um höfund vísunnar. Um hann veit ég ekki en við sung- um þessa vísu ævinlega á söngsal Menntaskólans á Akureyri. Faðir minn kenndi mér þessa vísu og er úr annarri átt: Næðir fjúk um beran búk byltist skafl að hreysi; tunglið yfir Hekluhnjúk hangir í reiðileysi. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af Henni, reynslu- boltum og hlaupatík „hann er kominn aftur.” „ÞETTA ER STÓRKOSTLEGT! ÉG Á FULLT Í FANGI MEÐ AÐ FYLGJAST MEÐ ALLRI ÞESSARI NÝJUSTU TÆKNI.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að njóta næturhiminsins. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann SPÁIN FYRIR DAGINN Í DAG … LEIÐINLEGUR MEÐ 50% LÍKUM Á LÁDEYÐU HÆ, GRETTIR LEIÐRÉTT, MEÐ 100% LÍKUM PABBI, MÁ ÉG FARA MEÐ Í NÆSTU SIGLÍNGU? VIÐ ERUM MEÐ STRANGAR REGLUR SEM BANNA KVENFÓLK UM BORÐ ÞANNIG AÐ ÞÁ ÞARF ÉG AÐ LEITA HUGGUNAR Í FANGI UNNUSTA MÍNS LÚTS … ÉG SKAL ENDURSKOÐA REGLURNAR Um miðjan tíunda áratug liðinnaraldar heillaði hollenska fótbolta- liðið Ajax knattspyrunuunnendur með frábærum leik. Hátindinum náði liðið þegar það vann meistarakeppni félagsliða í Evrópu 1995. Liðið vakti ekki síst aðdáun þar sem í kjarna þess voru leikmenn, sem voru upp- aldir hjá félaginu og síðar áttu eftir að setja svip sinn á knattspyrnu með félagsliðum um alla Evrópu. Utan- umhald um unga leikmenn hjá félag- inu þótti til fyrirmyndar og skila sér með afgerandi hætti. x x x Nú er lið Ajax aftur komið á fljúg-andi ferð. Í liðinni viku sló liðið út Real Madrid úr meistaradeild Evrópu og er þar með komið í átta liða úrslit. Madridingar hafa verið með meistaratitilinn í áskrift og þannig að úrslit viðureignarinnar þótti sæta verulegum tíðindum. Ajax tapaði reyndar fyrri leiknum, en í þeim síðari á útivelli í Madrid vann liðið stórsigur, 4:1, og skildi heima- menn eftir í upplausn. Leið Ajax í átta liða úrslitin hefur verið löng. Liðið þurfti að slá út þrjú lið til þess eins að komast í riðlakeppnina og síð- an að komast upp úr sínum riðli. Það er ekki sjálfgefið að sigra Real Mad- rid, þótt liðið hafi átt í vandræðum upp á síðkastið, og í næstu umferð bíður Juventus frá Torino, sem margir telja að muni fara alla leið. x x x Það skemmtilega við árangur Ajaxer að hann er byggður á sömu uppskrift og skilaði stjörnuliðinu fyr- ir tæpum aldarfjórðungi. Aftur kem- ur kjarninn úr ungmennastarfi liðs- ins. Knattspyrnustjarnan Johan Cruyff tók árið 2011 að sér að endur reisa gamla knattspyrnuskólann þar sem hann lærði sjálfur að fara með bolta. Markmið hans var að rækta framúrskarandi einstaklinga með það að leiðarljósi að byggja upp frábært lið. Í þjálfunarbúðunum eru 12 vellir, sem eru skammt frá aðal- velli félagsins. Átta útsendarar eru í fullri vinnu við að leita að efnilegum knattspyrnumönnum auk 90 sjálf- boðaliða. Nú er spurningin hvort þetta kerfi er að skila nýrri gull- kynslóð hollenskra knattspynu- manna. vikverji@mbl.is Víkverji En það er hið eilífa líf að þekkja þig, hinn eina sanna Guð, og þann sem þú sendir, Jesú Krist. (Jóh: 17.3)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.