Morgunblaðið - 18.04.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.04.2019, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2019 Sjöunda árið í röð verður efnt til menningarveislu í Alþýðuhúsinu á Siglufirði um páskahelgina. Unnar Örn J. Auðarson opnar sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu, föstu- daginn langa kl. 12. Klukkan 15 sama dag hefst Gjörningadagskrá þar sem fram koma Ásdís Sif Gunn- arsdóttir, Aðalsteinn Þórsson, Styrmir Örn Guðmundsson og Katr- ín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir. Laugardaginn 20. apríl kl. 17 verða haldnir tónleikar þar sem þrjú tónskáld koma fram með eigið efni og fjórði tónlistamaðurinn að- stoðar við flutning. Tónskáldin eru Þórir Hermann Óskarsson píanó- leikari, Daníel Sigurðsson trompet- leikari og Daníel Helgason gítar- leikari, en auk þess kemur fram Snorri Skúlason kontrabassaleik- ari. Listamaður Unnar Örn J. Auðarson. Menningarveisla í Alþýðuhúsinu Þórunn Elísabet Sveinsdóttir opnar myndlistar- sýningu hjá Ottó á Höfn í Hornafirði á morgun, föstudaginn langa, kl. 14. „Þórunn sækir í verk- um sínum efniðvið í fortíðina. Áhugi hennar á íslenskri alþýðumenningu, einkum menningu og handverkshefð kvenna skipar mikilvægan sess í list hennar. Þórunn hefur þróað persónulegan stíl og í verkum sínum endurskoðar, endurraðar og endursmíðar hún úr efniviði sem fyrir öðrum er ónýtt rusl eða svo heilagt að vart má fara um hann höndum,“ segir í tilkynningu. Þar kemur fram að sýningin sé annar hluti sýningaraðarinnar Argintætur í myndlist. „Með sýningunni er tekinn upp þráðurinn frá 2015, þá sýndu Ásta Ólafs- dóttir, Guðrún Sigríður Haraldsdóttir, Harpa Björnsdóttir, Margrét Jóns- dóttir og Rúna Þorkelsdóttir í Menningarhúsinu Iðnó. Þar störfuðu Auður Mikaelsdóttir listfræðingur og framreiðslumeistari og Andrés Bragason matreiðslumeistari, sem nú hafa flutt sig um set og starfrækja Ottó á Höfn.“ Opnar sýningu hjá Ottó á Höfn Þórunn Elísabet Sveinsdóttir Myndlistarviðburður sem nefnist Networking and Chilling hóf göngu sína í Harbinger á Freyjugötu 1 í gær. Hann samanstendur af 12 sýn- ingum og viðburðum eftir 12 mis- munandi myndlistarmenn, sem alls standa yfir í einn mánuð. „Net- working and Chilling er nokkurs- konar raðstefnumót listamanna við rýmið. Sýningarröðin er með óhefðbundnu sniði þar sem hver listamaður fær aðeins einn dag til að sýna í rýminu. Á þriggja daga fresti verður ný sýning opnuð en hver listamaður ræður opnunartím- anum, einn listamannanna ætlar t.d. einungis að hafa rýmið opið í 45 mínútur! Listamönnunum eru ekki sett neinar skorður um það sem á sér stað í rýminu á sýningardag. Það eina sem bindur sýningarnar saman er orðalisti með um 100 til- viljunarkenndum hlutum sem lista- mennirnir voru beðnir um að nota, einn eða fleiri, í sýningunni. Þar koma m.a. við sögu töfrasprotar, borðspil og vígt vatn!“ segir í til- kynningu. Allar nánari upplýsingar um sýningardaga og þátttakendur má nálgast á Facebook-síðu Har- bingers. Þrír dagar Hildigunnur Birgisdóttir er einn sýnenda á stefnumóti Harbingers. Stefnumót listamanna við rými Stabat Mater eftir Pergolesi verður flutt í Fella- og Hólakirkju á morgun, föstudaginn langa, kl 14. Flytjendur eru Matthías Stefánsson á fiðlu, Arn- hildur Valgarðsdóttir á píanó, Svava Kristín Ingólfsdóttir mezzosópran og Kristín Ragnhildur Sigurðardóttir sópran. Konur ur kirkjukórnum syngja með í fyrsta og síðasta kafla verksins. Á undan leikur Jón Pétur Snæland tvo kafla úr einni af sellósvítum J. S. Bach. Íhugul Hluti flytjenda á tónleikunum. Stabat Mater í Fella- og Hólakirkju VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu. Kerrur frá Ifor Williams í öllum stærðum og útfærslum ÍSLANDSMÓTIÐ íPepsí Max-deild karla og kvenna í knattspyrnu sumarið 2019 PÖNTUN AUGLÝSINGA: Fyrir miðvikudaginn 17. apríl. NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is | Sími: 569 1105 –– Meira fyrir lesendur 26. apríl gefurMorgunblaðið út glæsilegt sérblað um SÉRBLAÐ Kór Neskirkju efnir til tónleika á mánudag, 22. apríl kl. 20, í tilefni af útgáfu geisladisksins Tólf blik og tónar. Þar verða flutt verk af disk- inum en hann samanstendur af kórverkum Stein- gríms Þórhalls- sonar við ljóð Snorra Hjartar- sonar. Verkin voru frumflutt fyrir ári við mikla hrifningu gagn- rýnenda en Jónas Sen gaf þeim tón- leikum fjórar stjörnur og nefndi viðburðinn sér- staklega í áramótaumfjöllun sinni sem einn þann markverðasta á árinu. Útgáfan er styrkt af Menningar- sjóði FÍH, Nótnasjóði og Upptöku- sjóði STEFs og Hlóðritasjóði. Kjart- an Kjartansson var upptökustjóri en samhliða geisladiskinum kemur út nótnabók með verkunum öllum. Miðar á tónleikana eru seldir á tix.is og við inngang Neskirkju þar sem tónleikarnir hefjast kl. 20. Steingrímur, sem er organisti og stjórnandi Kórs Neskirkju, segir einn af meðlimum kórsins hafa lagt það til að hann semdi tónlist við eitt- hvert ljóða Snorra. „Ég er þannig gerður að mér gengur stundum erfiðlega að feta meðalveginn, og þegar ég fór að glugga í kveðskapinn þá gluggaði ég mjög rækilega,“ segir Steingrímur, sem leitaði fanga í safnbók með ljóðum Snorra. Hrífandi augnablik Kórinn hafði áður, undir stjórn Steingríms, flutt lag sem Hugi Guð- mundsson samdi við ljóð Snorra, „Hvíld“, og var það þar sem áhuginn kviknaði. „Ég prófaði mig áfram og fann strax að í texta Snorra er les- andinn oftar en ekki komin upp á íslenskar heiðar, og honum lagið að draga fram hrífandi náttúrustemn- ingu, eða augnablik, en þessi „tólf blik“ í titli plötunnar vísa til þess að tólf ljóð mynda heildina og tólf tónar hljóminn,“ útskýrir Steingrímur. Ljóð Snorra reyndust miserfið viðfangs og segir Steingrímur að flest þeirra séu engir dægurlaga- textar. „En ljóðin búa yfir vissri hrynjandi og litríkum lýsingum sem veita leiðsögn um hvernig má túlka textann í tónum,“ segir Steingrímur sem kveðst hafa grúskað reglulega í ljóðasafninu og gripið þau kvæði á lofti sem kölluðu á tónlist. „Oftast var hvert verk klárt strax næsta dag, og aðeins þrjú eða fjögur ljóð sem ég freistaði þess að byrja að semja tón- list við en tókst ekki að ljúka.“ Steingrímur segir útgáfu geisla- disksins m.a. gerða fyrir þá sem hrif- ust af verkunum þegar þau voru frumflutt fyrir ári, og eins til að fagna starfi kórsins en í 60 ára sögu kórastarfs Neskirkju hefur plata eða geisladiskur aldrei litið dagsins ljós. „Kórmeðlimum þykir líka vænt um verkin og með geisladiski og nótna- bók má segja að við séum að loka ákveðnum hring. Aðspurður hvort megi eiga von á fleiri verkefnum af svipuðum toga segir Steingrímur ekki loku fyrir það skotið. „Verandi að norðan hef ég samið ein tíu kórverk við kvæði Huldu en svo væri líka gaman að gera atlögu að einum bálki af kvæð- um Steins Steinars ef tími vinnst til. Það er jú þannig að tónsmíðarnar taka tíma og á meðan verkin við kvæði Snorra voru í smíðum var ég ekki alltaf viðræðuhæfur.“ ai@mbl.is Tólf ljóð og tólf tónar Kór Neskirkju Steingrímur segir ljóð Snorra Hjartarsonar búa yfir vissri hrynjandi og litríkum lýsingum.  Merkilegur nýr geisladiskur Kórs Neskirkju er sá fyrsti sem gefinn er út í 60 ára sögu kórastarfs kirkjunnar Steingrímur Þórhallsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.