Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2019, Blaðsíða 4
HEIMURINN 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.3. 2019 Vonast til að ná til sem flestra Það má segja að þetta sé uppá-haldsverkefni heilsugæsl-unnar, að koma í veg fyrir sjúkdóma,“ segir Óskar Reykdals- son, forstjóri Heilsugæslu höfuð- borgarsvæðisins um mislingabólu- setningar sem staðið hafa yfir á heilsugæslunni. Allir sem fæddir eru fyrir 1970 eru öruggir en fólk fætt seinna gæti þurft á bólusetningu að halda hafi það ekki farið í almenna bólusetningu í æsku, eða ef það veit ekki hvort það var bólusett. „Við er- um búin að bólusetja nærri 4.000 manns nú þegar. Ef við ætlum að ná alveg öllum sem þurfa á bólusetn- ingu að halda þá þyrfti að fara í um 20 þúsund bólusetningar,“ segir Ósk- ar. Hann hvetur alla sem ekki eru bólusettir eða vita ekki hvort þeir eru bólusettir að mæta á heilsugæsl- una, opið er fyrir bólusetningar frá kl. 8 til 15 virka daga. Sex tilvik misl- inga hafa komið upp hér á landi frá því um miðjan febrúar, þar af smit- aðist 11 mánaða drengur af misl- ingum í flugvél á leið til Egilsstaða. Móðir drengsins, sem var í einan- grun í nokkra daga í síðustu viku en er nú á batavegi, segir í færslu á Fa- cebook að erfitt hafi reynst að fá upplýsingar. Hringdu margsinnis á heilsugæsluna „Við erum undrandi og mjög hugsi yfir því hversu erfitt var að fá upp- lýsingar og aðstoð á heilsugæslunni. Það virtist ekki vera nokkur áhugi né þörf á að greina og staðfesta smitið. Við hringdum margsinnis á heilsu- gæsluna til að upplýsa um stöðuna og hringdum einnig á Domus [Med- ica] þar sem við óskuðum eftir að fá að tala við barnalækni símleiðis vegna erfiðrar stöðu okkar. Það var ekki í boði, við þyrftum bara að panta tíma eins og aðrir,“ segir meðal ann- ars í færslu móðurinnar. Spurður um hvort nægilega vel sé staðið að upplýsingagjöf heilsugæsl- unnar til foreldra segir Óskar að honum þyki mjög miður að foreldrar drengsins hafi ekki fengið réttar upplýsingar og aðstoð strax. Ábend- ing um málið hafi borist heilsugæsl- unni. „Svona ábendingar eru mjög mikilvægar og við grandskoðum svona mál alveg niður í kjölinn. Við höfum farið yfir þetta með öllum að- ilum og gerum okkar besta til að bæta úr. Þetta hikstaði þarna í upp- hafi hjá okkur en ég hef enga trú á að það gerist aftur. Það er mjög leiðin- legt þegar það dregst að fólk fái rétt- ar upplýsingar, við viljum ekki að það gerist. Ef einhver hringir með svona einkenni og þessa sögu þá á að sinna því strax. Við viljum fyrst og fremst að fólk sé ánægt með þjón- ustuna okkar og förum ofan í saum- ana á öllu og tökum við öllum ábend- ingum. Við lærum af öllu svona og pössum okkur svo þetta gerist ekki aftur,“ segir Óskar. Mislingar eru meðal mest smit- andi sjúkdóma í heimi en þeim er hægt að halda niðri séu nægilega margir bólusettir. Talað er um að einn sýktur einstaklingur geti smitað 12-18 aðra, ef við gefum okkur að enginn væri bólusettur. Í farsótta- fræðum er talað um svokallað hjarð- ónæmi (e. herd immunity) en það vís- ar til þess að ákveðinn fjöldi manna þarf að vera bólusettur til að koma í veg fyrir að faraldur brjótist út. Vegna þess hversu bráðsmitandi mislingar eru þurfa 95% fólks að vera bólusett til að tryggja að sjúk- dómurinn breiðist ekki út þótt ein- hver smitist. Fáir sjúkdómar eru jafn smitandi og mislingar. Morgunblaðið/Hari Fjögur þúsund manns hafa verið bólusettir við mislingum undanfarna daga. Ef ná ætti til