Morgunblaðið - 18.04.2019, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.04.2019, Blaðsíða 5
FRÉTTIR 5Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2019 Eignarhlutar í félögum og sjóðum Skuldabréf Bundnar bankainnstæður Fjárfestingar alls Kröfur Handbært fé Eignir samtals Skuldir Hrein eign til greiðslu lífeyris 79.791 145.841 1.017 226.649 1.284 9.800 237.733 -732 237.001 Iðgjöld Lífeyrir Hreinar fjárfestingartekjur Rekstrarkostnaður Hækkun á hreinni eign á árinu Hrein eign frá fyrra ári Hrein eign til greiðslu lífeyris 79,7% 20,3% 19.082 58.629 2.731 3.737 5,5% 3.479 2,1% Eignir í íslenskum krónum Eignir í erlendri mynt Fjöldi virkra sjóðfélaga1 Fjöldi sjóðfélaga í árslok Fjöldi lífeyrisþega2 Eignir umfram áfallnar skuldbindingar Í hlutfalli af áföllnum skuldbindingum Eignir umfram heildarskuldbindingar Í hlutfalli af heildarskuldbindingum Ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins verða birtar á vef sjóðsins, frjalsi.is, tveimur vikum fyrir ársfund. Á fundinum verður kosið um fimm aðalmenn og þrjá varamenn í stjórn. Framboð til stjórnar þarf að liggja fyrir eigi síðar en 7 dögum fyrir ársfund. Senda má tilkynningu um framboð auk nauðsynlegra gagna á netfangið arsfundur@frjalsi.is. Nánari upplýsingar um fundinn, fyrirkomulag kosninganna og þau gögn sem frambjóðendur þurfa að skila inn til að staðfesta framboð sitt má finna á frjalsi.is/arsfundur. Hægt er að skrá sig á fundinn á frjalsi.is/arsfundur Ársfundur Frjálsa verður haldinn mánudaginn 13. maí kl. 17.15 í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19. Meginniðurstöður ársreiknings (í milljónum króna) Efnahagsreikningur 31.12.2018 Lífeyrisskuldbindingar skv. niðurstöðu tryggingafræðings 31.12.2018 Yfirlit um breytingar á hreinni eign til greiðslu lífeyris fyrir árið 2018 19.609 -3.982 11.314 -433 26.508 210.493 237.001 Kennitölur 1 Meðalfjöldi sjóðfélaga sem greiddi iðgjald á árinu. 2Meðalfjöldi lífeyrisþega sem fékk greiddan lífeyri á árinu. 4Hluti skuldabréfa er gerður upp á kaupkröfu. 3Á ársgrundvelli m.v. 31.12.2018. Eignir 13,3% Frjálsi 1 Frjálsi 2 10,6% 0% 5% 10% 15% 8,0% 7,5% Frjálsi 3 7,6% 5,9% Frjálsi áhætta 12,9% 8,7% 1 árs nafnávöxtun* 5 ára nafnávöxtun* *Á ársgrundvelli m.v. 31.03.19 Ávöxtun Frjálsa Nánari upplýsingar á frjalsi.is Hafa ber í huga að ávöxtun sjóðsins í fortíð tryggir ekki framtíðarárangur. Nánari upplýsingar um sjóðinn og fjárfestingarstefnu hans má finna á frjalsi.is. – – – – ráðstafað meirihluta skyldusparnaðar í erfanlega séreign? stjórnað sínum lífeyrismálum áMínum síðum? valið á milli ólíkra fjárfestingarleiða? kosið í stjórn Frjálsa á ársfundi sjóðsins? Allt eftir þínu höfði Frjálsi leggur áherslu á valfrelsi, gagnsæi og góða upplýsingagjöf til sjóðfélaga. Á nýrri vefsíðu og Facebook-síðu Frjálsa má finna ýmislegt áhugavert efni um starfsemi sjóðsins. Investment & Pensions Europe (IPE) er evrópskt fagtímarit um lífeyrismál. Nánar má kynna sér árlega samkeppni IPE á IPE.com/awards. Vissir þú að sjóðfélagar geta 5,9% 6,1% 5,3% 6,3% 5,7% 6,3% 4,4% 6,4% 7,1% 4,3% 5,1% 5,6% Frjálsi 1 Frjálsi 2 Frjálsi 3 Frjálsi Áhætta Tryggingadeild4 (Bókfært virði) Tryggingadeild (Markaðsvirði) Sl. 5 ár3Nafnávöxtun 2018 Rósa Margrét Tryggvadóttir rosamargrett@gmail.com Um 250 þúsund króna munur getur verið á ábyrgðartryggingu ökutækis á milli tryggingarfélaga, miðað við tilboð sem ungur ökumaður fékk í ökutækjatryggingu frá tveimur tryggingarfélögum. Var verðið á ábyrgðartryggingunni um 36.000 krónur hjá Verði en um 287.000 krónur hjá TM. Ökumaðurinn, sem fæddur er 1995, segir í samtali við Morgunblaðið að hann hafi fengið þær upplýsingar frá TM að aldur hafi haft megináhrif á verðlagn- inguna. Var honum greint frá því að hann væri í áhættuhópi til 27 