Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2019, Blaðsíða 2
Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.3. 2019 Fjölbreytt úrval af gæða viftum frá Vent-Axia fyrir eldhúsið, baðherbergið, skrifstofuna, verkstæðið eða hesthúsið. Við aðstoðum ykkur við rétta valið. Lo-Carbon Silhouette 125 Centrif-duo Silent 12in Wall fan Hi-line Sabre Plate DALVEGI 10-14 | 201 KÓPAVOGI | SÍMI 540 7000 | FALKINN.IS Hreint loft og vellíðan Það borgar sig að nota það besta VENT–AXIA VIFTUR Verð á vörum mætti gjarnan vera meira í umræðunni. Þórarinn Ævars-son, framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi, kom með hressilegt innlegg íumræðu um verðlag á fundi ASÍ í vikunni. Þar hnýtti hann í íslenska matsölustaði vegna þess hvernig matur og drykkir eru verðlagðir. Telur hann verðið sem neytendur greiða oft ekki hafa nokkur tengsl við grunn- kostnað vörunnar. Tók Þórarinn nokkur dæmi. „Fingurbjörg af kokteilsósu kostar allt að þrjú hundruð krónur en kostnaðurinn er kannski tíu eða fimmtán krónur,“ bendir hann á og bætir við að í sín- um huga sé nákvæmlega ekkert sem réttlæti þessa verðlagningu. Vel má færa rök fyrir því að þetta sé að vissu leyti ósanngjörn gagn- rýni, enda þarf að sjálfsögðu að taka fleira inn í myndina en strípaðan grunnkostnað þegar verð vöru til neytanda er ákveðið. Álagning hlýt- ur einnig að endurspegla þjónustu- stig og því þarf að taka með í reikn- inginn hvað það kostar að afgreiða vöruna, pakka henni inn, halda úti húsnæði, greiða laun og fleira. En það breytir ekki því að það þarf líka stundum að setja hlutina fram á ein- faldan hátt eins og Þórarinn gerði á fundinum. Þar tók hann einnig dæmi af kaffi: „Kaffibolli, jafnvel uppáhellt kaffi, 500 til 700 krónur en hráefnis- verð í kaffibolla er undir 30 krón- um.“ Er álagning hér á landi kannski komin úr böndunum? Eða er það að- allega húsnæðisverð sem er orðið svo úr út korti að það er ekki hægt að leigja sér rými undir kaffihús nema rukka morðfjár fyrir bollann? Auðvitað hangir þetta allt saman á einhvern hátt. Sem neytendur þurfum við fyrst og fremst að vita hvað við erum tilbúin að greiða fyrir vöruna. Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá fer álagning al- mennt eftir því hversu mikið við erum til í að sætta okkur við að greiða, frek- ar en eftir því hversu mikið er sanngjarnt eða hversu hár grunnkostnaður vörunnar er. Það er fínt að láta Þórarin í Ikea vekja okkur aðeins til umhugs- unar um verðlag, því við tökum ákvarðanir reglulega um hvað við erum tilbú- in að greiða fyrir mat og drykk. Er kaffibollinn sex hundruð króna virði? Því verður hver að svara fyrir sig. Hvað viltu borga fyrir kaffið? Pistill Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is ’Hvort sem okkur líkarbetur eða verr ferálagning almennt eftirþví hversu mikið við er- um til í að sætta okkur við að greiða, frekar en eftir því hversu mikið er sanngjarnt eða hversu hár grunnkostnaður vör- unnar er. Hafsteinn Esjar Baldursson Já, eins og hún sagði, til að gefa vinnufrið til að leysa úr þessu. SPURNING DAGSINS Var rétt af dóms- málaráð- herra að víkja? Linda Kristín Smáradóttir Ég hef ekki skoðun á því. Jón Sveinsson Já, mér finnst það rétt. Eva Ósk Harðardóttir Já, í rauninni. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Hvað eru þið að gera þarna hjá Improv Ísland? Spuni er list augnabliksins, það fer fullkomlega eftir mómentinu í hvaða átt við förum. Það eru engar tvær sýningar eins, það er fegurðin við þetta. Og stemningin og andinn í salnum hjálpar til við sýningu kvöldsins. Svo fáum við alltaf gest á hverja sýningu. Annaðhvort ein- hvern sem segir sögu úr eigin lífi sem við svo gerum grín úr, eða við fáum leikara sem fer með senu og svo þarf spunaleikari frá okkur að leika á móti. Þetta heitir martröð leikarans. Svo erum við stundum með spunasöngleiki. Er þetta ekki skemmtileg vinna? Improv Ísland og spuninn er það allra skemmtilegasta sem ég geri í líf- inu. Það er svo gaman að kljást við það óvænta. Og áhorfendur eru svo mikið með okkur í því og þeir finna jafn mikið og við þegar við erum komin í algjört klandur og þeir halda með manni. Það eru margir í hópn- um sem hafa æft spuna í mörg ár, þannig það er mikil færni í hópnum og það þarf mikið að fara úrskeiðis til að þetta verði ekki skemmtilegt. Er þetta ekkert stressandi? Nei, þetta er andstæðan við stressandi. Maður þarf ekkert að undirbúa sig heima eða leggja neitt á minnið. Það eina sem ég get gert er að mæta og hlusta algjörlega á hvað mótleikarinn minn segir. Ég get ekki verið að refsa mér fyrir að undirbúa mig ekki nógu vel. Þetta er besta núvitundar- æfing sem ég veit um. Hvers vegna ertu titluð fyndlistakona í símaskrá? Ég er ekki eitthvað eitt. En þetta sameinar allt saman. Ég var ánægð þeg- ar ég datt niður á þennan titil. Hvað er annars á döfinni hjá þér? Ég ætla að stinga af! Ég er að fara í ferðalag um Evrópu með Snorra og litlu stelpunni okkar Eddu Kristínu. Við látum bólusetja hana og förum svo í fullorðins Interrail í tvo og hálfan mánuð. SAGA GARÐARSDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Andstæðan við stressandi Forsíðumyndina tók Ásdís Ásgeirsdóttir Fyndlistakonan Saga Garðarsdóttir er ein af spunaleikurum í Improv Ísland. Sýnt er á miðvikudagskvöldum fram í apríl. Miðar fást á tix.is. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.