Morgunblaðið - 16.04.2019, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 16.04.2019, Qupperneq 25
ÍÞRÓTTIR 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2019 Eins ótrúlega pirrandi og meiðsli eru – þessi órjúfanlegi hluti af íþróttunum sem herjað getur á fólk jafnvel þó að það geri allt „eftir bókinni“ til að forðast hann – þá er jafndá- samlegt að sjá fólk vinna sig út úr meiðslum og snúa aftur í sitt fyrra form. Hversu margir ætli hafi fyrir 2-3 árum verið búnir að afskrifa að Tiger Woods gæti aftur unnið risamót? Allir? Eftir sigurinn á US Open árið 2008 hafa meiðsli í hásinum, hnjám og þó aðallega baki plagað hann verulega (sjálf- sagt að ógleymdum fávitaskap í einkalífinu) og heilu misserin liðu án þess að hann gæti spilað. Þegar hann spilaði var hann svo ekki sá Tiger sem fólk mundi eftir, sem er vel skiljanlegt vegna meiðslanna, og mönnum fyrir- gefst að hafa afskrifað hann. Ti- ger var búinn að spila á 28 risa- mótum í röð án sigurs og orðinn 43 ára gamall þegar Masters- mótið hófst um helgina. Lengst fór hann niður í sæti 1.199 á heimslistanum í lok árs 2017, áð- ur en endurkoman hófst. Frá því að Tiger féll úr hópi þeirra hæst skrifuðu hefur golf- heimurinn leitað að nýrri stjörnu til að taka við af honum. Enginn hefur komist nálægt því. Samt get ég ekki sagt að það sé neitt heillandi við það hvernig hann tjáir sig í viðtölum eða lætur ut- an vallar. Frammistaða hans, ár- angur og ástríða innan vallar er það sem hrífur fólk með og gerir hann að einum vinsælasta íþróttamanni heims. Saga Tigers ætti að vera öðr- um lexía, rétt eins og fleiri end- urkomur íþróttafólks. Þar má sem dæmi nefna Eið Smára Guð- johnsen sem fékk að heyra að hann myndi aldrei geta spilað fótbolta aftur eftir fótbrotið al- varlega þegar hann var táningur. BAKVÖRÐUR Sindri Sverrisson sindris@mbl.is tveimur og var þá komið í 30:20. Mest munaði fimmtán stigum á lið- unum fyrir hlé og þegar flautað var til hálfleiks var staðan 46:33. Sá munur hélst nokkuð frameftir þriðja leikhluta en undir lok hans komst Valencia mest 22 stigum yfir, 63:41. Martin átti lokaorðið í leik- hlutanum með þriggja stiga körfu fyrir Alba, 63:44. Í fjórða leikhluta varð fljótlega ljóst að Martin og félagar ættu ekki möguleika. Munurinn hélst sá sami lengi vel og þegar hann jókst enn frekar og staðan var orðin 83:56 þeg- ar þrjár mínútur voru eftir voru úr- slitin ráðin. Martin lék í 21 mínútu í gærkvöld og náði sér ekki á strik. Hann skor- aði 5 stig og átti 2 stoðsendingar fyr- ir Alba. Toppbarátta í Þýskalandi Næsta verkefni Martins og félaga er toppslagurinn heima í Þýska- landi. Þar eru þeir í fjórða sæti sem stendur en eiga þrjá til fjóra leiki til góða á keppinautana vegna þess hve langt þeir fóru í Evrópubikarnum. Alba á enn tíu leikjum ólokið í deild- inni en síðan taka við átta liða úrslit- in um þýska meistaratitilinn. Náði ekki að jafna við Jón  Martin fékk silfrið í Evrópubikarnum Ljósmynd/eurocupbasketball Úrslitaleikurinn Martin Hermannsson verst Matt Thomas, bandarískum bakverði Valencia, í úrslitaleiknum á Spáni í gærkvöld. KÖRFUBOLTI Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Martin Hermannsson náði ekki að jafna afrek Jóns Arnórs Stefáns- sonar og vera í sigurliði í Evrópu- keppni í körfuknattleik. Martin varð að sætta sig við silfurverðlaunin í Evrópubikarnum eftir að lið hans, Alba Berlín frá Þýskalandi, tapaði þriðja og síðasta