Morgunblaðið - 16.04.2019, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2019
ingarfjöllum á Hveravelli svo
haldið var áfram. Þegar komið
var á Hveravelli sagði pabbi að nú
væri orðið styttra norður af en á
Gullfoss. Svo hringt var í vin og
kvöldkaffi pantað á Laugarbakka
í Miðfirði. Þessi ágæti sunnudags-
bíltúr endaði á Torfastöðum og
var um það bil 650 km dagstúr.
Allir voru yfir sig ánægðir með
ferðina. Við nutum þess að ferðast
saman og skruppum við í nokkra
dagstúra eftir að pabbi var kom-
inn á Ljósheima, þar sem hann
naut þess að ferðast um landið
sitt. Við kíktum meðal annars á
Snæfellsnesið og til Vestmanna-
eyja.
Eftir að mamma féll frá urðu
miklar breytingar. Mamma hafði
alltaf aðstoðað pabba varðandi
sykursýkina en þegar hún féll frá
þurfti hann að sjá um sig sjálfur.
Ég er virkilega stolt af því hve
duglegur og skipulagður hann var
varðandi sjúkdóminn. Samband
okkar varð enn nánara eftir að
mamma féll frá þar sem ég fylgd-
ist með pabba og mælingum á
sykrinum og við heyrðumst í síma
að lágmarki tvisvar á dag. Um
nokkurra mánaða skeið, áður en
pabbi komst inn á Ljósheima, bjó
hann hjá okkur í Dælenginu, þar
þótti pabba gott að hafa umgang
og líf í kringum sig, skapaðist þá
dýrmætt samband milli barnanna
á heimilinu og pabba sem varði
alla hans ævi.
Pabbi var stoltur af hópnum
sínum öllum og sagðist oft vera
ríkur maður að eiga þennan stóra
hóp. Við erum afar þakklát fyrir
allan okkar tíma saman og góðar
minningar. Hvíl í friði, elsku
pabbi.
Árný Valgerður
Steingrímsdóttir.
Elsku afi. Við systur settumst
saman niður og rifjuðum upp
gamlar góðar minningar úr sveit-
inni.
Í okkar huga var afi mjög dug-
legur maður, nægjusamur með
eindæmum, þrjóskur og hafði
miklar skoðanir á því hvernig
gera átti hlutina í sveitinni. Við
rifjum upp góða tíma þar sem afi
var ávallt ánægður að fá fótbolta-
stelpurnar sínar til þess að hjálpa
til við smalamennsku á túnunum
heima í sveit, þar sem takka-
skórnir hentuðu einstaklega vel í
blautu grasinu.
Við fórum margar ferðir með
afa á rúntinum á græna Volvón-
um með ullarteppinu í aftur-
sætinu þar sem við hossuðumst
um þegar afi keyrði á túnunum á
eftir rollum og skipaði Smala og
Týru sínum fyrir. Við, léttar á
fæti, þurftum oft að hlaupa út úr
bílnum til þess að opna eða loka
hliðum og passa að rollur færu
rétta leið.
Einnig ofarlega í huga eru
minningar um „Gudduréttir“ og
Grafningsréttir þar sem dregið
var í dilka og notið veitinga í
réttakaffi. Á leið heim á Torfa-
staði fengum við stundum að sitja
í traktornum með afa og jafnvel
taka í stýrið.
Eitt af því sem við tengjum
hvað helst við afa er silfraða
tóbakshornið sem fylgdi honum
allt frá því að við munum eftir
honum. Afi tók alltaf mikið í nefið
en hann skildi engan útundan og
fengum við barnabörnin oft í nefið
úr lokuðu tóbakshorninu.
Í seinni tíð eða eftir að afi flutt-
ist til okkar í Dælengið og síðar á
Ljósheima einkenndust samveru-
stundirnar af þakklæti og stolti.
Afi var alltaf áhugasamur um
okkur systurnar. Hann vildi vita
hvernig gengi í náminu og þegar
leikir voru í fótboltanum, beið afi
spenntur eftir úrslitum og frétt-
um af gengi. Þegar barnabarna-
börnin komu til sögunnar var
hann alltaf mjög áhugasamur um
þau og hvernig þau döfnuðu. Við
systurnar reyndum að kíkja sem
oftast í heimsókn til afa á Ljós-
heima og komu barnabarnabörn-
in stundum með. Við áttum ófáar
og ómetanlegar gæðastundir í
spjalli með afa á Ljósheimum eða
heima í Dælengi yfir hádegis-
verði.
