Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2019, Blaðsíða 12
F rá þeim degi sem einka- dóttir Hermanns Göring, Edda Göring, kom í heim- inn, leit þýska þjóðin á hana sem hálfgerða prins- essu og hún var í böðuð ámóta ljóma og barnastjörnur á borð við Shirley Temple. Hermann Göring, hægri hönd Adolfs Hitlers og yfirmaður flug- hersins, eignaðist Eddu með seinni konu sinni, leikkonunni Emmy Sonnemann Göring. Edda naut strax sérstakrar at- hygli og atlætis. Hún fæddist 1938 og Adolf Hitler varð guðfaðir hennar. Allt stríðið voru afmæli Eddu sérstök tilefni, þar sem þjóðin fagnaði jafnvel opinberlega, hún var í fallegustu barnafötum sem nokkur hafði séð og í afmælisgjafir hlaut hún heimsfræg og ómetanleg listaverk og muni en frægt er þegar hún fékk listaverkið Madonna og barn eftir Lucas Cra- nach eldri í skírnargjöf. Það verk eignaðist faðir hennar eftir vafasöm- um leiðum með pólitískum þrýstingi sínum. Því verki var hún dæmd til að skila eftir stríð. Þessari ævintýraæsku Eddu lauk snögglega þegar Þjóðverjar voru sigraðir, 1945 en faðir hennar var leiddur fyrir dómstól í Nürnberg þar sem hann var dæmdur til dauða. Gör- ing varð þó fyrri til og svipti sig lífi í fangaklefanum stuttu áður en aftak- an átti að fara fram, Edda var þá átta ára gömul. Þýskir, breskir, franskir og allra þjóða fréttamiðlar fluttu fréttir í vik- unni af því að Edda Göring væri lát- in, áttræð að aldri. Þótti mörgum það heldur skrýtið að það væri fyrst gert opinbert núna, er í ljós kom að hún hafði látist í desember. Edda var jarðsett í München en engar frekari upplýsingar voru gefnar, aðeins að hún hefði verið ógift og barnlaus. Börn helstu leiðtoga nasista hafa mörg hver stigið fram frá því að þau komust til vits og ára og rætt sam- band sitt við foreldra sína. Nokkur þeirra hafa verið harðir stuðnings- menn þeirra og varið opinberlega þrátt fyrir skelfilega glæpi. Þannig má nefna að Gudrun Bur- witz, dóttir Heinrichs Himmler, yfir- manns Gestapó og SS sveitanna, varði föður sinn stíft alla ævi, en hún lést á síðasta ári. Eftir stríð flæktist Guðrún í samstarf við hópa nýnasista og hún var ein þeirra sem aðstoðuðu fyrrverandi meðlimi SS-sveitanna við að flýja land, svo sem hina harðsvír- uðu Klaus Barbie, sem gjarnan var nefndur slátrarinn frá Lyon, og Martin Sommer, böðulinn í Buchen- wald. Guðrún lést á síðasta ári. Hollustan við Hitler vandamál Þótt Edda Göring hafi ekki haft sig í frammi við að verja voðaverk nasista var hún afdráttarlaus um elsku föður síns í þeim örfáu viðtölum sem hún gaf eftir stríð. Í viðtali í sænskum sjónvarpsþætti árið 1986 sagði hún að faðir sinn hefði aðeins gert það sem hann taldi best fyrir Þýskaland og 1991 birtist annað viðtal við hana í bók eftir bandaríska verðlaunablaða- manninn Gerald Posner. Í bók hans, Hitler’s Children: Sons and Daught- ers of Third Reich, gerði Edda Gör- ing lítið úr hlut föður síns í helförinni þótt þá hafi löngu verið ljóst, og flest- ir sagnfræðingar sammála um, að Hermann Göring hafi átt afar stóran þátt í henni. „Vandamál föður míns var hollusta hans við Hitler,“ sagði Edda Göring í viðtalinu og bætti við að það sem gyð- ingar hefðu lent í hefði verið hrylli- legt, en „algjörlega aðskilið því sem faðir minn gerði“. Allt til síðasta dags barðist Edda fyrir því að endurheimta dýrmæta muni sem hún hélt fram að hún ætti fullkomið tilkall til, þar sem þeir hefðu verið í eigu föður hennar. Eftir stríð lögðu yfirvöld í Bæjaralandi hald á mikið magn ómetanlegra list- muna, skartgripa og húsgagna sem voru í eigu Hermanns Göring en þar sem langstærstur hluti þess var nas- istaþýfi, þar sem bróðurpartinum hafði verið rænt frá gyðingum, töldu þýsk yfirvöld að Edda ætti ekki til- kall til þeirra. Edda gerði síðast tilraun til að fara fram með mál sitt 2015. Því var vísað frá eftir aðeins nokkurra mínútna málflutning að því er fram kemur í umfjöllun New York Times í vikunni. Önnur nasistadóttir hlaut verðlaun Það er eilítið sérstakt að nokkrum vikum áður en kunngjört var um lát Eddu Göring, hlaut dóttir annars hátt setts nasista sérstök verðlaun fyrir verkefni sem byggist á því að láta gyðinga njóta ágóða listaverka með vafasaman uppruna. Hilde Schramm er dóttir Alberts Speer, aðalarkitekts Hitlers og þýska ríkisins og ráðherra hergagna- framleiðslu nasista. Í byrjun febrúar hlaut hún Obermayer German Jew- Edda Göring með móður sinni, leikkonunni Emmy Sonnemann Göring. Þegar fréttir bárust af væntanlegu barni Göring-hjónanna þótti það hálfgert kraftaverk, en móðirin var þá orðin 45 ára. Guðfaðir barnsins var Adolf Hitler. AFP Dæturnar og listaverkin Allt frá lokum heimsstyrjaldarinnar hefur umræðan um listaverk og dýr- mæta muni sem nasistar eignuðust eftir misjöfnum leiðum verið til umræðu í Þýskalandi. Erfingjar hátt settra hafa haft ólík viðhorf, svo sem sjá má á lífi Eddu Göring og Önnu Schramm, áður Speer. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Eddu Göring fannst lítið koma til um- fjöllunar fjölmiðla um föður hennar. Hermann Göring við réttarhöldin í Nürnberg árið 1945. HEIMURINN 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.3. 2019 Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna. Elskaðu. Lifðu. Njóttu. FEMARELLE REJUVENATE • Minnkar skapsveiflur • Stuðlar að reglulegum svefni • Eykur orku • Eykur teygjanleika húðar • Viðheldur eðlilegu hári Égmæli hiklaust með Femarelle. Í byrjun árs fór ég að finna fyrir hitaköstum bæði á daginn og einnig á nóttunni, sem var mjög skrítið því mér var venjulega alltaf svo kalt. Þetta ágerðist svo meira þegar leið á sumarið og ég fór að spá í því hvað væri í gangi. Ég las um Femarelle sem konur á mí- num aldri væru að taka með góðum árangri, en ég er 45 ára. Ég ákvað að prófa og fann mikinn mun strax eða á c.a. þremur vikum. Ég hef tekið Femarelle núna í þrjá mánuði og stendur ekki til að hætta að taka það. Ég mæli hiklaust með því. Þórunn Elfa Magnúsdóttir.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.