Morgunblaðið - 25.03.2019, Side 10

Morgunblaðið - 25.03.2019, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MARS 2019 Tilboðsblöð og nánari upplýsingar má finna á reykjavik.is/lodir Nýjar lóðir í Árbæ Lóðir til sölu Reykjavíkurborg óskar eftir kauptilboðum í byggingarétt íbúðarhúsnæðis á tveimur lóðum við Hraunbæ. Við Hraunbæ 133, er heimilt að byggja 58 íbúðir á 6.160 m2. Við Hraunbæ 143, er heimilt að byggja 58 íbúðir á 6.176 m2. Skilafrestur tilboða til þjónustuvers Reykjavíkurborgar að Borgartúni 12-14, er til kl. 14:00 þann 10. apríl 2019. Hraunbær 133 Hraunbær 143 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við erum mjög ánægðir með hvernig aðsóknin hefur verið,“ segir Óskar Magnússon, einn rekstraraðila Kers- ins í Grímsnesi. Aðgangseyrir hefur verið inn- heimtur af gestum síðan árið 2013 og hefur gefist vel, að sögn Óskars. Gjaldið hefur verið notað til að fjár- magna framkvæmdir á svæðinu og bæta aðstöðuna fyrir ferðamenn, en þeim hefur fjölgað ár frá ári. Um 150 þúsund komu í Kerið árið 2016, gest- irnir voru um 240 þúsund árið 2017 og í fyrra voru þeir yfir 300 þúsund. Óskar segir að um 95% gestanna séu erlendir ferðamenn. „Aðsóknin er farin að dreifast betur, það er sífellt að aukast aðsóknin yfir vetrarmánuðina og það er ástæð- an fyrir því að við getum tekið á móti svo mörgum gestum ár hvert. Við höf- um í raun þurft að taka upp óform- legar aðgangstakmarkanir yfir há- annatímann á sumrin. Það gerum við þegar hópferðarfyrirtæki og stærri aðilar sem eru í reikningsviðskiptum hjá okkur skipuleggja ferðir. Þá reyn- um við að stilla ferðir af svo þær séu á heppilegum tíma. Ef stórt fyrirtæki vildi koma með fjórar rútur á dag á versta tíma, þá er ekki víst að hægt væri að verða við því,“ segir Óskar. Ýmsar framkvæmdir hafa verið við Kerið síðustu ár, svo sem gerð göngu- stíga og tröppur hafa verið lagðar niður að vatninu. Reglulega er keyrð rauðamöl í stígana. Eingöngu heima- menn vinna við Kerið og þegar best lætur er vakt þar 13-14 tíma á dag, að sögn Óskars. Um þessar mundir er verið að vinna deiliskipulag fyrir svæðið. Þegar það liggur fyrir hefjast frekari framkvæmdir við Kerið. „Annars vegar hefur Vegagerðin í hyggju að færa aðkomuna austar, í áttina að Laugarvatni. Þá verði beygt út af á stað sem er með betri sjónlínum. Við erum alveg sammála því og þetta kall- ar á einhverjar breytingar á svæðinu líka,“ segir Óskar. Auk þessa verður ráðist í byggingu húss með aðstöðu fyrir starfsfólk og nýrrar salernis- aðstöðu. „Þetta tvennt hefur forgang. Síðan getur verið að meira verði byggt í framtíðinni enda býður svæð- ið upp á ýmsa möguleika, til að mynda verslun og veitingasölu,“ segir Óskar sem vonar að þessar framkvæmdir geti hafist síðar á árinu. Yfir 300 þúsund gestir komu í Kerið í fyrra  Aðgangstakmarkanir á sumrin  Huga að framkvæmdum Morgunblaðið/Eggert Áfangastaður Kerið í Grímsnesi. Snorri Másson snorrim@mbl.is Aðgerðanefnd Starfsgreinasam- bands Íslands lauk við drög að verk- fallsaðgerðum á miðvikudaginn í síð- ustu viku. Í dag verða þær tillögur kynntar samninganefnd félagsins. „Ég á hálfpartinn von á því að menn labbi út með plan,“ segir Sverrir Mar Albertsson, formaður aðgerða- nefndarinnar. Seinnipartinn kemur í ljós hvort tilkynnt verður um aðgerð- ir eftir fundinn og ef svo fer eru næstu skref þau að formenn aðildar- félaga SGS fari í baklandið og kanni viljann fyrir verkföllum, haldi at- kvæðagreiðslu. Aðgerðanefnd SGS hefur í sjálfu sér ekki völd heldur gerir tillögur að aðgerðum. Hún er skipuð fimm fulltrúum úr aðildarfélögunum frá ólíkum landshlutum. Sverrir er þann- ig einnig framkvæmdastjóri AFLs Starfsgreinafélags á Austurlandi. „Þetta mun taka dálítinn tíma,“ segir Sverrir. Hann segir að SGS flýti sér hægt og að aðstæður aðildarfélag- anna séu ekki alls staðar hinar sömu. Til að mynda séu Austfirðingar enn að reyna að átta sig á stöðunni eftir að í ljós kom að þar yrði engin loðna. Stutta stund taki að framkvæma at- kvæðagreiðslurnar í félögunum en hitt sé það, hvar sé ráðlegt að fara í vinnustöðvanir. Öll félög munu þó, að óbreyttu, fara í atkvæðagreiðslu, að sögn Sverris. Verkfallssjóðir eru að hans sögn mismunandi hjá félögun- um og enn á eftir að koma í ljós hvort samvinna verði höfð á milli félaga SGS um sjóði, enda aðildarfélögin rekin ólíkt. Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, á fund klukkan ellefu í dag við aðgerða- nefndina í húsakynnum ASÍ. Hann sagði við Morgunblaðið í gær að ekki væri endilega víst að eitthvað yrði gefið út í dag um aðgerðirnar en stað- festi að fundað yrði. Hann fullyrti ekkert í gær um hvaða aðgerðir kynnu að standa til en sagði nefndina hafa fengið nokkuð frjálsar hendur og nú yrði farið yfir hugmyndir hennar. Hvert félag í SGS þyrfti í kjölfarið að að greiða atkvæði um að- gerðirnar, sem verða sameiginlegar. SGS á ekki fund hjá ríkissáttasemj- ara í vikunni en líklegt er að sátta- semjari boði hann í dag. Pressan orðin mjög mikil Í dag eiga VR, Efling, VLFA, LÍV, Framsýn og VLFG fund við Samtök atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara. Viðar Þorsteinsson, framkvæmda- stjóri Eflingar, segir ekki liggja fyrir hvort höfðað verði mál fyrir Fé- lagsdómi á hendur meintra verkfalls- brjóta í vikunni. „Við höfum í mörg horn að líta. Nú erum við á sama tíma með verkfallsaðgerðir í lok vikunnar og erum komin í samningaviðræður af meiri alvöru en verið hefur,“ segir hann. Hann segir þó að verið sé að skoða verkfallsbrotin eftir föngum en eftir verkfallið á föstudaginn sökuðu forsvarsmenn Eflingar rekstraraðila ýmsa um að hafa framið verkfalls- brot. Viðar er í fjölmiðlabanni en seg- ir þó ljóst að verkfallsaðgerðirnar hafi „loksins skapað raunverulegan samningsvilja“. Áfram er fundað og tveggja sólarhringa verkfall hefst á fimmtudaginn kl. 00.01. Samflot iðnaðarmanna teiknar á sama tíma upp aðgerðir, segir Krist- ján Snæbjörnsson, formaður Rafiðn- aðarsambandsins og talsmaður iðn- aðarmanna. Aðgerðaáætlun iðnaðar- manna skýrist í vikunni, gerir Kristján ráð fyrir. Hann segir engan fund hafa enn verið boðaðan en að hann geri þó ráð fyrir því í vikunni, það sé í höndum ríkissáttasemjara. „Pressan er orðin mjög mikil að ná samningum og við þurfum að auka pressuna á viðsemjendur okkar til að skrifa undir,“ segir hann. Kristján bendir loks á, að ef stjórnvöld eigi að koma að deilunni, gæti það aukið pressuna á að allir hóparnir semji á sama tíma. Morgunblaðið/Hari Verkföll Svo gæti farið að samninganefnd SGS, sem Björn Snæbjörnsson formaður (fyrir miðju) á sæti í, kynni í dag áætlun um verkföll. Aðgerðir SGS kynntar innan sambandsins  Aðgerðanefnd SGS kynnir tillögur  Iðnaðarmenn teikna upp aðgerðir „Staðan er sú akkúrat núna að það hefur ekki verið grundvöllur fyrir því að leggja fram miðlunartillögu. Fyrir því eru ýmsar ástæður sem er flókið að útskýra en það hefur alls ekki komið til tals fram að þessu,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari. „Þetta er ekki komið að þeim stað, að mínu mati,“ segir hún. Bryndís segir aðspurð að aukinn þrýstingur sé kom- inn á viðsemjendur. „Þegar vinnustöðvanir eru komnar inn í deilu er hún að sjálfsögðu komin á alvarlegra stig. Það finnum við, öll sem sitjum við samningaborðið,“ segir Bryndís. Síðustu fjórar vikur hafa verið bókaðar 390 fundarstundir hjá sáttasemjara. Málið sé því ekki að fólk „nenni ekki“ að semja. 390 stundir síðustu 4 vikur MIÐLUNARTILLAGA EKKI KOMIÐ TIL TALS Bryndís Hlöðversdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.