Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2019, Blaðsíða 10
blæðingar. Ég held að ég hafi þegið tólf lítra af blóði. Það stoppaði ekkert. Það var alltaf verið að setja nýja poka,“ segir hann og man óljóst eftir þessu. „Ég er þarna á öflugum morfín- skammti og var að vakna og sofna á víxl. Ég var í öndunarvél í þrjár vikur.“ Arnar Már staldrar við um stund. Fær sér sopa af sódavatni og strýkur um augun. Það tekur á að rifja upp þessa verstu daga lífs hans. „Rosalegt sko. Ótrúleg lífsreynsla.“ Hvað var það fyrsta sem þú hugsaðir? „Hvað er ég að gera hérna? Af hverju er ég hér, hvað gerðist? Ég náði að hreyfa varirnar og mynda orðin: hvað gerðist? Konan mín var búin að undirbúa þetta augnablik mjög vel. Hún tjáði mér hvað hefði gerst og róaði mig strax niður. Hún sagði strax: „Allt mun gróa. Þetta verður í lagi.“ Ég var aldrei hræddur, ég var aldrei hræddur í gegnum allt ferlið. Alltaf rólegur og aldrei í vafa um að þetta myndi verða í lagi,“ segir hann og nefnir að kona sín hafi verið hans stoð og stytta í gegnum allt ferlið. „Steinunn hélt mér rólegum í gegnum allt ferlið og ég lagði allt traust mitt á hana. Þetta var mjög tvísýn barátta, í þrjár vikur í raun- inni. Steinunn kom á hverjum morgni í óvissu um hvort ég væri lifandi. Ég fékk mjög heift- arlega lungnabólgu sem kom dálítið aftan að þeim því líkaminn sýndi góða súrefnismettun. Ég var í mjög góðu formi þarna sem hefur lík- lega bjargað lífi mínu. En þegar þeir áttuðu sig á því hvað lungnabólgan var orðin slæm sögðu þeir konu minni að búa sig undir það versta; þeir voru ekki vissir um að ég myndi hafa það af,“ segir Arnar Már. Hann segir að Steinunn hafi fundið á sér að eitthvað væri ekki eðlilegt og viljað að lækn- arnir athuguðu betur lungun. „Hún fann það á lyktinni. Það var einhver önnur lykt af mér og annar litarháttur og henni fannst einhver undarleg ró yfir mér. Læknarnir voru tregir til að mynda mig því það var svo mikið álag að setja mig í mynda- töku. Þeir þorðu ekki að hreyfa við mér. Hún gaf sig ekki og bað þá um að mynda lungun en þeir voru tregir til. Svo kom annar læknir á vakt og hann tók þá ákvörðun að senda mig í skannann. Og þá kom ógeðið í ljós, að vinstra lungað var orðið eins og grá tuska, helsjúkt. Og sýkingin var komin í hægra lung- að líka. Og það var þarna sem þeir sögðu við konuna mína að brugðið gæti til beggja vona.“ Vinstra lungað var mjög illa farið og var um tíma spurning hvort þyrfti að fjar- lægja hluta þess. Það fór þó ekki svo. „Svo batnaði þetta bara svo hratt! Læknarnir komu stundum hlaupandi með nýj- ustu myndir og voru hissa á batanum.“ Arnar Már er sannfærður um að innsæi Steinunnar hafi skipt sköpun. „Ég held að hún hafi þarna bjargað lífi mínu. Því ef þetta hefði komið í ljós aðeins seinna er ekki víst að það hefði verið hægt að snúa við blaðinu,“ segir hann. „Það var rosalegt álag á fjölskylduna; sér- staklega konu mína. En dætur mínar þrjár vissu ekki hversu tvísýnt þetta var, því var haldið frá þeim.“ Einu ári eftir slysið örlagaríka birti Stein- unn færslu á Facebook og með henni svart- hvíta ljósmynd sem birtist hér með viðtalinu. Þar skrifar hún: „Eitt ár, 17. september, síðan við vorum þarna, ástin mín, og þú hræddir okkur í drasl. Það hefur ekki einn dagur farið í sjálfsvorkunn, allavega ekki hjá þér (pinku- pons hjá mér). Þú ert búinn að gera kraftaverk á þessu ári, algjör hetja, og innblástur fyrir okkur hin venjulega fólkið um dugnað, æðru- leysi, hugrekki og þakklæti.“ Var aldrei hræddur Alls var Arnar Már fjórar vikur á gjörgæslu, þar af þrjár í öndunarvél. Því næst var hann á lungnadeild í rúma viku og þaðan var hann lagður inn á Grensásdeild. Þar lá hann inni í nokkrar vikur í endurhæfingu og hélt svo áfram í æfingum á göngudeildinni fram í jan- úar 2016. Batinn kom hægt og bítandi. Arnar Már hafði lést heilmikið og segist hafa verið eins og beinagrind. Mátturinn var lítill sem enginn en kom til baka með tímanum. „Ég gat ekki gengið fyrst eftir slysið. Fyrsti göngutúrinn var á lungnadeildinni, um fimm vikum eftir slys. Þá var ég í göngugrind með hjúkrunarfræðinga sitt hvorum megin við mig og annan fyrir aftan mig með hjólastól til þess að grípa mig. Ég gekk um sex metra áfram og sex metra til baka. Þetta var mikið móment.