Morgunblaðið - 18.04.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.04.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2019 FÁST Í BYGGINGA- VÖRUVERSLUNUM Við framleiðum lausnir Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is Bestu undirstöðurnar fyrir SÓLPALLINN – SUMARHÚSIÐ – GIRÐINGUNA DVERGARNIR R NAGGUR H: 120 cm PURKUR H: 60 cm TEITUR H: 80 cm ÁLFUR H: 30 cm Frábær hönnun, styrkur og léttleiki tryggja betri undirstöðu og festu í jarðvegi. Skoðið nýju heimas íðuna islands hus.is Snorri Másson snorrim@mbl.is Ný lyfta er í uppsiglingu í Hallgríms- kirkjuturni. Henni verður komið fyrir í sömu lyftugöngum og hin gamla var í en sú var orðin 50 ára gömul. Fram- kvæmdunum fylgja bættar bruna- varnir á alla kanta, að sögn Sigríðar Hjálmarsdóttur, framkvæmdastjóra kirkjunnar. Meðan á þeim stendur verður kirkjuturninn lokaður gestum, enda stiginn upp einvörðungu neyðar- útgangur. Framkvæmdirnar hefjast eftir páska og taka fimm vikur. „Við erum að endurnýja lyftuna. Sú gamla var búin að þjóna okkur ansi vel áratugum saman en hún var kom- in á tíma,“ segir Sigríður. Í fyrra komu 300.000 gestir í Hallgríms- kirkju að njóta útsýnisins uppi í kirkjuturni. Gamla lyftan tók 6-8 manns, 630 kg, og sú nýja verður jafn- stór, þar sem göngin gefa ekki svig- rúm til stækkana. Hún verður samt hærri og fljótari upp 50 metrana sem göngin eru. Það verður töluverð röskun meðan á uppsetningunni stendur, að sögn Sigríðar. Framkvæmdir hefjast 23. apríl og þeim á að ljúka 27. maí. Á meðan geta ferðamenn ekki kíkt upp í turn en Sigríður segir að maímán- uður hafi verið valinn því þá hafa ann- irnar verið minnstar, og tekjutapið þannig lágmarkað. Kostnaðurinn við uppsetningu nýju lyftunnar og við bætta almenna eldvarnaumgjörð í kirkjunni mun nema um 40 milljónum króna. Sig- ríður segir að vinna hafi staðið yfir síðan 2009 að bættum öryggismálum og að lyftan sé eitt af stóru skref- unum á þeirri leið. „Þetta er aðeins meiri framkvæmd en bara venjuleg lyfta,“ segir Sigríður. Í framkvæmd- unum verða lyftugöngin gerð að svo- kölluðu brunahólfi, sem gerir að verk- um að hún verði reykþétt og geti verið notuð í neyðarástandi. Að auki verður hún með eigin óháðan aflgjafa, ef annað rafmagn bregst. Heimsóknir í turninn skiluðu 289 milljónum króna í fyrra og mestu annirnar eru yfir sumartímann og þá er opið lengur, segir Sigríður. Hún segir sóknina þó enn skulda töluvert fyrir viðgerðir sem gerðar hafa verið undanfarið á kirkjunni og að áfram sé frekari viðgerða þörf. Ný lyfta skref í átt að bættum eldvörnum Hallgrímskirkju  Lyftuna má nota í neyð  300.000 gestir í fyrra  Turninn lokaður í maí Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hallgrímskirkja Turninn verður lokaður mestallan maímánuð á meðan nýrri lyftu verður komið fyrir í lyftugöngunum, sem eru 50 metrar. Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Samkomulag um launaþróunar- tryggingu til starfsmanna ríkis og sveitarfélaga var undirritað í gær að því er fram kemur í tilkynningu frá ASÍ. „Laun félagsmanna í aðildar- félögum ASÍ sem starfa hjá sveitar- félögum munu hækka um 1,7 prósent að meðaltali vegna samkomulagsins og laun félaga ASÍ sem starfa hjá rík- inu um 0,4 prósent að meðaltali,“ segir í tilkynningunni, en launa- þróunartryggingin er afturvirk og gildir frá 1. janúar 2019. Samkomulagið er á grunni ramma- samkomulags aðila vinnumarkaðar- ins frá október 2015, en í því er kveðið á um að launaþróun þeirra sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum verði ekki lakari en á almennum vinnumarkaði. Horft er til þróunar launa á almenna markaðnum annars vegar og hjá þeim félagsmönnum sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum hins vegar á tímabilinu nóvember 2013 til nóvem- ber 2018. Aðild að samkomulaginu eiga íslenska ríkið Samband ís- lenskra sveitarfélaga, Reykjavíkur- borg, ASÍ, BSRB og Samtök at- vinnulífsins. Ljósmynd/ASÍ Undirritun Samkomulag um launaþróunartryggingu til starfsmanna ríkis og sveitarfélaga var undirritað í gær. Gildir hún afturvirkt frá 1. janúar sl. Laun fylgi þróun á almennum markaði „Hér eru allir mjög slegnir og við ræddum sér- staklega hve ótrúlegt það væri að þetta gerðist á akkúrat sama tíma og og við erum að taka þetta stóra skref í eldvörnum hjá okkur,“ segir Sigríður Hjálmarsdóttir um brunann í Notre-Dame, dóm- kirkju Parísar, á mánudaginn var. Hún segist þakklát að kirkjan sé einmitt um þessar mundir í gríðarlegri vinnu við bættar brunavarnir, enda sé „mikill ábyrgðarhluti að taka á móti öllum þessum gestum,“ segir Sigríður. „Það er mikilvægt að muna að kirkjan er ekki bara byggingin, þetta er lifandi kirkja með mjög miklu og fjölbreyttu starfi.“ Kirkjan er ekki bara byggingin SLEGIN EFTIR BRUNANN Í NOTRE-DAME Sigríður Hjálmarsdóttir Á meðan æ færri framhaldsskóla- nemar viðurkenna í könnunum að tala óhandfrjálst í símann undir stýri, fjölgar þeim sem segjast nota símann í að leita að upplýsingum í miðjum akstri. Samkvæmt niðurstöðu rann- sóknar Sjóvár, sem gerð var meðal allra framhaldsskólanema á landinu, sögðust 74% framhaldsskólanema árið 2016 tala í símann með því að halda á símanum. Árið 2018 hafði hlutfallið minnkað í 60%. 58% hóps- ins sögðust leita að upplýsingum á netinu undir stýri árið 2016 og það hlutfall hafði hækkað í 63% árið 2018. Þeim fækkar þá um 6 pró- sentustig sem segjast senda skila- boð eða sms undir stýri og þeim sem segjast skoða samfélagsmiðla yfir- leitt um 3 prósentustig. Þegar rannsóknirnar eru bornar saman, 2016 og 2018, er niðurstaðan sú að á heildina litið hefur símnotk- un undir stýri dregist saman um 4%. Akstur Bannað er að tala í farsíma undir stýri, enda stórhættulegt. Færri senda skilaboð undir stýri  Símnotkun ung- menna 4% minni Umferð um Hvalfjarðargöngin frá höfuðborgarsvæðinu stöðvaðist um tíma í gær og myndaðist nokkur röð bíla við göngin. Að sögn lög- reglu bilaði vörubíll í göngunum en eftir nokkra stund tókst að koma honum aftur í gang. Komst umferð aftur í samt lag á fjórða tímanum. Sem kunnugt er voru fjölmargir á faraldsfæti síðdegis í gær þegar páskafríið hófst hjá landsmönnum. Umferð stöðvaðist

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.