Morgunblaðið - 18.04.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.04.2019, Blaðsíða 14
Viðgerð á turnspíru hófst áður en eldurinn kviknaði Viðgerðir höfðu verið hafnar á turnspírunni þegar hún eyðilagðist í eldi á mánudaginn var 93m spíra 16 koparstyttur Koparstytta af hana Vinnupallur Í styttunni voru þrír helgir munir, m.a. brot úr þyrnikórónu sem sagt er að hafi verið sett á Krist áður en hann var krossfestur. Styttan fannst skemmd í rústum kirkjuþaksins sem brann. Ekki var vitað um ástand helgu munanna Upprunalega spíran reist: 1250 Tekin niður: 1786-1792 Endurreist: 1859-1860 undir stjórn Eugene Viollet-le-Duc Guðspjallamennirnir fjórir Styttur voru teknar niður til viðgerðar fyrr í apríl 500.000 stálrör 80 m krani Áætlaður viðgerðartími: 2019-2022 Kostnaður: 11 milljónir evra alls 800.000 € vegna styttna Heimildir: notredamedeparis.fr, menningarráðuneyti Frakklands, Ljósmyndir: AFP Blýklæðningin hafði veðrast Logsoðin samskeyti sprungin Molnað úr eikargrind og steini Múrhleðsla hafði skemmst Turnspíra Notre-Dame Lærisveinarnir tólf Hæð: 3m Þyngd: 250 kg Reistar: Um 1860 500 tonn af viði 250 tonn af blýi Viðgerðin á spírunni var hluti af viðamiklum viðgerðum sem hófust árið 2017. Talið var að þær tækju 20-30 ár og kostuðu 150 milljónir evra Alltaf er hætta á að eldur kvikni í sögufrægum byggingum eins og Notre-Dame í París, einkum þegar viðgerðir standa yfir, og þótt hægt sé að minnka líkurnar á eldsvoða er aldrei hægt að uppræta eldhættuna, að sögn eldvarnasérfræðinga. Guillermo Rein, breskur prófessor í eldvörnum, segir að koma þurfi upp nútímaeldvörnum í Notre-Dame þeg- ar kirkjan verður endurreist. „Þakið á kirkjunni var alls ekkert verndað,“ hefur fréttavefur breska ríkis- útvarpsins eftir Rein. Bob Parkin, breskur eldvarnasérfræðingur, segir að tiltölulega auðvelt sé að fyrir- byggja eldsvoða með því að koma upp úðakerfi í gömlum byggingum. Yfirvöld á Spáni og í fleiri löndum hafa skýrt frá því að eldvarnir í kirkjum og fleiri sögufrægum bygg- ingum verði endurskoðaðar í ljósi brunans í dómkirkjunni í París. Peter Aiers, framkvæmdastjóri breskrar stofnunar sem komið var á fót til að vernda gamlar kirkjur á Englandi, segir að ýmislegt sé hægt að gera til að minnka eldhættuna í slíkum byggingum. „Það er þó ekki til nein töfralausn, það verður alltaf eldhætta,“ hefur The Wall Street Journal eftir honum. Verði víti til varnaðar José Guirao, menningarráðherra Spánar, sagði í útvarpsviðtali að sér- stakur fundur yrði haldinn með sér- fræðingum í næstu viku til að ræða breytingar á eldvörnum sögulega mikilvægra bygginga. „Þegar við- gerðir standa yfir þurfa menn að vera sérstaklega á varðbergi vegna þess að gáleysi eins manns getur leitt til hörmulegs atburðar. 100% öryggi er ekki til.“ Giuliana Gardani, ítalskur arkitekt og sérfræðingur í viðgerðum á göml- um byggingum, tekur í sama streng og kveðst vona að bruninn í Notre- Dame verði mönnum víti til varn- aðar. „Það er sorglegt en stundum þarf eitthvað hræðilegt að gerast til að öryggisráðstafanir séu bættar.