allra óbólusettra þyrfti að bólusetja um 20 þúsund. Kári Stefánsson fermdist í Hallgríms-kirkju 21. apríl 1963. Ágústa Eva Er-lendsdóttir fermdist í Stórólfshvols- kirkju á Hvolsvelli 31. mars 1996. Ólafur Darri Ólafsson var fermdur í Dómkirkjunni 12. apríl 1987. Hann var reyndar í Seljasókn enda átti hann þá heima í Steinaselinu. Björgvin Hall- dórsson var fermdur í Hafnarfjarðarkirkju 4. apríl 1965. Þetta vitum við vegna þess að árum saman hefur verið til siðs að birta lista með nöfnum fermingarbarna. Það hefur alltaf þótt eðlilegt og einhvers konar hluti af þessum viðburði þar sem bólugröfnum börnum, fullum af ný- uppgötvuðum hormónum, er safnað saman til að komast í „tölu fullorðinna“. Í gamla daga, þegar Íslendingar voru heldur færri, var varla sá fjölmiðill sem ekki birti sam- viskusamlega nöfn allra þeirra barna sem höfðu ákveðið að láta ferma sig. Í seinni tíð hefur þetta aðallega verið Mogginn. En ekki lengur. Í blaðinu í gær segir persónuverndarfulltrúi Biskupsstofu frá því að áður hafi þurft að fá samþykki. „Í nýjum lögum er hinsvegar sú krafa gerð að samþykkið sé útfært rétt. Fólk má til dæmis afturkalla samþykki sitt og gera þarf viðkomandi ljóst að slíkt sé ekki skilyrði þess að fá að fermast. Þar sem prestar hafa ekki allir aflað samþykkis samkvæmt nýjum lögum var ákveðið að nöfn fermingarbarna yrðu ekki send út til birtingar.“ Nú er ég ekki mikill íhaldsmaður en þetta finnst mér alveg stórkostlega glatað. Og reynd- ar líka hissa á þessari stöðu persónuverndarfull- trúa. Svona í ljósi þess að guð veit allt. Ofan á þetta bætist svo að það má sennilega ekki taka myndir. Vegna þess að „þátttaka í kirkjulegu starfi getur gefið til kynna trúaraf- stöðu þeirra sem á myndunum sjást“. Í alvöru! Persónuvernd er mikilvægt mál. Ég ætla ekkert að efast um það en er þetta ekki aðeins of mikið? Mín kynslóð hefur gaman af því að birta gamlar fermingarmyndir. Mest af því að þessar myndir eru allar teknar þegar við erum á há- punkti lúðaháttarins. Við lítum flestöll út eins og asnar, föst í tísku sem er dæmd til að vera bjánaleg í augum næstu kynslóða. Störum í myndavélina með blöndu af ótta við hús fullt af fjarskyldum ættingjum og spennu fyrir ferm- ingargjöfum. En þetta gengur náttúrlega ekki: „Ljóst er að myndatökur af viðburðum eins og fermingu fela í sér vinnslu viðkvæmra persónuupplýsinga og í þeim tilvikum getum við eingöngu byggt á full- nægjandi skriflegu afdráttarlausu samþykki sem heimild fyrir vinnslunni.“ Ég er reyndar svo heppinn að hafa fermst um haust. Ég man aldrei af hverju það var en það gæti hafa haft eitthvað með það að gera að ég var rekinn úr fermingarfræðslunni. En lukka mín var að við vorum fá sem fermdumst þá og því ekki margar myndir teknar. Sem er gott enda var hápunktur gelgjunnar ekki ein af þeim stundum sem ég er stoltastur af. Næstu kynslóðir þurfa víst ekki að hafa áhyggjur af því. Það er eitthvað. ’Við lítum flestöll út eins ogasnar, föst í tísku sem erdæmd til að vera bjánaleg í aug-um næstu kynslóða. Störum í myndavélina með blöndu af ótta við hús fullt af fjarskyldum ætt- ingjum og spennu fyrir ferming- argjöfum. Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is Ferming með leynd Langar þig í ný gleraugu! Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is PLUSMINUS | OPTIC Það fyrsta sem Marilyn Monroe leikkona tók eftir þegar hún hitti Arthur Miller rithöfund, voru gleraugun!

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.