Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2019, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2019, Blaðsíða 18
Bogi Bjarnason hefur verið dug-legur að sækja alþjóðleg mót ífrisbígolfi á umliðnum árum og misserum og þegar honum bauðst að taka þátt í móti í Brasilíu í síðasta mánuði lét hann ekki segja sér það tvisvar. Ekki spillti fyrir að hann gat tengt mótið við annað mót, Opna spænska mótið í frisbígolfi, í sömu ferðinni en Bogi hafði tekið þátt í því móti þrisvar áður. „Ég hafði aldrei komið til Suður- Ameríku og gat ekki látið mér þetta tækifæri úr greipum ganga; það er heldur ekki eins og mótin séu þar á hverju strái en völlurinn, sem er í Pi- racicaba, mun vera sá eini sinnar teg- undar í allri álfunni,“ segir Bogi. Eftir langt og strangt ferðalag með millilendingu í Madríd og Casa- blanca lenti Bogi, sem var einn á ferð, í São Paulo í Brasilíu. Á flugvellinum vippaði hann sér upp í Uber-bíl og bað um að sér yrði skutlað til Piraci- caba. Bílstjórinn talaði á hinn bóginn enga ensku og litla spænsku, þannig að Bogi endaði á allt öðrum stað. Eft- ir að greitt hafði verið úr flækjunni komst hann loks á áfangastað – 53 klukkustundum eftir að hann lagði af stað frá Íslandi. Svæðið sem hann var á í Piraci- caba var afgirt og enginn hægðar- leikur að komast þaðan út og inn. „Mér leið eins og ég væri staddur á Kvíabryggju,“ segir Bogi hlæjandi. Fjarskipti voru heldur varla í boði en Bogi komst að því að 1 GB í símann myndi kosta hann litlar 2,6 milljónir króna. „Ég var því með símann á flugstillingu í tæpar tvær vikur. Komst að vísu annað slagið í wi-fi í sumarhúsi við keppnissvæðið.“ Mótið fór vel fram og voru kepp- endur tæplega þrjátíu talsins, frá hinum ýmsu þjóðlöndum. Úr því hann var kominn til Brasilíu langaði Boga vitaskuld að skoða sig aðeins um og tók því, að móti loknu, flug til Rio de Janeiro og kom sér þar makindalega fyrir á fínu hóteli tveim- ur húsalengdum frá Copacabana- ströndinni frægu. Bogi kunni vel við sig í Rio en segir ekki hlaupið að því að komast einn og óstuddur á viðburði; þannig þurfti Ljósmyndir/Bogi Bjarnason Frisbí með ferskum Blæ Bogi Bjarnason, blaðamaður og frisbígolfari, fór í skemmtilega ævintýraferð til Brasilíu í febrúar í tengslum við mót í íþrótt sinni. Á leiðinni heim tók hann þátt í Opna spænska, þar sem Íslend- ingur kom, sá og sigraði, Blær Örn Ásgeirsson. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Menn eru alltaf í boltanum á Copacabana-ströndinni. 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.3. 2019 LÍFSSTÍLL

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.