Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2019, Blaðsíða 22
Jane Fonda og Paco Rabanne í Barbarella (1968) Aldrei hafa geimbúningar verið jafn heillandi og þeir sem Fonda klæddist í þessari mynd Rogers Vadims. Þarna er nóg af silfur- dressum og háum stíg- vélum. Síðar gerði Rab- anne eftirminnilega búninga fyrir Audrey Hep- burn í Two for the Road. Búningar hafa alltaf mikið að segja fyrir kvikmyndir en nokkrar myndir skera sig úr fjöldanum þar sem fatahönnuðir hafa sett sérstaklega mikinn svip á kvikmyndina. Þær sjö myndir sem hér eru taldar upp tengjast tískuheim- inum órjúfanlegum böndum. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Stællegar kvikmyndir 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.3. 2019 LÍFSSTÍLL Bíldshöfði 9 Smáratorg 1 He 1 1lluhraun 6- 8 Fiskislóð 1 Við eru í þínu hverfi m Audrey Hepburn og Givenchy í Breakfast at Tiffany’s (1961) Þessi mynd Blake Edwards er sú mynd sem hvað oftast er vitnað í þegar rætt er um tískumyndir og margir hafa öfundað Holly Golightly af fataskáp sínum. Þetta var ekki fyrsta myndin þar sem Hepburn vann með Hubert de Givenchy en áður höfðu þau unnið saman að myndunum Sabrina, Funny Face og Love in the Afternoon. Síðar klæddi fatahönnuðurinn leikkonuna í m.a. Paris When It Sizz- les og How to Steal a Million. Grace Jones og Azzedine Alaïa í A View to a Kill (1985) Fá illmenni hafa átt svona flottan fataskáp eins og Grace Jones í þessari Bond-mynd. Roger Moore var kannski í aðalhlutverki en það var Jones sem stal senunni. Catherine Deneuve og Yves Saint Laurent í Belle de Jour (1967) Þessi sígilda mynd eftir Luis Buñuel segir frá Séverine Serizy, húsmóður í París, sem fer að selja sig. Saint Laurent skap- aði m.a. ógleymanlegar kápur fyrir persónu Deneuve í myndinni. Samstarf þeirra varði áratugum saman, líka utan hvíta tjaldsins. Natalie Portman og Rodarte í Black Swan (2011) Portman kynnti hönnuði Rodarte, systurnar Kate og Laura Mulleavy, fyrir leikstjóranum Darren Aronofsky. Amy Westcott gerði flesta búningana en hún vann með Rodarte að einhverjum af flott- ustu dansfötum myndarinnar, eins og t.d. svarta fjaðrakjólnum á meðfylgjandi mynd. Richard Gere og Giorgio Armani í American Gigolo (1980) Þessi mynd kom ferli Armani vel af stað en fágaður smekkur ítalska fatahönnuðarins setti mikinn svip á myndina. Í henni er að finna mörg heillandi jakkafatasettin sem persóna Gere, fylgdarmaðurinn Julian Kaye klæddist. Marlene Dietrich og Dior í Stage Fright (1950) Áður hafði hinn margverðlaunaði búninga- hönnuður Edith Head unnið við myndir Alfreds Hitchcocks en Diet- rich krafðist þess að Dior sæi um búninga hennar fyrir þessa spennumynd. Útkoman var stórglæsileg.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.