Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2019, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2019, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.3. 2019 LÍFSSTÍLL Ylströndin Nauthólsvík Sími: 411 5000 • www.itr.is Mánudagar – Föstudagar 11-14 og 17-20 Laugardagar 11-16 Lengri afgreiðslutími á ylströnd Verið velkomin í Nauthólsvík Fyrir 16 ferkantaðar sneiðar BOTN 100 g eða ca 1 bolli mulið ískex, eða annað kex með vanillubragði (setjið í matvinnsluvél og mælið svo) 3 msk. ósaltað smjör, bráðið Hitið ofninn í 180°C. Setjið smjörpappír í fer- kantað 20x20 cm form og látið aðeins standa upp fyrir kantana svo það verði auðveldara að lyfta kökunni upp úr forminu þegar hún er bökuð. Hrærið kexmulningi saman við brædda smjörið. Þrýstið mixtúrunni í botninn af forminu með smjörpappírnum þannig að það þeki jafnt yfir all- an botn. Bakið í 8 mínútur. Lát- ið kólna á meðan fyll- ingin er búin til. Lækkið hitann niður í 150°C. FYLLING 120 g hvítt súkkulaði, skorið gróft ¼ bolli rjómi 450 g rjómaostur, við stofuhita ½ bolli (100 g) sykur 2 stór egg 1 tsk. vanilludropar 2 tsk. rifinn börkur af sítrónu 2 msk. sítrónusafi Setjið súkkulaðið og rjómann í skál og bræðið saman í örbylgjuofni í 20 sekúndur í einu; takið út inn á milli og hrærið. Endurtakið þar til bráðið saman. Einnig er hægt að bræða saman yfir vatnsbaði. Setjið rjómaostinn í hrærivél og hrærið í eina mínútu á miðlungshraða þar til slétt og mjúkt. Bæt- ið þá við sykri og hrærið í aðrar tvær mínútur. Skafið hliðarnar ef þurfa þykir og hrærið áfram. Bætið eggjunum við, einu í einu, þar til allt er vel blandað. Bætið þá vanilludropum, sí- trónuberki og sítrónu- safa og hrærið. Hellið súkkulaði- blöndunni saman við og hrærið. Hellið blönd- unni yfir botn- inn og dreifið þannig að allt verði jafnt og slétt. Bakið í 45 mínútur. Miðj- an á kökunni á að vera aðeins „á hreyfingu“ þegar hún er tekin út. Látið hana kólna á borðinu í klukku- stund. Setjið hana svo í ís- skáp og hafið þar í a.m.k. Ostakaka með sítrónu og hvítu súkkulaði fjóra klukkutíma en helst yfir nótt. Lyftið kökunni úr form- inu og skerið í ferninga. Fyrir 12 BOTN 12 Graham-kexkökur 1 ½ msk. sykur 2 ½ msk. brætt smjör Hitið ofninn í 190°C. Smyrjið botninn á 23 cm formi. Best er að nota hringlaga smelluform. Blandið kexi, sykri og smjöri saman í matvinnsluvél. Pressið blöndunni í botninn á forminu. Bakið í ofni í u.þ.b. 8 mínútur. Tak- ið út og látið kólna. Hækkið hitann á ofn- inum í 260°C. Smyrjið kanta formsins. FYLLING 1 kg rjómaostur, við stofuhita 1½ bolli sykur rifinn börkur af 1 sítrónu og 1 lítilli appelsínu ½ tsk. vanilludropar 3 msk. hveiti 5 stór egg 2 stórar eggjarauður ½ bolli sýrður rjómi Setjið rjómaost, syk- ur, vanilludropa og rifna börkinn í hræri- vélarskál og blandið vel. Bætið þá hveitinu út í og hrærið eggj- unum og eggjarauð- unum út í varlega, einu í einu. Blandið vel eftir hvert egg. Bætið að lokum sýrða rjómanum saman við og hrærið vel. Hellið blöndunni í formið ofan á botn- inn. Bakið kökuna í 12 mínútur. Lækkið hit- ann í 90-95°C. Bakið í klukkutíma. Takið kökuna út og látið hana kólna í korter. Takið þá hníf og rennið honum var- lega eftir kantinum til að losa hana frá form- inu. Þegar kakan hef- ur náð stofuhita, fjar- lægið hliðar formsins. Setjið í ísskáp í a.m.k. 3 klukkutíma. Takið kökuna út úr ísskáp 20 mínútum áður en hún er borin fram. Skerið kökuna með hnífi sem dýft hefur verið í sjóðandi heitt vatn. New York-ostakaka með sýrðum rjóma Fyrir 12 BOTN 1 bolli súkkulaðikex, mulið (chocholate wafer crumbs) 3 msk. sykur 3 msk. bráðið smjör FYLLING 2 bollar súkkulaðibitar (dökkt súkkulaði) 460 g rjómaostur, við stofuhita ¾ bolli sykur 2 msk. hveiti 2 stór egg, slegin saman 1 tsk. vanilludropar jarðarber og hvítt súkkulaði til skrauts, valfrjálst Setjið kexið í mat- vinnsluvél og vinnið þar til það er orðið að fínni mylsnu. Hrærið súkkulaðikexmylsn- una saman við sykur og smjör. Pressið þetta í botninn á vel smurðu 22-23 cm smelluformi. Geymið til hliðar. Bræðið súkku- laðibitana í örbylgju- ofni og hrærið þar til þeir eru orðnir mjúkir. Geymið til hliðar. Hrærið rjómaost, hveiti og sykur vel saman í hrærivélar- skál. Bætið þá eggjum við og hrærið áfram á lágum hraða. Hellið þá súkkulaðinu og vanilludropum saman við og blandið vel. Hellið yfir botninn. Bakið á 175°C í 40- 45 mínútur. Takið út og kælið í tíu mínútur. Takið hníf og rennið honum varlega með- fram kantinum til að losa kökuna frá form- inu. Kælið í klukku- tíma í viðbót á borði. Hafið í ísskáp yfir nótt. Skreytið með jarðar- berjum og hvítu súkku- laði (rifið eða skafið yfir kökuna) ef þið viljið. Súkkulaðiostakaka Baka þarf ostaköku með ást og um- hyggju og fara sér að engu óðslega. Út- koman verður guðdómleg og þið munuð ekki sjá eftir því að eyða tíma í bakstur um helgina. Fátt er betra en flauelsmjúk ostakaka með kaffinu! Unaðslegar ostakökur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.