Morgunblaðið - 18.04.2019, Qupperneq 1
F I M M T U D A G U R 1 8. A P R Í L 2 0 1 9
Stofnað 1913 92. tölublað 107. árgangur
ÓTTALEYSI OG
SJÁLFSTRAUST
EINKENNANDI
BRUNINN ER VÍTI
TIL VARNAÐAR
UPPSÖGNIN EINS
OG ÞRUMA ÚR
HEIÐSKÍRU LOFTI
EFTIRMÁL ELDSINS 14 Á KROSSGÖTUM ÍÞRÓTTIRISLE OF ART 29
Gleðin skein úr hverju andliti á Ísafirði í gær þegar sprett-
skíðaganga Craftsport hófst, en gangan markaði upphaf
hinnar árlegu skíðaviku á Ísafirði.
Keppt var í hefðbundinni skíðagöngu í tveimur flokkum,
þar sem annars vegar krakkar undir ellefu ára aldri og hins
vegar þeir sem voru tólf ára og eldri öttu kappi.
Skíðavikan stendur fram yfir páska og verður ógrynni við-
burða fyrir gesti og gangandi. Vikan er löngu orðin ómissandi
í félagslífi Vestfjarða, en hún var fyrst haldin árið 1935.
Sprett úr skíðaspori á Ísafirði í aðdraganda páskanna
Ljósmynd/Ágúst Atlason
Færri leitar-
beiðnir vegna
týndra barna
hafa borist lög-
reglunni á höfuð-
borgarsvæðinu í
ár en á sama
tíma í fyrra. Það
sem af er þessu
ári eru beiðn-
irnar orðnar 65
talsins og varða
þær 30 börn, en nokkuð er um að
sama barnsins sé leitað oft.
Guðmundur Fylkisson, aðalvarð-
stjóri hjá lögreglunni á höfuð-
borgarsvæðinu, sinnir þessu verk-
efni. Hann segir að fimm af þessum
30 börnum sprauti sig með fíkniefn-
um, eitt þeirra hafi gert það frá 13
ára aldri. Hann óskar eftir fjöl-
breyttari úrræðum. »6
30 barna hefur ver-
ið leitað í 65 skipti
Börn Lögregla leit-
ar færri nú en í ár.
Hafist verður handa við að skipta
um lyftu í Hallgrímskirkjuturni eft-
ir páska. Framkvæmdir hefjast 23.
apríl og þeim á að ljúka 27. maí. Á
meðan verður turninn lokaður, þar
sem stiginn er aðeins notaður sem
neyðarútgangur. Yfir standa um-
bætur á brunavörnum í kirkjunni,
sem framkvæmdastjóri hennar seg-
ir að sé ekki síst jákvætt í ljósi þess
sem kom fyrir Notre Dame í París á
mánudaginn var. » 4
Huga að brunavörn-
um í Hallgrímskirkju
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Í drögum að samkomulagi milli
WOW air og Isavia frá því í lok
september síðastliðins, sem Morgun-
blaðið hefur undir höndum, er gengið
út frá því að flugfélagið greiði upp
vanskilaskuld við Keflavíkurflugvöll í
13 aðskildum afborgunum sem
teygja myndu sig yfir síðustu tvo
mánuði ársins 2018 og fyrstu 11 mán-
uði ársins 2019. Vanskil félagsins á
þeim tíma þegar unnið var að sam-
komulaginu námu ríflega einum
milljarði króna. Í frétt sem Morgun-
blaðið flutti 15. september af skuld
félagsins kom fram að skuld félagsins
við Isavia næmi um tveimur milljörð-
um króna og að u.þ.b. helmingur
hennar væri þá þegar gjaldfallinn.
Í reikningsyfirlitum WOW air, sem
Morgunblaðið hefur séð, kemur í ljós
að félagið stóð í skilum með greiðslur
skv. samkomulaginu allt fram í febr-
úar síðastliðinn en marsgjalddaginn,
sem hljóðaði upp á 30 milljónir króna,
var aldrei greiddur.
Í fyrrnefndum drögum að sam-
komulagi, sem samið var af þeim
Karli Alvarssyni, yfirlögfræðingi
Isavia, og Sveinbirni Indriðasyni,
fjármálastjóra fyrirtækisins, er einn-
ig kveðið á um að WOW air skuli,
meðan á gildistíma greiðsluáætlunar
samkomulagsins stæði, hafa til taks
að minnsta kosti eina flugvél á flug-
rekstrarleyfi félagsins á vellinum eða
að vél á sama leyfi væri á leið til
Keflavíkurflugvallar „og komin með
staðfestan komutíma“ til vallarins.
Á grundvelli samkomulagsins var
vélin TF-GPA á Keflavíkurflugvelli,
óhreyfð frá 18. mars, allt þar til
WOW air var lýst gjaldþrota 28. mars
síðastliðinn. Vélin var hins vegar ekki
í eigu WOW air heldur bandaríska
flugvélaleigufyrirtækisins Air Lease
Corporation (ALC).
Sama dag og flugfélagið varð
gjaldþrota barst forsvarsmönnum
ALC bréf þar sem þeir voru krafðir
um greiðslu skuldar WOW air við
Isavia. Nam skuld félagsins, eins og
viðskiptareikningur milli aðila stóð í
lok febrúar síðastliðins 1.953.625.714
kr.
Heimildir Morgunblaðsins herma
að Isavia og WOW air hafi á engum
tímapunkti upplýst ALC um að sam-
komulag væri í gildi um fyrrnefnt að-
gengi Isavia að vélum félagsins. Því
hafi efni samkomulagsins komið þeim
í opna skjöldu þegar félagið féll. Mun
ALC hafa haldið því fram í samtölum
við forsvarsmenn Isavia að haldsrétt-
ur síðarnefnda félagsins í vélinni hafi
verið bundinn við það skilyrði að
WOW air hefði umráðarétt yfir vél-
inni TF-GPA en að sá umráðaréttur
hafi fallið niður þegar WOW air skil-
aði inn flugrekstrarleyfi sínu að
morgni 28. mars síðastliðins.
Sömdu um kyrrsetn-
inguna í september
Isavia tryggði skuld WOW með taki í eign þriðja aðila
WOW Félagið varð gjaldþrota að
morgni 28. mars síðastliðins.
MFordæmalaus uppákoma »12
Morgunblaðið/Hari
Friðleifur Ingi Brynjarsson, sér-
fræðingur hjá Vegagerðinni, segir
það sæta tíðindum að umferðin á
höfuðborgarsvæðinu í febrúar hafi
verið meiri en sumarmánuðina 2016.
Summa meðalumferðar á dag var
122.063 bílar í febrúar árið 2011 en
165.020 bílar í febrúar sl. Það er
aukning um 43 þúsund bíla.
Bílaleigubílum fjölgar ört
Til samanburðar eru nú 48 þúsund
fleiri fólksbifreiðar í umferð en árið
2013 og 12.600 fleiri bílaleigubílar.
Um 224 þúsund fólksbílar voru í
umferð fyrir páskahelgina sem sam-
svarar um það bil 560 bílum á hverja
þúsund íbúa í landinu. »10-11
Morgunblaðið/Hari
Miklabraut Fólksbílum er að fjölga.
Umferðin
á uppleið
48 þúsund fleiri
fólksbílar en 2013