“ Varstu mikið kvalinn? „Ég var ofboðslega lyfjaður. Mér leið aldrei illa, var aldrei kvalinn. Það er það merkilega við þetta. Það sem ég hafði áhyggjur af á þess- um tíma var að ég yrði verkjasjúklingur alla ævi. Þegar vöðvar og vöðvafestingar færast til svona mikið þá kallar það á verki, og verkir þreyta. Í dag er ég ekki þjáður verkja- sjúklingur þótt ég finni vissulega fyrir þessu. Þetta minnir á sig og ég þarf að passa mig en ég tek þátt í lífinu af fullum krafti,“ segir hann. „Þú sérð það ekki utan á mér í dag en nudd- arar hafa gaman að því að nudda mig því vöðvafestingar eru allar á vitlausum stöðum og ég er allur skakkur.“ Arnar Már segir að læknar og allt starfsfólk spítalans hafi reynst sér einstaklega vel og fær það seint fullþakkað. „Allt starfsfólkið snerist í kringum mig og gerði allt fyrir mig.“ Hann segist hafa verið einbeittur að ná sér sem fyrst. „Ég setti bara undir mig hausinn og var aldrei hræddur. Ég hef sjaldan verið eins einbeittur og í þessum bata. Hjólin voru alltaf hvatning. Það var mikill sigur þegar ég gat sest á hnakkinn á þrekhjóli,“ segir hann og segist strax hafa verið ákveðinn í að komast aftur á hjól. Sá gyllta púka Á meðan hann dvaldi á gjörgæslu liðu dag- arnir og Arnar Már svaf og mókti mestallan tímann. Hann segist hafa upplifað gífurlegar draumfarir og ofskynjanir. „Ég ferðaðist um allan heiminn og í þessa drauma tvinnuðust bæði raunverulegir einstaklingar og eins ein- hverjir karakterar sem ég bjó til. Ég upplifði alls konar hluti sem voru mjög raunveru- legir. Það kom fyrir að ég spurði hjúkr- unarfræðing um hvað væri að frétta af einhverri ímynd- aðri persónu. Þær eru svo vanar þessu að þær svöruðu bara: „allt gott“,“ segir hann og brosir. „Sumir sjá skor- dýr á veggjum en ég sá púka. Gyllta púka í ljósunum. Ég var auðvitað fastur í öndunar- vél og gat ekkert gert eða sagt en hjúkrunar- fræðingarnir sáu stundum skelfingarsvipinn í augunum á mér. Þá spurðu þær mig hvort ég sæi eitthvað og ég gat kinkað kolli. Þá spraut- uðu þær einhverju í hálsinn á mér og það fjar- aði út. Ég er allur í örum því ég var tengdur snúrum eins og jólatré. Það var eins og apótek fyrir aftan mig; þar héngu öll lyfin sem verið var að dæla í mig.“ Arnar Már segir minningarnar frá gjör- gæslunni enn mjög skýrar, bæði af þessum draumförum og eins af upplifuninni að vera fastur í öndunarvél. „Það þurfti reglulega að slökkva á öndunarvélinni til að sjúga vökva úr hálsinum. Það var svo skrítið að geta ekki dregið andann. Ég man að í fyrsta skipti sem þetta var gert helltist yfir mig ofboðsleg köfn- unartilfinning. Og jú, ég var hræddur. Þá var ég hræddur. Svo var vélin sett aftur af stað og andaði fyrir mig,“ segir hann og eftir það kveið hann hverju skiptinu. „Öndunarvélin var alveg að gera út af við mig,“ segir hann og segist hafa þráð að losna við hana. Þegar hún var svo loks aftengd tók við erfiður tími. „Þegar ég var að reyna að anda sjálfur, þá fór ég að ofanda og var alveg að kafna. Það ’ Það er eins og lífið hafisprungið í loft upp og þegarbitarnir féllu niður féllu þeir ánýja staði. Ég fyllist þakklæti á hverjum degi. Augnablikin verða kraftmeiri. Börnin, fjölskyldan, rómantíkin og vinskapurinn er allt kraftmeira, og í raun allt sem ég tek mér fyrir hendur. Arnar Már man fyrst eftir sér á gjörgæslu en hann var tengdur öndunarvél í þrjár vikur. Kona hans, Steinunn Hildur Hauksdóttir, vék varla frá manni sínum og stappaði í hann stálinu. „Þetta er raunverulegt ástand sem mynd- ast þegar svona margir einstaklingar fara á göturnar og hjólastíga. Það hafa allir rétt á að vera þarna og það þurfa allir að taka meira tillit, hjólreiðafólk, gangandi vegfarendur og ökumenn,“ segir Arnar Már. 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.3. 2019 VIÐTAL

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.