Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2019, Qupperneq 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2019, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.3. 2019 Rekaviðarhálsmen frá kr. 15.500 Teketill úr postulíni kr. 36.500 Smádúkur úr lífrænni bómull kr. 4.900 Íslensk hönnun - Íslenskt handverk Vesturgötu 4, 101 Reykjavík, s. 562 8990 www.kirs.is, Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun Opið: Mán.-fös. 10-18, lau. 10-17, sun 10-17 Roðtöskur Fagnaðu áfanganum í Hörpu Veislurými af öllum stærðum og gerðum Nánar á harpa.is/veislur VETTVANGUR Pistlahöfundur nokkur komstað þeirri niðurstöðu fyrirskemmstu að Ísland væri fá- breytt land, einsleit þjóð byggði landið, lífið þar væri einhæft og í raun hundleiðinlegt. Það lá í orð- unum. Auðvitað er þetta háð mati hvers og eins. En fyrir mitt leyti er ég þessu ekki sammála. Ég hef notið þess að hafa samanburð á þessu meinta hundleiðinlega landi okkar við önnur lönd þar sem ég hef dvalist um lengri eða skemmri tíma. Þannig bjó ég í yndislegri höfuð- borg Skotlands, Edinborg, um nokk- urra ára skeið, í London var ég ein- hver misseri og í tvö ár í Kaup- mannahöfn. Síðan hef ég einnig verið búsettur á suðrænni slóðum, að vísu um skemmri tíma. Alls staðar hef ég kunnað vel við mig. En eitt uppgötvaði ég fljótt. Í öll- um löndunum komu mánudagar á eftir frí-helginni og síðan þriðjudag- urinn. Með öðrum orðum, hversdag- urinn var þarna alltaf í bland við þá daga sem menn gerðu sér dagamun. Vissulega er meira fjör í Barce- lona á sumardegi en í Vogahverfinu í Reykjavík, eins og þýskir listhönn- uðir þekkja svo vel. En jafnvel Barcelona verður hversdagsleg þrátt fyrir sín pálmatré. Ég hef stundum sagt að fámennið sé mesta auðlegð Íslands. Það eru ótrúleg forréttindi að búa í stórkost- legri náttúruparadís og njóta víðerna hennar, ekki bara fyrir okkur ein sem hér búum að staðaldri, heldur einnig með gestkomandi fólki sem hingað kemur einmitt í þessu skyni. Fámennið og víðernin eru aðdrátt- arafl Íslands. Síðan er það sem betur fer að ger- ast að ferðamennskan – þegar best tekst upp – beinir frumkvöðlum í at- vinnulífi inn á þær brautir að leggja rækt við það besta í menningu okkar og sögulegri arfleifð. Á því græða all- ir, en ekki bara á daginn, eins og frjálshyggjumennirnir vildu hafa það, heldur einnig á kvöldin og alla daga og kannski á meira gefandi hátt en pyngjan telur. Auðvitað er margbreytileiki í menningarlífi eftirsóknarverður en hann er þó mikill hjá okkar fámennu þjóð, bæði í því sem landsmenn hafa upp á að bjóða sjálfir en einnig gest- komendur. Það er kosturinn við að vera sérstök þjóð og eiga sér höfuð- borg að hingað koma listamenn og andans menn sem leggja leið sína til allra landa og allra höfuðborga, óháð stærð og fjölda. Og vegna sérstöðu Íslands vilja allir hingað koma. Auðvitað eigum við að taka opnum örmum fólki sem hér vill búa og láta gott af sér leiða. En það verðum við að gera þannig að við samlögumst sem best og æskilegast væri nátt- úrlega að við tilheyrðum einum sið eins og Þorgeir Ljósvetningagoði vildi að við gerðum. Ein lög og einn siður fyrir alla, sagði hann, en jafn- framt þó þannig að vilji hvers og eins til að ráða sér sjálfur væri virtur. Þegar ég bjó í Kaupmannahöfn fyrir nokkrum áratugum var vissu- lega margbreytileiki í mannlífinu. Þarna var fólk víða að. En það hafði ekkert mjög mikið hvað af öðru að segja. Þannig voru fátækir aðkomu- menn sunnan úr álfum geymdir í út- hverfum og blönduðust öðrum tak- markað. Þannig að þarna kom í ljós að fjölbreytileiki þarf ekki endilega að útrýma einsleitninni. Það var bara einsleitnin sem varð margbreytileg. Þegar allt kemur til alls ræðst fjöl- breytni í lífi okkar af okkur sjálfum, hvort við lesum bókmenntirnar sem boðið er upp á í heiminum, njótum tónlistarinnar, kvikmyndagerðar og annarrar listsköpunar, sökkvum okkur niður í heimspekihugsun, reynum að skilja náttúruna og sögu jarðarinnar og mannsandans. Allt eru þetta gæði sem hægt er að njóta óháð búsetu. Þetta er góða alþjóða- væðingin. Svona er hægt að dýpka hvers- dagslífið og gera jafnvel mánudaginn að