Elsku afi okkar, við söknum
þín sárt, takk fyrir allt og allt.
Hvíl í friði.
Anna María Friðgeirsdóttir
og Katrín Ýr Friðgeirsdóttir.
Símtalið sem ég fékk á mánu-
dagsmorgninum kom lítið á óvart.
Þar fékk ég þær fréttir að afi væri
dáinn. Afi var með áhugaverðan
persónuleika. Hann var mögulega
ein af þrjóskustu manneskjum
sem ég þekkti og sérvitrari en
allt. Það einkenndi mikið per-
sónuleikann hans, yfirleitt til hins
betra. Við barnabörnin virtum
hann og hann kenndi okkur
margt áhugavert. Við máttum
meðal annars ekki segja „hæ“ og
„bæ“ við hann. Það átti alltaf að
segja „komdu blessaður og sæll“
og „vertu blessaður“. Hann komst
líka langt á þrjóskunni eins og að
vera bóndi til tæplega 90 ára ald-
urs. Hann elskaði sveitina og vildi
vera eins lengi og hann gat þar.
Það var alltaf gaman að fara í
sveitina til afa og ömmu. Að fá að
fylgjast með sauðburðinum og
þegar það var verið að marka
fannst mér mest spennandi. Eins
og ég man það sat afi alltaf á gulri
fötu með svampi ofan á. Hann
fékk lömbin í sínar hendur, setti
þau á milli fóta sinna og markaði
þau, mamma mín skráði niður
númerið sem lömbin fengu og svo
skilaði ég þeim til mæðra sinna.
Þessi gula fata var með í hverri
einustu mörkun sem ég man eftir.
Afi passaði vel inn í staðal-
ímynd gamalla bænda hér á landi
að mínu mati. Hann var alltaf með
tóbakshorn, vasaklút, vasahníf og
baggabönd í vasanum. Það nýttist
honum vel þegar jarðskjálfti reið
yfir 2008. Þá var hann einn í sveit-
inni og stóra túbusjónvarpið hans
var nálægt því að detta niður.
Hann náði sér þá í baggaband í
vasann og batt sjónvarpið svo það
dytti ekki ef annar skjálfti kæmi.
Afi var líka mjög stoltur af því
að vera bóndi og sérstaklega frá
Torfastöðum. Torfastaðir áttu
hug hans og hjarta enda hafði
bærinn verið í fjölskyldunni áður
en hann fæddist. Eftir að hann fór
þaðan fannst mér hann finna fyrir
nýju stolti. Það voru afkomend-
urnir. Hann leit á sig svo heppinn
að sjá allt þetta fólk vaxa og dafna
í kringum sig og að það væri að
lifa lífinu. Við áttum ágætt spjall
um það þegar ég kom í heimsókn
til hans á sjúkrahús í bænum nú
fyrir stuttu. Ég sagði honum frá
plönum mínum næstu mánuði, að
ég væri að fara til London nokkr-
um dögum eftir þessa heimsókn
og svo til Suður-Afríku í maí.
Hann var mjög áhugasamur um
þessar ferðir og enda þótt hann
hafi ekki farið oft utan fannst hon-
um mjög skemmtilegt að fá hring-
ingu frá útlöndum og að heyra
ferðasögur. Svo sagði ég honum
að ég væri að gera örnefnakort af
Torfastöðum í skólanum. Hann
fylltist áhuga yfir því að barna-
barn hafði áhuga á að gera skóla-
verkefni um æskuslóðir hans en
því miður hafði ég ekki tækifæri á
að sýna honum lokaniðurstöðuna.
Takk afi fyrir allar góðu stund-
irnar.
Þín
Hugrún Harpa.
Fleiri minningargreinar
um Steingrím Gíslason bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
Fleiri minningargreinar
um Önnu Guðrúnu Garð-
arsdóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför okkar elskulega
föður, tengdaföður, afa og langafa,
RÖGNVALDAR ÞORKELSSONAR
byggingarverkfræðings,
Eikjuvogi 23.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk á
hjúkrunarheimilinu Skógarbæ fyrir góða umönnun.
Jón Þorkell Rögnvaldsson Ragnheiður Brynjólfsdóttir
og afabörnin
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýnt hafa
okkur samúð og vinarhug við andlát og
útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður,
afa og langafa,
GYLFA THORLACIUS
hæstaréttarlögmanns.
