Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2019, Blaðsíða 29
RÚV sýndi í vikunni Leaving Neverland, heimildarmynd frá HBO ítveimur hlutum sem afhjúpar tónlistarmanninn Michael Jackson sembarnaníðing. Áhorfið lætur engan ósnortinn. Þetta er eitthvað sem
allir hefðu átt að vita en einhvern veginn var lífseig mýtan um poppstjörnuna
sem var rænd æskunni og þurfti því loks að fá útrás fyrir barnið í sjálfum sér
með því að leika sér með börnum, borða popp og horfa á teiknimyndir. Stað-
reyndin er hinsvegar sú að Jackson var sjálfur að ræna börn æskunni með
útsmognum aðferðum.
Það mun enginn taka frá Jackson þau áhrif sem hann hefur haft í tónlistar-
sögunni hingað til en það þýðir ekki að við þurfum að hampa honum að eilífu.
Fullt af stórum stjörnum fellur í
gleymskunnar dá með tímanum.
Ekki ætla ég að minnsta kosti að
hlusta á lög hans á Spotify og láta
peninga renna til fjölskyldunnar og
eigenda tónlistarinnar sem neita
ásökununum og gera lítið úr fórnar-
lömbunum.
Leaving Neverland er sérstaklega
vel gerð heimildarmynd, þar sem
sneitt er hjá tilfinningaklámi, þetta
er enginn Jerry Springer-þáttur,
með grátöskrum, óvæntum fundum
og faðmlögum.
Hetja er ofnotað orð um þessar
mundir en Wade Robson og James
Safechuck eru sannarlega hetjur fyr-
ir að segja sögu sína og það er átak-
anlegt að fylgjast með því hversu
mikil áhrif ofbeldið hefur haft á líf þeirra. Það er auðvelt að kenna bara for-
eldrunum um hvernig fór, hvernig datt þeim eiginlega í hug að leyfa sonum
sínum að sofa í sama rúmi og fullorðinn maður! Staðreyndin er samt sú að
Jackson eyddi miklum tíma í að ná ekki síst mæðrunum á sitt
band og verða einn af fjölskyldunni. Fjölskyldan í heild er
fórnarlamb hans, að hluta til blinduð af ofurstjörnuljóma,
og Jackson er einn ábyrgur.
Jackson kemur fram í einum Simpsons-þætti í þriðju
þáttaröð. Al Jean, framleiðandi og rithöfundur, hefur
nú ákveðið að hætta með þáttinn, „Stark Raving Dad“
í sýningum eftir að hafa séð heimildarmyndina. Hann
ákvað að gera þetta vegna þess að honum finnst nú,
eftir að hafa fengið meiri upplýsingar, að Michael
Jackson hafi notfært sér þáttinn til að geta nálg-
ast unga drengi, að þetta hafi ekki bara verið
grínþáttur fyrir honum. Jean skrifaði þáttinn
sjálfur og fær tekjur í hvert sinn sem þáttur-
inn er sýndur svo hann tapar peningum á
þessari ákvörðun. Það er mikilvægt að
endurskoða afstöðu sína eftir þessar
nýju upplýsingar sem fram komu í
myndinni og skoða hlutina í þessu
nýja ljósi. Ekki gera ekki neitt.
Loftmynd af
Neverland-
búgarði
Jackson.
AFP
Fall poppkóngsins
Sjónvarp
Inga Rún
Sigurðardóttir
ingarun@mbl.is
’Leaving Neverland ersérstaklega vel gerðheimildarmynd, þar semsneitt er hjá tilfinninga-
klámi, þetta er enginn
Jerry Springer-þáttur,
með grátöskrum, óvænt-
um fundum og faðm-
lögum.
AFP
Michael Jackson
var þekktur fyrir
dans og söng.
17.3. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
TÓNLIST Breska sálarsöngkonan Joss
Stone kom fram í vikunni í Norður-Kóreu
sem hluta af tónleikaferðalagi sínu Total
World Tour. Stone, sem varð fræg með
frumraun sinni The Soul Sessions, söng fyrir
fámennan hóp á bar í höfuðborginni Pjong-
jang. Umsjónarmaður tónleikaferðalagsins,
Simon Cockerell, deildi mynd á Instagram af
tónleikunum. Myndatextinn var: „Joss Stone
kom með smá reggí til Pjongjang.“
Eins og nafnið gefur til kynna ferðast
Stone víðar en flestir á þessu tónleika-
ferðalagi sínu en m.a. hefur hún heimsótt
Sýrland.
Joss Stone í Norður-Kóreu
Joss
Stone.
