Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2019, Blaðsíða 6
EUROVISION
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.3. 2019
F
ramlag Íslands til Eurovision í ár hefur vakið mikla
athygli erlendis og á þeim tveimur vikum sem liðnar
eru frá því að þjóðin valdi framlag sitt hefur víða
verið fjallað um lagið og hljómsveitina.
Sjaldan, ef nokkurn tímann hefur fjölmiðlaum-
fjöllun og skrif á samskiptamiðlum verið jafnmikil svona löngu
áður en lokakeppnin er haldin og eru ýmsar ástæður fyrir því,
og svo því sé haldið til haga þá er það ekki aðeins boðskapur,
sérstök umgjörð, búningar og óvenjuleg tónlist sem er tilefni
skrifa heldur þykir lagið einfaldlega gott. Framlag Íslands er
ofarlega í veðbönkum og fólk um allan heim lýsir því yfir á sam-
skiptamiðlum að lagið sé ekki bara búningar og frumlegheit
heldur einfaldlega gott.
Í vikunni birtist viðtal við þá Hatara-meðlimi í einum út-
breiddasta og virtasta fjölmiðli Breta; Independent, og þar
skrifaði blaðamaður um tónlist hljómsveitarinnar almennt:
„Fyrst og fremst og kannski það mikilvægasta, að þá er tón-
listin raunveruleg góð.“
Það er óvenjulegt fyrir einstaka keppendur í Eurovision að
fá svo veglegt viðtal í jafnútbreiddum fjölmiðli og Independent
er, hvað þá svona snemma.
Umfjöllun fjölmiðla ytra er óvenjulofsamleg. Í Independent
segir blaðamaður að Hatari njóti þess umfram aðra keppendur
að allir elski utangarðsmenn, sérstaklega í Eurovision, og þeim
hafi tekist í þetta sinn að hrífa með sér ótrúlega fjölbreyttan
hóp; furðufugla, hipstera, homma, ömmur og börn.
Stuttu eftir að viðtalið birtist í Independent tók BBC saman
atriði sem þeir telja sigurstranglegust og var Hatrið mun sigra
þar efst á blaði, sem þeir telja þar að auki sjónrænt séð það
mest grípandi í keppninni.
Ísraelskir fjölmiðlar hafa einnig fjallað um Hatara og þá
einkum í samhengi við meintan pólitískan boðskap þeirra og
möguleg mótmæli. Jafnvel hvort þeim verði vísað úr keppni.
Í viðtali við norska ríkissjónvarpið í vikunni sagði Jon Ola
Sand, framkvæmdastjóri Eurovision, að hann sæi ekkert því til
fyrirstöðu að framlag Íslands yrði tekið gott og gilt.
„Við erum í góðu sambandi við ríkisstjórn Ísraels og þeir vita
að það getur fljótt komið í bakið á þeim og skipuleggjendum
keppninnar þar í landi ef einhverjum er synjað um vegabréfs-
áritun.“ Jafnframt sagði hann að RÚV hefði fengið skýr skila-
boð um hvað gæti gerst ef Hatari kæmi með pólitískar yfirlýs-
ingar á sviðinu í Ísrael.
„Við teljum ekki að þeir muni nota Eurovision til mótmæla.
Þeir þekkja hvaða skilyrði eru sett fyrir þátttöku.“
Hatrið sigrar
heiminn
Framlag Íslands til
Eurovision í ár setur
samskiptamiðla á
hliðina og er geysi-
vinsælt á Youtbe.
Júlía Margrét Alexandersdóttir
julia@mbl.is
Ljósmynd/Lilja Jóns
Áhrif samskiptamiðlanna geta verið mikil og þeir endurspegla
einnig almenningsálitið. Á Twitter birtist nýtt tíst um Hatara, lagið
og Ísland í Eurovision á um einnar og hálfrar mínútu fresti. Alger
meirihluti er á jákvæðum nótum.
Burst á Twitter
Vinsæl hollensk fréttasíða sló þeirri fyrirsögn upp í vikunni að Eurovision
yrði haldið á Íslandi 2020. Þetta er vinsæl lína á Twitter en þar er mikið
skrifað um að Eurovision hafi breyst og loksins sé frumleiki í fyrirrúmi.
Flutningur á lagi Hatara er fádæma vinsæll
á Youtube, bæði flutningur hljómsveitar-
innar í lokakeppninni hérlendis og opinbert
myndband þeirra.
Seinnipartinn á föstudag höfðu 563.000
manns horft á opinbert myndband lagsins
og alla vikuna hafa áhorfstölur hækkað um
u.þ.b. 50.000 manns milli sólarhringa.
Annað eins áhorf er á flutningi þeirra
Hatara-félaga í lokakeppninni hérlendis, en
á það myndband hafa 532.000 manns horft
og hækkar sú tala að sama skapi um svipað
milli sólarhringa.
Þetta er mjög mikið áhorf fyrir lag sem
að baki stendur svo lítil þjóð.
Þannig má nefna að mun fjölmennari
þjóð, Hollendingar, sem veðbankar spá
meira að segja sigri í Eurovision er með
furðulítið áhorf á sitt framlag miðað við
áhorfstölur Íslands.
Sé horft til íbúafjölda eru íbúar Hollands
rúmlega 17 milljónir, eða um 51-faldur
íbúafjöldi Íslands. Tvær milljónir hafa horft
á myndbandið eða sama og 11 prósent hol-
lensku þjóðarinnar. Meðan ein og hálf ís-
lenska þjóðin hefur horft á myndband Hat-
ara.
Ofurvinsælir á
Youtube