Sérstakar þakkir til starfsfólks
Landspítalans við Hringbraut.
Svala Thorlacius
Sif Thorlacius Ásbjörn Jónsson
Kristján B. Thorlacius Þóra M. Hjaltested
Ragnhildur Thorlacius Magnús Lyngdal Magnússon
Gylfi Jón, Ragnhildur Kristjana,
Hrafnhildur Tinna, Stefanía Valdís,
Hólmfríður Anna
Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnduð
okkur samúð, vináttu og hlýhug vegna
andláts og útfarar ástkærs föður míns,
tengdaföður og afa,
HARÐAR SIGURÐSSONAR,
hjúkrunarheimilinu Mörk.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á
hjúkrunarheimilinu Mörk, 5. hæð norður.
Arnbjörg Harðardóttir Tryggvi Már Sæmundsson
Birta Lóa Styrmisdóttir
Hrafntinna Tryggvadóttir
Útför
ÚLFS EINARSSONAR
frá Mýnesi,
Krummahólum 8, Reykjavík,
hefur farið fram í kyrrþey.
Þökkum auðsýnda samúð.
Arnljótur Einarsson
Sigríður Laufey Einarsdóttir
Guðjón Einarsson
ættingjar og vinir
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
EINAR KRISTJÁNSSON
vélstjóri,
Spóahólum 4, Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans
sunnudaginn 14. apríl. Útför fer fram frá
Seljakirkju föstudaginn 26. apríl klukkan 13.
Anna María Ríkharðsdóttir
Elmar Már Einarsson Stella Björk Fjeldsted
Friðrik Einarsson Heiðrún Heiðarsdóttir
Heimir Ingimarsson Sunna Björk Skarphéðinsd.
Sigmar Páll Einarsson
og barnabörn
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
HANS A. LINNET
vélfræðingur,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði, föstudaginn
12. apríl. Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni
í Hafnarfirði föstudaginn 26. apríl kl. 13.
Hafsteinn Linnet Anna Snjólaug Arnardóttir
Gunnar Linnet Elín Gísladóttir
Rósa Guðrún Linnet Þorvaldur H. Þórðarson
barnabörn og barnabarnabörn
Bróðir okkar
SVEINN GEORG GEORGSSON
er látinn.
Shirley Cutchin
Bertha Bracey
alltaf réttirðu úr þér án þess að
kvarta. Þú varst svo sterk.
Hjartað mitt er í molum og
ég sakna þín svo sárt. Ég mun
aldrei gleyma síðasta kossinum
og faðmlaginu frá þér, þú not-
aðir alla þína krafta til að hugga
mig og það lýsir okkar sam-
bandi best. Ég hugga mig við að
þú ert laus við krabbann og
verki og líður vel. þú ert komin
til Gæa afa og bróðir þíns og
fullt af öðru fólki sem þykir
vænt þig.
Elsku mamma, ég mun ætíð
elska þig, ég mun elska eins og
þú elskaðir. þú varst algjör
perla, takk fyrir allt.
Theodóra Káradóttir.
Í dag kveð ég mína ástkæru
frænku.
Mikið getur lífið verið ósann-
gjarnt að taka hana Önnu
frænku svona alltof snemma frá
okkur. Anna var yndisleg í alla
staði og sannkölluð hetja í okk-
ar augum. Hún var kletturinn í
föðurfjölskyldunni minni og
hugsaði vel um alla. Alveg frá
því að ég man eftir mér var allt-
af gott að vera hjá Önnu. Við
Teddý eldri dóttir hennar erum
bestu vinkonur og höfum við
nánast verið óaðskiljanlegar frá
fæðingu, enda samferða í öllu
sem við gerum. Eftir að móðir
mín lést tók hún Anna okkur
systrunum sem sínum eigin og
lét okkur finna að við vorum
henni jafn mikilvægar og henn-
ar eigin börn. Það sem að ég er
þakklát og glöð eftir síðasta
símtalið okkar, þar sem hún
sárlasin hringdi og óskaði mér
til hamingju með drenginn minn
sem átti afmæli.
Það var alltaf jafn gaman að
vera í nærveru Önnu. Alltaf
hlegið og haft gaman, þá að-
allega af því að hún var svo
fyndin. Stundum var bara nóg
að horfa á hana og hlæja. Það
er bara ein Anna og verður
bara ein Anna í okkar lífi. Mikið
á ég eftir að sakna göngu-
túranna til þín á sumrin og sitja
með þér á pallinum og njóta.