“ bogi@mbl.is Hægt að minnka eldhætt- una en ekki eyða henni 14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Verslunareig-endur viðLaugaveg- inn eru ómyrkir í máli í samtölum við Morgunblaðið í gær um framgöngu Reykjavíkurborgar og telja að varanleg göngugata muni ýta undir flótta þaðan. Laugavegurinn er eitt helsta kennileiti borgarinnar og þungamiðja borgarlífsins. Lykillinn að aðdráttarafli göt- unnar hefur verið fjölbreytt starfsemi, rótgrónar verslanir innan um þær nýrri og kaffihús og veitingastaðir af ýmsum toga. Til þess að gatan haldi sessi sínum þarf hún að laða alla að, ferðamenn frá útlöndum og utan af landi og alla borgarbúa, ekki bara íbúa miðbæjarins. Þá má ekki gleyma því að ekki eiga allir jafn auðvelt með að komast leiðar sinnar. Til þess að miðborgin haldi velli þarf aðgengi að henni að vera gott. Vissulega er hægt að notast við almenningssam- göngur, ganga og hjóla, en stað- reyndin er einfaldlega sú að einkabíllinn er sá ferðamáti, sem flestir kjósa, og skipulag miðborgarinnar þarf að taka mið af því. Annars er hætt við því að þrengist að verslun í göt- unni. Þeir kaupmenn, sem rætt var við í Morgunblaðinu í gær, telja reyndar að þegar sé farið að þrengja að þeim og raunir þeirra muni aðeins ágerast með fyrirætlunum borgarinnar. Gilbert Ó. Guðjónsson úr- smiður hefur verið á sama stað á Laugaveginum í 39 ár og í mið- bænum í 51 ár. „Að breyta Laugaveginum í göngugötu, ég veit ekki hvar þetta fólk heldur eiginlega að við séum. Við búum á Íslandi, ekki Spáni,“ segir hann og telur að sýn meirihlut- ans um göngugötur allt árið sé einungis til þess fallin að koma í veg fyrir að Íslendingar sæki miðbæinn heim. Jón Sigurjónsson gullsmíða- meistari hefur rekið verslun við Laugaveg í 48 ár og segir fram- göngu borgarinnar með ólík- indum og einkennast af skrípa- leik og blekkingum. „Að borgar- stjóri skuli ekki hlusta á hátt í 250 undirskriftir rekstrar- og hagsmunaaðila sem leggjast all- ir gegn þessari lokun er ekkert annað en dónaskapur,“ segir hann. Vigdís Guðmundsdóttir versl- unarmaður hefur búið við Laugaveg í 27 ár og rekið versl- un síðan í ágúst: „Íslendingar eru hættir að mæta hingað og að mínu mati hefur Laugavegur nú þegar fjarað út.“ Bára Atladóttir fatahönnuður er meðal þeirra, sem eru að yfir- gefa Laugaveginn og ætlar að opna nýja verslun í Mörkinni. Hún seg- ist fá skilaboð frá viðskiptavinum, sem segjast hafa verið hættir að koma á Laugaveg- inn, en muni mæta í nýju búðina. Þannig mætti halda áfram að rekja ummæli viðmælenda blaðsins. Kaupmenn eru ekki einir um að mótmæla fyrirætlunum borg- arinnar. Fulltrúar Sjálfs- bjargar, landssambands hreyfi- hamlaðra, hafa einnig lýst yfir áhyggjum. Bergur Þorri Benja- mínsson, formaður Sjálfs- bjargar, sagði við mbl.is í febr- úar að því hefði verið komið á framfæri við embættismenn borgarinnar „umbúðalaust að okkur lítist ekkert á tillögur um Laugaveg sem göngugötu“ og bætti við: „Það skortir skilning á því að sama hversu greiðfær Laugavegur verður fyrir hjóla- stóla eða fólk á hækjum þá verð- ur hann lokaður hreyfihöml- uðum ef þeir geta ekki lagt bíl sínum sem næst áfangastað, hvort heldur er verslun, veit- ingahúsi eða skemmtistað.“ Morgunblaðið náði tali af nokkrum fulltrúum meirihlut- ans í gær og leitaði eftir við- brögðum við gagnrýni kaup- mannanna. Ekki var að sjá að þar væri mikill vilji til að bregð- ast við, viðkvæðið að breytingar mættu alltaf mótstöðu, en áfram yrði unnið í samráði við alla aðila. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, segir í blaðinu dag að verslun og viðskipti auk- ist með því að fjarlægja bíla- umferð og vísar til reynslu borga á borð við New York og London. Þetta eru milljóna- borgir sem löngu eru sprungnar og hafa af illri nauðsyn þurft að bregðast við. Vandamál þeirra eru engan veginn sambærileg við Reykjavík og reynsla stór- borganna kallar ekki á að grípa til aðgerða, sem beinlínis miðast við að gera bíleigendum lífið óbærilegt og knýja þær í gegn sama hvað það kostar, hvort sem það verður