Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2019, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.3. 2019 U mræðan er nú meiri kerlingin. Það verður seint af henni tekið. Stefán G. minnti á að ýtar (nema Jón hrak) lægju austur og vestur og „umræðan“ er jafn trygg sinni hefð, en er (svipað og Jón) út og suður án undantekninga. Við þá helgisiði hefur bæst á síðari tíð sú viðbót að stjórnmálaforystan í landinu skuli rísa úr sætum og draga ályktun af umræðunni þegar hún er hádegis- stað þvælunnar og talið að vitlausari geti hún ekki orðið. Þessi vinnuregla helgast einnig af því að það sé eina stig hennar sem Píratar, áttaviti stjórnarand- stöðunnar, skilji. Um leið og eitthvert vit kæmist í umræðuna myndu þeir og því miður fleiri ekki vita hvort þeir væru að koma eða fara. Nú síðast varð að þvinga ráðherra til að axla ábyrgð á niðurstöðu mikils meirihluta þingsins án tafar, enda hlyti hún að geta syrgt móður sína þegar betur stæði í bælið hjá belgingsliði. Allt var það háttalag til hinnar mestu skammar. Í fanta formi Íslenskir stjórnmálamenn voru blessunarlega í full- kominni æfingu því seinast þegar þeir máttu engan tíma missa við að hlaupa á sig var þegar þriggja flokka ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Misskilnings um að framtíðin væri björt hrökk upp af standinum. Bréfritari einsetti sér þá að gleyma því atviki svo fljótt sem tök væru á, svo fáránlega fíflalegt var það. Þau áform lánuðust svo vel að hann man ekki hver vandinn var sem meðhöndlaður var eins og snjóflóð hefði eytt þúsund manna byggðarlagi og því flóði hefði verið komið af stað af þingflokki stjórnarliðsins í skíðaferðalagi. Það sem helst flögrar þó að bréfritara um atvik þess að ríkisstjórnin lenti í óviðráðanlegu uppnámi skömmu eftir miðnætti síðla hausts og var dauð áður en dagur rann er að það hafi snúist um fullyrðingar manns á netinu, sem hafði hafið drykkju eftir 15 ára hlé, um að langamma Proppé heilbrigðisráðherra eða frænka hennar hefði farið í göngugrind yfir á rauðu ljósi. Vissulega var það pínlegt ef satt reyndist, þar sem heilbrigðisráðherrann tengdist málinu svona hastar- lega og vissulega hefði þetta svo sem ekki verið gott heldur þótt Proppé hefði þá enn verið að afgreiða í bókabúðinni. Má ætla að hann hefði þá sjálfur verið afgreiddur. En þegar þetta eða eitthvert annað svipað stórmál fréttist leið ekki á löngu þar til sagt var að „netheimar loguðu“, en það hugtak þýðir að nú séu 50 mestu rugludallar landsins teknir að blogga. Sagan sýnir að engin nútímaleg stjórn á Íslandi lifir slíkt af. Það þótti til marks um viðbragðsflýtinn og hrein- lyndi og heiðarleika íslenskra stjórnmálamanna að fullyrt var að langamma Proppé eða frænka hennar hefði ekki verið komin gangbrautina á enda þegar ríkisstjórnin var farin. Þessi snöfurlegu viðbrögð komu aftan að Pírötum sem höfðu ætlað að bera sam- dægurs upp vantraust á ríkisstjórnina, en þar sem hún var þegar sprungin að bera þá upp vantraust á gangbrautarvörðinn, og gatnamálastjóra til vara, en Helgi Bernódusson skrifstofustjóri hefði haft efa- semdir um að tillagan væri tæk. Umboðsmaður Alþingis tók því málið til sín með vísun til frumkvæðisréttar og 400 síðna skýrsla hans um málið mun væntanleg á allra næstu árum. Sagan segir að Trump hafi tíst að sú skýrsla verði sennilega viðauki við skýrslu Muellers en það kann þó að vera „fake