Við áttum einstakt frænkusam-
band en synir mínir kölluðu
hana „ömmu frænku“, sem
byrjaði einfaldlega með smá
misskilningi útfrá „Önnu
frænku“. Hún var svo ánægð og
stolt með þennan misskilning og
talaði oft um það.
Hún Anna var algjör hetja og
barðist fram á síðasta dag. Erf-
iðleikar og sorgir hafa dunið á
litlu fjölskyldunni okkar. Ég
hélt að þetta væri bara komið
gott, en aldeilis ekki. Hún átti
svo hjartanlega skilið að fá að
njóta lífsins með okkur áfram.
Öllum þeim erfiðleikum sem
hún gekk í gegnum tók hún með
æðruleysi og hvatti okkur hin.
Hún sagði okkur alltaf að hún
yrði gömul og við þyrftum ekki
að vera að hafa áhyggjur af
henni.
Með sorg í hjarta kveð ég þig
og mun ekki líða sá dagur að ég
hugsi ekki til þín.
Mínar dýpstu samúðarkveðj-
ur til Helgu ömmu, Siffa, Heið-
ars, Teddý, Sylvíu og öðrum að-
standendum. Megi Guð og
englar vaka yfir ykkur og
styrkja ykkur í sorginni.
Þín frænka,
Helga Auðunsdóttir.
Mín kæra vinkona Anna, það
er komið að kveðjustund.
Okkur er ekki ætlað að vita
hvað lífið færir okkur eins og
við höfum oft talað um saman.
Krabbameinið byrjaði fyrir
þremur árum og baráttan var
vissulega mjög erfið. Anna mín
varð að lúta í lægra haldi fyrir
erfiðum veikindum sínum eftir
hetjulega baráttu.
Ég og Anna urðum vinkonur
hér í Keflavík fyrir um tuttugu
og fimm árum. Okkur vinkon-
unum var boðið í flottan og ynd-
islegan saumaklúbb þar sem
margar góðar minningar hafa
orðið til.
Síðasta haust fór sauma-
klúbburinn saman í dýrmæta
ferð til Kaupmannahafnar þar
sem Anna fékk fallega íbúð á
leigu hjá Sjúkraliðafélaginu.
Þessir fimm dagar sem við átt-
um saman var frábær tími og
skemmtum við okkur vel. Fór-
um í flottar búðir, kaffihús, út
að borða og huggulegheit í íbúð-
inni. Við munum sakna Önnu
okkar mikið og minn hugur er í
sumarlandinu þar sem bíður
okkar fallegur saumaklúbbur.
Við Anna eignuðumst báðar
yndislegar dætur haustið 1996
og urðum við mjög nánar vin-
konur uppfrá því. Við gerðum
mikið saman með Lovísu minni
og Sylvíu þinni Anna mín, fór-
um á nuddnámskeið, sundæfing-
ar, í göngutúra og í heimsóknir
með litlu stelpurnar okkar.
Dætur okkar urðu bestu vin-
konur og eru það enn þann dag
í dag og munu þær verða yndis-
legar eins og við vorum, kæra
Anna mín.
Mér er efst í huga þakklæti
til þín og hversu dýrmæt vin-
kona þú varst mér alla tíð og
mun ég alltaf vera til staðar fyr-
ir þína fjölskyldu.
Anna, þú varst frábær fyr-
irmynd og dugleg móðir með
þín yndislegu þrjú börn, Teddý,
Heiðar og Sylvíu Rut, sem
sannarlega voru heppin með
móður sína.
Það er þungt og dimmt yfir
öllu þó að vorið sé í nánd en við
munum halda minningu þinni á
lofti og heiðra þitt líf alla tíð.
Ég mun alltaf geyma þig í
hjarta mínu hvert sem ég fer.
Hér er einnig vinkonukveðja
frá saumaklúbbnum:
Elsku Anna okkar.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Takk kæra vinkona fyrir all-
ar þær stundir og minningar
sem við eigum saman. Þær
munu ávallt lifa í hjörtum okk-
ar. Hvíldu í friði, Anna okkar,
þín verður saknað.
Elsku Helga, Siffi, Teddý,
Heiðar, Sylvía og fjölskyldur.
Hugur minn er hjá ykkur á
sorgarstund.
Takk fyrir allt, elsku Anna
mín. Hvíldu í friði.
Þín vinkona,
Guðveig (Veiga).