Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2019, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.3. 2019 VIÐTAL S autjándi september 2015 var dagur- inn sem breytti lífi Arnars Más Ólafssonar, ferðamálafrömuðar hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum. Þennan sólríka septemberdag var hann á leið til vinnu á hjóli sínu þegar bifreið var ekið í veg fyrir hann. Tilviljunin ein réði því að hann lifði slysið af en mölbrotinn lá hann á gjörgæslu í mánuð þar sem líf hans hékk á bláþræði. Nú eru liðin rúm þrjú ár frá slysinu og Arn- ar Már er á góðum batavegi. Við komum okkur fyrir á rólegu kaffihúsi og tölum um hið örlaga- ríka slys, lífið og tilveruna. Arnar Már hefur þægilega nærveru og röddin er þýð og mjúk. Það ríkir yfir honum einhver ró og hann segir yfirvegaður frá lífsreynslunni sem breytti sýn hans á lífið til frambúðar. Féll fyrir hjólreiðum Arnar Már er Vesturbæingur og gekk hinn dæmigerða menntaveg Vesturbæingsins; nam fræðin í Melaskóla, Hagaskóla og Mennta- skólanum í Reykjavík. Þaðan lá leiðin til Frakklands í ferðamálafræði. Eftir sjö ár kom hann heim sprenglærður í faginu og reynsl- unni ríkari. Fljótlega kynntist hann konu sinni, Steinunni Hildi Hauksdóttur, en saman eiga þau þrjár dætur; tvær nánast fullorðnar og eina ellefu ára. Um tíma bjó fjölskyldan á Akureyri þar sem hann setti á fót ferðamálafræði í Háskólanum á Akureyri og eftir það starfaði hann mikið sem leiðsögumaður um landið. Í dag er hann einn eigenda Íslenskra fjallaleiðsögumanna og starfar þar sem markaðsstjóri. Arnar Már hefur alltaf verið mikill útivistar- maður og ávallt stundað hreyfingu af ýmsu tagi. „Ég hef alltaf verið mikið í íþróttum og var mest í badminton sem krakki. En það var bara á veturna og mig vantaði eitthvað til að halda mér í formi á sumrin. Þannig ég byrjaði að hjóla og fór fljótlega að stunda keppnis- hjólreiðar. Ég fann að þetta átti vel við mig; ég var léttur og úthaldsgóður og með sterka fæt- ur. Þetta stundaði ég í menntaskóla en það fjaraði alveg út þegar ég fór í háskóla úti,“ seg- ir hann. „Síðan löngu seinna, um 2014, var WOW- hjólreiðakeppnin að festa sig í sessi. Ég hugs- aði að þetta gæti verið sniðugt, að búa til lið úr þessum spræku strákum sem voru að vinna með mér. Sumir voru sterkir hjólreiðamenn en aðrir ekki. Þannig að við bjuggum til lið og mönnum sagt að æfa sig. Við hjóluðum nokkr- um sinnum saman og svo var bara lagt af stað,“ segir hann og brosir. „Það kom í ljós að við vorum bara ansi sterk- ir. Við lentum í sjötta sæti og það kom okkur skemmtilega á óvart. Þetta var ofboðslega gaman og þarna varð ekki aftur snúið. Ég féll alveg fyrir þessu,“ segir Arnar Már. Upp frá því fór Arnar Már að stunda hjól- reiðar af fullu kappi, taka þátt í keppnum og hjóla í vinnuna úr Hafnarfirði og upp á Höfða. „Ég hjólaði þessa svokölluðu flóttamannaleið, fram hjá Vífilsstaðavatni og niður Vatnsenda,“ segir hann og naut sín vel á hjólinu. En einn góðan veðurdag syrti í álinn. Var eitt stórt spurningarmerki „Þennan dag, 17. september 2015, var ég á leið í vinnuna. Ég var að koma niður Vatnsenda- hvarf og það keyrði bíll í veg fyrir mig og ég lenti í þessu hræðilega slysi. Hann var að beygja inn í Ögurhvarf og hann fór fyrir mig og ég dúndraðist á bílinn,“ segir Arnar Már og fer yfir staðreyndirnar því ekki man hann eftir þessu. Dagurinn er nefnilega alveg horfinn úr minni Arnars Más. Hvað er það næsta sem þú manst? „Þegar ég opnaði augun á gjörgæslu. Ég sá mjög illa því augun voru svo bólgin. Ég sá konu í hvítum slopp sem horfði á mig og fór. Svo kom konan mín. Ég gat ekki hreyft mig og ekki sagt neitt og var bara eitt spurningar- merki. Ég mundi ekkert eftir slysinu og ekki enn í dag. Heilinn er búinn að þurrka þetta út; búinn að ákveða að þetta sé ekki góð minning.“ Þegar Arnar Már loks opnaði augun var þegar búið að gera tvær tilraunir til þess að vekja hann, án árangurs. „Ég var bara svo þjáður; svo illa brotinn, að það gekk ekki og ég hafði verið svæfður aftur. Ég held að þetta hafi verið þriðja tilraunin og þá voru liðnir 4-5 dag- ar frá slysinu,“ segir hann. Meiðslin voru mikil. „Það brotnaði á þriðja tug beina og vinstri öxlin fór í sundur á nokkr- um stöðum og eins mjöðmin. Vinstri rifjabog- inn mölbrotnaði. Öll rifbeinin vinstra megin tvíbrotnuðu, nema það neðsta. Bæði frá bringubeini og frá hryggjarsúlunni,“ útskýrir hann og blaðamaður kemur varla upp orði. „Þetta var rosalegt. Höfuðið slapp nokkuð vel, þótt ég hefði fengið mikið höfuðhögg. Hjálmurinn bar þess merki,“ segir Arnar Már. Hann segir innvortis meiðsl hafi verið all- veruleg. „Vinstra lungað kramdist allt og lagð- ist saman en fyrir einhverja ótrúlega lukku rifnuðu engin önnur líffæri. Stubbarnir úr rif- beinunum stungust ekki á ranga staði. Hjartað slapp, mænan slapp og öll líffærin, fyrir utan lungað. Hendur og fætur sluppu,“ segir hann. Hittir þú einhvern tímann þennan bílstjóra? „Nei. Ég leitaði hann aldrei uppi og hef í sjálfu sér enga þörf fyrir að heyra í honum. Ég er samt hissa á því að hann hafði aldrei sam- band. Hann var klárlega í órétti og varð valdur að þessu slysi, óvart. Ég hefði sjálfur haft sam- band ef ég hefði lent í þessu.“ Tvísýnt í þrjár vikur Arnar Már segir að beinbrotin hafi verið látin gróa af sjálfu sér. „Áhyggjuefnið var innvortis Morgunblaðið/Ásdís Augnablikin eru kraftmeiri Arnar Már Ólafsson, ferðamálafræðingur og hjólreiðakappi, var við dauðans dyr fyrir nokkrum árum eftir skelfi- legt hjólreiðaslys. Varla líður sá dagur að hann hugsi ekki um slysið en í dag er þakklæti honum efst í huga. Hann segist njóta betur hverrar stundar og upplifir lífið sterkar en áður. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is ’ Ég gat ekki hreyft mig ogekki sagt neitt og var bara eittspurningarmerki. Ég mundi ekk-ert eftir slysinu og ekki enn í dag. Heilinn er búinn að þurrka þetta út; búinn að ákveða að þetta sé ekki góð minning. „Það sem mér er efst í huga er þakklæti. Ég er mjög þakklátur einstaklingur í dag,“ segir Arnar Már Ólafsson sem var vart hugað líf eftir hjólreiðaslys.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.