Morgunblaðið - 19.03.2019, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 19.03.2019, Qupperneq 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2019 Istan nefnist einleikur sem tek-inn var til sýningar í Tjarnar-bíói fyrir skemmstu. Um erað ræða útskriftarverkefni Pálma Freys Haukssonar af sviðs- höfundabraut Listaháskóla Íslands, sem hann bæði skrifaði og leik- stýrði. Verkið var upphaflega sýnt í Smiðjunni við Sölvhólsgötu í maí- mánuði 2018 og af upptöku, sem að- gengileg er á vef LHÍ, er ekki að sjá að uppfærslan hafi tekið miklum breytingum nú þegar hún ratar í Tjarnarbíó. Verkið gerist á árunum 1829-30 í ímyndaða og einangraða smábænum Istan á Bretlandseyjum. Þegar leyndardómsfull og ógnvænleg morð eru framin í bænum, börn hverfa sporlaust og önnur veikjast lífs- hættulega eftir samskipti sín við dularfulla og blóðþyrsta skepnu vekur það óneitanlega óhug bæjar- búa. Til að fá ráðgátuna leysta bregða þeir á það ráð að biðla til Greggors Mackynley lávarðs hins þriðja, fremsta spæjara Evrópu, sem býr í London og minnir um margt á Sherlock Holmes. Ofur- spæjarinn mætir á staðinn og stend- ur auðvitað undir væntingum. Höf- undur leikur sér þannig með þekkt minni úr glæpasöguhefðinni, en heldur sig alls ekki alfarið innan ramma raunsæisins þegar hann vís- ar í yfirnáttúruleg fyrirbæri með skemmtilegum hætti og fléttar sög- una um Rauðhettu listilega inn í framvinduna. Gaman er líka að sjá hvernig hann snýr upp á tíðarand- ann með því að láta konu taka við hlutverki lögreglustjóra bæjarins eftir sviplegt fráfall forverans við talsverð mótmæli bæjarbúa sem telja fráleitt að bæjarstjórnin ætlist til þess að bæjarbúar fylgi fyrir- mælum konu. Kvartanir bæjarbúa urðu sérlega minnisstæðar í ljósi þess að endurfrumsýning Istan bar upp á alþjóðlegan baráttudag kvenna. Verkið hefst á örstuttum rímuð- um inngangi ónefnds sögumanns, en síðan hrekkur aðalsagan í gang og sögumaður hverfur. Fljótt verður ljóst að höfundur leikur sér með- vitað með formið í einleiknum. Frá- sögnin er brotin upp í margar litlar smámyndir þar sem viðstöðulaust er stokkið milli persóna verksins sem eru hátt á fjórða tuginn, af báðum kynjum og á ólíkum aldri, auk þess sem sterklega má skynja nærveru nokkurra þögulla persóna í leiknum. Þeirra á meðal eru fyrrnefndur Mackynley rannsóknarlögreglu- maður og Rose, ung dóttir kirkju- garðsvarðarins, sem mæla hvorugt orð frá vörum og líkamnast aldrei í leikaranum en birtast engu að síður ljóslifandi á sviðinu. Framvindan er línuleg, en sífellt flakk milli persóna gerir það að verkum að áhorfendur þurfa að vera á tánum til að missa ekki af lykilupplýsingum. Í raun mætti líkja verkinu við púsluspil þar sem hin ólíku púsl eru skoðuð og eft- ir því sem þeim fjölgar skýrist heild- armyndin. Persónugalleríið gefur góða inn- sýn í bæjarlífið og fjölskrúðugt mannlíf þar sem hver og einn gegnir ákveðnu hlutverki. Meðal persóna sem áhorfendur fá að kynnast eru bæjarstjórinn, hjónin sem reka bæj- arkrána, lögreglustjórinn, kirkju- garðsvörðurinn, börn á ýmsum aldri, svínabóndinn, fyllibyttan, búðareigandinn, ólíkir kráargestir og bæjarpresturinn. Þrátt fyrir að áhorfendur fái að heyra á tal per- sóna er aldrei stokkið milli persóna í samtölum þeirra, heldur fáum við aðeins að heyra í einni í einu og þurfum að geta í þagnirnar hverju er svarað. Eftir stutta kynningu á öllum helstu persónum verksins fær meginsagan, glæparannsóknin sjálf, aukið vægi og upplýsist á endanum. Engar upplýsingar er að finna á vef Tjarnarbíós um hver hafi hannað lýsingu og sjónræna umgjörð sýn- ingarinnar, sem þjónar innihaldinu vel í einfaldleika sínum. Áhorfendur sitja hringinn í kringum reglulegan ferningslaga leikflöt sem klæddur er máðum gólffjölum. Á sviðinu er að- eins einn stóll á snúningsfæti og kertastjaki með logandi kerti. Lát- laus fatnaður leikarans er í anda 19. aldar. Leikarinn Albert Halldórsson fer með öll hlutverk uppfærslunnar. Hann útskrifaðist af leikarabraut Listaháskóla Íslands vorið 2015, en undirrituð minnist þess ekki að hafa séð hann á sviði fyrr en í Ahhh … Ástin er að halda jafnvægi. Nei