Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2019, Blaðsíða 28
KVIKMYNDIR Bollywood-stjarnan Aamir Khan ætlar að leika aðalhlutverk og fram- leiða indverska útgáfu af Óskarsverðlauna- ævintýramyndinni þekktu Forrest Gump. Myndin mun heita Lal Singh Chaddha og verður frumsýnd árið 2020. Tökur hefjast í október. Leikstjóri verður Advait Chandan. „Ég hef alltaf elskað handritið að Forr- est Gump. Þetta er svo frábær saga um þessa persónu,“ sagði Khan á frétta- mannafundi í Mumbai í fimmtudag. „Þetta er mynd sem lætur manni líða vel. Þetta er mynd fyrir alla fjölskyld- una.“ 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.3. 2019 LESBÓK LEIKHÚS Hugh Jackman snýr aftur á Broadway á næsta ári í The Music Man. Jackman hefur verið á sviði á Broadway fjórum sinnum. Hann fékk Tony-verðlaun árið 2004 sem besti leikarinn í söngleik fyrir The Boy from Oz. Árið 2012 fékk hann síðan sérstök heiðurs- verðlaun fyrir framlag sitt til Broadway-samfélagsins. The Music Man eftir Meredith Willson var fyrst sett upp á Broadway árið 1957. Uppsetningin fékk Tony- verðlaun árið 1958 sem besti söngleikurinn og hafði þar með betur en West Side Story. Jackman verður í hlutverki Harolds Hill, svindlara sem þykist vera tónlistarmaður og sel- ur hljóðfæri og búninga til drengja sem þrá að verða hluti af hljómsveit í River City Ohio. Jackman á Broadway Hugh Jackman AFP Forrest Gump til Bollywood Aamir Khan AFP dala, eða um 56 milljörðum króna. Þetta er þá næstvinsælasta ofur- hetjumyndin yfir opnunarhelgi en aðeins Avengers: Infinity War er tekjuhærri með 640,5 milljónir dala, eða 78,9 milljarða króna. Captain Marvel flaug líka á topp- inn hérlendis og var sú langvinsæl- asta frumsýningarhelgina en rúm- lega tíu þúsund manns sáu hana. Þjálfun fyrir ofurhetjur Myndin fær líka ágæta dóma en hún er með 64/100 á Metacritic. Leikstjórar myndarinnar eru tveir, Anna Boden og Ryan Fleck, en í öðrum helstu hlutverkum eru Samuel L. Jackson og Jude Law. Kvikmyndin Captain Marveler fyrsta ofurhetjumyndinfrá Marvel þar sem ofur- hetjan er kona. Brie Larson leikur aðalhlutverkið, Carol Danvers, sem er herflugmaður sem kemst að því að hún býr yfir ofurkröftum. Óhætt er að segja að myndin hafi slegið í gegn þegar hún var frum- sýnd í Bandaríkjunum um síðustu helgi og sló líka met. Aldrei fyrr hef- ur mynd með konu í aðalhlutverki halað inn svona miklar tekjur yfir frumsýningarhelgina. Myndin er sú sjötta tekjuhæsta yfir frumsýningarhelgi í sögu Bandaríkjanna en tekjurnar af myndinni námu um 455 milljónum Larson þjálfaði í níu mánuði með líkamsræktarþjálfaranum Jason Walsh til að komast í sannfærandi ofurhetjuform. Þjálfunin tók tvo tíma á dag en Larson þurfti að þyngjast um sjö kílógrömm af vöðv- um fyrir myndina. Kvenofurhetjur virðast standa saman en eftir frumsýninguna sendi Wonder Woman, ofurkonan Gal Gadot, Larson sérstakar heillaóskir. Ólst upp í Kaliforníu Brie Larsson fæddist Brianne Sido- nie Desaulniers þann 1. október árið 1989 og er því 29 ára. Hún ólst upp í Sacramento í Kaliforníu og gekk ekki í hefðbundinn skóla heldur fékk að mestu kennslu heima hjá sér. Eins og eftirnafnið gefur til kynna talaði hún frönsku í uppvextinum rétt eins og ensku en faðir henn- ar var af fransk-kanadískum ættum. Hún var alltaf skap- andi og sýndi áhuga á því að verða leikkona frá unga aldri. Foreldrar hennar skildu þegar hún var sjö ára og flutti þá móðir hennar með dætur sínar tvær til Los Angeles í þeim tilgangi að láta leikaradrauma Lar- son rætast. Þar sem það þótti erfitt að bera fram eftirnafn leik- konunnar ákvað hún að taka sér sviðs- nafnið Larson eftir sænskri langömmu sinni. Jay Leno og gamanþættir Hún fékk hlutverk í grín- atriðum í kvöldspjallþætti Jay Leno auk smærri hlutverka í gamanþáttum og kvikmyndum. Hún spilar á gítar og reyndi fyrir sér í tónlistarheim- inum með ekkert sér- stökum árangri. Hún hef- ur sagt að hún vildi bara fá að spila á gítar í striga- skóm en útgáfufyrirtækið hafi viljað háa hæla og vindblásið hár. Hún lék systur persónu Amy Schumer í grínmyndinni Trainwreck frá 2015 sem gekk afar vel. Verðlaunamyndin Room Næsta mynd færði henni enn meiri frægð en fyrir spennumyndina Room hlaut hún BAFTA, Golden Globe- og Óskarsverðlaun. Þar leik- ur Larson konu sem hefur ver- ið haldið fanginni í sjö ár í litlu herbergi ásamt syni sínum en myndin segir líka frá því hvernig þeim farnast utan herbergis- ins. Þess má líka geta að Larson hefur verið ötull tals- maður kvenrétt- inda og mannrétt- inda almennt og notar völd sín og frægð sem lóð á vogarskálina í þessari baráttu. Þeir sem hafa ekki fengið nóg af Larson í hlut- verki Danvers þurfa ekki að óttast því hún verður á hvíta tjald- inu í myndinni Aven- gers: Endgame, fram- haldi Avengers: Infinity War, sem verður frum- sýnd hérlendis þann 26. apríl. Larson í hlutverki sínu í Captain Marvel.Kvenhetja á hvíta tjaldinu Brie Larson fer með aðalhlutverkið í ofurhetju- myndinni Captain Marvel. Þetta er fyrsta myndin frá Marvel þar sem ofurhetjan er kona. Kvik- myndin sló í gegn um frumsýningarhelgina. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Þar sem það þótti erfitt að bera fram eftirnafn leikkon- unnar ákvað hún að taka sér sviðsnafnið Larson eftir sænskri langömmu sinni.AFP Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177 hafðu það notalegt vottun reynsla ára ábyrgð gæði miðstöðvarofnar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.