Morgunblaðið - 18.04.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.04.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2019 Arnar Þór Jónsson héraðs-dómari var í viðtali í þætt- inum Sprengisandi á sunnudag og ræddi þar afstöðu sína til nýlegs dóms Mannréttindadómstólsins um Landsréttarmálið.    Segir hann aðMannréttinda- dómstóllinn hafi með dómi sínum gengið of nærri fullveldi Íslands og að svo virðist sem afstaða til stöðu dómstóla annars staðar í Evrópu hafi orðið til þess að Ísland hafi fengið á sig rang- látan dóm.    Þá vék hann að þriðja orku-pakkanum og sagði þessi mál geta tengst: „Þau geta tengst í gegnum það að spurningin verður áfram um fullveldi Íslands og þeir sem vilja klappa fyrir Mannrétt- indadómstólnum og aðferðafræði hans ættu þá að vera tilbúnir til að horfa í spegilinn gagnvart því, þegar evrópskir dómstólar í fyll- ingu tímans munu fara að taka ákvarðanir um innri málefni Ís- lands þegar kemur að raforku og útflutningi á raforku. Því að eins og þetta mál er sett upp, og menn geta lesið grein Ögmundar Jónas- sonar í Morgunblaðinu í dag um það, þá er þetta bara að sigla inn í það að það er verið að svipta Ís- lendinga yfirráðum yfir raforku og því hvernig raforku sem verð- ur til hér á landi er ráðstafað. Svo að við þurfum í staðinn fyrir að vera alltaf að ræða um persónur eða afmörkuð tilvik og undantekn- ingar – við verðum að geta rætt um þetta út frá meginreglu.“    Það hefur borið á því í um-ræðunni að þessum stað- reyndum sem dómarinn nefnir sé hafnað sem fjarstæðu. Er ekki tími til kominn að hætta því? Arnar Þór Jónsson Íslendingar sviptir yfirráðum STAKSTEINAR Pfaff fjölskyldan óskar landsmönnum gleðilegra páska Við ætlum að verja páskadögunum með okkar nánustu og höfum lokað alla páskana, en vefverslunin www.pfaff.is stendur vaktina á meðan. Lífið er núna! Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Ekki hafa fleiri verið teknir fyrir akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna í einum mánuði, og í mars sl., sé miðað við árið 2006 þegar lög- um og verklagi lögreglu vegna slíkra brota var breytt. Þetta kemur fram í afbrotatölfræði lögreglustjórarns á höfuðborgarsvæðinu. Brotin voru 186 talsins í mars og hefur fjölgað um 47% það sem af er ári samanbor- ið við meðaltal á sama tímabili síð- ustu þrjú ár. 687 hegningarlagabrot voru skráð hjá lögreglu í mars. Tilkynntum of- beldisbrotum fækkar mjög og 15% sé miðað við sama tímabil síðustu þrjú ár á undan. Voru þau 83 í mars. 65 tilkynningar bárust um innbrot. 9% færri tilkynningar um innbrot hafa borist á árinu miðað við sama tímabil síðustu þrjú ár á undan. Um 10% færri tilkynningar um heimilisofbeldi hafa borist lögreglu á árinu að meðaltali miðað við sama tímabil síðustu þrjú ár á undan. 44 slíkar tilkynningar bárust í mars. Í síðasta mánuði voru 145 fíkniefna- bort skráð á höfuðborgarsvæðinu, þar af fimm stórfelld. Brotin eru álíka mörg og skráð voru að með- altali á sama tímabili síðustu þrjú ár. Toppur í akstri undir áhrifum efna  Ofbeldisbrotum fækkaði töluvert  Færri tilkynna heimilisofbeldi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Afbrot Hátt í 700 brot voru skráð í málaskrá lögreglunnar í mars. Þegar Icelandair ræður flugmenn til starfa er ekki gerð grunnkrafa um tiltekinn fjölda flugtíma, heldur hafa þær kröfur með tímanum vikið fyrir öðruvísi kröfum. Kröfurnar sem hafa bæst við í staðinn, að sögn Hauks Reynissonar, flugrekstrarstjóra Ice- landair, eru samevrópskar kröfur um þjálfun í svonefndu fjölstjórnar- umhverfi og einnig krafa sem var innleidd sérstaklega hjá Icelandair, sem er um þjálfun í flughermi í þotu- umhverfi (e. jet orientation course). „Það sem þetta hefur sýnt okkur er að flugmenn eru að koma miklu betur út úr þjálfun í dag með þessum kröfum heldur en einhverjum tíma- kröfum fyrir einhverjum árum,“ segir hann. Í aðsendri grein í Morgunblaðinu í gær gagnrýndi Guðbrandur Jónsson, fv. flugstjóri, að flugvél Ethiopian Airlines hafi stýrt aðstoðarflugmaður með aðeins 200 flugtíma skráða. Slíkt fyrirkomulag kallaði Guðbrandur „flugkennslu með farþega“. Haukur segir slíkar yfirlýsingar ekki stand- ast. „Það fer enginn um borð og flýg- ur flugvél með farþega og er ekki út- skrifaður úr flugnámi, það er bara kolólöglegt,“ segir Haukur. Fyrir- komulagi flugnáms hafi víða verið breytt og kröfurnar síður tímakröfur núna. Tímakröfurnar hafi verið sía á sínum tíma, frekar en gæðakrafa, og nú sé þeirrar síu ekki þörf. 600 flug- menn sóttu um hjá Icelandair í fyrra og 47 voru ráðnir, að sögn Hauks. Örnólfur Jónsson, formaður Fé- lags íslenskra atvinnuflugmanna, segir að tímakrafan hafi víða verið lækkuð en þó séu kröfurnar engu minni. Flugtímar eigi aðeins við flug í eiginlegum flugvélum en ekki þjálfun sem menn hafi hlotið í flughermum, sem er engu síðri. Þannig hafi ekkert verið óeðlilegt við að aðstoðar- flugmaðurinn í umræddu slysi hafi haft 200 flugtíma, hann hafi bara ver- ið nýr flugmaður í starfi en engu að síður hlotið fullgilda þjálfun fyrir það. Enn eru Boeing 737 MAX-8-vélar kyrrsettar um allan heim. Endan- legri rannsókn er ekki lokið. snorrim@mbl.is Ekki gerðar tíma- kröfur á flugmenn  Nýjar kröfur bæst við  Gefur betri raun Morgunblaðið/Eggert Icelandair Inntökuferli flugmanna hefur tekið breytingum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.