Morgunblaðið - 18.04.2019, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.04.2019, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2019 Opnunartímar yfir páskana: Skírdagur 10-18 Föstudagurinn langi LOKAÐ Laugardagur 11-18 Páskadagur LOKAÐ Annar í páskum 11-17 Skoðið úrvalið á facebook Tamaris Stærðir 37-42 Verð: 12.995.- Vagabond Stærðir 37-41 Verð: 14.395.- Vagabond Stærðir 36-41 Verð: 15.395.- Vagabond Stærðir 36-41 Verð: 15.395.- Skechers Stærðir: 36-41 Verð: 12.495.- Skechers Verð: 10.495.- Skechers Verð: 7.495.- Hummel Verð: 8.595.- Piano Stærðir: 36-41 Verð: 17.995.- Piano Stærðir: 36-42 Verð: 16.595.- Duffy Stærðir: 36-41 Verð: 9.495.- Vagabond Stærðir 36-41 Verð: 15.395.- Þú getur pantað í gegnum Facebook síðu okkar og fengið sent hvert á land sem er. Gleðilega páska Vagabond Stærðir 36-41 Verð: 12.395.- Skechers Stærðir: 36-41 Verð: 12.495.- Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Villa í hugbúnaði er talin hafa orðið til þess að öryggisverðir fóru á rangan stað í dómkirkjunni Notre Dame í París á mánudag þegar tölvukerfi hennar varaði fyrst við eldi í bygging- unni, að sögn franskra fjölmiðla í gær. Þeir segja að dýrmætar mínút- ur hafi þar með farið í súginn. Tölvukerfið varaði við eldi í kirkj- unni klukkan 18.20 að staðartíma en öryggisverðirnir fundu engan eld og töldu að viðvörunin hefði verið til- efnislaus, að því er franska blaðið Le Parisien hefur eftir heimildar- mönnum sínum. 23 mínútum síðar, klukkan 18.43, fór viðvörunarkerfið í gang aftur. Öryggisverðirnir hringdu ekki í slökkviliðið fyrr en þeir sáu um þriggja metra langar eldtungur í neðsta hluta turnspírunnar sem eyði- lagðist í eldinum. Le Parisien segir að villa í hugbúnaði hafi valdið því að ör- yggisverðirnir leituðu að eldinum á röngum stað í byggingunni. Endurreist innan fimm ára? Viðarþak kirkjunnar eyðilagðist í brunanum, auk turnspírunnar, en slökkviliðinu tókst að bjarga megin- byggingunni og tveimur turnum hennar. Laurent Nuñez, aðstoðar- innanríkisráðherra Frakklands, hef- ur sagt að aðeins hafi munað um 15- 30 mínútum að slökkviliðið hafi ekki getað bjargað dómkirkjunni. Fyrirtæki, einstaklingar og borgarstjórn Parísar höfðu í gær lof- að fjárframlögum að andvirði nær milljarðs evra, sem svarar 135 milljörðum króna, til að endurreisa Notre Dame eftir brunann. Emmanuel Macron, forseti Frakk- lands, hefur lofað því að dómkirkjan verði endurreist innan fimm ára. Hann sagði í sjónvarpsávarpi í fyrra- kvöld að kirkjan yrði „jafnvel enn fal- legri“ eftir að viðgerðunum lyki og gaf til kynna að þeim ætti að ljúka áð- ur en Ólympíuleikarnir verða haldnir í París árið 2024. Nokkrir sérfræð- ingar í viðgerðum á gömlum og sögu- frægum byggingum hafa látið í ljós efasemdir um að hægt verði að endurreisa kirkjuna á svo skömmum tíma og sagt að það geti tekið áratugi. Édouard Philippe, forsætisráð- herra Frakklands, sagði í gær að arkitektum hvarvetna í heiminum yrði boðið að leggja fram tillögur að endurreisn kirkjunnar. Hann sagði að til greina kæmi að kirkjan yrði án turnspíru og benti á að hún hefði ver- ið þannig í áratugi. Enn fremur kæmi til greina að endurreisa turnspíruna eins og hún var áður en hún eyðilagð- ist eða reisa nýja spíru sem væri „lög- uð að tækni og erfiðum úrlausnar- efnum okkar tíma“. Upprunaleg turnspíra NotreDame var tekin niður á árunum 1786-1792 en endurreist 1859-1860 undir stjórn franska arkitektsins Eugene Viollet- le-Duc. Koparstytta af hana, sem var ofan á turnspírunni, fannst í rústunum inni í kirkjunni í gær. Franska menn- ingarráðuneytið sagði að styttan hefði skemmst en líklega væri hægt að gera við hana. »14 Fór dýrmætur tími í súginn?  Villa í hugbún- aði kann að hafa tafið slökkvistarfið í Notre Dame AFP Mikið tjón Talið er að það taki mánuði að hreinsa Notre Dame eftir að þak kirkjunnar og turnspíra eyðilögðust í eld- inum sem kviknaði á mánudag. Það gæti einnig tekið mánuði að meta skemmdir sem urðu á listmunum í kirkjunni. Eiga rétt á skattaafslætti » Fyrirtæki sem leggja til fé til endurreisnar Notre Dame eiga rétt á 60% skattaafslætti, skv. frönskum lögum sem heimila slíka afslætti fyrir fjárframlög til menningarmála. » Franska stjórnin hefur ákveðið að skattaafsláttur ein- staklinga sem leggja til minna en þúsund evrur nemi 75%. Fari fjárframlög einstaklinga yfir þau mörk verður afsláttur- inn 66%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.