Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2019, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2019, Blaðsíða 32
SUNNUDAGUR 17. MARS 2019 DÝPR I OG BE TR I SVEFN Með því einu að snerta takka getur þú stillt rúmið í hvaða stöðu sem er og með öðrum færð þú nudd. Saman hjálpa rúmið og dýnan þér að ná hámarksslökun og dýpri og betri svefni. Svo vaknar þú endurnærð/ur og til- búin/n í átök dagsins. ÞRÁ AUS FJARSTÝRING LED-vasaljós Klukka Vekjaraklukka Upp/niður höfðalag Upp/niður fótasvæði Rúm í flata stöðu 2 minni Nudd Bylgjunudd Tilboð 427.350 kr. STILLANLEG RÚM – VERÐDÆMI Með tveimur Serta Therapist heilsudýnum, 2 x 90 x 200 cm. Fullt verð: 569.800 Tilboð 288.675 kr. Með Tempur Original eða Cloud heilsudýnu, 90 x 200 cm. Fullt verð: 384.900 FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 AÐ SOFA BETUR OG LÍÐA BETUR ER OKKUR ÖLLUM DÝRMÆTT STILLANLEGIR DAGAR STILLANLEGU HEILSURÚMIN FRÁ C&J: · Inndraganlegur botn · Lyftigeta yfir 2 x 450 kg per botn · Mótor þarfnast ekki viðhalds · Tvíhert stálgrind undir botni · Tveir nuddmótorar með tímarofa · Þráðlaus fjarstýring með klukku, vekjara og vasaljósi · LED lýsing undir rúmi · Hliðar og endastopparar svo dýnur færist ekki í sundur HEILSURÚM AFSLÁTTUR 25% KOMDU NÚNA! STILLANLEGIR DAGAR „Með jarðskjálftum, dauða kvikfénaðar og hryðju- verkahópi sem kallast Hamar Þórs, hefur þáttaröð númer tvö verið eins og morðgáta sem gerist í Mord- or.“ Svo hljómar úrskurður gagnrýnanda Guardian um Ófærð en Bretar eru að nálgast lokaþáttinn, búnir með þann áttunda. Dómur Guardian sem birtist á fimmtudag er lofsam- legur og það sama má segja um gagnrýni annarra breskra fjölmiðla. Gagnrýnandi blaðsins telur málin að- eins vera að skýrast og þykir þáttaröðin hafa hrífandi og sannfærandi „yfirnáttúrulegt yfirbragð“ þar sem yf- irnáttúrulegar útskýringar hljómi ekki einu sinni út úr kú – svo sem að álög hvíli á einstökum byggingum vegna þess að þær voru reistar á ákveðnum steinum. Ólafur Darri Ólafsson hrífur gagnrýnanda sem hefur haft sérstaka ánægju af því að fylgjast með sam- skiptum hans og Hinriku og Ásgeirs. Bretar nálgast loka- þátt Ófærðar og eru að farast úr spenningi. Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir Morðgáta í Mordor Bretar eru komnir langt í annarri þáttaröð af Ófærð en áttundi þáttur fór í loftið í vikunni. Gagnrýnandi Guardian er stórhrifinn. Fyrir nákvæmlega 40 árum, þann 17. mars 1979, var frétt í Morgunblaðinu um þrjá skemmtilega menn í Hafnarfirði sem hugðust létta sig til styrktar góðu málefni. Þar var ritað: MARAÞONMEGRUN hófst 8.1. fimmtudags- kvöld í Veitingahúsinu Snekkjunni í Hafnarfirði. Þrír menn, vel í holdum, þeir Ingvar Viktorsson, 109 kg, Jón (samlokubani) Sigurðsson 107 kg, og Kristján (Kiddi kroppur) Þorsteinsson 88 kg, skoruðu á plötusnúð staðarins Halldór Árna Sveinsson (Dóra feita), 120 kg, í megrun. Til- gangurinn með þessari megrun er að vekja at- hygli og safna fyrir „gleymd börn ’79“ en ágóð- inn af þeirri söfnun fer til þess að bæta aðstöðu barnanna í Lyngási. Munu kapparnir verða vikt- aðir á hverjum fimmtudegi af Báru Magnús- dóttur frá heilsurækt Jassballettskóla Báru en hún mun einnig gefa þeim góð ráð og fylgjast vel með þeim. Einnig munu þeir félagar skemmta fólki með ýmsu móti næstu fimmtudagskvöld, m.a. með því að dansa ballett. GAMLA FRÉTTIN Maraþonmegrun Maraþonmegrunin að hefjast. Talið frá vinstri: Kristján Þor- steinsson, Halldór Árni Sveinsson og Ingvar Viktorsson. Ljósm. Kristján ÞRÍFARAR VIKUNNAR James Marsden leikari Bill Hader leikari og grínisti Gísli Örn Garðarsson leikari

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.