Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2019, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2019, Blaðsíða 13
ish History Award fyrir merkilegt verkefni sem hófst fyrir um 25 árum. Speer var að loknu stríði dæmdur í 20 ára fangelsi, sem er vægasti dóm- ur sem nasistar úr innsta hring Hit- lers fengu að loknu stríði. Speer hélt því fram að hann hefði ekki vitað af Helförinni og baðst afsökunar á glæpum sínum en hann var m.a. sak- felldur fyrir að notfæra sér nauðung- arvinnu í verkefnum sínum. Hann þótti geðþekkur maður og hafa sagn- fræðingar síðari tíma velt því fyrir sér hvort ásjóna hans hans hafi spilað inn í að hann fékk svo vægan dóm, hvorki lífstíðarfangelsi eða dauða- dóm. Í dag draga margir sagnfræð- ingar nútímans það stórlega í efa að hann hafi ekki vitað neitt, bæði var hann arkitekt nasista fyrir stríð og er talinn hafa ásamt starfsliði sínu hannað útrýmingarbúðirnar og þá var hann líka einn nánasti vinur Hitlers. Árið 2005 greindi breska dagblaðið Telegraph frá því að skjöl hefðu komið fram í dagsljósið sem sýndu að Speer hefði vitað af Ausch- witz. Hilde Schramm hefur nokkrum sinnum komið fram og rætt glæpi nasista og föður síns og frá árinu 1995 hefur hún unnið að verkefninu sem hún var verðlaunuð fyrir fyrir nokkrum vikum. Verkefnið kallast einfaldlega að „Gefa aftur“ eða Zu- rückgeben. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Schramm hlotnast viðurkenning af hálfu gyðinga fyrir verkefni sitt en árið 2005 hlaut hún Moses Mendels- sohn verðlaunin, sem eru kennd við heimspekinginn og gyðinginn Mend- elssohn. Albert Speer og glæpir hans vekja þó það sterkar tilfinn- ingar hjá þýskum gyðingum að ákveðið var að verðlaunaafhendingin færi ekki fram á þeirra heilagasta stað eins og venjan er; sýnagógu þeirra í Berlín, heldur í kirkju. Verkefni Schramm hófst þegar hún erfði föður sinn, þar með nokkur listaverk sem var ekki ljóst hvaðan voru upprunin. Þótt ólíklegt þyki að þau hafi verið í eigu gyðinga vildi Schramm halda því til streitu að selja þau og láta gyðinga njóta ágóð- ans, nánar tiltekið konur af gyðinga- ættum í Þýskalandi sem vinna við listsköpun og í vísindum. „Hugmyndin að baki Zurückge- ben er að gera sér grein fyrir að Hel- förin færir dimman skugga yfir tíma og kynslóðir,“ sagði Schramm í við- tali við Guardian þegar hún hlaut Moses Mendelssohn verðlaunin. Á þessum aldarfjórðungi sem liðinn er frá því að Schramm hóf verkefnið hefur Zurückgeben styrkt 150 list- og vísindaverkefni sem konur af gyðingaættum leiða, um alla Evr- ópu. Náinn vinskapur var með Adolf Hitl- er og Albert Speer og fjölskyldu hans. Hér er Hilda Speer í Arnar- hreiðrinu. Hilde Schramm segir mikilvægt að Þjóðverjar viti hver uppruni þeirra verðmæta sem þeir eigi í dag sé, að þau séu ekki nasistaþýfi. Albert Speer var aðalarkitekt Þriðja ríkisins en hér er hann með Adolf Hitler á sveitasetrinu í Berghof í Obersalzberg að fara yfir teikningar. 17.3. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 Stangarhyl 1 | 110 Reykjavík | Sími 570 8600 Smyril Line Seyðisfjörður 470 2808 | info@smyril-line.is | www.smyrilline.is Heimsæktu Færeyjar eða Danmörku með Norrænu Bókaðu núna og tryggðu þér pláss Innifalið: Sigling með Norrænu fram og til baka, flutningur á bíl og gisting í 2m klefa án glugga. Verð miðast gengi gengi DKK 30. janúar 2019 og getur breyst. DANMÖRK FÆREYJAR Lágannatímabil verð á mann ISK 58.000 Miðannartímabil verð á mann ISK 77.000 Háannatímabil verð á mann ISK 150.000 Lágannatímabil verð á mann ISK37.250 Miðannartímabil verð á mann ISK57.900 Háannatímabil verð á mann ISK88.800 Eigðugóðan dag-ristaðu Samsölubeyglur Samsölu-beyglur eru og hafa verið vinsælar á íslenskumheimilum til fjölda ára. Þú getur valið úr fjórum tegundum.Núna færðu vinsælu Samsölu- beyglurnar einnigmeð jalapenoog bræddum Cheddar osti. Njóttu þess að setjast niður aðmorgnimeð nýristaða jalapenobeyglu, það gerir daginn betri. Það einfaldar þér lífið að eiga beyglur í frystinum, þú getur fengið þér bragðgóðamáltíð á einungis nokkrummínútum.Hafðu þaðnotalegt og toppaðu Samsölu-beyglunameðþínu uppáhalds áleggi. myllan.is >> Veldu þínar uppáhalds Samsölu-be yglur eru frábæra r með rjómao sti... — fáðu þér beyglu, strax í dag Bestarristaðar Smakkaðu bey glur með jalapeno og osti Hörfræ, sesam og blátt birki Kanill og rúsínur Fínar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.