Út er komin bókin Villinorn: Blóð Viridíönu eftir
danska höfundinn Lene Kaaberbøl. Þetta er önnur
bókin í þessum bókaflokki um Klöru og baráttu
hennar við háskaleg öfl í náttúrunni. Villinornin
Shania er örvæntingarfull og illa
særð. Angústúra gefur út.
Nýútkomin bók Caroline Criado
Perez, Invisible Women: Exposing
Data Bias in a World Designed for Men, hefur vak-
ið mikla athygli. Bókin greinir frá því hvernig heim-
urinn sé hannaður fyrir karlmenn og hvernig áhrif
það hafi á líf kvenna. Penguin gefur
út.
Meira eftir Hakan Günday segir frá tyrkneska
drengnum Gaza sem býr við Eyjahafið. Níu ára gam-
all er hann farinn að aðstoða föður sinn við mansal,
að smygla ólöglegum innflytjendum, með því að
gefa þeim mat og skjól áður en þeir freista þess að
komast yfir til Grikklands. Bjartur gefur út.
ÁHUGAVERÐAR BÆKUR
Ég er yfirleitt alltaf með þrjár
bækur í gangi: eina hljóðbók, eina
fagbók og eina
skáldsögu. Hljóð-
bókina hlusta ég á
þegar ég er á ferð-
inni, fagbókina les
ég á vinnutíma og
skáldsöguna þegar
ég er komin upp í
rúm á kvöldin. Þessa stundina
liggur Kópavogskrónika Kamillu
Einarsdóttur á náttborðinu og ég
stend mig ítrekað að því að flissa/
frussuhlæja uppþátt
meðan á lestrinum
stendur – sem er
óheppilegt þegar
makinn liggur sof-
andi við hliðina á
manni. Hljóðbókin
er Vicious eftir V.E.
Schwab og ég viðurkenni fúslega
að þetta er í annað eða þriðja
skipti sem ég hlusta á hana, enda
frábær bók. Fagbókina ætlaði ég
að vera löngu búin
með en það er The
Selfish Gene eftir
Richard Dawkins frá
árinu 1976. Sá doðr-
antur útskýrir þró-
unarsöguna út frá
sjónarhóli erfða-
vísisins sem, eins og
titillinn gefur til kynna, gerir allt
sem í hans valdi stendur til að
tryggja áframhaldandi þátttöku
sína í náttúruvalinu.
RAGNHEIÐUR ER AÐ LESA
Ragnheiður Eyj-
ólfsdóttir er rit-
höfundur. Nýjasta
skáldsaga hennar,
Rotturnar, er til-
nefnd til Barna-
bókaverðlauna
Reykjavíkur.
Hljóðbók, fagbók
og skáldsaga
Randi Komé
Hönnuður: C.F. Möller
Olivari á Ítalíu hefur
framleitt hurðarhúna
í meira en heila öld,
brautryðjandi jafnt í
hönnun sem fram-
leiðslu. Olivari nýtir
ávallt fullkomnustu
tækni við framleiðslu
sína sem byggir á því
úrvals handverki sem
skapaði fyrirtækinu
nafn í upphafi.
Lotus Q
Hönnuður: Javier Lopez
Chevron
Hönnuður: Zaha Hadid
Með arkitektúr í hendi þér
SKÚTUVOGI 1C | 104 REYKJAVÍK | SÍMI 550 8500 | WWW.VV.IS
BÓKSALA 6.-12. MARS
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1 BlóðhefndAngela Marsons
2 Húðflúrarinn í AuschwitzHeather Morris
3 Hin ósýnileguRoy Jacobsen
4 Þar sem ekkert ógnar þérSimone van der Vlugt
5 Sextíu kíló af sólskiniHallgrímur Helgason
6 FyrirmyndarmóðirAimee Molloy
7 Undir fána lýðveldisinsHallgrímur Hallgrímsson
8 Villinorn – blóð ViridíönuLene Kaaberbøl
9 KvikaÞóra Hjörleifsdóttir
10 Á eigin skinniSölvi Tryggvason
1 Villinorn – blóð ViridíönuLene Kaaberbøl
2 MatthildurRoald Dahl
3
Sagan um Skarphéðin
Dungal
Hjörleifur Hjartarson
/ Rán Flygenring
4 Litli prinsinnAntoine de Saint-Exupéry
5
Krókódíllinn sem þoldi
ekki vatn
Gemma Merino
6 Vögguvísurnar okkarÝmsir höfundar
7 Gagn og gamanHelgi Elíasson / Ísak Jónsson
8
Risasyrpa
– sögur úr Andabæ
Walt Disney
9 Afmæli hjá LáruBirgitta Haukdal
10
Hvað segja dýrin
Anna Margrét Marinósdóttir
/ Illugi Jökulsson
Allar bækur
Barnabækur