Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2019, Qupperneq 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2019, Qupperneq 2
Hvernig tilfinning var að láta í sér heyra á loftslagsmótmælunum? Á miðvikudeginum í nestistímanum byrjaði ég að tala um mótmælin við vini mína. Við ákváðum að gera veggspjöld og hengja upp í skólanum, til að fá hina krakkana til að skrópa á föstudeginum. Það var rosalega skemmtilegt og við þurfum eiginlega að stelast til að teikna þau og hengja þau upp. Þegar við fórum á mótmælin var ég ekki búin að ákveða að tala. Vinkonur mínar voru að grínast með að ég ætti segja eitthvað, svo ég ákvað að gera það. Þegar ég stóð fyrir fram- an mannfjöldann var ég bæði kvíðin og leið vel. Þegar ég var búin að tala var ég mjög glöð og stolt af sjálfri mér. Hugsarðu mikið um umhverfið? Undanfarið hef ég mikið hugsað um það. Ég kaupi minna rusl- fæði og plastdót, út af plastinu sem er í því og utan um það. Ég flokka alltaf ruslið mitt og þegar ég sé rusl á götunni tek ég það upp og hendi því í næstu ruslatunnu. Ég reyni líka að ganga eins mikið og ég get á milli staða til að minnka bílamengun. Hvað geta börn og ungmenni gert til að snúa þró- uninni við? Þau geta gert það sama og ég, eða fundið aðrar að- ferðir til að passa upp á umhverfið. Mjög margir krakkar eru að pæla í loftslagsbreytingum og afleiðingum þeirra. Börn þurfa líka að gera hlutina þótt fullorðna fólkið segi að þau geti ekki haft nein áhrif. Þau er af kynslóð sem kom okkur í þessar ógöngur. Áttu einhverja fyrirmynd í þessum málum? Já, ég myndi segja Greta Thunberg sem byrjaði á þessum mótmælum. Mér finnst þetta alveg frábært hjá henni, en ég geri þetta samt á minn eigin hátt. Hvernig verður framtíðin? Ef við gerum ekki eitthvað í málunum, stoppum gráðuga fólkið, kapítalistana, sem þetta er að kenna, verður allt verra. Ég held að í sumum löndum verði allt of margir íbúar af því að það verður ólíft í heitustu löndunum. Lífið á jörðinni verður verra en það er núna, en síðan mun það batna.Morgunblaðið/Hari SINÉAD EYJA MARA SITUR FYRIR SVÖRUM Stoppum gráðuga fólkið Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.3. 2019 Langar þig í ný gleraugu! Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is PLUSMINUS | OPTIC Það fyrsta sem Marilyn Monroe leikkona tók eftir þegar hún hitti Arthur Miller rithöfund, voru gleraugun! Til er fólk sem vill frekar spyrja annað fólk á Facebook hvaða sjúkdómaþað sé mögulega með og fá greiningar almennings á heilsufari sínu, enað leita læknis. Hundveikur í nokkra daga, með útbrot og illt neðar- lega vinstra megin í maganum – „hvað mynduð þið gera?“ Það er eins og það færist í vöxt að fólk telji persónulegt álit sitt og annarra vega jafn þungt og staðreyndir, bara ef það hefur aðra skoðun en „stað- reyndin“ snýst um. Fróðleikur um staðreynd. Samkvæmt skilgreiningu á hugtakinu þá er það eitthvað sem er sannreynt. Eitthvað sem er raunverulegt. Meiri fróðleikur, nú um skoðun. Sem á ekkert skylt við staðreynd, heldur er skoðun persónuleg trú fólks, eitthvað sem fólk heldur, án þess að hafa sannanir. Eða eins og Ricky Gervais segir réttilega í uppi- standi sínu Humanity; „Þú getur haft þínar eigin skoðanir, en þú get- ur ekki átt þínar eigin staðreyndir. Sannleikur snýst ekki um lýðræði.“ Staðreyndir eiga undir högg að sækja. Bæði óbreyttur almenningur sem og hátt settir ráðamenn heims- ins segjast ætla að hafa eigin skoð- anir á sannreyndum staðreyndum, þeir segjast einfaldlega ekki sammála staðreyndinni. Þetta birtist sterkt í umræðunni um bæði bólusetningar og svo loftslags- mál, verri staði er varla hægt að ímynda sér til að „skoðanafólkið“ skjóti upp kollinum. Þrætur skoðanafólks við vísindasamfélagið hafa virkað eins og far- artálmi á leið til beinna aðgerða í að bæta loftslagsmálin. Þrætur „skoð- anafólks“ við heilbrigðisvísindin hafa orðið til þess að sjúkdómar sem ætti að vera búið að útrýma eru nú orðnir ógn á ný, ein stærsta heilsufarsógn okkar aldar. Það er ótrúlega flókið og orkukrefjandi að þræta við fólk sem telur að „persónulega finnst mér“ hafi vægi á við niðurstöðu vísindalegrar tilraunar. En það þarf virðist þurfa að taka þessa umræðu. Svipað og það þarf að fá skoðanir rasista fram; til að geta tekið við þá umræðuna, því við vonum og trúum að hyggjuvit og rökræður hafa alltaf betur þar. Mótmæli unga fólksins á Austurvelli síðustu tvo föstudaga hafa stað- reyndir með sér. Kröfuspjöld þeirra hafa verið einföld og skýr; „Hlustið á vísindin“. Ofmetið almenningsálit Pistill Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is ’ Það er eins og þaðfærist í vöxt að fólktelji persónulegt álit sitt ogannarra vega jafnt þungt og staðreyndir, bara ef það hefur aðra skoðun en „staðreyndin“ snýst um. Valva Árnadóttir Helst aldrei. SPURNING DAGSINS Hvað hreyfir þú þig oft í viku? Haraldur Ómarsson Ég geng alla daga vikunnar eitthvað en er lítið í ræktinni. Ólafía Skarphéðinsdóttir Mjög sjaldan, eða kannski einu sinni, tvisvar í viku. Baldur Sverrisson Svona sex sinnum í viku. Ég æfi karate og fer út að skokka. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Eggert Jóhannesson Sinéad Eyja Mara er nemandi í 7. bekk Austurbæjarskóla og talaði á fyrsta loftslagsverkfallinu. Mótmælin eru hald- in á Austurvelli, kl. 12 alla föstudaga.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.