úrslitaleiknum gegn Valencia á Spáni, 89:63, í gær- kvöld. Jón Arnór er þar með áfram eini Íslendingurinn sem hefur unnið Evrópumót félagsliða í íþróttinni. Það gerði hann vorið 2005 með rúss- neska liðinu Dinamo frá Pétursborg þegar það vann BC Kiev 85:74 í úr- slitaleik Evrópudeildar FIBA. Martin og félagar byrjuðu leikinn frábærlega frammi fyrir 8.000 áhorf- endum í Valencia og komust í 11:0. Heimamenn minnkuðu þann mun síðan jafnt og þétt og voru komnir með hann niður í eitt stig þegar fyrsta leikhluta lauk, 18:17 fyrir Alba. Valencia hóf síðan annan leikhluta með því að skora þrettán stig gegn Israel Martin hefur verið leystur frá störfum sem þjálfari karlaliðs Tindastóls í körfuknattleik. Frá þessu var greint í gærkvöldi og sagði í tilkynningu frá Tindastóli að samkomulag hefði náðst í mestu vinsemd um starfslokin. Martin hefur þjálfað Tindastóls- liðið undanfarin tvö ár og stýrði liði Sauðkrækinga m.a. til sigurs í bik- arkeppninni fyrir rúmu ári. Tinda- stóll féll úr keppni í átta liða úrslit- um Íslandsmótsins fyrir skömmu eftir að hafa tapað oddaleik fyrir Þór úr Þorlákshöfn. iben@mbl.is Martin varð að axla sín skinn Morgunblaðið/Hari Farinn Tindastólsmenn leita að þjálfara eftir að Israel Martin hætti. Viðar Örn Kjartansson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Hammarby þegar liðið tapaði, 2:1, fyrir Helsingborg í sænsku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu í gærkvöld. Viðar Örn skor- aði mark Hammarby á 18. mínútu þegar hann jafnaði metin, í 1:1. Andri Rúnar Bjarnason var ekki með Helsingborg vegna meiðsla. Hammarby hefur ekki farið vel af stað í deildinni og aðeins gert tvö jafntefli og tapað einu sinni. Hels- ingborg, sem er nýliði í deildinni, er með tvo sigra og eitt tap og er liðið í þriðja sæti. iben@mbl.is Viðar Örn er kominn á blað Ljósmynd/@Hammarbyfotboll Mark Viðar Örn Kjartansson var á skotskónum í gærkvöld. Vonir Real Madrid um að ná öðru sæti spænsku 1. deild- arinnar í knattspyrnu af nágrönnum sínum í Atlético minnkuðu enn í gærkvöld þegar stórveldið mátti sætta sig við jafntefli gegn Leganés á útivelli, 1:1. Leganés, sem er frá samnefndri borg í útjaðri Madr- ídar, náði forystunni á lokamínútu fyrri hálfleiks með marki frá Jonathan Silva, bakverði frá Argentínu. Ka- rim Benzema náði að jafna fyrir Real á sjöttu mínútu síð- ari hálfleiks og þar við sat. Real Madrid er þá með 61 stig í þriðja sætinu en Barcelona er með 74 stig á toppnum og Atlético Madrid 65 stig í öðru sæti þegar sex umferðum er ólokið. Lega- nés siglir lygnan sjó um miðja deild og er í 11. sæti. Það er langbesta staða liðsins frá upphafi en það leikur aðeins sitt þriðja ár í sögunni í 1. deildinni. Dregur úr vonum í Madríd Karim Benzema Breiðablik mætir Val í úrslitaleikn- um í Lengjubikar kvenna í knatt- spyrnu á skírdag en Blikakonur lögðu Þór/KA að velli eftir víta- spyrnukeppni í Boganum í gærkvöld. Leikur liðanna endaði 3:3 eftir mikla dramatík í lokin en Kópavogsliðið hafði betur í vítaspyrnukeppni, 4:3, þar sem Áslaug Munda Gunnlaugs- dóttir tryggði sigurinn með síðustu spyrnunni. Lára Kristín Pedersen virtist hafa tryggt Þór/KA sigur, 3:2, með marki á síðustu mínútu leiksins en norðankonur gerðu sjálfsmark í kjölfarið. vs@mbl.is Blikar mæta Val í úrslitum Morgunblaðið/Hari Skoraði Agla María Albertsdóttir gerði eitt marka Breiðabliks.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.