Morgunblaðið - 16.04.2019, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2019
9 DAGA HAUSTFERÐIR
TAMPA
ÚRVAL ÚTSÝN | HLÍÐASMÁRA 19 | 201 KÓPAVOGI | 585 4000 | UU.IS
VERÐ FRÁ 196.900 KR.
INNIFALIÐ: FLUG, GISTING & MORGUNVERÐUR
NÁNAR Á UU.IS
SÉRTILBOÐ!
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Pirringur í baklandi iðnaðarmanna
Samningaviðræður SA og samflots iðnaðarmanna þokast lítið sem ekkert áfram Markmiðið að ná
samningum en ef ekkert gerist verður gripið til aðgerða, segir formaður Rafiðnaðarsambandsins
Magnús Heimir Jónasson
Anna Lilja Þórisdóttir
„Það er orðið augljóst að það gætir
mikils pirrings í baklandinu að vera
ekki komin lengra með samninga,“
segir Kristján Þórður Snæbjarnar-
son, formaður Rafiðnaðarsam-
bandsins, eftir fund með fólki í bak-
landi samflots iðnaðarmanna
síðdegis í gær. Hann sagði lítið að
frétta eftir fund með Samtökum at-
vinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í
gær. „Það þokaðist ekkert áfram
hjá okkur.“
Spurður um hvort pirringur í
baklandinu sé til þess fallinn að
auka líkurnar á að það verði farið í
aðgerðir, segir Kristján það líklegt.
„Auðvitað, ef menn fara ekki að
ná að semja sem fyrst þá mun það
þýða það að menn fari í einhverjar
aðgerðir. Markmið okkar er auðvit-
að að ná samningum en við munum
grípa til einhverra aðgerða ef ekk-
ert fer að breytast.“ Spurður hvað
það sé sem skilur samningsaðilana
að segir Kristján það vera voðalega
erfitt að segja. „Þetta er fljótt að
gerast þegar menn setjast niður og
vinna almennilega. Það þarf ekkert
að vera svo svakalega langt bil á
milli manna.“
Skipta aðalkröfum í þrennt
Kröfur iðnaðarmanna snúast að-
allega um þrennt; aukinn kaupmátt
launa, styttingu vinnuvikunnar og
breytingar á tilteknum ákvæðum
kjarasamninga, en nokkrir veikleik-
ar hafi komið fram í túlkun samn-
inganna. Spurður um nánari útlist-
un á kröfunum, segir Kristján þær
vera trúnaðarmál, en ljóst sé að laun
þurfi að hækka meira en verðlag.
Morgunblaðið/Hari
Fundur Bakland iðnaðarmanna kom saman til fundar í gær og Kristján
ávarpaði hópinn. Næsti fundur með SA hjá ríkissáttasemjara er á morgun.
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Komu mjaldra-systranna, Litlu-Grá-
ar og Litlu-Hvítar, hefur verið frest-
að um óákveðinn tíma. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins er lík-
legt að mjaldrarnir komi ekki fyrr en
í maí eða jafnvel júní. Á föstudaginn
var ákveðið að fresta komu mjaldr-
anna vegna veðurs og lokunar Land-
eyjahafnar en unnið var að því að
koma þeim til landsins sem fyrst.
Mjaldrarnir áttu að koma til
landsins klukkan níu í dag með sér-
útbúinni flutningavél Cargolux en
ljóst er að ekkert verður úr því.
Dýpkun Landeyjahafnar er enn
ólokið og olli það mestu um frest-
unina ásamt slæmri veðurspá. Að-
standendur verkefnisins, Merlin En-
tertainment og góðgerðarsamtökin
Sealife Trust, treysta mjöldrunum
ekki til að þola flutning með Herjólfi
frá Þorlákshöfn til Eyja, en sú sigl-
ing getur tekið þrjá tíma en sigling
úr Landeyjahöfn tekur að jafnaði um
hálftíma.
Fljúga átti með mjaldrana frá
Sjanghæ í Kína til Íslands. Þeir áttu
síðan að fara með bílum TVG Zimsen
til Vestmannaeyja þar sem þeir
myndu verða settir í sóttkví í nokkr-
ar vikur áður en þeim yrði síðan
komið fyrir í Klettsvík. Engar upp-
lýsingar fengust um hvenær þessi
ferð verður farin en sem fyrr segir
gæti verið mánuður jafnvel tveir
mánuðir í það.
Ferð mjaldranna til Vest-
mannaeyja frestað um sinn
Mjaldrarnir enn í Kína Koma mögulega í maí eða júní
Mjaldrar Litla-Grá og Litla-Hvít eru
enn í Sjanghæ í Kína.
Hópferðabifreið sem ekið var aftan á
fólksbifreið á Suðurlandsvegi vestan
Hunkubakka í desember 2017 með
þeim afleiðingum að tveir farþegar
létu lífið og nokkrir slösuðust alvar-
lega var ekið of hratt og hemlageta
hennar var of lítil. Þetta kemur fram
í skýrslu Rannsóknarnefndar sam-
gönguslysa sem birt var í gær.
Í skýrslunni segir að ökumaður
hópferðabifreiðarinnar hafi brugðist
of seint við eða ekið of nálægt fólks-
bifreiðinni miðað við aðstæður.
Sömuleiðis hafi ökumaðurinn og
nokkrir farþegar, þar á meðal þeir
sem létust, ekki verið með öryggis-
belti spennt og ökumaðurinn mögu-
lega verið þreyttur. 44 ferðamenn
voru í bifreiðinni auk leiðsögumanns
og ökumanns.
Varðandi ástand hópferða-
bifreiðarinnar hafi við rannsókn
komið í ljós að ástandi hemlakerfis
hennar væri ábótavant. Hemlar í
hægra framhjóli hafi virkað en engin
virkni hafi verið á hemlum í vinstra
framhjóli. „Vökvahemlakerfi var í
framhjólum og var leki í kerfinu
vinstra megin, þannig að enginn
vökvi var í dælunni og stimplar í
hemladælu fastir. Lekinn var úr
hemlaslöngu sem liggur frá forða-
búri að höfuðdælu. Gaumljós í mæla-
borði sem á að kvikna þegar vökva-
magn fer niður fyrir lágmark var
bilað.“
Ók of hratt
og hemlar
ekki í lagi
Skýrsla um bana-
slys við Hunkubakka
Benedikt Jónsson, sendiherra Íslands í Dan-
mörku, afhenti í gær Listasafni Reykjavíkur átján
áður óþekkt verk eftir Sölva Helgason. Verkin
koma í fyrsta sinn fyrir sjónir almennings á sýn-
ingu á verkum Sölva sem opnuð verður á Kjar-
valsstöðum 25. maí. Ingrid Nielsen, eigandi verk-
anna, hefur ákveðið að gefa íslensku þjóðinni þau.
Amma hennar og nafna kom með verkin til Dan-
merkur árið 1912. Á myndinni eru Harpa Björns-
dóttir sýningarstjóri, Benedikt Jónsson sendi-
herra og Sigurður Trausti Traustason,
deildarstjóri hjá Listasafni Reykjavíkur.
Áður óþekktar myndir Sölva Helgasonar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sendiherra Íslands í Danmörku kom færandi hendi