til þess að hrekja verslunareigendur í burtu, eða sjá til þess að hreyfi- hamlaðir treysti sér ekki í bæinn. Meirihlutinn verður að hlusta á athugasemdir og gagnrýni. Það er lítið samráð í að valta yfir þá, sem ekki deila sýn hans og setja fram rökstudda gagnrýni. Það getur varla verið markmiðið að aðeins verði lundabúðir við Laugaveginn. Þá gætu jafnvel ferðamennirnir misst áhugann. Markmið þeirra sem fara með völdin í borginni hlýtur að vera að miðbærinn laði alla að og hafi upp á sem mesta fjölbreytni að bjóða í verslun og þjónustu. Það er lítið samráð í að valta yfir þá sem ekki deila sýn meiri- hlutans} Atlagan að Laugaveginum E fasemdir um innleiðingu þriðja orkupakkans byggjast á þeim misskilningi að í honum felist af- sal á yfirráðum yfir auðlindum, framsal á fullveldi, skuldbinding um lagningu sæstrengs og jafnvel brot á stjórn- arskrá. Ekkert af þessu á hins vegar við rök styðjast. Allir þeir aðilar sem unnið hafa að mál- inu, bæði stjórnmálamenn og sérfræðingar, eru sammála um að eins og málið er nú lagt upp feli það ekki í sér brot á stjórnarskrá, framsal á full- veldi eða afsal á auðlindum. Þá liggur fyrir að enginn raforkusæstrengur verður lagður nema með samþykki Alþingis. Í þessu máli má einnig heyra tortryggni og jafnvel andstöðu við EES-samninginn. Það kann að kalla á allt aðra og meiri umræðu. Það er þó rétt að hafa í huga að EES-samningurinn er eitt mikilvægasta skref sem við Íslendingar höfum stigið í alþjóðasamstarfi. EES-samningurinn er að sjálf- sögðu ekki hafinn yfir gagnrýni. Það verður þó ekki litið framhjá því að hann hefur fært okkur frelsi á ýmsum svið- um og aðgang að innri markaði Evrópu sem er mikils virði fyrir útflutningsgreinar og þar með landsmenn alla. Á því byggjum við hluta af þeirri hagsæld sem við búum við í dag. Í 25 ára sögu EES-samningsins hafa aðildarríki aldrei beitt rétti sínum til að neita að staðfesta ákvarðanir sínar í sameiginlegu EES-nefndinni. Ástæðan er einkum sú að þegar aðildarríkin taka ákvörðun í sameiginlegu nefndinni um atriði sem taka skal upp í samninginn er jafnan að baki langur undirbúningur þar sem þjóðþingin hafa beina aðkomu að málum. Einstaka mál eru þannig lengi í vinnslu með vilja og vitund þeirra ríkja sem að samningnum standa. Það á einnig við um svokallaða orkupakka. Af öllum aðildarríkjum EES á Ísland lang- samlega mest undir því að samningurinn haldi og að framkvæmd hans gangi vel. Það væri því ábyrgðarleysi gagnvart íslenskum hagsmunum að setja framkvæmd samningsins í uppnám af litlu sem engu tilefni. Það er hins vegar ástæða fyrir okkur til að sameinast um það markmið að vakta lagasetningar og reglugerðir mun betur. Á þetta hef ég lagt áherslu sem formaður utan- ríkismálanefndar Alþingis. Hér eiga stjórnvöld, atvinnulíf og fleiri aðilar mikilla hagsmuna að gæta. Alþingi ætti ekki og mun ekki hika við að nýta rétt sinn til að hafna innleiðingu og upp- töku EES-reglna ef íslenskum hagsmunum er verulega ógnað. Ekkert í þriðja orkupakkanum, eins og upptaka hans og innleiðing liggur nú fyrir Alþingi, gefur hins vegar tilefni til að nota þann öryggisventil í fyrsta sinn. Það er og verður stefna Sjálfstæðisflokksins að standa vörð um fullveldi landsins og yfirráð Íslendinga yfir þeim auðlindum sem hér er að finna. Það á ekki síður við í þessu máli. aslaugs@althingi.is Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir Pistill Enginn afsláttur af fullveldi Höfundur er formaður utanríkismálanefndar og ritari Sjálfstæðisflokksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.