fokk, Ástin er að detta sem RaTa- Tam frumsýndi í Tjarnarbíói fyrir rúmu ári. Þar vakti kraftmikil frammistaða hans og góð sviðs- nærvera strax athygli. Í síðasta mánuði fór hann einnig vel með vandasamt hlutverk í Það sem við gerum í einrúmi sem SmartíLab frumsýndi líka í Tjarnarbíói. Óhætt að segja að mikið mæði á Alberti í Istan sem lýsa mætti sem leikaramaraþoni sem stendur lát- laust í 70 mínútur þar sem leikarinn hefur ekkert til að styðjast við nema eigin hæfileika. Albert stenst þá þrekraun að stökkva viðstöðulaust milli persóna líkt og hendi sé veifað og skapa ólíkar og eftirminnilegar persónur með fjölbreyttri líkams- og raddbeitingu. Oft á tíðum er hann í miðri hreyfingu einnar persónu þeg- ar umskiptin verða yfir í aðra per- sónu og hreyfingin fær aðra merk- ingu í nýja samhenginu. Augljóst er í sviðsvinnunni allri að nostrað hefur verið við hvert smáatriði af hendi leikstjóra og leikara og hver hreyf- ing þaulskipulögð eins og kóreó- grafía án þess að það komi niður á orku leikarans eða leikgleði. Þegar upp er staðið hefur Alberti tekist að skapa heilt samfélag með öllum sín- um blæbrigðum. Til að tryggja sjónræna upplifun áhorfenda í sýningum þar sem áhorfendur sitja hringinn í kringum leikrýmið eða beggja vegna við það er oft brugðið á það ráð að láta leik- arana sífellt vera á ferð. Sú leið er ekki farin hér, enda leiftrin sem brugðið er upp af persónum stund- um svo stutt að Albert hefði varla tíma til að snúa sér í hring. Þess í stað er þess vandlega gætt að þegar persónur birtast aftur sé sjónar- hornið annað. Þannig fengu áhorf- endur til dæmis að sjá bæjarprest- inn frá öllum hliðum í dagbókar- skrifum hans, sem voru húmor- ískustu og angurværustu senur kvöldsins. Presturinn á líka lokaorð leiksins þar sem hann minnir okkur á að eldmóð, lífsvilja og ástríðu má hæglega kæfa undri kúpli fordóma og hefða. Stjórnendur Tjarnarbíós eiga þakkir skildar fyrir gefa Istan fram- haldslíf og veita fleirum tækifæri á að sjá þennan góða einleik úr smiðju Pálma Freys þar sem hæfileikar Alberts fá að njóta sín til fulls. For- vitnilegt verður að fylgjast með þessu hæfileikafólki í framhaldinu. Heilt samfélag í túlkun eins leikara Morgunblaðið/Eggert Hæfileikafólk Leikarinn Albert Halldórsson og höfundurinn Pálmi Freyr Hauksson sem jafnframt leikstýrir. Tjarnarbíó Istan bbbbn Höfundur og leikstjóri: Pálmi Freyr Hauksson. Aðstoðarleikstjóri: Tómas Helgi Baldursson. Leikari: Albert Hall- dórsson. Frumsýnt í Tjarnarbíói föstu- daginn 8. mars 2019. SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR LEIKLIST Bandaríski gítarleikarinn Dick Dale, sem kallaður hefur verið guð- faðir brim-rokksins, er látinn, 81 árs að aldri. Dale, sem kallaði sig Konung brim-gítarsins, sló fyrst í gegn með sínu ágenga en lagræna rafgítar-rokki snemma á sjöunda áratug síðustu aldar en frægðarsól hans seig síðan verulega þótt hann væri áfram þekktur og dáður í hóp- um unnenda brim-tónlistarinnar. Honum skaut svo aftur á stjörnu- himininn þegar leikstjórinn Quent- in Tarantino lét útgáfu hans frá árinu 1962 á grísku dægurlagi, Mis- erlou, hefja kvikmyndina Pulp Fict- ion, og gefa þar tóninn með eftir- minnilegum hætti. Rokkfræðingar segja nú við and- lát Dale, að þrátt fyrir að nafn hans hafi ekki verið á allra vörum, hafi leikur hans haft mikil áhrif á rokk- og dægurtónlist til dagsins í dag. Dale settist í helgan stein um tíma fyrir um tveimur áratugum en tók hljóðfærið svo fram að nýju og lét glímu við krabbamein og önnur veikindi ekki setja meira strik í reikninginn en svo, að hann hélt áfram að koma fram til áttræðs. Ljósmynd/Mike Burns Svalur Hinn örvhenti Dick Dale glaðbeittur með einkennishljóðfærið frá Fender-gítarframleiðandanum í fanginu á tónleikum fyrir fimmtán árum. Dick Dale guðfaðir brim-rokksins látinn SÉRBLAÐ Fatnaður fyrir brúðhjónin, förðun, hárgreiðsla, brúðkaupsferðin, veislumatur, veislusalir og brúðargjafir eru meðal efnis í blaðinu. Brúðkaups blað Morgunblaðsins kemur út föstudaginn 5. apríl PÖNTUN AUGLÝSINGA: fyrir föstudaginn 29.mars. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.