hátíðisdegi. Og það sem meira er, þetta er hægt að gera hvar sem er á byggðu bóli. Það eru líka mánudagar í útlöndum Morgunblaðið/Eggert ’Ég hef stundumsagt að fámenniðsé mesta auðlegð Ís-lands. Það eru ótrú- leg forréttindi að búa í stórkostlegri náttúruparadís og njóta víðerna hennar, ekki bara fyrir okkur ein sem hér búum að staðaldri, heldur einnig með gestkom- andi fólki sem hingað kemur einmitt í þessu skyni. Fámennið og víðernin eru aðdrátt- arafl Íslands. Úr ólíkum áttum Ögmundur Jónasson ogmundur@ogmundur.is Hvað er það fyrsta sem þérdettur í hug þegar þú heyr-ir orðið sóun? Gæti það verið tengt fatnaði sem hægt er að nýta betur, mat, umbúðum, einnota plasti, kaffi í plast- eða álhylkjum eða álíka? Bein sóun á nýtanlegum vörum er sóun á auðlindum jarðar. En fleira er sóun en bein vannýting á hráefnum. Að vafra á facebook í klukkutíma getur verið sóun á tíma og hugarró, að sitja yfir seríu á Net- flix langt fram eftir nóttu getur ver- ið sóun á dýrmætum svefntíma. Hins vegar getur klukkutími á face- book verið góð leið til að fylgjast með því sem er að gerast í hjá vinum og vandamönnum ef maður hefur ekki gefið sér tíma til þess lengi. Eins getur það að hanga yfir Netflix gefið kærkomna hvíld þegar maður liggur í flensu. Það sem er sóun hjá einum geta verið lífsgæði hjá öðrum. Fyrir veg- anistann er kjöt, mjólk, dúnn og leð- ur algjör sóun og óþarfi. Fyrir margan sælkerann er þetta stór hluti af lífsgæðum hans og hjá mörg- um stór hluti menningar okkar. Annað dæmi væri skraut eins og blöðrur og glimmer sem er tilgangs- laus sóun fyrir suma en svo eru aðrir sem elska að skreyta og gera sér glaðan dag einmitt með því. Við þurfum hins vegar að vera meðvituð um hvað skiptir okkur máli og hvað ekki. Hvenær er ég að sóa og hvenær ekki? Allt sem við gerum og skiptir okkur máli ættum við að framkvæma á sem bestan hátt. Til dæmis ef ég ætlaði að vera með blöðrur í afmælinu mínu þá myndi ég passa að hafa ekki of margar, ekkert helíum (sem er tak- mörkuð auðlind) og sjá til þess að það færi allt í ruslið (eða endur- vinnsluna) en endaði ekki í náttúr- unni eftir partíið. Auðlindir jarðar eru það sem við notum til að borða, stunda áhuga- mál, sinna fjölskyldu, vinna, lifa. Þær eru takmarkaðar en góðu frétt- irnar eru þær að við þurfum ekki eins mikið af þeim og við erum að nota. Þegar við notum hluti sem gefa okkur ekkert erum við að sóa auð- lindum. Til dæmis þegar við pínum eitthvað í okkur sem einhver sagði að væri hollt en okkur finnst vont, þá erum við að sóa auðlindum (ekki þegar við þurfum að breyta um mat- aræði af heilsufarslegum ástæðum!). Þegar við kaupum eitthvað af því að einhver annar sagði að það væri flott en njótum þessi ekki að nota það eða hafa það á heimilinu þá erum við að sóa auðlindum. Við erum ekki öll eins og ættum ekki að vera það. Þegar við viljum öll nota sömu auðlindirnar setur það umhverfis- legan þrýsting á jörðina okkar. Sem dæmi er þegar við stimplum ein- hverja fæðu sem „ofurfæði“ og vilj- um þá öll borða endalaust af henni, eins og avocado. Eftirspurnin eftir þeim ávexti hefur aukist svo gríðar- lega að farið er að ryðja regnskóga til að rækta þá. Þess vegna ættum við að nota þær auðlindir sem skipta okkur máli en sleppa þeim sem skipta minna máli og dreifa þannig „auðlinda-álaginu“ með fjölbreyttari ræktun o.s.frv. Gefum okkur andrými til að átta okkur á hver við erum og hvað skipt- ir okkur máli, svo við getum sleppt óþarfa, því óþarfi er sóun. Þess vegna ættum við að hlusta á aðra, læra og skilja hvað skiptir þá máli í stað þess að dæma um hvað sé óþarfi hjá þeim. Tökum samtalið, lærum hvert af öðru, berum virð- ingu fyrir aðstæðum, áhugamálum og persónuleikum annarra. Víkkum sjóndeildarhringinn en vitum hver við erum og hvað skiptir okkur máli. Þannig minnkum við sóun á hráefn- um, á tíma, á okkar persónulegu orku, á auðlindum. Hvað er sóun? Í átt að sjálfbærni dr. Snjólaug Ólafsdóttir snjolaug@andrymi.is ’ Við þurfum hins vegar að vera með-vituð um hvað skiptirokkur máli og hvað ekki. Hvenær er ég að sóa og hvenær ekki? Morgunblaðið/Frikki

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.