news“. Þess má geta, þótt það komi hvorki þessu máli né öðrum við, að deilt er um það nú hvort skýrsla Muellers verði trúnaðarmál eða ekki. En það skemmtilega er að skýrslur umboðsmanns Alþingis eru ekki trúnaðarmál, þótt enn hafi ekki frést af nein- um sem hefur lesið þær, svo að þær gætu þess vegna verið trúnaðarmál án þess að nokkur frétti það. En að öllu gamni slepptu En þótt upplitið á umræðunni nú gefi ríkulegt tilefni til hálfkærings og manni líði best með hana þannig þá þarf annað að vera með. Þeir sem tóku allar sínar ákvarðanir í krafti um- ræðunnar áður en þeir vissu hvað sneri upp og hvað niður geta illa bjargað sér úr því sem komið er. En það getur þó varla skaðað að ná áttum þótt verra sé að vera þegar kominn upp á sker þegar þær nást. Aldrei er á það minnst að Íslendingar séu ekki bundnir af niðurstöðum þessa dómstóls. Hvað þýðir það og hvaða þýðingu hefur það? Það vill svo til að í þessu tilviki þýðir það nákvæmlega það sem það seg- ir. Íslendingar eru ekki bundnir af niðurstöðum þessa dómstóls og þess vegna er eins og hver annar kjána- háttur að hafa fyrir því að áfrýja svo vitlausri niður- stöðu. Með því gæti virst að einhverjir bjálfar í ráðu- neyti, og þar er enginn skortur, hafi skrökvað því að ráðherrum að Ísland sé bundið af dómstólnum. Því ráði Lissabonsáttmálinn sem margir íslenskir emb- ættismenn starfa í raun eftir en ekki þessu skiteríi sem 98 prósent þjóðarinnar samþykktu og staðfest var á Þingvöllum 17. júní 1944. Allstór hluti þingtin- dáta og úr óþægilega mörgum flokkum virðist telja í hjarta sínu að best væri að Ísland yrði bundið á alla þá klafa og bása sem hægt sé að binda það á. En stjórnarskráin hefur enn að mestu komið í veg fyrir það og enn er hún mun virðingarverðari staður en fyrrnefnt hjarta í tindátanna. Hinu er ekki að neita að óþægilega margir umgang- ast núorðið þessi helgustu blöð lögbókarinnar af vax- andi léttúð og geta menn þá rétt ímyndað sér hverrar virðingar lakari gögn bókarinnar muni njóta þegar fram í sækir. Jafnvel þeir sem menn hefðu seinast trúað til slíks virðast telja að finni þeir dæmi og jafnvel fleiri en eitt um hirðuleysislega umgengni „stjórnvalda“ um stjórnarskrána eða hreina misbrúkun hennar sé það leyfisbréf um það að slíkt megi og skuli helst halda áfram og jafnvel gefa í. Enn er þó ekki þannig dæmt að langur brotaferill sé þrjótum til framdráttar né haft til afsökunar á þeirra framferði heldur þvert á móti efni til refsiauka. Síst ætti sambærileg hegðun að vera til upphefðar þegar sjálf stjórnarskrá landsins á í hlut. Draga þarf réttar ályktanir En fyrst vel er þekkt hvað fyrrnefnt orðalag þýðir má næst spyrja sig hvað þýðingu sú staðreynd hafi sem það lýsir. Það bannar að sjálfsögðu ekki að kíkt sé á það sem frá slíkum dómstól kemur þótt úrlausnir hans verði sífellt undarlegri. Og auðvitað er ekki úti- lokað að hafa megi eitthvert gagn af því sem þaðan kemur og til álita komi að hafa það til hliðsjónar í framtíðinni. Séu ráðherrar strengja- brúður kerfiskarla eru kosningar plat ’ Það sem gerir það hins vegar nauðsyn- legra en ella að gert sé hreint fyrir þess- um dyrum er að forsætisráðherrann hefur svarað spurningum um endurkomu ráð- herrans með einkennilegum hætti, og látið eins og hún hafi eitthvað með það mál að gera, fyrir utan formsþáttinn. Reykjavíkurbréf15.03.19

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.