ára ald- urs. Ökumaðurinn segir að ekki hafi skipt máli að bíllinn hafi verið í hans eigu í rúm sex ár og væri tjónlaus. Kjartan Vilhjálmsson, framkvæmda- stjóri einstaklingsráðgjafar og markaðsmála hjá TM, segir í viðtali við Morgunblaðið að aldur sé ein af þeim breytum sem vegi þungt þegar áhætta ökumanna sé metin. Hann segist ekki geta gefið upp nákvæmar upplýsingar um hvenær aldur hættir að hafa áhrif á verðlagningu hjá TM. Það sé þó á milli tvítugs og þrítugs en að upp úr 25 ára aldri fari aldur að hafa minni áhrif á iðgjöldin. „Miklar líkur eru á því að fólk lendi í árekstri á fyrstu árunum í umferðinni. Það endurspeglast fullkomlega í okkar gögnum. Þetta er ekki byggt á get- gátum heldur á því hvernig reynslan er á hverjum hópi fyrir sig,“ segir Kjartan. Sigurður Óli Kolbeinsson, fram- kvæmdastjóri tjóna og stofnstýring- ar hjá Verði, segir að Vörður miði yf- irleitt við að aldurinn hætti að hafa áhrif á áhættumat þegar einstakling- ur er í kringum 24 ára aldurinn. Á þeim tíma segir Sigurður að aldurinn hætti að skipta máli og einstaklingur sé ekki lengur verðlagður sérstak- lega eftir aldri. Ungir ökumenn kanni verðmun Sigurður segist ekki vita hver skýringin sé á þessu ósamræmi milli tryggingarfélaga en getur sér til um að TM fylgi öðru viðmiði þegar kemur að því að meta fólk sem unga ökumenn. Aron Hugi Helgason, lög- fræðingur hjá Neytendasamtök- unum, segist reglulega fá fyrir- spurnir frá ungum ökumönnum sem vilja tryggja ökutæki. Hann segir fé- lögin verðleggja unga ökumenn al- mennt hærra vegna þess að hópur- inn sé tölfræðilega líklegri til að lenda í tjóni en viðmiðin geti verið breytileg. Samtökin hvetji því unga neytendur að leita til allra trygg- ingarfélaganna til að fá besta tilboðið sem bjóðist þeim á markaðnum. 250 þúsund króna munur vegna aldurs  Tryggingarfélögin fylgja mismunandi viðmiðum um aldur við áhættumat á ungum ökumönnum Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Carbon Recycling International (CRI) hlaut á dögunum 250 milljóna króna þróunarstyrk frá Evrópu- sambandinu undir formerkjum rannsóknaráætlunarinnar „EU Horizon 2020“. CRI hefur hlotið þrjá styrki af sambærilegri stærðargráðu frá Evrópusamband- inu en hinum nýfengna styrk er ætlað að styðja innleiðingu lausna til þess að mæta loftslagsmark- miðum Evrópusambandsins sem byggjast á aukinni sjálfbærni og orkuskiptum í samgöngum. CRI hefur verið starfandi frá árinu 2006 og þróað tækni til hagnýtingar koltvísýrings og grænnar orku í iðnaði. Framleiðir fyrirtækið með þessari tækni endurnýjanlegt met- anól sem nýta má sem eldsneyti eða í efnaiðnaði. Styrkurinn gerir CRI kleift að vinna að markaðsvæðingu þessarar tækni og er fyrirtækið nú þegar að vinna að undirbúningi á 50.000 tonna verksmiðjum í Noregi og Kína, að sögn Sindra Sindra- sonar, forstjóra CRI. „Þetta er mikil viðurkenning fyr- ir fyrirtækið og tæknina sem það hefur þróað. Þetta fór í gegnum nálarauga í 2020-fjárfestingaráætl- unar Evrópusambandsins. Bara það að komast þar í gegn er mikil viður- kenning fyrir okkar. Síðan er auð- vitað betra að þessu fylgir verulegt fjármagn til þess að fylgja þessu eftir,“ segir Sindri í samtali við Morgunblaðið. Samtals vinna 40 manns hjá CRI en fyrirtækið er með 4.000 tonna þróunarverksmiðju í Svartsengi hér á landi. Hefur fyrirtækið kostað til 100 milljónum bandaríkjadala, um 12 milljörðum króna, sem farið hafa í þróun á þessari tækni og markaðssetningu. „Við erum núna að vinna í fyrstu verkefnunum á iðnaðarskala sem felast í því að reisa verksmiðjur sem framleiða 50 til 100 þúsund tonn á ári í Noregi og Kína.“ Geta hafið arðbæra framleiðslu Orka Sindri Sindrason, forstjóri CRI.  CRI hlaut 250 milljóna króna styrk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.