Morgunblaðið - 25.03.2019, Síða 14

Morgunblaðið - 25.03.2019, Síða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MARS 2019 TRÉSMÍÐAVÉLAR Vélar fyrir atvinnumenn og handverksfólk Yfir 40 ára frábær reynsla á Íslandi Rennibekkur Lata Verð 158.300 Opið virka daga 9-18 laugardaga 10-16 Laugavegi 29 | sími 552 4320 | verslun@brynja.is | brynja.is Spónsuga 2 stærðir Verð frá 89.800 Slípivél BTS800 Verð 38.490 Fræsari HF50 Verð 58.400 Súluborvél 2 stærðir Verð frá 27.460 Smergill BG150 Verð 19.960 Rennibekkur DMT 460 Verð 69.340 Iðnaðarsuga HA1000 Verð 25.200 Bandsög 2 stærðir Verð frá 54.660 Slípivél OSM100 Verð 39.900 Borðsög TS310 Verð 81.940 Borðsög HS120 TILBOÐ 55.480 Hefill 2 stærðir Verð frá 64.290 Tifsög 2 stærðir Verð frá 22.620 Slípivél OSM600 Verð 52.900 Vefverslun brynja.is Fagmennska í 100 ár STUTT ● Kínversk stjórn- völd hafa neitað að verða við þeirri kröfu Bandaríkja- manna að aflétta hömlum á við- skiptum með staf- ræna þjónustu. FT segir frá þessu og hefur eftir heim- ildarfólki sem þekkir til samningaviðræðna ráða- manna í Washington og Peking. Þykir stjórnvöldum í Bandaríkjunum að í Kína séu erlendum seljendum skýjaþjónustu settar of miklar skorður, m.a. vegna kröfu um að gögn séu geymd innanlands og þak sett á það gagnamagn sem senda má úr landi. Ýmis þjónusta í tölvuskýinu er orðin mikilvæg tekjulind margra stærstu fyrirtækja Bandaríkjanna, s.s. Amazon, Google, Microsoft og IBM. Að sögn FT eru ýmis deilumál til við- bótar sem eftir er að útkljá og fara áhyggjur vaxandi af að samninga- viðræður landanna kunni að fara út um þúfur, þó að Donald Trump Bandaríkja- forseti hafi fullyrt að viðræðurnar gangi vel. ai@mbl.is Viðræður stranda á stafrænni þjónustu Donald Trump Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Tap flugfélagsins WOW air nam 22 milljörðum króna í fyrra. Þar af var EBITDA félagsins (afkoma fyrir fjár- magnsliði, afskriftir og skatta) nei- kvæð sem nam 10 milljörðum króna. Þetta herma heimildir Morgunblaðs- ins. Tap sem varð í tengslum við sölu fjögurra nýlegra Airbus-þota til Air Canada undir lok síðasta árs hafði mikil áhrif á afkomuna. Þar hafi mun- að mest um að tveir þotuhreyflar sem fylgdu með í sölunni hafi ekki staðist söluskoðun og að það hafi rýrt mjög söluandvirði vélanna. Hlutfallið neikvætt um 83% Afleit afkoma félagsins veldur því að eigið fé félagsins er um þessar mundir neikvætt sem jafngildir rúmum 13,3 milljörðum króna. Það þýðir að eiginfjárhlutfall félagsins er neikvætt um 83%. Gera áætlanir félagsins ráð fyrir að enn muni stað- an versna og að eigið fé verði nei- kvætt um mitt ár sem nemur 14 milljörðum króna. Það jafngildir því að eiginfjárhlutfall félagsins verði neikvætt um 87%. Sömu gögn sýna að í lok árs er gert ráð fyrir að eig- infjárhlutfall félagsins verði nei- kvætt um 101%. Isavia lánar til tveggja ára Heimildir Morgunblaðsins herma að Isavia hafi komið til móts við erfiða stöðu WOW air og breytt kröfum vegna lendingargjalda, sem komnar voru yfir gjalddaga, í lán til tveggja ára. Nemur upphæð lánsins um 1,8 milljörðum króna og ber það 6% vexti. Lendingargjöld sem kom- in eru fram yfir gjalddaga bera alla jafna dráttarvexti, eða 10,25%. Skuldir WOW air nema um þess- ar mundir 20 milljörðum króna. Ásamt skuldinni við Isavia er Arion banki stór lánardrottinn félagsins. Upplýsingar sem Morgunblaðið hefur undir höndum sýna að lang- tímalán sem bankinn hefur veitt standa í tæpum 1,6 milljörðum króna. Lánin eru öll veitt til þriggja ára. Tvö þeirra eru á gjalddaga á næsta ári en þriðja lánið var veitt á þessu ári og verður gert upp árið 2022. Aðrir stórir lánveitendur WOW air eru flugvéla- og hreyfla- leigufyrirtæki. Stærsta skuldin er við Avolon eða jafnvirði 1,9 millj- arða króna. Þá er einnig 1,6 millj- arða skuld við flugvélaleigufélagið ALC sem á flestar þeirra þota sem WOW air notast við enn í dag. Skortir mjög lausafé Upplýsingar sem Morgunblaðið hefur séð sýna að þörf er á að minnsta kosti 10 milljarða innspýt- ingu í félagið á þessu ári, eigi það að eiga sér viðreisnar von. Sem stend- ur er lausafjárstaða félagsins nei- kvæð sem nemur ríflega 11 millj- ónum dollara. Á öðrum ársfjórðungi er gert ráð fyrir að hún versni enn og verði tæpar 40 milljónir dollara. Neikvætt eigið fé hjá WOW  WOW air tapaði 22 milljörðum í fyrra  Eigið fé félagsins er neikvætt sem nemur ríflega 111 milljónum dollara  Félagið þarf 10 milljarða innspýtingu í ár Morgunblaðið/Árni Sæberg Vélar Sala véla til Air Canada losaði um talsvert fjármagn en bókhaldslegt tap af viðskiptunum reyndist gríðarlegt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.