Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2019, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2019, Blaðsíða 19
Bogi Bjarnason með Spirit of the Game-verðlaunin sín ásamt Taiju Laakso, sig- urvegara í kvennaflokki, á Opna brasilíska mótinu í frisbígolfi í síðasta mánuði. hann að kaupa sig inn í hópferð um borgina til að fá miða á Maracana- fótboltavöllinn. Ekki var viðlit að kaupa miða með öðrum hætti. Eftir viku í góðu yfirlæti í Rio flaug Bogi sem leið lá til Casablanca í Marokkó og náði að stoppa þar í tæp- an sólarhring. „Ég var á góðu hóteli og ákvað að panta bíl gegnum það til að skoða mig um í borginni. Brá þó í brún þegar bíllinn mætti; eldgamall og hékk bara saman á lyginni. Vírar stóðu út úr hjólbörðunum og ég veit ekki hvað. Þennan bíl afþakkaði ég og samdi í staðinn við leigubílstjóra um að fara með mig í skoðunarferð. Falleg borg, Casablanca.“ Eftir þetta stutta stopp í Casa- blanca flaug Bogi til Madrídar, þar sem hann hitti fimm félaga frá Ís- landi, sem einnig voru á leið á Opna spænska mótið í frisbígolfi. Þaðan héldu þeir saman til Oviedo, þar sem mótið fór fram. Fremstur meðal jafningja í þeim ágæta hópi er sextán ára gamall pilt- ur, Blær Örn Ásgeirsson, sem keppir í úrvalsflokki. Leiknar eru þrjár um- ferðir á mótum sem þessum, á átján holu völlum og vegnaði Blæ strax prýðilega fyrsta daginn, var í öðru sæti. Næsta dag fór Blær hins vegar á kostum og var með þriggja kasta forskot á næsta mann eftir aðra um- ferðina, af tæplega 100 þátttak- endum. „Hann setti met þennan dag, miðað við það „layout“ sem farið er eftir, en brautin getur verið breyti- leg. Blær lét rigna eyðileggingu yfir völlinn,“ segir Bogi, stoltur af sínum manni en hann er umboðsmaður Blæs. Blær setti öryggið á oddinn í loka- umferðinni og stóð uppi sem sig- urvegari á mótinu. Bætti því gulli við sigur á Opna breska mótinu í fyrra, þegar hann var aðeins fimmtán ára. „Blær er að etja kappi við bestu spilara í Evrópu á þessum mótum og á bjarta framtíð fyrir sér,“ segir Bogi en Bandaríkjamenn hafa löngum borið höfuð og herðar yfir aðra í greininni enda á hún rætur að rekja þangað. „Byrjað var að keppa á mót- um fyrir rúmum fjörutíu árum en hipparnir byrjuðu á þessu ennþá fyrr – sér til dægrastyttingar og ynd- isauka,“ segir Bogi. Framundan hjá Blæ á árinu eru mót í Skotlandi og Hollandi og EM og HM, sem fram fer í Illinois í Bandaríkjunum. Spurður um mögu- leika Blæs þar segir Bogi raunhæft að stefna á topp 30 í þessari lotu. Ferðalög sem þessi eru ekki ókeypis en Blær og tveir aðrir Ís- lendingar, Mikael Máni Freysson og Andri Fannar Torfason, eru styrktir af Innova, markaðsráðandi fyrirtæki í greininni, auk þess sem Bogi hefur staðið fyrir fjáröflun, s.s. með því að halda styrktarmót. „Markmiðið er að Blær verði atvinnumaður í frisbígolfi þegar hann lýkur menntaskóla. Hann hefur alla burði til þess.“ Skellinöðruskutlarar í Rochina-fátækrahverfinu leggja fákunum og fara í mat. Ódýrt útsýni af dýrari gerðinni af húsþaki í Rocinha-favellunni í Rio de Janeiro. Adriano Medola mótshaldari kastar á holu 2 á vellinum í Colinas do Piracicaba undir vökulu augu sigurvegarans, Tapani Aulu frá Finnlandi. ’ Ég var á góðu hóteliog ákvað að panta bílgegnum það til að skoðamig um í borginni. Brá þó í brún þegar bíllinn mætti; eldgamall og hékk bara saman á lyginni. Blær Örn Ásgeirsson leggur dræv framhjá kvöðinni á 18. holu á Parque Purificación Tomás í Oviedo á Spáni, þar sem IV Open de España fór fram. 17.3. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 Dolorin 500mg paracetamól töflur - 20 stk og 30 stk Lesið vandlega upplýsingarnar á umbúðumog fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum umáhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is Dolorin Hita- og verkjastillandi paracetamól Á HAGSTÆÐUVERÐI! Reykjavíkurvegur 62 | Sími 527 0640 | 220Hafnarfjörður | www.wh.is Þú færð Dolorin í næsta apóteki

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.